Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 1
„V fttrsTlKISTUH * FRYSTISKÁRAR * 237. tbl. — Þriðjudagur 20. október T970. — 34. árg. RAFTÆKJAÐEILD, HAFNARSTRÆTI », SÍMt 1MK NiSurlagningarverksmiSjan á SigiufirSi verkefnalaus: Enn ekkert hráefni tryggt til vinnslu á næsta ári OÓ—Reykjavík, mánudag. Starfsemi Niðurlagningarverk- smiðjunnar á Siglufirði liggur nú niðri vegna hráefnaskorts. Þegar vinnsla er í fullum gangi, vinna rúml. 100 mans í verksmiðjunni, bar af um 80 konur. Nú starfa þar 20 karlmenn. Fyrirsjáanlegt er að vinnsla hefst ekki fyrr en eftir áramót þótt eitthvað berist að af hráefni, þar sem síldin þarf að liggja í tunnunum í nokkra mánuði áður en hún verður vinnsluhæf. Til að verksmiðjan hafi nægt hráefni allt árið og vinna þurfi aldrei að leggjast nið ur, er nauðsyiilegt að tryggia 10 þúsund tunnur af síld. Nú hefur síldarvortíð við Suðurland staðið í nokkrar vikur en ekki er farið að tryggja Niðurlagningarverk- smiðjunni neitt af þeim afla sem herst á land. Mðurlagningarverksmiðjan heyr ir undir Sfldarverksmiðjur ríkis ins, en stjórn hennar virðist eík&i hafa nema taikmarkaða<n áfauga á að tryggja nægt hráefni. Era Siglfirðingar að vomum gramir vegna þessara vinnuíxragða, þvi atvinna er stopul á staðnum, og ekki bætir úr skák að sá fjöldi sem hefur haft vinnu við niður lagningu sildar bætist í hóp at- vinnuleysingja. Síldin, sem veiðzt heíur við Suðurland er ágæt til söMunar og er þeim mun meiri slóðaskapur að ekki er búið að tryiggja Niður lagningarverksmiðjunni hráefni af þeirri síld. Stendur á fjármagni til að kaupa saltsíldina, mundu 10 milljónir kröna nægja til að tryggja hráefni, sem dygði næsta ár. Oparii mun að geta þess, að út- ílutningsveirðmæiti niðurlaigðrar síldar er mun meira en saltsíld ar, sem seld er í heilum tunnum. Viðræður hafa staðið yfir um að tryggja verksmiðjunni næga sfld, en svo virðist sem áhugi ráðamanna sé ekki nægur til að Framnalo a bls < ÚTVARPS- UMRÆÐUR í KVÖLD EB—Reykjavík, mánudag. Annað kvöld, þriðjudagskvöld, cara fram útvarpsumræður um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1971. Magnús Jónsson, fjámálaráð herra, hefur umræðurnar kl. 20, en síðan tala: Hannibal Valdi marsson af hálfu Samtaka frjáls lyndsa og vinstri manna. Halldór E. Sigurðsson af hálfu Framsókn arflokksins, Birgir Finnsson af hálfu Alþýðuflokksins og Geir Gunnarsson af hálfu Alþýðubanda lagsins. Magnús Jónsson talar síð an aftur í lok umr'eðnanna. Bifreið var ekið fram af bryggju á Akureyri: PILTUR 0G STÚLKA F0RUST 15 ÁRA STÚLKU TÓKST AD KOMAST ÚT ÚR BIFREIÐINNI OG BJARGAÐIST SB—Reykjavík, mánudag. Tvo ungmenni létu lífiS ér bifreiS, sem þau voru í, fór fram af bryggju á Odd- eyrartanga á Akureyri á sunnudagsmorguninn. Stúlka, sem meS þeim var í bifreiSinni, komst út og gat sagf frá slysinu. Þau, sem létust, voru Lára HarS- ardóttir, 15 ára, til heimilis aS Lundargötu 17, Akur- Lára HarSardóttir, 15 ára göroul Sigvrafor Brúni Brynjólfsson, 18 ára gamall eyri og SigurSur Brúni Brynjólfsson, 18 ára. Hann átti heima aS Grettisgötu 72 í Reykjavík, Stúlkan, sem komst af, heitir María Jakobína Sölvadóttir, EiSs- vallagötu 26, Akureyri. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynningin um slysið kl. 6.15 á sunnudagsmorguninn. Maríu hafði tekizt að komast út um glugga á afturhurð bifreiðar- innar, en hún mun þó hafa setið í framsætinu hjá hinum tveim. Hún var illa haldin, en komst þó til kunningjafólks síns neðarlega í Strandgötunni og gat gert fólki viðvart um slysið. Þegair lögreglan kom á stað inn, gat María ebki áttað sig greinilega á, hvar bifreiðin hafði farið fram af bryggjunni en lcgregíumeonirnir fomdu verksummerki á gamalli bryggju, milli olíubryggjunnar og