Tíminn - 04.11.1970, Blaðsíða 8
8
TIMINN
MNGFRÉTTIR
Ólafur Jóhannesson á Alþingi í gær:
Verðum að gera varnarráðstafanir
í tæka tíð gagnvart mengun
í lofti og í vatni
Ólafur Jóhannesson fylgdi úr
hlaði í sameinuðu þingi í gær til-
lögu til þingsályktunar, er mrðast
að því að gerð verði löggjöf um
ráðstafanir til varnar skaðlegri
mengun í lofti og í vatni.
Ólaíur sagði, að mengunarvanda
málið væri nú orðið eitt alvarleg-
asta vandamálið er mannkynið
stæði andspænis. Eitrun lofts og
vatns væri nú orðið alvarlegt böl
hjá iðnaðarþjóðum. Andrúmsloft
sumra stórborga væri orðið svo
mengað að til vandræða horfði.
Fiskur dræpist víða í ám og vötn-
um, vegna mengunar. Sjórinn við
strendur landa væri sums staðar
orðinn hættulega mengaður. Kunn
áttucnenn spáðu því nú, að í sum-
um stórborgum yrði ólíf-t eftir
nokkur ári ef svo héldi fram
sem nú horfði.
- Þetta böl hefur enn að mestu
sneitt hér hjá garði, sagði Ólafur.
- Samt hefur þegar orðið vart
nokkurrar mengunar hér. Þáð eru
þó smámunir hjá því sem er annars
staðar. Enn er loftið hér hreint
os tært, landið tiltölulega hreint
og vötn og sjór að mestu laus við
mengun. En hættan er hér aug-
ljós og vaxandi eftir því sem
verksmiðjum fjölgar og iðnvæð-
ing færist í aukana. Hér þarf því
að vera vel á verði og gera í tæka
tíð viðeigandi ráðstafanir. Við
megum e'kki glata þeim auði sem
við eigum í óspilltri náttúru. Við
megum ekki láta mengun spilla
lífinu í sjónum og við strendur
landsins. Við meguen ekki láta
spilla hinu hreina andrúmslofti er
við nú búum við. Við megum ekki
láta óhreinindi oa mengun eyði-
leggja hinar dýrmætu ár okkar og
fiskivötn. Það má ekki sofa á
verðinucn í þessum efnum. Það
þarf þegar að rannsaka, hvernig
ástatt er. Það þarf að athuga lög-
gjöf alla sem að þessu lýtur. Það
þarf að hefjast handa um setn-
ingu nauðsynlegrar löggjafar um
viðeigandi varnaðarráðstafanir.
Þeirri löggjöf þarf síðan að fylgja
fram án allra undanbragða. Það
þarf að vekja menn til skilnings
á þeirri miklu og vaxandi hættu,
sem hér er á ferðinni. Það þarf
að hefja nauðsynlegar aðgerðir,
áður en það er um seinan.
Ólafur cninntist í þessu sani;
il mengunarhætta ef ekki væru
gerðar viðeigandi ráðstafanir áður
en ráðizt yrði í uppkomu slíkrar
j stöðvar.
Meiri mengun en almenningi
er kunn
! Ólafur minntist síðan á þær
mengunarrannsóknir sem farið
Víðtækar ráðstafanir til að
draga úr sígarettureykiíigum
Tillaga til þingsályktunar um |
varnir gegn sígarettureyking-
um e- ni í>n'1"-rlutt á Alþingi. |
— Lagt er lil i tillögunni að
Alþingi skori á rf,-‘ • " -
að sjá svo um, aJ o.l .úuiandi
ráðstafanir verði gerðar til þess
að draga úr tóbaksreykingum,
og þá sérstaklega sígarettureyk-
ingum:
1. Víðtæk upplýsingastarfsemi
um skaðvænlegar afleiðingar
sígaretturóykinga verði haf-
in í dagblöðum, hljóð- og
sjónvarpi. Höfuðáherzla
verði lögð á þær skyldur,
Björn Pálsson
kominn á þing
Björn Pálsson, 2. þingmaður
rramsóknarflokksins í Norður-
andskjördæmi vestra, tók í _gær
;æti á Alþingi. Magnús H. Gísla-
;on. 1. varamaður Framséknar-
! T-vu-rijpminu, befur und-
mfarnar vikur setið á þingi í stað
3jörns.
sem foreldrar og kennarar
kafa.
2. I skólum verði hafin. reglu-
bundin kennsla um heilsufars
l«.cr;r hættur sigarettureyk-
ínga.
3. Regluleg fræðsluerindi (nám
skei®) verði haldin fyrir
kennara og kennaraefni um
þessi mál.
4. Stofnaðar verði „opnar deild-
ir“ (poliklinik), sem stjórn-
að sé af sérfróðum læknum,
og þar geti reykingamenn
fengið aðstoð til að hætta
reykingum.
