Tíminn - 18.09.1970, Síða 6
6
TIMINN
FÖSTUDAGUR 18. sepember 1970
//
0g enn kvað hann
— Nokkrar athugasemdir vegna ummæla í þáttum „Velvakanda".
//
Mér barst nýlega í hend-
itt Morgunblaðið frá 11.
Jiáll s.l. í dálkum „Velvakanda“
iþami dag birtist aðsent bréf.
radirritað Þ. Jh. Þar stendnr
m. a. þessi klausa: „------Mér
finnst verðlagning mjólkur og
mjólkurafurða, sem dembt var
yfir land-slýðinn í dag (7. júlí)
ekki ná nokkurri átt. Og eins
og vant er riður fyrst á það
ófæruvað Verðlagsnefnd land-
búnaðarvara og verður það til
þess, hleypa af stað dýrtíð-
ar- og verðbólguskriðunni, án
þess, að skeyta no'kkuð um
þjóðarhag, eða neytendur yfir-
leitt----------.“ Svo mörg eru
orð bréfritara og reyndar fleiri,
þótt ekki verði hér tilgreind.
Þótt það sé óneitanlega frem
ur óskemmtileg iðja, að munn-
höggvast við mann, sem annað
hvort hirðir eklki um það, að
rita undir fullu nafni, eða hef
ur ekki manndóm til þess, þá
vil ég í stuttu máli gera nokkr
ar örstuttar athugasemdir við
ofangreinda fullyrðingu Þ. Jh.
tan, að Verðlagsnefnd landbún-
aðarvara hafi riðið fyrst á
„ófæruvaðið“, sem hann
tnefnir svo. Svo mikið öfug-
mæli er þetta. Hún er nú orð-
in margþvæld þessi gamla
tugga, sem hver tyggur upp eft
ir öðrum, að bændur séu ölm-
usulýður og landbúnaðurinn sé
bölvaldur, sem ógni íslenzku
efnahagslífi, — landbúnaður-
inn sé dragbítur á hagvextin-
um ku það heita á máli þeirra,
sem orðnir eru mest lærðir í
hagfræði! Og allt saman sé
þetta vegna þessarar skefja-
lausu kröfupólití'kur, sem
bændur og búalið reki um
kaup og kjör! Minna má þó á
það, sem allir vita — a.m.k.
þeir, sem vita vilja — að bænd
ur hafa verið um langa hríð
JÓN E. RAGNARSSON
LÖGMAÐUR
Lögmannsskrifstofa,
Laugavegi 3 Sími 17200.
og eru enn tekjulægsta stéttin
í þessu þjóðfélagi. Bendir það
til þess, að þeir, eða forsvars-
menn þeirra hafa frumkvæði
að ótímabærum launakrbfum?
Stöðu bænda í launastiga
þjóðféalgsins staðfesta opin-
berar skýrslur, svo varla verð-
ur um það deilt. Jafnvíst er
líka hitt, að launakjör bænda
skapast að langmestu leyti af
því verði, sem þeir fá endan-
lega fyrir framleiðslu sína,
þegar frá hefur verið dreginn
vinnslu- og dreifingarkostnað-
ur.
Það má minna á það í
þessu sambandi, að dreif-
ingarkostnaður búvöru, sem
er að heita má algjörlega i
höndum fyrirtækja bændanua
sjálfra er lægri hér á landi en
í nokkru öðru landi, þar sem
slíkur samanburður verður
gerður á raunsæjan hátt. Bend-
ir það til þess, að hér sé
þannig á málum haldið, að
þjóðarvoði sé af? Tæplega,
held ég. Eg vil minna á þetta,
svona mönnum til þenkingar,
þótt áðurnefnt bréf Þ. Jh. gefi
ekki beinlínis tilefni til þess.
Bréfritari „Velvakanda”, Þ.
J'h. telur tvímælalaust, að verð-
lagning landbúnaðarvara 7.
júlí s.l. sé frumorsök þeirra
verðbólguöldu, sem reis í þessu
landi á þessu sumri, — sbr.
þessi ummæli hans „— — og
verður það til þess að hleypa
verðbólguskriðunni af stað
— —“ o.s.frv. En þarna fer
hann algjörlega með staðlausa
stafi. f þessu efni eru tveir
kostir fyrir hendi hjá Þ. Jh. og
hvorugur góður: í fyrsta lagi,
að hann vilji ekki vita — m.
ö.o. tali gegn betri vitund í
öðru lagi, að hann viti ekki
meira um þessi mál, heldur en
áðurgreind ummæli hans gefa
til kynna. En slíkt er óneitar.-
lega nokkuð beiskur biti að
kyngja fyrir mann, sem telur
sig þess umkominn, að taia um
þessi mál af þeim myndugleik.
sem nefnd ummæli hans gefa
í skyn. Það má minna hann á
það, að margnefnd verðhækk-
um 7. júlí s.l. var ekki orsök
1
f
L ATBR AG ÐSSKOLIIMISI
Námskeið fyrir 5—12 ára
börn hefjast í byrjun október.
