Tíminn - 11.10.1970, Page 3

Tíminn - 11.10.1970, Page 3
' ' • ' ( r i \ r r SUNNUDAGUR 11. oktdber 1970. TÍMINN 3 hjúkrandi hönd er oft yfir alla aura hafin. Safnaðarhjálpin, safnaðar systirin, diakonissan er hoð- beri trúar, vonar og ástar og þáð verður einnig hver prest- ur að vera. Án þess eru þau ekki starfi sínu vaxin. Hjálparstarf safnaða — dia konissur — safnaðarsystur Um aldir hefur svonefnt safnaðarstarf, félagsleg hjálp og aðstoð á vegum kirkju ver- ið fátítt fyrirbrigði í íslenzk- um söfnuðum. Samt eru kvenfélög safnaða og þeirra starfsemi meira en aldar gömul á íslandi. En kven félögin voru stofnuð til að vinna og vinna flest meira eða minna að líknarstarfi fyrir bág statt fólk, þótt nú verði starf þeirra víða að beinast fyrst og fremst að fjársöfnun til kirkju hy.gginga, meðan það ófremd- arástand ríkir í lagasetningu og aðstöðu til að koma upp kirkjum, sem enn á sér stað hér á iandi. En í flestum stærri söfnuð- um sérstaklega í borgum er- lendis vinna sérstakar konur, sem oft eru bá kostaðar eða launaðar að einhverjum hluta af kvenfélögum safnaðanna, að hjálparstörfum og þjónustu innan síns safnaðar. Konur þessar nefnast dia- konissur að starfsheiti. En það orð er samstofna orðinu djákni, sem þýðir þjónn og er haft í merkingunni kirkju- þjónn eða safnaðarstarfsmað- ur. Ein diakonissa hefur hér um nokkur ár unnið í Hallgríms- söfnuði í Beykjavík og mun hun vera sú fyrsta og eina i sliku starfi á íslandi og er nú hætt og orðin húsfreyja. Hvert er þá þetta hjálpar- stairf safnaða — hvert er hlut- verk diakonissu, sem Motið hafa heitið safnaðarsystur á ís lenzku? Þessari spurningu er ótrúlega erfitt að svara. Til þess er sarfsemin svo órúlega fjölþætt og umfangsmikil. En samkvæmt vitnisburði slíkra starfskvenna, sem kemur fram í skýrslum og frásögnum á þingum og fundum ýmissa sam taka bæði kirkna og á vegum þindindisstarfs, má heyra að það er fyrst og fremst eftirlit, ieiðbeiningar og fórnarþjón- osta. Diakonissan kynnir sér, hvar þörf er á hjálp bæði fyrir ein- staklinga og heimili. Hún heimsækir. athugar ástæður. leiðbeinir. aðstoðar umkomu- lítil börn, sjúklinga, einstæð- inga og gamalmenni, útvegar húshjálp eða tekur hana jafn- vel að sér um tíma, kemur börnum í vernd og gamal- mennum á hæli eða útvegar heimahjálp. Sérstaklega er hugsað um drykkjumannaheimili og að standendum drykkjusjúkra rétt hönd til hjálpar, enda oft ast mest þörfin þar. Margar diakonissur hafa leik- eða skólastarf fyrir lítil börn, sem eiga fáa að, eða út- vega þeim fóstur og skólavist. Sumar annast sunnudagaskóla fyrir prestinn eða veita hon- um aðstoð við barnastarf og æskulýðsstarf. Nú skyldi samt enginn halda, að þetta starf njóti óskiptrar hyllj og skilnings al- mennings. Ekki slzt nú á dögiwi er margt að því fundið og þessi starfsemi talin úrelt og óþörf í velferðarríkjum, þar sem samfélagið, borgin og ríkið eigi að sjá um, og sjái um sína, og „hinu opinbera“ beri skylda til að annast þetta ailt. Kirkjan megi því draga saman seglin og hypja sig burt, hún sé óþörf og hennar starfi of- aukið. Vissulega eru viðhorfin breytt og víða veitt hjálp þar sem áður var ekkert til bjarg ar. En ekki ætti samt að gleyma því, að allt er það fyr- ir áhirif kirkjunnar og anda Krists. En til dýpri skilnings á að- stöðu hins „opinbera" til starfs á þessu sviði og starf- semi sannrar diakonissu vildi ég bregða upp mynd af ofur- litlu atviki löngu liðinna daga. Vera má að það verði gagn- rýnin og úrtölurnar, sem