Tíminn - 03.11.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1970, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. növember 1970. 3 TÍMINN Spennandi þing- og stjórnakosningar í í dag, þriðjudaginn 3. nóv- ember, erj kosningar í Banda- ríkjunum. Er um að ræða kosn- ingu hluta þingmanna Oe ríkis- stjóra. Þannig eru ríkisstjóra- og ríkisþingakosningar í 35 ríkjum Bandaríkjanna, og auk þess er kosið um nokkurn hluta öldungardeildarþing- manna (31), og til fulltrúa- deildarinnar. Kosningabaráttan hefur ver- ið mjög hörð, og einkennzt öðru fremur af því, að Richard Nixon, forseti, og Spiro Agnew, varaforseti, hafa tekið þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. Þetta er mjög óvenju- legt, því yfirleitt hafa forsetar Bandaríkjanna látið kosningar sem þessar, á miðju kjörtíma- bili forseta, afskiptalausar. Er á það bent, að allt frá því Roosevelt skellti sér út í slíka kosningabaráttu fyrir 30—40 árum og fékk verulegan skeTl fyrir, hafi enginn forseti haft slík afskipti af kosningum seen þessum, fyrr en Nixon nú. Almennt er líka talið, að hann muni fara betur út úr kosning unum en Roosevelt á sínum tíma. Það er venja, að í kosn- ingum, seim fram fara á miðju kjörtíma-bili forseta, tapi flokk- ur forsetans um 35 mönnum í fulltrúadeildinni, og 4—6 öld- ungardeildarþingmönnum. Nú er hins vegar talið, að republikanar muni nokkurn veginn haldi stöðunni í öld- ungardeildinni og aðeins enissa 8—10 fulltrúardeildarþing- menn. Hins vegar er sennilegt, að demókratar vinna allt að átta ríkisstjóraembætti. Þótt slík úrslit megi túlka sem sigur fyrir báða aðila, þá er það von repúblikana og Nixons forseta, að þeim takist nú að ná meirihluta í öldungar- deildinni, en skiptingin þar er nú 57 demókratar og 43 repú- blikanar. Repúblikanar telja sig hafa góða möguleika á að ná slíkum árangri, en aðrir telja það mjög ólíklegt. Kennedy talinn viss um endurkjör Meðal þeirra þekktu þing- manna, sem nú leita endur- kjörs, er Edward Kennedy, öld ungardeildarþingmaður í Massachusetts. Skoðanakannan- ir benda til þess, að hann sé öruggur um endurkjör. Hins vegar mun hann væntanlega ekki hljóta jafn glæsilegan meirihluta og áður. Ýmsir aðrir þekktir þing- menn leita nú endurkjörs, svo sem Mike Mansfield og Ed- mund Muskie, sem oft er talinn líklegasta forsetaefni demó- krata 1972. Óviss úrslit í mörgum ríkjum Úrslit ýmissa ríkisstjórakosn inga eru talin óviss, og telja Kirk Askew ýmsir að demókratar ættu að geta unnið nokkur ríkisstjóra- etnbætti — en sem stendur hafa republikanar 32 ríkis- stjóra en demókratar aðeins 18. Nú er kosið um 35 þeirra, en af þeim stjórna republikan- ar 24. Demókratar leggja megin- áherzlu á að vinna ríkisstjóra- embættið í fjórum ríkjum: Ohio, Pennsylvaníu, Michigan og Flórída, en þeir telja það þýð- inganmikið í sambandi við for- setekosningarnar eftir tvö ár. í Ohio eru möguleikar demó- krata taliir góðir, þar sem frambjóðandi repúblikana, Ro Edward Kennedy Rockefellar Goldberg W. Rockefeller Bumpers ríkis- Regan Unruh ger Cloud, hefur orðið fyrir tniklu áfalli vegna uppljóstr- ana um spillingu og fjármála- brask. Er talið, að John J. Gilli gan, sem er frjálslyndur demó- krati, eigi mikla möguleika á að ná kjöri. f Pennsylvaníu er talið, að mjótt verði á mununum, en þó er það hald flestra að demó- kratinn Milton J. Shapp verði endurkjörinn. Repúblikanar stjórna nú Pennsylvaníu, en stjórn þeirra er óvimsæl meðal almennings. Þótt óánægja sé almenn í Michigan m.a. vegna atvinnu- leysis, þá er erfitt fyrir demd- krata að vinna þetta vígi repú- blikana, og er talið sennilegra. að Milliken, núverandi ríkis- stjóri, v.grði. endurkjörinn. í Florida er mjög hörð bar- átta milli Claude Kirk,’ ríkis- stjóra, og frambjóðanda demó- krata, Reubin Askew, Repu- blikanar eru klofnir í Florída, en demókratar hins vegar ein- huga aldrei þessu vant. Úrslitin eru sögð hvað ljós- ust í Arkansas, þar sem Wint- hrop Rockefeller leitar kjörs í þriðja sinn. Er talið nokkurn veginn víst, að demókratinn Dale Bumpers nái kjöri. Rockefeller og Goldberg Mjög hörð og