Tíminn - 16.07.1970, Page 9

Tíminn - 16.07.1970, Page 9
FJMMTUDAGUR 16. jóií 1970. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæ-mdastjóri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (át>), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingri^rur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu. símar 18300—18306. Skrifstofur Banikastræti 7 — AfgreiSslusimi 12323. Auglýsimgasimi 19523 AtSnar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 ein*- P*-entsm. Edda hf. ——■——— ■ n. ii ..... m i nt^i i ... ——■— „Að honum er mikill sjónarsviptir“ Útför forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Öll þjóðin syrgir þau af heilum hug og vottar aðstandendum samúð sína. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar minningargrein um forsætisráðherrahjónin, og hefst hún á forsíðu blaðsins. Hann segir m.a.: „Dr. Bjarni Benediktsson var umdeildur eins og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Um slíka menn stendur oftast storm- ur og styrr í lifandi lífi. Þeir njóta sjaldnast sannmælis fyrr en síðar, er sagan leggur dóm á verk þeirra, og er sá dómur þó engan veginn alltaf óskeikull. Það liggur í hlutarins eðli, að stjórnmálaandstæðingar líta öðrum augum á ýmis stjórnmálastörf Bjarna Benediktssonar en skoðanabræður hans. Þeir gagnrýna þau mörg, og verður þar sjálfsagt engin breyting á. En hvað sem öllum ágreiningi um stjórnmálastefnur og dægurmál líður, munu allir á einu máli um það, að Bjarni Benediktsson hafi verið mikilhæfur stjórnmálaforingi. Hann var einn þeirra manna, sem settu hvað mestan svip sinn á þjóð- Iífið síðustu árin og hafði úrslitaáhrif á framvindu margra mála. Að honum er mikill sjónarsviptir. AÍþingi verður svipminna án hans. Allir, — jafnt stjórnmálaandstæðing- ar sem samherjar — munu sakna þess að fá ekki framar að sjá hann eða heyra í sölum Alþingis. Frú Sigríður Björnsdóttir, forsætisráðherrafrú, var greind kona og myndarleg, og var af öllum, er til þekktu, talin ágætiskona og bezta húsfreyja. Hún var manni sínum traustur lífsförunautur og stoð í starfi. Hún stóð við hlið hans í erfiðri stöðu á hefðartindi, þar sem oft er næðingssamt. Hún þurfti oft að koma fram sem fulltrúi lands og þjóðar, bæði heima og erlendis. Mun það allra dómur, að hún hafi ætíð komið þannig fram, að sómi var að, hvort heldur var innan lands eða utan. Hef ég heyrt ýmsa erlenda menn geta hennar með hlýju og virðingu. Hér var hún vel virt að verðleikum. Þjóðin öll er harmi lostin vegna hins hörmulega slyss á Þingvöllum. En sárust er auðvitað sorg barna ráðherrahjónanna og annarra aðstandenda. Andspænis henni eru öll orð fánýt. En ég veit, að þau finna, að til þeirra andar nú hlýju og samúð frá landsmönnum öllum, hvar í flokki eða stétt, sem þeir standa. Ég sendi þeim einlægar samúðarkveðjur. Ég votta einnig aðstandendum Benedikts litla, sem nú fylgir afa sínum og ömmu um okunna stigu, innilega samúð“. „Skarö fyrir skildi" í ávarpi sínu til þjóðarinnar daginn eftir brunann á Þingvöllum, mælti dr. Kristján Eldjárn forseti íslands, meðal annars þessi eftirminnilegu orð: „Slíkir atburðir eru hörmulegri en svo, að orðum verði yfir komið. í einu vetfangi er burtu svipt traustum forystumanni, sem um langan aldur hefur staðið í