koma til íslands á undan starfi dia- konsissunnar. En gegn öllum misskilningi þarf að vera vel á verði. Og diakonissustarfi i einhvcrri mynd er nauðsyn í öllum stærri söfnuðum í fjölmenni og alls staðatr mikilvægt. En athugum nú atvikið sem víkið var að: Litilil drengur, á að gizka 5 ára, sat hágrátandi á trþppum gamals timburhúss í úthverfi, þegar presturinn áttj þar leið um götuna. Hann var með stórt umslag í höndunum. Og þegar presturinn gengur til hans og spyr, af hverju hann sé að gráta, sér hann að um- slagið er fullt af peningum. „Af hverju ertu að gráta, þegar þú ert svona ríkur?“ segir presturinn og reynir að dylja undrun sína. „Af því að hann pabbi fleygði því bara inn um glugg ann, en kom ekki til okkar“, svaraði drengurinn. Sagan þárf ekki skýringar við. Þar sem vantar hið and- lega, mannlega, hjartanlega verður hjálpin aldrei meira en Svtmak hálf og viðtakandi ef til vill hryggur eftir. „Hið opinbera" á ekkert and lit, ekkert bros, ekkert hjarta. nánast enga hönd. Þetta óper- sónulega, óimannlega, hjarta- lausa oft er of mikils ráðandi einnig og kannski ekkert síð- ur í velferðarríkjum nútímans, þar sem nóg er til af mat og peningum. En hjá þessum öfl- um, sem gera allt að númer- um, jafnvel í skólum og á hæl um, sjúkrahúsum og vinnustöð um, hjá þessu dauða skrifstofu afli, sem spyr fyrst og fremst um nafnnúmarið, en lætur sig nafn og einstakling litlu skipta má diakonissan og hjálpar- starfsemi safnaða aldrei ganga á mála. Um leið og hún ger- icr það er hún ekki lengur dia- konissa heldur skrifstofuþjónn eða sendisveinn, sem henáir umslagj með peningum inn um gluggann. Engin aðstoð hins opinbera getur þ í komið algjörlega í veg fyri • hjálparstarf safnaða né gert það úrelt og óþarft. Engin diakonissa getux ein- göngu órðið hahdlangari eða hlaúpastélþa 'fyfir skrifstofú- bákn hins opinbera- þótt mik- ils vert sé. Hennar starf er í öðrum anda, undir öðru merki en merki peninga, þótt sjálfsagð- iir séu og guðs gjöf í góðs manns höndum. „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan big“. „Allt sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra og systra það gjörið þér mér“, er yfirskrift safnaðarhjálpar. Og því er hún veitt með b-rosi, skilningi, hlýrri hönd og ljúf- um orðum af sál, sem virðir hvern einstakling. Ekki sem nafnnúmer, heldur sem mann- eskju, sérstaklega dýrmæta í augum G;iðs, með sérstæða sögu, sérstök örlög, sínar eig- in soirgir, sína eigin gleði og ástæður. Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Til þess að veita hjálp á þennan hátt þarf auðvitað oft- ast peninga á einhvers vegum en samt eru þeir stundum al- gjör óþarfi, sem betur fer. Vin átta, góðvild og hjálpandi, En þannig verðutr hún lækn ir og lyf hinum sjúka, husihnB hinum sorgbitna. vinur em- stæðingsins, von hins allslausa. ljós þeim, sem í myrkrunum situr. Mættu kvenfélögin og safn- aðarfélög íslenzku kirkjunn- ar losna sem fyrst við kiricm- byggingar í hendur „hins bera“, þar á það sinn rétt við kalda steinveggi, og snúa sér beint að starfsemi safnaðanna fyrir þá, sem bíða og líða. og flytja þeim gjafir guðsríkis: Réttlæti, fögnuð og frið. Árelíus Níelsson. Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bílastæði. Fljót og örugg þjónusta. „SONNAK , aTgreiosla ræsir Dugguvogur 21 — Simi 33 1 55. BÍLINN" Tækniver Háþrýstar 1” Miðstöðvardælur fyrirliggjandi á hagkvæmu verði. SMYR ILL, Ármúla 7, sími 84450.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.