spennandi kosningabarátta hefur farið fram í New York ríki, þar sem Framhald a bls 11 ! RAGNAR BJARNASON A IS- | LENDINGASLÓDUM VESTRA Hinn landsþekkti hljómsveit arstjári Ragnar Bjarnason hefur nú nýverið lagt upp í ferðalag um Bandaríkin og Kanada á veg um íslendingafélaganna á þessum slóðum. Er þetta í annað sinn, sem Ragnar fer slíka ferð á veg um íslendingafélagannr en fyrri ferðin var farin fyrir réttum tveim árum, og þótti takast sérlega vel. ágæta hljómlistarmanns á íslend upQtan Ragnar Bjarnason UÓSMYNDASÝNING Sigurjón Jóhannsson. blaðamaður, heldur um þessar mundir sýningu á Ijós myndum. Hluti sýningarmyndanna eru frá starfi fréttamanns, en aðrar eru landslagsmyndir — listrænt grjót. — Sýningin var opnuð á laugardag inn og er að Hverfisgötu 44. bakhúsi. Allar myndirnar eru til sölu og verð þeirra frá 1500 tll 8000 krónur. Þegar eru allmargar myndir seldar. — Meðfylgjandi mynd er af Sigurjóni og einni myndanna á sýningunni. Sýn ingin er opin frá kl. 17 til 23 daglega. (Tímamynd GE) í þessari ferð mun Ragnar heimsækja borgirnar Los Ange- les, Seattle og Vancouver, og skemmta með söng sínum á ís- lendingamótum. Auk þess að koma þarna fram. mun Ragnar skemmta öldnum íslendingum á elliheim il'um á þessum sömu stöðum, og ennfremur hefur verið ráðgert, að hann komi fram * sjónvarpi í einhverri umræddra borga. _ \ Það eiru, sem fyrr segir, ís- lcndingafélögin. sem buðu Ragn- ari og frú hans : þessa ferð, og vænta þau mikils af komu þessa Forsendan úr sögunni Þegar frá því var skýrt opin- berlega í haust, að Alþýðu- flokkurinn hefði beitt gömlu samningsák'æði stjórnarflokk- anna til að koma í veg fyrir kosningar í haust, þótt til þess stæði eindreginn vilji forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, lýsti Gylfi Þ. Gíslason, formað ur Alþýðuflokksins, því yfir, að forsendan fyrir synjun Alþýðu fiokksins væri einungis sú, að ríkisstjórnin hefði efnt til við- ræðna við aðila vinnumarkaðs- ins, verkalýðshreyfingu og vinnu veitendur um ráðstafanir til að stöðva ve-ðbólguna, og Alþýðu- flokkurinn teldi það ábyrgðar- leysi gagnvart þjó'ðinni, þegar efnahagsvandi væri mikill, að hverfa frá þeim samningum og efna til haustkosninga. Þessa afstöðu Alþýðuflokks- ins og skýringar Gylfa á for- sendunni var ekki unnt að skilja á annan veg en þann, að Alþýðuflokkurinn leggði svo mikið upp úr að samstaða gæti orðið með ríkisstjóm og verka- lýðshreyfingu um ráðstafanir í efnahagsmálum og svo miklar likur á að slík samstaða myndi nást, að óábyrgt væri að hlaupa frá samningaviðræðum og láta kjósa. Hinn hálsliðamjúki En svo fljótir geta menn verið að læra, að þeim verði á að gleyma fullfljótt. Einkan- lega á þetta við menn, sem eru næmir en skortir kjölfestu. Þotta hefur sannazt upp á Gylfa nú. I forsíðuleiðara í Al- þýðublaðinu í gær, er hann nefnilega alveg búinn að gleyma stóru forsendunni fyr- ir synjun hanstkosninga og seg- ir fullum fetum og sjálfsagt af fullri hreinskilni, að livorki hann né aðrir hafi haft trú á þessum viðræðum, enda liafi Iþær aldrci verið hugsaðar nema til „að safna upplýsing- um“, „til skilningsauka“ og til að skiptast á skoðunum um eðli vandamálsins. Viðræðurn- ar hafi orðið hinar „nytsamleg í ustu til fróðleiks“, en þótt full- trúar launþega hafi slitið þess- | um viðræðum þcgar ljóst var, * að verkalvðshreyfingin gæti ekki stutt þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hyggðist gera, seg- ir Gylfi aðeins, að það sjónar- mið sé „sk'ljanlegt og ekkert Ivið því að segja." Svona geta menn farið illa á þvi að gieyma forsendum, sem þeir hafi búið sé rtil og meiri háttar ákvarðanir, sem sanna eiga ábyrgðartilf’nningu, grund vallast á. Svona getur farið þeg ar kiölfctuna vantar og menn serast cvo hálsliðamjúkir, að þeir snúast eins og vindhani á burst. — smíðar nýja „forsendu" Átakanlegast við þetta allt er þó það, að hér skuli hinn „sjálf skipaði" leiðtogi vinstri hreyf- inaar á fslandj eiga hlut að máli, sá. sem hafið hefur við- ræður um samstöðu vinstri hreyfingar í landinu eftir að Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.