fylk- ingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífi voru, og með honum ágætri konu hans, er við hlið hans hefur staðið með sæmd og prýði, og ungum sveini, sem var yndi þeirra og eftirlæti Hér er skarð fyrir skildi en á þessari stundu kemst ekki annað að í huga vorum en sorg og aatnúð Það er stundum sagt, að íslenzku þjóðinni sé helzt að líkja við stóra fjölskyldu. Sannleik þeirra orða skynj- um vér bezt á stundum mikilla tíðinda til gleði og sorgar. Þjóðin er harmi lostin og syrgir forsætisráðherrahjón sín“. Undir þessi orð lekur öll íslenzka þjóðin. — AK. C. L. SULZBERGER: Stríö milli Rússa og Kínverja þykir ólíklegt á næsta áratug Friðurinn er þó ótryggur, báðir aðilar nota tímann til að búa sig undir hugsanleg átök, og upp úr gæti soðið hvenær sem er. SENNILEGAST þykir, að næsta áratug reyni bæði Rússar og Kínverjar að búa sig undir hugsanleg átök sín í milli, en ekki verði þó úr styrjöld milli þeirra, en heldur ekki varan- le-gur friður. Báðir aðilar óska eftir fresti til aukins undir- búnings. Glögga fréttaskýrendur hér í Moskvu virðist greina aH- mjög á í þessum efnum. Meiri hluti þeirra telur styrjöld milli Rússa og Kínverja hugsanlega einhvern tíma í framtíðinni. Minnihluta þeirra þykir styrj- öld sennileg, en enn fámenn- ari minnihluti telur styrjöld efalausa og óhjákvæmilega. Enginn virðist þessa fullviss, að jafnvægi og friði verði kom ið á. ÞRÁTT fyrir þetta verður að telja litlar líkur á meiriháttar átökum í fyrirsjáanlegri fram tíð, enda hníga fleiri rök að því að til þeirra komi ekki. Eðlilegt virðist og rökrétt að álíta', að vaTdhafarnfr í Pek- ing finni til aukinnar ábyrgð ar eftir því sem þeir eflast að kjarnorkubúnaði, alveg eins og ranuin hefur orðið með vald- hafana í Moskvu og Washing- son. Ennfremur virðist augljóst, að meiri gætni komi fram í at- höfnum Kínverja en hinu eitr aða orðbragði þeirra, enda þótt samibúð Kínverja og Moskvumanna sé afar slæm. Valdhafarnir í Peking gera sér grein fyrir að þá bresti enn tilfinnanlega bolmagn til þess að ráðast á Ráðstjórnarríkin. Líklegt er hins vegar, að vald hafarnir í Moskvu þykist að vísu sjá frarn á, að alvarleg meinsemd sé að búa um sig, en telji þó líkur á áð nægi- legt tóm gefist til að nsyta ýmissa bragða áður en grípa þurfi til örþrifaráða. VALDHAFARNIR í Moskvu telja sig sennilega efcki hafa efni á að hefja venjulega styrj öld gegn Kínverjum og koma sér þannig upp risavöxnu Viet nam við að glíma. Þó að Rússar hafi mjög mikinn herafla nærri kínversku landa mærunum verður ekki vart neins undirbúnings undir venjulega, langdregna styrjöld. Nýjar, mikilvægar samgöngu- æðar hafa ekki verið lagðar, hvorki vegir né járnbrautir. Ef til alvarlegra átaka kæmi hlyti því að verða um kjarnorku styrjöld að rœða, og venjuleg- ar eldflaugabúnaður er til og frá í austanverðri Síberíu og og einnig í alþýðulýðveldinu Mongólíu, en það er í banda- lagi við Rússa. Valdhafarnir í Moskvu gera sér hins vtgar ljóst, að afleiðingar kjarn- orkustyrjaTdar yrðu ægilegar, jafvel þó að þeir færu með sigur af hólmi. Kjarnorkustyrj öld hlyti að spilla mjög áliti Sovétríkjanna út á við og hætt an á takmerkalitilli brennifórn gæti orðið ærin. Mao Tse-tung SOVÉZKIR fréttaskýrendur sýnast vera sannfærðir um, að alvarleg hernaðarhætta geti ekki