Tíminn - 04.11.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1970, Blaðsíða 5
MffiVlKlfDAGUR 4. nóvcmber 1970. TIMINN X 5 MEÐ MORGUN KAFFINU ISPEGLI — Mér þykir leitt að valda yður vonforigðum ungi maður, en síðast þegar ungur maður bauð mér heim til sín upp á drykS^ X-fði ég timbux-menn í níu mánulði. — Jæja, Jói, ég sé að þú ert ekki laus við minnimáttar- kenndina. Pétur 17 ára og móðir hans vonx að tala um tónlist og þau voru ekki alveg sammála. • — Æi, sagði Pétur að lokum. Þú veizt ekki einu sinni, hvern- ig Rolling Stones líta út. -—Jú, það veit ég. Þeir líta út í gegnum hárið. Það var hitabylgja í New York og fólk datt unnvörpum niður á götum úti vegna hitans. Yfirvöldin sendu m.a. út svo- hljóðandi tilkynningu: — Eitt af fyrstu einkennum hitaveikinnar eru glampar fyr- ir augunum. Ef þér sjáið ein- hvern með glampa fyrir aug- um, reynið þá að koma honum í skuggann. Fyrrverandi gengilbeina var að læra hjúkrun og var að mæla sjúkling í fyrsta sinn. Mælirinn sýndi nákvæmlega 40 stig. Stúlkan var snögg að leggja þjóinustugjaldsprósentuna við í huganum og sagði upphátt: — Þetta ei-u nákvæmlega 45! Sjúklingurinn lét fallast nið- ur á koddan og dó þar með — af skelfingu, í mótmælaóeirðum í fyrra- sumar í Bandaiúkjunum, gerð- isl það, að hópur ungs fólks hafði stillt sér upp utan við land varnaráðuneytið og allir köll- uðu í kór: — Stöðvið stríðið í Víet-nam. Allt í einu Ppnaðist gluggi á ráðuneytinu og maður sfakk höfðinu út. — Hvernig? spux'ði hann. Reidun Böhler heitir unga stúlkan sem hér styðst við tvo stafi. Hún er 19 ára, á heima í 3a..defjord í Noregi og það þykir hvorki meira né rninna en kraítavei'k, að hún skuli yf- irleitt geta staðið. Reidun er nefnilega nýrnalaus og það þýð ir ekki að græða í hana nýru, því líkami hennar hafnar þeim af sérstökum ástæðum. Þáð hef ur þegar verið reynt, og afleið- ingarnar urðu þær, að Reidun laimaðist næstum algei-lega. Nú hefur Reidun fengið gerfi- nýra sern stendur við rúmið hennar og líkist stórum skáp Þrisvar sinnum í viku tengir Reidur, gerfinýrað við sjálfa sig, en hún er með eins komar innstungu á öðrum fótleggnum Hún sefur svo yfir nóttina í sambandi við nýrað og tekur það úr sambandi um moi'gunicin •jg þá er blóð hennar hreint á ný. Ef nýrað skyldi nila um nott ina, þá er í því lítill hátalari. sem vekur Reidun meö því að kalla „tut-tut“ og þá fer hún og saekir skrúflykla og allt þess háttar og gerir við sjálf. Læknar segja, að Reidun geti eftir fá ár lifað nokkurai veginn eðlilegu lífi. fai'ið’ í skóla, unnið og gift sig. Ekki séu þess þó dæmi. að nýrna- laus kona hafi eignazt bai-n, en ómögulegt er 'að vita. hverju vísindin finma upp á. Ef til vill dugir Reidun éin pilla á dag í fi-amtíðinni til að geta lifað eðli legu lífi á allan hátt. * \ Fvrir 39 árum. fanmst litill drengur í körfu á stigapalli í Kaupmannahöfn Hjá barninu lágu 25 þúsund danskar ki'ónur. sem var enginm smápeningur í þá daga. Drengurinn var skírð ur Karl Aki og þegar hann var 15 ára. fékk hann að vita. að hann