Tíminn - 05.09.1970, Blaðsíða 11
LATJGARDAGUR 5. september 1970.
TÍMINN
u
ANDFAR!
Lögreglust'[óri og for-
jtjóri SVR svari
Kæri Landfari.
Viltu vera svo góður að
koma á framfæri fyrir mig
tveimur spurningum, annarri
til forstjóra strætisvagnanna
og hinni til lögreglustjórans í
Reykjavík. Ég sá það í dag-
blaði í gær, að allmargir stræt
isvagnabílstjórar, setn laus-
ráðnir eru á sumarmánuðum
eiga í kjarabaráttu og eru að
minnast á ýmis úrræði til þess
að koma málum sínum fram.
Blaðið hefur þetta eftir vagn-
stjórunum:
„Það hefur til dæmis verið
rætt um, að við færum að aka
á löglegum hraða um gör Jrnar,
en þá er hætt við, að áætlanir á
æði mörgum strætisvagnaleið-
um færu úr skorðum.“
Spurningin, sem mig lpngar
til að beina til forstjóra Stræt
isvagna Reykjavíkur af þessu
tilefni, er þessi:
Er það rétt, að tímaáætlanir
strætisvagna á einhverjum leið
um í borginni geri beinliais
ráð fyrir því, að vagnstjórar
aki á ólöglegum hraða? Sé það
ekki rétt, er andmæla þörf.
Og spurningin til lögreglu-
stjóra er þessi:
Er það rétt, að lögregluyfir-
völd í borginni samþykki áætl
anir strætisvagna, þar sem gert
er ráð fyrir ólöglegum hraða,
og kærir lögreglan strætis-
vagnabílstjóra, ef þeir fara
yfir hraðamörkin? Fullyrðing
vagnstjóranna hlýtur að kalla
á ofurlítið nánari athugun lög-
reglunnar.
Ég hef eins og fleiri fengið
tiltal og jafnvel kæru lögregl-
unnar fyrir of hraðan akstur,
Og Skal ekki undan því kvarta.
og maður sér það oft í blöðun-
um, að lögregian er að taka bíl
stjóra fyrir þetta brot, beitir
jafnvel nýjustu tækni til þess
að mæla hraðann. En ég hef
aldrei séð fregnlr um það í blöð
um, að strætisvagnar hafi verið
stöðvaðir fyrir of hraðan akst-
ur, hvað þá að vagnstjórar
þeirra væru kærðir. Nú lýsa
vagnstjórar því meira að segja
yfir í dagblöðum, að þeir verði
að aka á ólöglegum hraða. ef
halda skuli timaáætlun, sem
yfirstjórn vagnanna hafi sett
þeim og auglýst almeiiiiingi. Ég:
get efcki betur séð en kominn
sé tírni til að lögreglan bregði
hraðamæli sínum hinum ör-
ugga á strætisvagna einstaka
sinnum.
Borgarbúi.
Er eignarétturinn virtur?
Heill og sæll Landfari. —
Ég bið þig að koma eftirfar-
BÍLASKOÐUN & STILUNG
Skúlagötu 32.
HJÓLASTILLINGAR
MÖTOHSTILLINGAR LJÖSASTILLINGAR
Látið stilla i tíma. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-100
VELJUMISLENZKT
<H) ÍSLENZKAN
IDNAÐ
... Við veiiz: liffliiillllll
Illi það bo . rgcr ssg /í>:> ?
- ■I :
m«ra#»S iliyipai r. .c >FNAH H/F.
' 1 ' SÍSumúla 21 , Reykjovík .
- Símar 3-55-£ >5 og 3-42-00 I
■
andi spurningum mínum á
framfæri:
Er eignarrétturinn virtur á
fslandi?
Er hægt að fara með ráð-
herraleyfi upp á vasanu í land-
areign annarra manna. í óþökk
og óleyfi landeigenda, og gera
þar mannvirki, landeigendum
til tjóns?
Er leyfilegt að geyma
sprengiefni á víðavangi, t. d. í
hraungjótum?
Er það hlutverk fjölmiðla,
sem teljast frétta — en ekki
áróðursstofnanir, að leggja
dóm á það er Mývetningar rifu
úr landi sínu?
Er Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur og hannari enn
í Náttúruverndarráði?
Er það rétt, að Steindór
rektor sé að skrifa bók um
verndun Laxárdals?
Á að leiða hroka valdsins til
öndvegis í íslenzku samfélagi
— eða frjálsau og óskoraðan
samningsrétt?
Sunnlendingur.
HUÓÐVARP
Laugardagur 5. sept.
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn
8.00 Morgunleikfimi. Tón-
leikar 8,30 Fréttir og veð-
urfregnii 9.00 Fréttaágrip
og útdráttur úr forustu-
greinum dagblaðanna. 9.15
Morgunstund barnanna: Sig
ríður Eyþórsdóttir lýkur
lestri sögunnar ,,Heiðbjört
og andarungarnir1* eftir
Frances Duncombe i þýð-
iagu Þórunnar Rafnar (12)
9.30 Tilkynningar. Tónleik-
ar. 10.00 Fréttir Tónleikar.
