Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 1970.
TIMINN
7
SKOLAVORÐUSTIG 2 ,,
inn myndaður með glös í
hendi. Ríkið selur vín í glæsi-
legum búðum, svo verður að
korna upp hælum fyrir alkóhól
ista og útigangslýð af völdum
áfengis.
Hundruðum milljóna er var-
ið í sjúkrahús, en á sama tíma
horfir hið opinbera á, að
krabbameinsvaldurinn, sígarett-
an, sé auglýst svo kappsamlega,
að um hreina auglýsingalier-
ferð er að ræða.
Því yrði fagnað af þjóðinni
allri, ef alþingis«nenn sýndu
manndóm og létu banna tóbaks
auglýsingar, hreinsuðu blöðin
af þessum ósóma.
Afrit af þessu bréfi veröur
sent öllum dagbl'öðum til birt-
ingar.
Reykjavík, 1. nóv. 1970.
Hjálmtýr Pétursson.
Bréf til Alþingis
„100 þúsund deyja í ár af völd-
um sígarettureykinga.
Eitt hundrað þúsund Bretar
Gomniv Styrkársson
HÆSTARÉTTARLÖGMAOUt
AUSTURSTRÆTI t SlUI 113 U
Það hefar löngum verið tal-
ið, að góð heilsa væri það dýr-
mætasta, sem nokkrum manni
gæti hlotnazt. Auður og völd
eru þeim lítils virði, sem liggja
fyrir dauðanum, helteknir af
ólæknandi sjúkdómi. Sárast er
það fyrir þann, sem er í bið-
stofu dauðans, er hann rennir
huganum yfir líf sitt og upp-
götvar, að sá ólæknandi sjúk-
dómur, sem hann þjáist af, er
sjálfskaparvíti, krabbi af völd-
am sígarettureykinga.
í sjónvarpinu í vor var sýnd
ensk kvikmynd um skaðsemi
tóbaks og krabbameinssýkingu.
Þetta var áhrifamikil mynd og
ætti að vera flestum minnis-
stæð, sem sáu. Sýnt var í pró-
sentum aukia dauðsföll af völd
um krabhameins hjá þeim þjóð
um. þar sem mest er reykt.
Ennfremur gáfu línurit og töl-
ur til feynna þær tugmilljóna-
upphæðir, sem tóbakssalar
eyða í auglýsingar, til þess að
gylla þetta eitur fyrir mann-
fólkinu. í þessari kvibmynd
var brugðið upp mynd frá fs-
landi, sem átti að sýna hreint
loft og heitar laugar, en þrátt
fyrir þessi nátfcúrugæði væri
krabbinn og sígarettan að nema
hér land.
En hvernig stöndum við vörð
gegn hættunni? Liggja dagblöð
ofckar ekfei „á hnjánum" og
sníkja dollara í formi tóbaks-
auglýsinga? Það er sannarlega
sorglegt að sjá öll dagblöðin
með heilsíðu-auglýsingar dag
eftir dag og í sumum eru tvær
heilsiðu-auglýsingar sama dag-
inn og jafnvel fylgirit á suanu-
dögum skreyta baksíður sínar
alla sunnudaga með þessum
óþverra.
í einni heilsíðuauglýsingu er
þefcta: „Sá, sem er frægur, þarf
efcki að hrópa, Pall Mall fínasta
bragð frá TJ.S.AA.
Það hefur löngum verið tal-
ið, að sú borg væri auðunnin,
sem hleypti klyfjuðum asna af
gulli inn um bor-garhlið sín. En
hvað um þá þjóð, sem lætur
það óátalið, að heiiir hús-
veggir séu skreyttir með sígar-
ettuauglýsingum. Á sama tíma
er Tóbaksverzlun ríkisins látin
prenta á hvern vindlingapafeka
eitur — eitur. Það er ósam-
ræmi í þessum aðgerðum. Fyr-
ir svo sem einum áratug var
hér ekki auglýst tóbak og hef-
ur einnig svo verið með áfengi.
f Mbl. síðast í okt. 1970 er birt
brezk stjórnarskýrsla. Hún er
birt hér orðrétt:
munu deyja í ár vegna sígar-
ettureykinga. Kernur þetta
fram í skýrslu, sem brezka rík-
isstjórnin gerði heyrin kunna
i dag. Er þetta mun hærri tala
en búizt hafði verið við. Skýrsl
una vann Sir George Gober og
snýst hún almennt um heil-
brigðisástand á Bretlandi. í
skýrslunni segir Sir George, að
sígarettureykingar hafi aukizt
stórlega í landinu og dauðsföll-
um af völdum lungnakrabba,
bronkítis og hjartasjúkdóma
hafi fjölgað ískyggilega.
Þá hafa brezk blöð það íyrir
satt, að hópur brezkra lækna
niuni á næstunni leggja fram
tillögur til úrbóta og þar sem
ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir
sinnuleysi í þessum málum.
Meðal þeirra atriða, sem lækn
arnir telja nauðsynleg, er að
auka fræðslu um skaðsemi
sígarettureykinga, sígarefctuaug
lýsingar verði mjög takmarkað-
ar og lagt vérði bann við reyk-
ingum á opinberum stöðum, í
kvikmyndahúsum, járnbrautar-
lestum, áætlunarbílum og e. t.
v. á skemmtistöðum".
Það er varla svo lítilfjörleg
móttaka eða opinber samkoma,
að ekfei sé veitt vín og söfnuður
beruin dUir 'egundn
mvndamota fvrn
vóui
milli
Rjómaís
steikar og
kaffis
ísréttur er friskandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld-
ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er' að fram-
reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar
uppskriftir:
ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að y3 með kakó eða kakómalti.
Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum
rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum.
JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar
á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim
yfir ísinn og hellið 1 irisk. af vini yfir (t. d. likjör eða sherry).
BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiís / 1 msk.
sólberja- eða jarðarberjasulta / Vz dl þeyttur rjómi / 1 msk.
hnetukjarnar.
Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið isinn yfir,
skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum.
Is ! PÖNNUKÖKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur.
Skerið vanillu- eða súkkulaðiís f lengjur, vefjið pönnuköku
utanum, hellið súkkulaðisfrópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir.
NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis í glas nougat-
ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sftrónu-
safa saman við aprikósumauk og skreytið með þvf.
HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / V* ds.
niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxaðar
möndlur / 1 lítri vaniliuís.
Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur.
Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði
og möndlur þar yfir. Spænið isinn upp og setjið hann yfir
ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða
stund eftir að þær eru stífar. Blandið þvi sem eftir er af sykr-
inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um ís-
inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) í örfáar mínútur, eða
þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax.
ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálfs með sterku, köldu kaffi.
Leggið nokkrar skeiðar af vanilluís i kaffið, skreytið með þeytt-
um rjóma og rifnu súkkulaði.
Emm
ess