var fósturbai'n. Þá hófst hamn handa við að hafa upx á móður sinni. en það var ekki fyrr en hann var kominn á fertugsaldur, að hann fann hana, eða öllu heldur eigin- kona hans. í ljós kom þá, að móðirin hafði leitað í mörg ár. Forsaga þessa máls er hálf sorgleg. Móðirin var ung stúlka frá fínu og auðugu heimili. Hún varð ástfangin af ungum her- •manni og varð ófrlsk. Foreldr- ar hennar kröfðust þess, að hún léti eyða fóstrinu, en þafð vildi hún ekki og strauk að heiman. Hún settist að hjá sígaunum og þar fæddist barnið. Vinkona hennar, sem faðir hennar bafði sent til að leita hennar fann hana hjá sígaununum, skömmu áður en drengurinn fæddist og tók húm á rnóti honum og kom honurn burtu, án þess, að móð- irin vissi. Hún varð óhuggandi af sorg og fór þegar að leita drengsins, en allt kom fyrir ckki. Fyi'ir 15 ái'um komst hún að því, hvað sonur hennar hét og nú gekk hún milli húsa og spurði eftír honum. íris heitir ung kona, sem þá var gift og hamingjusöm. Móðir Karis i a barði upp á hjá henni og spurði eftir honum. íris kannaðist ebki við manninn, en ekki leið á löngu áður en hún kynmtist hon- um. Þegar edginmaður hennar lézt fyrir fláum árum, gifjtu þau Karl Áki sig og þá hóf íris leitina að móður hans fyrir alvöru. Það bar þann árangur, að móðir og sonur hittast nú reglulega og allir eru ánægðir. Nafn konunnar hefur ekki ver- ið gert opinhert, því að hún er fím frú og vel þekkt í Kaup- mannahöfn. ★ Sögusagnir um ástaræfintýri hjá kóngafólki hafa löngum verið fljótar að beoast milli fólks. Sú nýjasta er um Önnu Englandspri-nsessu og Karl Gústaf Svíaprins. Hann hefur nefnilega verið heila 12 daga í London nýlega og það eitt virð ist nægja, til að trúlofa hann prinsessunni. Erindi hans til London var að því sagt er, að kynna sér einhvern einn þátt í þjóðfélagsfræði Bi’eta og tala við starfsmenn sænska sendi- ráðsins: En prinsina var bara alltaf heima hjá konungsfjöl- skyldunmi og virðist ekki hafa læi't anzi mikið af fræðum þeim, sem hann átti að kynna sér. Karl prins er 24 ára, en Anna pi'insessa tvitug. ★ 1 Vordingborg í Danmöi'ku er Owassis þess lands búsettur. Fann á hvorki meira né minna en 300 skip, en er nú að hugsa alvarlega um, að fara að selja eitthvað af þeim, því það er eru nefnilega flöskuskip og Onassisinn heitir Mads Boye og hefur smíðað allan flotann sjálfur, síðan hann var um fermingu. Hann smíðar eftir gömlum teikningum, Ijósmynd- um, eða bara minninu. Þegar skipið er tilbúið. er því stung- ið samanbrotnu inn um stút flöskunnar og svo togar Boye í nokkra þræði, þá rísa möstr- in og seglin breiða úr sér. Það tekur um 50 tíma vinnu, að smáða eitit flöskuskip. Þegar Boye var spurður. hvort hann hefði sjálfur tæmt allar fiösk- umar, sagðist hann hafa góða aðsloðarmenn, sem betur færi. rr 1 1 0 éh fi — Hugsa sér að verða svona galinn, bara af því þú baðst hann að klippa af trénu. DENNI DÆMALAUSI Ég þarf að segja þér dálitið ers þú skalt borða fyrst, annars missirðu matarlystina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.