kaaipfélagsbryggjunnar, Sverrisbryggiu, eins og hún var kölluð í gamla daga. Var þá fenginn froskmaður, Sigurð ur Sigurðsson og fann hann þifreiðina þarna framan við bryggjuna og líkin tvö í henni. Þarna er talsvert djúpt og :á bifreiðin á hvolfi, 6—8 metra frá brygg.iunni. Veður var sæmilegt. þegar slysið varð, norðan belgingur, en þurrt og engin hálka á bryggj- unni, en á þessum tíma er kol- dimmt. Sigurður Brúni hafði verið gestkomandi hjá kunningja- fólki sínu að Gránufélagsgötu 20 á Akureyri og hafði hann fengið bifreiðina að láni þar á laugardagskvöldið. Seint um kvöldið hitti hann stúlkurnar tvær og fleira fólk og höfðu þau öll farið í ökuferð um bæinn og nágrenni hans um nóttina. Þegar slysið varð, voru þó allir, nema stúlkurnar, farn- ir út úr bifreiðinni. Bifreiðin var stór. amerísk fólksbifreið, 11 ára gömul. wtsm Engin spor eftir r/upnaskyttuna þrátt fyrir mikla leit í 2 daga KJ—Hoykjavík, mánudag. í dag og í gær hafa fjölmennir leitarflokkar af ReykjavíkursvaVð inu, Suðurnesjum og Suðurlandi leitað að týndri rjúpnaskyttu, Viktori Hansen, Álftamýri $2 Reykjavfk. Þrátt fyrir mikla leit bæði gangandi manna og úr flng vélum, hefur Viktor ekki fundizt, og ekkert sem bent gæti til hvað orðið hefur um hann. Viktor er 41 árs gamall ein- hleypur vörubílstjóri hjá Slipp- félaginu í ReykjavíL Um hádeg ið á laugardag fór hann á rjúpna veiðar í Biáfjöll, ásamt félaga sín um Agli Halígrímssyni. Fóru þeir á Bronco-bfl Viktors, og skildu við bílinn, en ætluðu að hittast þar aftar síðla dags. Egill kom að bílnum á tilsettum tima, eða um klukkan hálf fimm, og beið við bflinn til klukkan sjö um kvöld- ið, en fór þá vm nágrennið og leitaði að Agli, og skaut úr byssu sinni opp í loftið, en wn níu leyt ið hélt hann niður af f jallgarðin um þarna, og í áttina að Sand skeiðinu til að leita hjálpar. Um miðnættið var Egill kominn til lögreglunnar, og þá voru strax gerðar ráðstafanir til að kalla út leitairflokka, sem síðan hafa verið á ferðinni á þessu svæði myrkr anna á milli. Erfitt leitarveður á sunudaginn. Á þriðja hundrað leitarmenn gengu um Bláf jallasvæðið á sunnu daginn, auk þess sem leitað var úr lofti eftir því sem hægt var Myndin var tekln við kort af svæSi í aSsetri Flugbiörgunarsveitarinnar á Reykiavíkurflugvelli f gær. Haukur Hallgrímsson sltur nu, sem leitaS er á, og Árnl Edwinsson tekur niður upplýslngar I síma. (Tlmamynd G.E.) vegna veðurs. Var leitað meira og rninna á svæðinu allt frá Suð urlandsvegi hjá Sandskeiði oa niður í Selvog, ef ske kynni. að Viktor hefði villzt, en leitin har ekki árangur. Skilyrði til leitar voru ekki sem bezt, þvj töluverð ur skafrenningur var. og auk þess er þarna víða illt yfirferðar { úfnu hrauni, þar sem eru marg ar giár og gjótur. Máttu sumir leitarflokkarnir hafa sig alla við til að sjá hver til annars í Ieit- inni. Svæðið fínkembt á mámidag. F dag voru hátt á þriðja hundr u5 manns við leit á þessu svæði, an þrátt fyrir nokkuð gott leitar -eður fannst ekkert sem bent gæti til ferða Viktors. Leitinni >iefur verið stjórnað af Flug- hjörgunarsveitinni í Reykjavík, og hefur Sigurður Waage haft mest- an veg og vanda af st.iórn leitar innar. Aðalleitarmiðstöðin hefur verið í f.iallabíl sem var á þeim slóðum þar sem þeir Egill og Viktor skildu Broncoinn eftir, eða sunnan við Þríhnúka og vestan við BTáfjöllin, en þangað upp eft- ir er nokkuð góður jeppavegur. Hver leitarflokkur er svo í tal stöðv^rsambandi við aðalleitarstöð- ina, sem samræmir leitina, og gef ur flokkunum fyrirmæli. Aðalleit arstöðin er svo í góðu sambandi við aðsetur Flugb.iörgunársveitar innar á Reykjavík'urflugveíi, en þangað hafa margir gefið upplýs Framhald á bls! 11. "f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.