Tíminn - 03.11.1970, Blaðsíða 2
\ _______________________________________________________ ___________________________
% TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 1970.
69 FULLTRÚAR SÁTU ÁRSÞING LANDS-
SAMBANDS HESTAMANNAFELAGA
JK—Egilsstöðum, mánudag.
Tuttugasta og fyrsta ársþing
Landssambands hestamannafélaga
var haldið í Valaskjálf þann 31.
okt. og fyrsta nóvember. Mættir
voru 69 fulltrúar frá 25 hesta-
mannafélögum, en í samtökunum
OÓ—Reykjavik, mánudag.
íslenzka stúlkan, sem situr í fang
elsi í ísrael fyrir að hafa verið
með 25 kíló af hassi í fórum sín-
um, verður ekki ákærð fyrir að
vera i smyglhringnum, sem átti
varninginn. ísraelska lögreglan seg
ist vita, hvaðan hassið komi. Er
greinilegt, að stúlkan hefur látið
nota sig til að fara með hassið
eru 34 hestamannafélög með 3074
félaga. Einnig voru mættir nokkr
ir gestir, þar á meðal Brynjólfur
Sandholt dýralæknir, sem hélt
erindi um sjúkdóma í meltingar
færum hrossa.
Albert Jóhannsson, formaður
milli landa, fyrir einhverja aðila,
en ekki átt það sjálf.
Unnið er að rannsókn þessa
máls og fylgist ræðismaður íslands
í Tel-Aviv möð framvindu mála.
Gefur hann utanríkisráðuneytinu
skýrslur um gang málsins. Stúlkan
var úrskurðuð í gæzluvarðhald til
4. þ. m. Ekki er enn vitað, hvenær
mál hennar verður tekið fyrir í
rétti.
samta'kanna setti þingið, kl. 11 á
laugardagsmorgun, og minntist
látinna _ forystumanna, séra
Eggerts Ólafssonar, Matthíasar
Matthíassonar og Bjarna Bjarna-
sonar. Á laugardag lauk fundi kl.
19 og voru mál afgreidd til
nefnda. Á sunnudaginn skiluðu
nefndir áliti, og samþykktar voru
ýmsar ályktanir, þar á meðal um
hrossamörk, reiðskóla, fræðslu
um íslenzíka hestinn, breytt skipu
lag á sýningu kynbótahrossa, stofn
un kyngæðingasjóðs, endurskoðun
búfj árræktarlaga og reglugerðar
sambandsins.
f stjóm sambandsins eru, Al-
bert Jóhannsson formaður, Jóhann
Hafstein, Kristinn ' Hákonarson,
Jón M. Guðmundsson og Haraidur
Sveinsson.
Úr.stjórn áttu að ganga Jón M.
Guðmundsson og Haraldur Sveins
son, en voru báðir endurkjörnir.
Varamenn eru Pétur Hjálmsson,
Sveinn Teitsson.
Á laugardagskvöTd hélt hesta-
mannafélagið Freyfaxi á Fljóts-
dalshéraði árshátíð sína. Þar var
til skemmtunar ræður söngur og
dans, og auk þess myndasýningar.
Samkoman var fjölsótt og skemmtu
menn sér vel. Félagar í hesta
mannafélaginu Freyfaxa gáfu
hverjum þingfulltrúa ágrafinn
skjöld úr birki, gerðan af Halldóri
Sigurðssyni kennara tii minningar
um þingið.
Næsta Landssambandsþing
hestamannafélaga verður haldið á
Selfossi í boði Hestamannafélags
ins Sleipnis.
™fmrDDB
i STUTTU MÁU
Sæmdur stórkrossi
Dannebrogsorðu
Frederik IX Danakonungur- hef
ur sæmt ambassador, Pétur Thor
steinsson, ráðuneytisstjóra * utan
ríkisráðuneytinu, stórkrossi Danne
brogsorðunnar. Sendiherra Dana
hefur afhent honum heiðursmerk-
ið.
Greinargerð um
hækkun SVR gjalda
Blaðinu hefur borizt svohljóð-
andi greinargerð frá SVR vegna
gjaldahækkunar:
„Til skýringar á hinni nýju
gjaldskrá skal þetta tekið fram:
Meðalhækkun fargjalda nemur
15%.
