Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 1970.
ÍÞRÓTTIR TÍMINN
13
SkíöaSyfturnar koma
um næstu mánaðamót
Leikmenn B1903 bera þjálfara sinn, Svíann Bo Haakansson, á guilstól, eftir
sigurinn yfir AaB, sem færði þeim meistaratitilinn í ár.
Alf-Reykjavík, miðvikudag.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu, er von á skíða
lyftum frá Sviss, sem settar vcrða
upp víðs vegar um landið. A
Norður-
landamót
á Islandi
Vegna 25 ára afmælis SKI á
næsta ári hefur verið ákveðið að
halda hér unglingameistaramót
Norðurlanda í Alpagreinum. Fer
mótið fram á Akureyri u>m pásk
ana, í tengslum við skíðamót ísl.
Má búast við þátttöku frá öllum
Noirðurlöndum. Á fundi Norrænu
Skíðasambandanna sem haldinn
var í Kaupmannahöfn í sept. s. I.
var ákveðið að næsti fundur yrði
haldinn í Reykiavík í sept 1971.
DANSKA 1. DEILDIN
blaðamannafundi, sem stjórn
Skíðasambands íslands hélt ný-
lega, upplýsti formaður sambands
ins, Þórir Jónsson, að þessar
skíðalyftur, sem verða 17 tals-
ins, séu væntanlegar til landsins
um næstu mánaðamót.
Skíðasamband íslands hefur
haft milligöngu um útvegun lyft
anna og notið fulltingis og vel-
vilja íþróttafulltrúa ríkisins, Þor
steins Einarssonar og íþróttafull
trúa Reyk.iavíkurborgar, Stefáns
Kristjánssonar, en Hákon ÓTafs
son, verkfræðingur og skíðamað-
ur, hefur verið ráðgefandi um
tækniútbúnað og staðaval.
Svissnesku skíðalyfturnar eru
mjög ódýrar, kosta u.þ.b. 220-
260 þúsund krónur hver. Lengd
þeirra er allt að 300 m og geta
þær flutt 800 manns á klst.
Að sögn Þóris Jónssonar, er
ákveðið, að 7 af þessum lyftum
verði í nágrenni Reykjavíkur, 2
í Jósefsdal við skíðaskála Áir-
manns, 2 í Skálafelli við skíða-
skála KR, 2 í skíðalandi ÍR
(skíðadeildir Vals og Víkings
mundu einnig hafa afnot af þeim)
og 1 við Skíðaskálann i Hvera-
dölum. Hinar lyfturnar munu
dreifast um iandið. Verða þær
settar upp á Neskaupstað, Egils
stöðum, Eskifirði, Seyðisfirði, Mý
Þórir Jónsson, formaður Skíðasam-
bands ísiands, við skíðalyftu KR i
Skálafelli.
vatnssveit, Húsavík, Siglufirði (2)
Ólafsfirði og Bolungarvík.
Á fundinum með stjórn Skíða
sambandsins, kom fram, að stjórn
armenn sambandsins gera sér
vonir um, að með tilkomu lyft-
anna muni áhugi almennings á
skíðaíþróttinni stóraukast.
VANNST Á MARKATÖLU
Síðasta umferðin í 1. deildar-
keppninni í knattspyrnu í Dan-
mörku, var leikin um síðustu
helgi, og var geysilegur spenning
ur fyrir þá umferð.
Staðan fyrir hana var þannig,
að Hvidovre var með 26 stig, en
B1903 og AB með 25 stig. Hvid-
ovre mætti í sínum síðasta leik,
Vejle á útivelli, B1903 mætti
AaB á heimavelli og AB, B 1901
á útivelli.
Úrslit þeirra leikja urðu þau,
að B1903 sigraði AaB 3:2 í hörku
spennandi leik, AB sigraði B1901
með yfirburðum 5:0, en Hvidovre
tapaði fyrir Vejle 3:1 og lenti
við það í 3ja sæti.
Danmerkurmeistari varð B1903,
sem hlaut 27 stig eins og AB, en
hafði hagstæðari markatölu, sem
gildir um röð efstu liða í Dan-
mörku eins og annarsstaðar, nema
á íslandi.