5. Stofnað verði ráð lækna og
leikra, sem hafi eftirfarandi
hlutverk:
a. Að safna upplýsingum um,
hversu víðtækar reyking-
ar séu, t. d. meðal skóla-
barna og unglinga.
b. Að stjórna vísindalegum
rannsóknum um áhrif
reykinga.
c. Að vera yfirvöldum til
ráðuneytis um þessi mál.
Kostnaður við starfs-ni is
ins sé greiddur úr ríkis ' “i.
Flutningsmerm tillögunnar
eru: Jón Skaftason, Pálmi Jóns-
son, Eðvarð Sigurðsson, Bene-
dikt C " 1 il og Hannibal " -Idi-
marsson.
Ólafur Jóhannesson
hafa fram hér á landi, einkum á
neyzluvatni, og vatni secn notað er
við fiskvinnslu, en við þær rann-
sóknir hefði komið í Ijós meiri
mengun en almennt hafði verið
búizt við. Ennfremur minnti Ólaf-
ur 'á rannsókriir Ingólfs Davíðs-
sonár grasafræðings á gróðri í
námunda ' við álverksmiðjuna í
Straumsvík og kunnar eru af frétt-
um fjölmiðla. Hnigju mikilvæg
rök að því, að cneiri mengun væri
hér en almenningur gerði sér
grein fyrir.
Opinber nefnd til að koma
á fastri skipan þessara mála
Ólafur Jóhannesson gat þess að
þegar væru fyrir hendi hér á landi
mörg lög þar sem kveðið er á urn
varnir gegn mengim eins og t.d.
lögin um hollustu- og heilbrigðis-
eftirlit ríkisins, náttúruverndar-
lögin og eiturefnalöggjöfin, en
mjög brýn þörf væri samt á sér-
stakri löggjöf, sem áhrifamikill
opinber aðili hefði yfirstjórn á.
Þannig væri hægt að taka þetta
mál föstum tökum. Mætti taka
Dani til fyrirmyndar í þessu efni,
en þeir komu, eins og kunnugt er,
upp opinberri nefnd s.l. sumar til
að fastri skipan yrði komið á þessi
mál. Er hér um að ræða svonefnt
mengunarráð. sem þegar er tekið
til starfa aí fuliuTi krafti.
Umræðum um málið var frest-
að og því vísað til athugunar Alls-
herjarnefndar.
I
Á
ÞINGRALLI
nmnmn
★ Gísli Guðmundsson fylgdi úr
hlaði í Sameinuðu Alþingi í
gær þingsályktu nartil’ ögu er
hann flytur um endurskoðun
stjórnarskrárinnar og verða
framsöguræðu hans gerð skil
síðar ) blaðinu.
★ Halldór E. Sigurðsson
beinrli fyrirspurn til samgöngu
ráðherra um áætlanir og end-
Framhald á bls. 14.
MroVIKlTDAGUR 4. nóvemher 1970.
Frumvarp um breytingu
þingskapa endurflutt
EB—Reykjavík.
Frumvarp um breytingu á lög-
um nr. 115 frá 1936, um þingsköp
Alþingis, er endurflutt nú á Al-
þingL ,
Þetta frumvarp er flutt að ósk
forseta Alþingis. Það er samið af
milliþinganefnd, sem kosin var á
Alþingi 5. maí 1966 til að endur-
skoða lög <un þingsköp Alþingis. —
Flutningsmenn eru Þórarinn Þór-
arinsson, Gunnar Gíslason, Jón
Skaftason, Benedikt Gröndal og
Lúðvik Jósefsson.
Nefndin var sammála um að
taka þingsköpin í heild til gagn-
gerðrar endurskoðunar. og hefur
margvíslegra gagna verið aflað í
því skyni frá nágrannalöndunum.
Hafa þau verið höfð til hliðsjón-
ar í sambandi vilð ýmsar breytinga-
tillögur, sem nefndin hefur orðið
sammála um. — Helztu nýmæli,
sem nefndin hefur gert breytinga-
tillögur um, eru þessi:
1. Lagt er til, að kjörbréfauefnd
verði kosin fyrir allt kjöritima-
bilið.
2. Lagt er til, aið ef sæti efri deild-
ar þingmanns losnar og vara-
maður tekur sæti á þingi, skuli
sá þingflokkur, er skipa á sætið,
tilnefna mann úr sfnum flokki til
efri deildar.
3. Lagt er til, að nefndarmenn í
utanríkismálanefnd verði bundn-
ir þagnarskyldu um þá vitneskju,
sem þeir fá í nefndinni, ef for-
maiður eða ráðherra kveður svo
á.
4. Sett eru ný og fyllri ákvæði um
skýrslur, sem ráðherrar óska að
gefa Alþingi, og um rétt þing-
manna til þess að óska slíkra
skýrsla.
5. Ákvæðin um fyrirspurnir í sam-
einuðu Alþingi eru gerð fyllri
en nú er og stefnt að því að
gera umræður um þær nokkru
styttri og hnitmiiðaðri. Er lagt
til, að munnlegar fyrirspurnir
verði teknir fyrir á sérstökum
fundi í sameinuðu Alþingi, þann-
ig að þær dragi þar ekki um of
tíma frá öðrum þingmálum. Þá
‘er lagt til, að það nýmæli verði
tekið upp, að þingmenn geti bor-
i« fram skriflegar fyrirspurnir,
er ráðheiirar svara síðan skrif-
lega.