Upplýsingar og innritun í
síma 21931 kl 14—17 í dag og
á morgun.
FORELDRAR: Þegar þér
hringið til þess að innrita barn
yðar, vinsamlega hafið reiðu-
búnar upplýsingar um það á
hvaða tímum barnið getur mætt.
■k GAMLIR NEMENDUR: Vin-
samlega hafið samband við mig
á ofanskráðum tímum.
TENG GEE SIGURÐSSON
þeirrar verðbólguöldu, sem nú
geisar í landinu, heldur bein af
leiðing þess, er gerzt hafði
áður í verðlags- og kaupgjalds-
málum í þessu landi. Víxlhækk
un kaupgjalds og verðlags mun
nú vera búin að vera í gangi
hjá o'kkur íslendingum, meira
og minna um 30 ára bil. Marg-
ir telja, að þar sé að líta
veigamiklar skýringar á þvi
fyrirbæri, að gjaldmiðill okkar
hefur á þessu tímabili öllu ver-
ið á meira og minna hraðri
leið „norður og niður“, ef svo
má orða það í þessu sambandi,
með þeirri útkomu, að okikar
vesæla króna er nú orðin að
einseyringi, eða varla það. E.n
erfitt held ég það sé, að færa
rök að því, að það hafi verið
bændur, eða þeirra trúnaðar-
menn ,sem settu verðbólgu-
skrúfuna í gang á sínum tíma.
Það væri lengra mál, en rak-
ið verður í stuttri blaðagrein,
að gjöra þvi tæmandi skil,
hvernig verðákvörðun búvara
fer fram hér á landi. En minna
má á þetta: „Það hafa verið í
nál. aldarfjórðung í gildi lög
og eru enn, sem kveða skýrt á
um það, að verðákvörðun bú-
vara sé slík, að bændur fái í
sinn hlut, fyrir sitt framlag í
þjóðarbúið, laun, er séu sam-
bærileg við laun annarra til-
tekinna stétta í þjóðfélaginu á
hverjum tíma. Menn veiti þvi
athygli, að þessar viðmiðunar-
stéttir eru engar toppstéttir í
launastiganum, heldur með
þeim lægstu, eins og allmennir
verkamenn ,sjómenn og iðnað-
armenn. Nú mætti ætla, skv.
fyrrgreindum ummælum Þ.
Jh„ að það væri bara algjör-
lega á valdi þessara vondu
manna, í verðlagsnefnd land-
búnaðarvara, að setja einfald-
lega upp á blað þær tölur, sem
þeim þóknaðist að segja.
Gjörið þið svo vel herrar mín-
ir. Þetta skulum við hafa.“!
En málið er nú bara ekki svona
einfalt. Samkvæmt nefndum
lögum, er starfandi fulltrúa-
nefnd frá samtökum bænda og
samtökum neytenda. Þrír full-
trúar frá hvorum aðila — svo-
nefnd Sex manna nefnd. Hlut-
verk hennar er, að finr.a það út
og koma sér saman um það
landbúnaðarverð, er veiti bænd
um þau laun, er þeim ber, skv.
nefndum lögum. Nefndin fær
auðvitað i hendur ótalin gögn,
skýrslur og hagfræðileg atriði,
sem henni mega að gagni
'koma til þess, að fullnægja
þessu réttlæti. Þrátt fyrir
þetta hafa þessir samningar
oftast gengið þunglega, stund-
um illa og ósjaldan strandað
með öllu og bændur þó mátt
hlíta dómsúrskurði um búvöru
verð, eða með öðrum orðum
um kaup sitt og kjör. „Verð-
lagsgrundvöllur landbúnaðar-
vara“ heitir það búvöruverð, er
sex manna nefnd, eða gerða-
dómur ákveður, ef verðákvörð-
un fer til dóms. Hann er mið-
aður við laun og framfærslu-
kostnað á þeim tíma, sem hann
er gjörður á og gildir venjul.
til eins árs í senn, með þeim
fyrirvara þó, að verði hækkun
á tímabilinu, t.d. á rekstrar-
vörum landbúnaðarins, eða
launum viðmiðunarstéttanna,
þá hækki verð búvara i hlut-
falli við þá hækkun, með öðr-
um orðum, ekki fyrr en aðrir
hafa haldið út á „ófæruvaðið",
er Þ. Jh. nefnir svo.
Hér hefur í stuttu máli ver-
ið getið fárra af mörgum þátt-
um, er liggja að verðlagningu
búvara. Ég vil hvetja menn al-
mennt og ekki sízt neytendur
til þess, að kynna sér þessi lög.
Og einkum vil ég ráðleggja
margnefndum Þ. Jh., að kynna
sér þau rækilega. Gjöri hann
það, þá vænti ég þess, að hann
sjái það á hvaða endemis
„ófæruvaði" hann var sjálfur
staddur hinn 7. júlí s.l., er
hann reit þessi orð: „Og eins
og vant er ríður fyrst á það
ófæruvað Verðlagsnefnd land-
húnaðarvara“ o. s. frv.