Frá því að síðasta gjaldskrá tók
gildi í desember 1969 hafa verð
hækkanir í rekstri fyrirtrakisins
numið 34%. Við leiðabreytinguna
lengdist leiðakerfi vagnanna um
10%, en hið nýja skiptimiðakerfi
hagnýta sér 16% farþeganna eða
6. hver farþegi. — Bendir þetta
til mjög bættrar þjónustu. Þá skai
það tekið fram, að nú fellir ríkis
sjóður niður söluskatt af fargjöld
um, svo sem gilt hefir um sér-
leyfisakstur. Áðurgreind 15% far
gjaldahækkun og eftirgjöf á söiu
skatti vegur ekki upp verðlags
hækkanir og kostnað við þjón- j
ustuaukningu. Mun því borgar-
sjóður verða að greiða það sem
á vantar eða 6—8 millj. króna, tii
viðbótar því að hann hefir um
árabil greitt allar afskriftir svo
og viðbótarfjárfestingu fyrirtækis
ins. Nemur sú fjárhæð á þessu '
ári tæpl. 40 millj. króna.“
Strætisvagnar Reykjavíkur
Eg vil, ég vil, vel tekið
Söngleikurinn Ég vil, ég vil,
var frumsýndur s. 1. laugardag
í Þjáðleikhúsinu. Leikhúsið var
þéttskipað og var leiknum tekið
með miklum fögnuði. Leikendurn
ir, sem eru aðeins tveir, þau Bessi
Bjarnason og Sigríður Þorvalds-
dóttir voru klappaðir fram hvað
eftir annað og ekki dró úr klappi
leikhúsgesta þegar leikstjórinn
Erik Bidsted birtist a sviðinu. en
hann er islenzkum leikhúsgestum
' góðu kunnur Næsta sýning
ksins verður a miðvikudags-
öld.
Samvinnutryggingar hafa iagt rika áherzlu á aS hafa jafnan á boðstólum hagkvæmar og nauðsynlegar
tryggiugar fyrir íslenzk heimili og bjóðum nú m.a. eftirfarandi tryggingar með hagkvæmustu kjörum:
1INNBÚSTRYGGING
Samvinnutryggingar bjóða yður' innbús-
B tryggingu fyrir lægsta iðgjald hér á landi.
200 þusund króna brunatrygging kostar aðeins
300 krónur á ári í 1. flokks steinhúsi í Reykjavik.
2HEIMILISTRYGGING
í henni er innbúsbrunatrygging, skemmd-
" Ir á innbúi af völdum vatns, irínbrota,
sótfalls o.fl. Húsmóðirin og börnin eru slysa-
tryggð gegn vararílegri örorku og ábyrgðartrygg-
ing fyrir alla fjölskylduna er innifalin.
3HÚSEIGENDATRYGGING
Húseigendatrygging er fyrir elnbýlishús,
B fjölbýlishús eða einstakar íbúðir, þ.e.
vatnstjónstrygging, glertrygging, foktrygglng,
brottflutnings- og húsaleigutrygging, innbrots-
trygging, sótfallstrygging og ábyrgðartrygging.
4VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING
er hagkvæm og ódýr liftrygging. Trygg-
B ingaupphæðin og iðgjaldið hækkar árlega
eftir vísitöiu framfærslukostnaðar. Iðgjaldið er
mjög lágt t.d. greiðir 25 ára gamall maður aðeins
kr. 1.000,00 á ári fyrir iíftryggingu að upphæð kr.
248.000,00.
5SLYSATRYGGING
Slysatrygging er frjáls trygging, sem
B gildir bæði í vinnu, fritíma og ferðalögum.
Bætur þær, sem hægt er að fá eru dánarbætur,
Örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Slysatrygg-
Ing er jafn nauðsynleg við öll störf.
6ÞEGAR TJÓN VERÐUR
Allt kapp er lagt á fljótt og sanngjarnt
B uppgjör tjóna. Við höfum færa eftirlits-
menn f flestum greinum, sem leiðbeina um við-
gerðir og endurbætur. Þér getið því treyst Sam-
vinnutryggingum fyrir öllum yðar tryggingum.
SAMVEVNUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500
Ekki ákærð fyrir að
vera í smyglhringnum
SUMARBU
STAÐUR
BRANN
i SB—Reykjavík, mánudag.
Slökkviliðið á Akureyri var
á laugardaginn, um tvöleytið,
\ kvatt austur yfir Pollinn, en
I þar hafði kviknað í snmarbú-
stað. Bústaðurinn brann til
grunna á skömmum tíma með
öllu, sem í honum var.
Sumarbústaðurþessi stóð í
landi Syðiri Varðgjár og Var í
eigu Sveins Kristjánssonar.
i Tveir synir eigandans vorn í
bústaðnum og höfðu þeir
skömmu áður en f kviknaði,
| fcveikt upp í eldavél í bústaðn
um. Þeir Skruppu síðan frá,
• en þegar þeir komu aftttr, var
\ mikill eidur í húsinu og fnðraði
1 það upp á skömmum tírna. B'
| staðurinn var vátryggður.
Sæmdur komman-
dörkrossi Danne-
brogsorðu
Frederik IX Danakonungur hef
ur sasnnt hr. Geir Hallgrimsson,
borgarstjéra, fcommandtfkrossi
Dannebrogsorðunmar.
Sendiherra Darta hefur afhent
‘honum heiðursmerfkið.
Ungfrú Mýra- og
Borgarfjarðarsýsle
FB—Reykjavík, mánudag.
Ungfrú Mýra- og Borgarfjar
sýsla var kjörin s. 1. laugarda
Fyrir valinu varð Helga Ólöf Ha
dórsdóttir hún er 17 ára gömui
og er afgreiðslustúlka j Kaup-
félagi Borgfirðinga. Heiga er 166
em og málin eru 93—61—93. For
eldrar hennar eru Halldór Valdi
marsson og María Ingálfsdóttir.