6. í sambandi við útvarps- og sjón-
varpsumræður er lagt til. að
það nýmæli verði tekið upp, að
útvarpa skuli innan tveggja
vikna frá þingsetningu stefnu-
ræðu forsætisráðheri-a og um-
ræðum um hana. Er þá gert ráð
fyrir, að slíkar umræður komi
í staðinn fyrir útvarp fjárlaga-
ræðu og umræðu um hana. Þá er
lagt til, alð á síðari hluta hvcrs
þings skuli útvarpa almennum
stjórnmálaumræðum, er standi
eitt kvöld. Skuli þessar umræð-
ur koma í staðinn fyrir elr’hús-
dagsumræður og verða þv.' all-
miklu styttri en þær hafa verið.
7. Þá er lagt til, að það nýmæli
verði tekið upp, alð ef Ríkisút-
varpið óskar að útvarpa umræð-
um frá Alþingi eða hluta af um-
ræðu, þá verði það heimilað, að
höfðu samráði við formenn þing-
flokka.
í nefndimni voru ýmis önnur atr-
iöi rædd en þau, sem fjallað er um
í áliti hennar. En um aðrar tillög-
ur en þær, sem felast í frumvarpi
nefndarinnar, varð ekki fullkomin
samstaða að svo stöddu, en hins
vegar stendur nefndin, eins og fyrr
segir, óskipt a® frumvarpi því, sem
hún leggur fram.
Ríkisstjórnin vill
selja Hafþór
Eysteinn Jónsson beindi
þeirri fyrirspurn til sjávarút-
vegsmálaráðherra í gær, í sam-
einuðu þingi, livaða skipakostur
væri fyrirhugaður á næsta ári,
til haf- og fiskirannsókna, fiski-
leitar og vciðitilrauna. Sagði
Eysteinn að haf- og fiskirann-
sóknir okkar íslendinga stæðu
nú á tímamótum og minnti í því
sambandi á þingsályktunartil-
lögu er hann hefur lagt fram á
Alþingi þess efnis, að ríkis-
stjórninni verði falið að láta
gera 5 ára áætlun um haf- og
fiskirannsóknh4 við fsland og
einnig uni fiskileit, veiðitil-
raunir og aðra slíka þjónustu
við fiskveiðiflotann. Eysteinn
sagði að nauðsyn væri á að
lialda ieitarskipinu Hafþóri úti,
þrátt fyrir tilkomu Bjarna Sæ-
mundssonar. Verkefni fyrir leit-
ar- og rannsóknarskipin væru ó-
þriétandi, og minnti hann á að
íslenzki fiskveiðiflotinn í Norð-
ursjó væri eini flotinn þar, sem
ekki styddist við leitarskip. Þá
minnti Eysteinn ennfremur á
nauðsyn eflingar rannsókna í
tengslum við nýja sókn í land-
orrtin.>'>málÍnU.
Eggert G. Þorsteinsson, sjáv-
ariitvpssmálaráðherra. lýsti því
vfir. að ríkLTj'írnin hefði ákveð
ið að selja Hafþór. Kæmi
Bjarni Sæmundsson í þessum
mán”ði. p- : sta* * Hafþórs ættu
að koma tii um 100 rúmlesta
Ieitarskip, er sinntu tímabundn-
um verkefnum, m. a. að leita að
rækju. Sagði hann, að Hafrann-
sóknarstofnuninni hafi aldrei
verið synjað um það fé, er hún
hafi beðið um til að sinna verk-
efnum sínum.
Eysteinn Jónsson sagði, að
fram þyrfti að fara endurskoð-
un á þeirri ákvörðun rikisstjórn
arinnar að selja Hafþór. Þau
smáu skip, sem sjávarútvegs-
málaráðherra ræddi um. gætu
ekki komið að hálfu gagni á við
Hafþór. f Hafþóri væri mjög
góður tækjabúnaður og skips-
höfnin þrautþjálfuð. Næg verk-
efni væru til handa Hafþóri,
Árna Friðrikssyni og Bjama
Sæmundssyni. Þá væri ljóst. að
leigubátar og leiguskip væru
dýrari í rekstri en þau stærrL
Eysteinn fór svo fram á endur-
skoðun á því, hvað hagkvæmast
væri í þessum efnum, áður en
fjárlögin væru afgreidd. Skyldi
endurskoðunin fara fram í sam-
ráði við útvegsmenn og sjó-
menn.
Magnús Jón^son, fjárniál'>váð-
herra, sagði það rétt, að endur-
skoðun ætti að fara fram " bví,
hvort hagkvæmara væri að
halda Hafþóri úti eða l^scu*
skipum. Minnti hann á, að l,af-
þór væri í eigu rfkisábyricðar-
sjóðs. og af þeim sökuim hpfði
ákvörðunin um að selja skipið
ekki verið borin undir AlþingL