Það þarf vissulega nokkra
kokhreysti til þess að bregða
bændurn og forystumönnum
þeirra um litinn þegnskap og
ósvífni í launa'kröfum, eins og
Þ. Jh. lætur liggja að í marg-
nefndri klausu sinni. Hvaða
stéttir eru hófsamari í launa-
kröfum en bændur? Hvenær
hafa bændur t.d. gert verkföll
til þess, að knýja fram kröfur
sínar?
Það er annars orðið nokkurn
veginn jafnvíst og að dagur og
nótt fylgjast að óumbreytan-
lega, að í hvert sinn er búvör-
ur hækka að verði í krónutölu
og þó einkum mjól'k, að þá
reka ýmsir menn upp emjan
mikla, þótt sú hækkun sé að-
eins bein afleiðing þess, er
áður hefur gerzt, í verðlags
málum í landinu. Það er minna
fjasað um hátt verðlag á öðr-
um vörum og varningi. Nú
væri ekki ófróðlegt að bera
saman verðlag á mjólk og t.d.
61i og gosdryíkkjum, því það
hef ég fyrir s'att, að þær veig-
ar séu af býsna mörgum talin
nauðsynjavara, ekki sízt í
Reykjavík og öðrum þéttbýlis-
svæðum Orkumagn og nota-
gildi þarf að taka tillit til í
þeim samanburði, til þess að
fá nokkra hugmynd um það,
hvað menn fá raunverulega fyr
ir pening sinn í hvoru tilfelli
fyrir sig. Þessi samanburður
lítur þannig út:
Ö1 Verð á lítra: 33-^12 kr.
Orkumagn á lítra: 350 hitaein.
Gosdrykkir Verð á lítra: 28
—38 kr. Orkumagn á lítra:
300 hitaein.
Cola-drykkir. Verð á lítra:
35—38 kr. Orkumagn á lítra:
425 hitaein.
Nýmjólk. Verð á lítra: 1-L—
16 kr. Orkumagn á lítra: 750
hitaein.
Höfn í Borgarfirði eystra,
15. ágúst 1970.
Þorsteinn Magnússon.
[FISDMilSKDa (
SAFNARINM |
Stanley Gibbons „Elisabet-
an“ Postage Stamp Catalouge,
1971. Útgefandi Stanley Gib-
bons Ltd., 391 Strand London
WC2R OLX. Verð 32,00 shill-
ingar.
Sjöunda útgáfa Elísabetar
verðlistans, eða þess lista, sem
fjallar um ríkisstjórnartímabil
Elísabetar II. kemur nú fyrir
almenningssjónir um leið og
listinn yfir Brezka samveldið.
Mjög nákvæm endurskoðun
hefur átt sér stað á listanum.
Bætt hefur verið inn á hann
Ermasundseyjunum, Jersey og
Guernsey.
Yfir 500 ný afbrigði brezkra
merkja hafa verið tekin upp i
listann og um 1440 ný frímerki
bætzt við frá s.l. ári, svo i
honum en nú skráð 12,025 frí-
merki.
Stanley Gibbons British
Commonwealth Stamp Cata-
•ogue 1971 Útgefandi: Stanley
Gibbons Ltd. sama heimilis-
fang, 720 bls Verð 44 shUIing-
ar.
Það er um báða þessa verð-
lista að segja. að þeir gefi
verð frímerkjanna eftir hinu
nýja tugakerfi, sem er verið
að taka upp í Englandi eða á
að vera komið í gang í febrúar
á næsta ári.
Þá hefur verið nokkuð mikið
um verðbreytingar, sérstaklega
á eldri frímerkjum, sem hafa
verið í umferð á uppboðum
síðastliðins árs.
Fleiri lönti innan samveldis-
ins hafa verið vandlega end-
urskoðað fyrir þessa útgáfu,
s.s. Astralía, Indland, Starits
Settlements. Marocco, Nýja-Sjá
land, Niue, Papua. Samoa og
Sierra Leone.
Ahugi á brezkum frí-
merkjum hefur stöðugt farið
vaxandi jndanfarin ár og má
slá því föstr að það sé að
þakka hinni nýju útgáfupóli-
tík brezkri póstmálastjórnarinn
ar Þá hefur líka orðið stöðugt
meiri þörf á betri o° nákvæm
ari skráningu brezkra merki?
og nú hafg Stanley Bibbons
komið til móts við þessar ósk
ir, með því að gefa út 3 verð-
lista.
1 bindi fjallar um tímabil
Victoriu drottningar og kemur
nú í 3. útgáfu.
2. bindi fjallar um timabil
konunganna fjögurra. Játvarð-
ar VII., Georgs V., Játvarðs
VIII og Georgs VI. Bæði bind
in kosta 4; shillinga.
3. bindi sem er nýtt af nál-
inni fjallar um tímabi, Elísa
betai II. og kostar 30 shill-
inga.
Er þetta sannaflega góð við
bót af vitneskju fyrir Bretlands
safnarann þvi að mikilli ná
kvæmni er beitt við skránir«g
afbrigða og hvers konar upp-
lýsinga.
Sigurður H. Þorsteinsson.