Tíminn - 05.09.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 05.09.1970, Qupperneq 9
^AUGARDAGUR 5. september 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœ'Tnjdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Kairlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason, Ritstjórnar- sfkrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar síkrifstofur sími 18300. Áskriftargjald br. 165,00 á mánuði, tnnanJands — f lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Misheppnuð land- búnaðarstefna Það er nú orðið meira en fullljóst, að landbúnaðar- stefnan, sem hófst með „viðreisninni“, og þeir Ingólfur Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason hafa mótað í sameiningu, hefur leitt til hreins öngþveitis. Vaxandi sölutregða á landbúnaðarvörum er ótvírætt merki um það. Meðan Framsóknarmenn réðu landbúnaðarstefnunni, var stefnt að því að hafa rekstrarkostnað landbúnaðar- ins sem lægstan, m. a. með lágum vöxtum, löngum lán- um, niðurgreiðslu á ýmsum rekstrarliðum. Þannig var stefnt að því að verðhækkanir á landbúnaðarafurðum yrðu sem minnstar. Jafnframt voru þær niðurgreiddar á innlendum markaði, en útflutningsbætur nær engar greiddar úr ríkissjóði. Þegar ,,viðreisnarstjórnin“ kom til sögunnar, var að ráði þeirra Ingólfs og Gylfa algerlega horfið frá þessari stefnu. Ingólfur og Gylfi töldu óþarft að gera ráðstafanir til að halda rekstrarkostnaðinum niðri. Allt væri í lagi að láta hann hækka, því að bændur skyldu fá það bætt með hækkun á verðlaginu innanlands og v.erulegum út- flutningsbótum úr ríkissjóði. í samræmi við þetta hef- ur rekstrarkostnaðurinn verið síhækkaður með opinber- um aðgerðum, t. d. með því að hækka vextina, stytta lánstímann, leggja 11% söluskatt á allar rekstrarvörur landbúnaðarins og bæta við ýmsum nýjum sköttum. Þessu til viðbótar koma svo gengisfellingar, er hafa meira en fjórfaldað rekstrarvörurnar í verði. Reynt hefur verið að bæta bændum þetta upp með stórfelldari hækkunum á verði innanlands en áður eru dæmi um og með veru- legum útflutningsbótum. Þetta hefur þó ekki nægt til að koma í veg fyrir versnandi kjör þeirra. Það bætist svo við, að sökum hins háa verðlags hefur salan dregizt sam- an innanlands og hafa t. d. þannig myndazt miklar smjör- birgðir. Ríkisstjórnin hefur líka stórminnkað niðurborgan ir á innlendum markaði frá því sem áður var. Versnandi kjör bænda annars vegar og minnkandi sala landbúnaðarvara á innlendum markaði hins vegar, tala ótvírætt því máli, að landbúnaðarstefna þeirra Ingólfs og Gylfa hefur fullkomlega misheppnazt. Það er ebki fær stefna, að hækka rekstrarkostnaðinn gegndarlaust og ætla að bæta það með hækkun á verðlaginu innan- lands, þegar kaupmáttur neytenda eykst hvergi nærri að sama skapi. Það leiðir til óviðráðanlegs smjörfjalls og út- flutningsuppbóta. Þetta er bændum sjálfum manna bezt ljóst. Þess vegna iögðu þeir til á nýloknum aðalfundi Stéttarsambands bænda að kannað yrði til hlítar, „hvort fleiri úrræði en beinar \»erðhækkanir finnist ekki til þess að leiðrétta hlut bændastéttarinnar." Vissulega eru slík úrræði til, eins og t. d. lækkun vaxta, lenging lána, afnám sölu- skatts á rekstrarvörum landbúnaðarins, svo að nefnd séu nokkur þau úrræði, sem Framsóknarflokkurinn beitti í stjórnartíð sinni. Menn verða að gera sér lióst, að landbúnaðarstefna þeirra Ingólfs og Gylfa er ekki fær lengur. Ný stefna og ný úrræði verða að koma til sögunnar. Að verulegu leyti má þar hafa hliðsjón af þeirri stefnu, sem áður var fylgt, en að sjálfsögðu með fullu tilliti til þess, að mikil breyt- ing hefur orðið á ýmsum aðstæðum síðasta áratuginn- Þ.