10.10 Veðurfregnir. 10.25
Óskalög sjúklinga: Kristín
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar 12.25 Fróttir og
veðurfregnir. Titkynningar.
Nillllllllllllllllll!lllllllilllllíll!lllllll!ll!II!lllll!lllllllll!l!l!lllllllllllinillílllillllllirilllllllllllliHð!l!llllliiillillillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllliiiillllill^
s4S T//£30MP£/?SSr#/A'£ 077/S/Z
/?OCÁ/S, 7?/e f//U-S/P£ 0£COM£S4 M4SS
QFMOmGA/BMCE
' S/LVE£'S STXUCK/A/ZP
/Ff/E GO£S 0OMV"
So-------------<
Þegar steinarnir, sem velt var af stað, leið þeirra, er eins og öU hlíðin sé á — Silfri varð fyrir steini, og ef hann zs
=£ komast i snertingu við aðra, sem verða á hreyfingu. — Gríptu! — Ég náði! dettur, þá . . . S
DREKl
— Sögðu þeir á hótelinu að faðir þinn
væri farinn? — Já, og ekki gefið upp
nýtt heimilisfang. — Faðir minn færi
aldrei án þess að láta mig vita. Hann
hlýtur að hafa skilið eftir skilaboð eða
eitthvað. — Ekkert. Hann borgaði ekki
einu sinni reikninginn. — Það er ekki
satt. Þið leynið mig einhverju. Pabbi
myndi aldrei gera þetta- Ég ve'L
hann er uppi. — Þetta er stiílkan
rugluð. — Við skulum annast hana.
aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiniiiniiinnniimmiiHniiiiiH^
13.00 Þetta vil ég heyra
Jón Stefánsson verður við
skriflegum óskum tónlistar-
unnenda.
15.00 Fréttir Tónleikar.
15.15 1 hágii
Umferðarþáttur fyrir ferða-
fólk í umsjá Jökuls Jakobs-
sonar, grammúfónplötur af
ýmsum ganghraðastigum og
kveðjur til ökumanna.
16.15 Veðurfregnir
Á nótum æskur.uar
Dóra Lngvadóttir og Pétur
Steingrímsson kynna
nýjustu óægurlögin.
17.00 Fréttii Létt lög.
17.30 Til Heklu
Haraldm Ólafsson les kafla
úr ferðabó'k Alberts Eng-
ströms : þýðingu Ársæls
Árnasonar.
18.00 Fréttir á ensku
Söngvar í léttum tón.
18.25 Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
10.00 Fréttir Tilkynningar.
19.30 Daglegt Uf
Árni Gunnarsson og Valdi-
mar Jóhannesson sjá um
þáttinn.
20.00 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregð
ur plötum á fóninn.
20.45 Dorsey Bangsímon
Smásaga eftir CamiHo
Schaefer 1 þýðingu Þorvarðs
Helgasonar.
Flosi Ólafsson les.
21.10 Um litla stund
Jónas Jónasson ræðii' við
Kristmann Guðmundsson
rithöfuud.
22.00 Fréttir.
22.16 Veðurfregnir.
Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJÓNVARP
Laugardagur 5. september 1970
18.00 Endurtekið efni
Lagarfl jótsorm urinn
Rætt er við nokkra menn á
Héraðí um tilveru ormsins
fræga Kvikmyndun: Örn
Harðarson Umsjónarmaður
Eiður Guðnason Aður sýnt
13. júr ' 0.
18.20 Hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar
I mna skipa auk
hans: Birgir Karlsson, Einar
Hólm 'on, Pálmi Gunn-
arsson og Þuríður Sigurð..r-
dóttir Áður sýnt 2. ágúst
l^.u.
18.50 Enska knattspyraan
19.40 Hlé
20 00 Fréttlr
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Smart spæjari
Þýðandi Jón Thor Haraldss.
20.55 Eþíópía. rfki Ijónsins
Mynd um ,'andið og náttúru
þess, atvinnuhætti og sögu.
Þýðandi og þu'ur Gylfi Páls-
nn.
21.20 Mathi Peters skemmtir
Bandariska söngkonan Mathi
Peters syngur með kvintett
Ste Golker..
(Nordvision - Danska sjón-
vannig)
21.45 Konan með tampan
(The Ladv with a Lamp)
Brezk biómynd, gerð árið
1951 Leikstjóri Herbert
Wilcox Aðalhlutverk: Anna
Neagle, Michael Wilding og
Felix Av.Tner.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Ævisag' Plorence Nightia-
gale hin.'- nv'’''a mannvinar
og brautrvðianda á sviði
hjúkrunar, sem hlaut eld-
skírn sína á vígvöllum Krim-
stríðsins-
23.30 Dagskrárlok.