Keppnin í 1. deild í ár var
mjög jöfn og sést það bezt á því
að félagið, sem, varð í 9. sæti (af
12) var aðeins með 6 stigum
minna en efsta liðið.
í 2. deild féllu B1913 og Hor-
.sens, en upp koma B1909 og
Köge.
Lokastaðan í 1. deild í Dan
mörku varð þessi:
B 1903 22 11 5 6 56:36 27
AB 22 10 7 5 46:30 27
Hvidovre 22 11 4 7 30:23 26
Vejle 22 10 3 9 45:39 23
B 1901 22 8 7 7 31:34 23
Frem 22 8 6 8 32:35 22
Br0nshþj 22 8 6 8 28:35 22
AaB 22 9 3 10 34:29 21
Rd. Fireja 22 8 5 9 30:36 21
KB 22 6 7 9 24:26 19
B1913 22 6 6 10 24:37 18
Horsens 22 4 7 11 20:39 15
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Everton áfram - Benfica dt
Síðari leikirnir í 2. umferð í
Evrópukeppnunum í knattspyrnu
voru leiknir í gærkveldi. Eftir
þá leiki eru 8 lið eftir í deildar
og bikarmeistarakeppninni, en
16 í Borgakeppninni.
Leikirnir í gærkveldi voru hver
öðrum meira spennandi og úr-
slitin tvísýn. Everton komst áfram
á vítaspyrnukeppni gegn vestur
þýzku meisturunum Borussia.
Fyrri leik þeirra lauk 1:1 og
í leiknum í gærkveldi var stað
an 1:1 eftir venjulegan leiktíma.
Þá var framlengt um 2x15 mín. en
ekkert mark skorað. og þá var
vítaspyrnukeppni. í henni varði
Andy Rankin markvörður Everton
eina spyrnuna, og komst Everton
þar með áfram.
Það sama var einnig upp á
teningnum hjá öðrum góðkunningj
um okkar hér á íslandi. Benfica,
sem léku við Vorwarts frá Austur
Þýzkalandi, en þar tapaði Ben-
fica á vítakeppninni.
Úrslit í leikjunum í gærkvöldi
urðu sem hér segir:
Evrópukeppni deildarmeistara.
Celtic, Skotlandi — Waterford ír-
landi 3:2. (Celtic áfram 9:2).
Everton, — Borussia, VÞ. 1:1
(Everton áfram á vítakeppni).
UT Arad, Rúm. — Red Star,
Júgósl. 1:3 (Red Star áfr. 3:1)
Slovan Bratisl., Tékk. — Panath-
inaikos, Grikkl. 2:1
(Panatk. áfram 4:2)
Legia, Póllandi — Standard Liege
Belgíu 2:0. (Legia áfram 2:1)
BaseT, Sviss — Ajax, Hollandi 1:1
(Ajax áfram 4:1)
(Vantar 2 leiki Sporting, Portú
gal — Jena, A-Þj’zk. og Atletico
Madrid — Cagliari. Ítalíu)
Evrópukeppni bikarmeistara.
Chelsea, Engl. — CSKA, Búlgaría
1:0 (Chelsea áfram 2:0).
Steua, Rúmeníu — PSV Eindhov-
en, Hollandi 0:3 (PSV áfram
7:0).
Innsbruck, Austurr. — Real Madr-
id, Spáni 0:2 (Real áfram 2:1).
Manchester City, Engl. — Honved,
Ungverjal. 2:0 (Man. City áfram
3:2).
Nantes, Frakkl. — Cardiff, Wales
1:2 (Cardiff áfram 5:1).
FC Ziirich, Sviss — Brugge, Belg-
íu 3:2 (Brugge áfram 4:3).
Vorwarts, A-Þýzkai. — Benfica,
Portúgal 2:0 (Vorwarts áfram á
vítaspyrnukeppni).
(Vantar einn leik; Cornik, Póll.
— Izmir, Tyrkl.)
í Borgakeppuinni urðu úrslit m.
a. þessi:
Coventry — Bayern Miinchen 2:1
(Miinchen áfram 7:3).