Þ. TÍMINN 9 JAMES RESTCN, NEW YORK TIMES: Tillaga Fulbrights um Palestinu- máiið veröskuldar nána athugun Hún minnir á hina frægu ræðu Wandenbergs 1945 TILLAGA Fulbrights ö.’dunga deildarþing'manms um að Banda ríkin geri samning um að tryggja öryggi ísraels, minnir fljótt á litið dálítið á tilboð Spine Agnews um að taka að sér ritstjórn The New York Times. Þetta er furðuleg tiliaga úr óvæn-tri átt á undarlegum tímum, en þrátt fyrir það er hún fy.’lilega þess verð að vera athuguð nánair. Bandaríkjamenn er-u nú sið- ferðislega, lagalega og hernað arlega skuldbundnir tii að koma í veg fyrir tortímingu israelsríkis. Valdhafarnir í Washington áttu sannarlega drjúgan h.’ut. í því að ríkið varð til. Samkvæmt stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna eru þeir skyidir að verja israel gegn hernaðarárás. Þeir hafa einnig skuldbundið sig til að varð- veita núverandi hernaðarjafn- vægi við austanvert Miðjarðar haf með hliðsjón af því, að valdhafannir í Moskvu seilast til æ meiri áhrifa á því svæði. Þrátt fyrir þetta verður ekki hjá því komizt að hugleiða — einkum með hliðsjón af von- brigðunum, sem Bandaiíkja- menn hafa orðið fyrir í Viet- nam og eins því, að Sameinuðu þjóðunum hefur mistekizt í við- leitni sinni, — hvað Banda- ríkjamenn tækju til bragðs, ef hernaðarmáttur Sovétríkjl- anna og eyðingarmáttur Araba væru smátt og smátt að koma ríki Gyíðinga fyrdr kattarnef. ENGINN gerir ráð fyrir í raun og veru, — þrátt fyrir fómirnar og vonbrigðin í Viet- nam, — að Bandarikjamenn sætu hjá með hendur í skauti, ef Sovétmenn væru að notfæra sér Araba til að gera innrás í ísrael og ná va.’di á svæði, sem er iðnaði Vestur-Evrópu jafn mikiis virði og raun ber vitni og auk þess á vegamótum Asíu, Evrópu og Afríku. A þvl er heldur ekki hætta, að ísraels menn verði „hraktir í sjóinn“ en hitt vofir yfir, afð Sovét- menn ógni þeim, Arabar vaxi þeim yfir höfuð og Bandaríkja menn snúi við þeim bakinu og lífið verði smátt og smátt murk a ð úr þeim. Fulbright ,formaður utanríkis málanefndar er hreint enginn Zionisti — og er þá ákaflega vægilega að orði komizt. Hann hefur síður en svo takmarka. Iausan áhuga á skuldbindingum Baindaríkjamanna í fjar.’ægð, þegar Vietnam-styrjöldin er um garð gengim. Ræða hans am deilurnar fyrir botni Miðjarðar hafsins mininti afar mikið á fyrtinn skólastjóra, og hann var svo staðráðinm og áfjáður í að vera á öndverðum meiði við flesta starfsbræður sína í þing Lnu, sem eru á bandi ísraeis- manna, að hann lét sér um munn fara margt, sem er svo ívinsamlegt í garð ríkisstjórn- irinnar í ísrael og Zionistanna, jem eru á henmar bandi, að það spillti verulega fyrir því, sem fyxir honum vakti fyrst og fremst, sem þó var mjög svo miki.Yægt atriði. NIXON forseti vakti máls á hinu sama fyrir skömmu, eða að deilurnar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins væru miklu lík'.egri til að leiða til heimss'tyrjaldar en styrjöldim í Vietnam, og Bandaríkjamenn ættu birýnmd og miki.'vægari hagsmunum að gæta við Mið- jarðarhafiið en í Suð-austur Asíu. Og hversu mjög sem Ful- bright hefur gagnrýnt Zionism amn og stefnu