stafað af Kínv. næstu tíu ár eða svo. Meginherafli Kín verja er fjarri landamærunum til þess að auðveldara sé að grípa til hans ef átök brjót- ast út innan lands. Valdhaf- arnir í Moskvu hafa hins veg- ar myndáð nýtt hernaðarsvæði meðfram kinversku landamær- unum, Hernaðarsvæði Mið- Asíu. Undirbúningur af beggja hálfu virðist einkum miðaður við varnir, enda báðir aðilar með mörg járn í eldinum. Valdhafarnir í Moskvu hafa til dæmis komið af stað andúð- aröldu gegn Kínverjum meðal Turkmena i Sinkiang, en bað var áður vemdarsvæði bæði Kínverja og Rússa, en lýtur nú valdhöfunum í Peking. Brezhnev hefur skipulagt sameiginlegt öryggiskerfi í Asíu og er það tilbúið til nota ef í nauðirnar rekur. Annað úrræði Rússa er að reyna að koma á góðum samböndum við ríkisstjórn Chiang Kai-sheks á Taiwan (Formósu). RÚSSAR standa hins vegar höllum fæti í suð-austur Asíu saman borið við valdhafana í Peking. Áhrif þeirra á for- ustumennina í Hanoi hafa dvín að, en þeir gera sér hins veg- ar vonir um, að Norður-Viet- namar geri sér grein fyrir að þeir hafi færzt of mikið í fang og geri sér einnig af gam alli reynslu ljósan þann háska, sem þeim geti stafað af öfi- ugu Kínaveldi. Leiðtogar Sov- étríkjanna þruma að vísu gegn Bandaríkjunum, en hafa að undaníörnu látið sér nægja að bíða og fylgjast með fram- vindu baráttunnar í Indó-Kína. Að því er Evrópu snertir óska valdhafarnir í Moskvu eindregið eftir samkomulagi við ríkisstjórnina í Bonn, til þess að þeir geti haft frjáls- ari hendur í austri ef á þarf að halda. Haldið hefur verið fram í áróðrinum að undan- förnu að Vestur-Þjóðverjar hafi veitt Kínverjum tækni- lega aðstoð við smíði og und- irbúning gerfitunglanna, sem þeir hafa sent á loft. Þessum áróðri hefur nú verið hætt í von um að það greiði fyrir samkomulagi við Bonn-stjórn- ina. RÚSSAR og Kínverjar hafa báðir ástundað hernaðarlega birgðasöfnun að undanförnu til þess að búa sig undir hugs anleg átök. Sovétmenn hafa safnað að sér úrvals stáli í ýms an útbúnað og samgöngutækjum | frá Vestur-Þýzkalandi, Banda ríkjunum og Japan. Nauðsyn á efldum hervörnum hefur ver ið notuð sem afsökun fyrir lití um framförum í efnahagsmál um. Forráðamenn hergagnaiðnað arins rússneska leggja mikla áherzlu á háskann, sem af Kínverjum stafi, og geri auk- in útgjöld til hernaðarþarfa óhjákvæmileg. Hætta á inn- rás úr vestri er ekki tekin trúanleg lengur, — og sést það bezt á áframhaldandi samn- ingaviðræðum bæði við Banda- ríkjamenn (SALT) og vald- hafana í Bonn. Þegar úr ógninni í vestri dregur leggja sovézku hers- höfðingjarnir því tneiri áíherzlu á þann háska, sem yfir vofi úr austri. Yakubovsky marskálk- ur hefur varað við því, að Kínverjar séu að undirbúa styrjöld. Grechko marskálkur krefst þess, að varnirnar i austri verði efldar að minnsta kosti til jafns við varnirnar í vestri. ÞEGAR hliðsjón er höfð af öllum rökum virðist styrjöld ósennileg að svo stöddu milli risaveldanna tveggja. Rússar, sem eru óneitanlega máttugri, óska ekki eftir henni, og Kín- verjar ættu ekki að gera það heldur. Hitt kann aftur á móti að vera vafamál, hvort eðli- leg rök verða látin ráða úr- slitum þegar ti! fcastanna kemur. Báðir aðilar virðast einkum hafa í hyggju að nota næsta Fraimhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.