Dynamo Dresden — Leeds 2:1
(Leeds áfram á fleiri mörkum
skoruðum á útivellii).
Dur.dce Utd. — Sparta Praha 1:0
(Sparta áfram 3:1).
Dynamo Bucaresti — Liverpool 1:1
(Liverpool áfram 4:1).
Arsenal — Sturm Garz 2:0 (Arsen-
al áfram 2:1).
Colerian — Sparta Rotterdam 1:2
(Sparta áfraiu 4.1).
Fyrsta firmakeppnin
í körfuknattleik
Borgnesingar runnu
klp-Reykjavík.
Um helgina fór fram í Borgar-
nesi firmakeppni í körfuknattleik
Nýtt
íþróttablað
Fyrir skömmu kom út nýtt
íþróttablað í tímaritsformi og
nefnist það ÍÞRÓTTIR FYRIR
ALLA og mun það koma út mán-
aðarlega.
Tilgangur með útgáfu þess er
að flytja fréttir af vettvangi
íþrótta, kynna lítt þekktar iþrótta
greinar hérlendis og flytja frá-
sagnir til gagns og gamans um
allt það, sem í daglegu tali er
nefnt SPORT. Er blaðið hið vand
aðasta og fróðlegt öllum íþrótta
unnendum.
í fyrsta hefti íþrótta fyrir alla
er m. a. birt viðtal við Finnbjörn
Þorvaldsson, hinn gamalkunna af-
ircksmann, íSigurður Jóhannsson
skrifar um judo, sagt er frá lands
móti hestamanna að Skógarhólum
í sumar og úrtökumóti fyrir Evr
ópumeistaramót hestamanna.
Sveinn Áki Lúðvíksson skrifar um
borðtennis, greinar eru um ís-
hokkí í Norður-Ameríku, kapp
akstur, golf, ensku knattspyrnuna,
lax- og silungsveiði, ýmislegt um
knattspyrnu og sitthvað fleira.
Þetta fyrsta tölublað íþrótta fyr
ir alla er 50 síður, með litprent-
aðri kápu og forsíðumynd frá setn
ingu íþróttahátíðarinnar í Laug
ardal á liðnu sumri. — Ritstjóri
blaðsins er Ágúst Birgir Karls
son. Lausasöluverð blaðsins er
65 kr. eintakið.
á vaSið og tókst vel
— sú fyrsta, sem haldin er hér
á landi. Tóku þátt í henni 30 körfu
knattleiksmenn, sem kepptu fyrir
10 fyrirtæki.
Var dregið um hvaða leikmenn
ættu að leika saman og síðan fyrir
hvaða fyrirtæki. Var gerður góð-
ur rómur að þessu og dágóður
skildingur kom í „kassann" Ocr út
úr þessu fékkst einnig góð æfing
fyrir leikmennina, og voru því all-
ir ánægðir.
Úrslit keppninnar urðu þessi:
Apótekið—Mjólkursamlagið 32:
24, Trésm. Þorst. Theod.—Verlun-
in ísbjörninn 41:39, Sparisjóður-
inn—Bifreiðaverkst. K&R 55:44.
Neshúsgögn—Kaupfélagið 48:33,
Hótel Borgarnes—Loftorka 62:58.
2. umferð: Sparisjóðurinn—Apó-
tekið 64:47, Neshúsgögn—Loft-
orka 52:41, Ttrésm. Þ. Th.—
Neshúsgögn 62:58.
Til úrslita léku Sparisjóðurinn
og Trésm. Þ. Th. og sigraði Spari-
sjóðurinm 60:50.
Lionsklúbburinn í Borgamesi
gaf veglega styttu til keppninnar,
og afhenti Gísli Halldórsson, for-
maður UMFS, Friðjóni Svein-
björnssyni, sparisjóðsstjóra verð-
launin að keppninni lokinni.
íslandsmótið í
körfuknattleik
Ákveðið hefur verið, að ís-
landsmótið í körfuknattleik 1971
hefjist 6. desember n. k. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast
stjórn KKÍ, íþróttamiðstöðinni
Laugardal, fyrir 15. nóvember nk.