ísraelsstjórmar, þá er hann engu að síður sann- færður um, að forustumemn Rússa og Arabaríkjanna láti ekki sannfærast um, að ágengni á ísrael sé tilgamgslaus, nema því aðeims að Bandaríkjamemn lýsi yfir, að þeir séu staðráðn ir í að vernda Ísraelsríki. Fulbright öldungadeildarþimg maiður Jeggur til, að ríkisstjórn in í Jerusalem endurgjaldi yfir lýsingu Bandaríkjamanna um ábyrgð á öryggi ríkisins með tilslökunum í l'andayfiri'áðum og málefnum arabiskra flótta- manna — tilslökunum, sem hin sundurþykka ríkisstjórn ísraels ríkis getur ekki með nokkru móti gengið inn á að svo stöddu. Hann krefst þess, að þeir hörfi til landamæranna, sem giltu fram að styrjöldinmí árið 1967. Hann vill ennfremur, að hún taki við miklu fleiri flóttamönnum frá Palestínu tu hún telur sér fært, án þess að þröngva um of kosti Gyðinga heima fyrix. ÞRÁTT fyrir þetta snýr öldumgadeildarþingmaðurinm sér beint að kjarna má-'sins eins og það kemur honum fyrir sjón ir. Hann heldur fram, að þetta séu ekki staðbundim vandræði ísraels og Arabaríkjamma, held- ur heimsins alls. Hanin þykist viss um — eins og raunar flest- ir aðrir — að ísraelsmenn hafi hernaðarlega í fullu tré við Araba, em fái ekki staðizt tækni Sovétmamma eða eyðingarmátt Araba, þegar tL' lengdar lætur, jafmved þó að þeir fái að halda Golam-hæðumum og trúarlegum he.'gistöðum, sem þeir halda nú fram að þeir megi til að hafa ráð yfir. Hvort sem Fulbright hefur á röngu að standa eða réttu, þá hefur hann, lagt þunga áherzlu á það atriði, að ísrae.'s menm séu fómarlömb kalda stríðsins. Þeir geta haldiö hlut sínum hermaðarlega gegn Aröb- um, em ekki Sovétmömnum. Þeir verða að velja um, hvort þeix meti meira aukið land- svæði eða ábyrgð Bandaríkja- manma á öryggi ríkisins, þar sem þeim geti ekki meö neimu móti hlotnazt hvort tveggja. Merkilegt er, að Fulbright sku.’i vera upphafsmaður tillög unnar, þar sem han,n hefur verið andvígur Zionistum og oft og eimatt gagmrýnt ríkis- stjórn Israels óvægilega. En tillaga hans er enn merkilegri vegna þess, hve gagmrýninn hann hefur verið til þessa, en býður nú fram skýlausa yfirlýsingu um ábyrgð Bandaríkjamanna á öryggi ísraelsríkis, sem eng- inn hefur haft kjark til að krefjast áður annar em Ben- Gurion. ÞETTA minnir töluvert á sögu'eg skoðamaskipti annars formanins utamríkismálamefndar öldungadeildarinnar, eða Art- hui's Vandenbergs frá Michigao. Vandenberg hafði verið einangr uinarsinni og þess vegna brá valdhöfuinum í Washington í brún, þegar hanm krafðist nýrra, opinberra miilirikjasamn inga Sovétmamna og Bamdaríkja manna um Þýzkalandsmálið. Sú krafa gjörbreytti stefnu Banda- ríkjamamma í styrjaldarlok. Vandenberg hé.’t hiraa frægu ræðu sína í janúar 1945, en taldi hana sjálfur engu merki- legri en Fulbright taldi tillög- ur sínar um lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafsims. Til.’aga hans gæti markað tímia- mót eins og tiliaga Vandenbergs — enda þótt hún sé um margt óráðin eins og hin var. Alit veltur á því, hvernig forsetinn tekur henni, svo og afstöðu rikisstjórnarinmar í ísrael. Skoðanaskipti Vandenbergs þóttu vekja nýjam vanda í fyrstu, bæði í augum Trumams forseta og F.vrópumanna. Síðar var litið á hana sem kærkomi(& tækifæri og hún gjörbreytfc stefnu Bandaríkjamanna ofi Evrópumamna í heimsmálunum á síðeri hluta fimmta tugs a.'d- arinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.