Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 9
/VI' I ■’ | I ' / J J / / , > J ' J ' ' 'f r ;;>:<■ Mi-n; riMMTUDAGUR 5. nóvember 1910. ;,rivn ny! TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtovæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartan Þórarinsson (áb), Andrés Kristjárasson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingríimir Gíslason. Ritstjómar- skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 —18306. Skrifstafur Bankastræti 7 — AfgreitSslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði, mnanlainds — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hí. KINKAZU SAIONJI PRINS: Mao er dáður, en venjulegir en á annan hátt einræðisherrar Lífshagsmunir íslenzku þjóðarinnar Það er lífsnauðsyn að nú þegar sé hafin skipuleg sókn í landgrunnsmálinu. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að auka samvinnu við þær þjóðir, sem berjast fyrir sem stærstri fiskveiði- landhelgi og hraða með því þróun þjóðaréttar í þá stefnu, að viðurkenndur verði réttur standríkja, sem mikið eiga undir fiskveiðum í þjóðarbúskap sínum til lögsögu á öllu hafsvæði landgrunnsins. Fyrsti flutningsmaður þess- arar tillögu er Jón Skaftason, þingmaður Reyknesinga. í greinargerð með þessari tillögu greina flutnings- menn frá því, að treglega hafi gengið á alþjóðavettvangi að bægja þeirri hættu frá, að auðævi fiskistofna og matar- búr milljóna manna verði eyðilagt vegna græðgi og stundarhagsmuna, en þeir sem bezt þekkja til vita og viðurkenna að þessi hætta er nú raunveruleg. Þær alþjóð- legar stofnanir, sem vinna að framgangi reglna um skyn- samlega nýtingu fiskistofna sjávarins virðast í starfi sínu máttlitlar vegna hagsmunaárekstra þjóðanna og ein- stakra hagsmunahópa, sem hindra skynsamlegar reglur og réttlátar í garð strandríkja. „Fari svo fram miklu lengur, verða þjóðir, sem byggja lífsafkomu sína á sjávarafla eins og íslendingar, að grípa' til þess eina ráðs, sem þær hafa til þess að koma í veg fyrir eyðingu miðanna og það er að færa út fiskveiðilög- sögu sína innan skynsamlegra og réttlátra marka.“ Brezka haftið En í nauðungarsamningnum, sem ríkisstjórnin gerði við Breta á árinu 1961, eru ákvæði um, að íslend- ingar verði að tilkynna Bretum með tilskildum fyr- irvara, ef þeir hyggja á frekari útfærslu fiskveiðiland- helginnar, og ef þeir ekki vilja fallast á hana, þá geta þeir skotið deilunni undir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag og verða íslendingar að hlíta þeim úrskurði. Um þetta segja flutningsmenn m.a.: „Með þessu samningsákvæði skapaðist óneitanlega nýtt viðhorf 1 landhelgisbaráttu landsmanna. Land- grunnslögin frá 1948 gerðu ráð fyrir einhliða rétti ís- lendinga til útfærslu fiskveiðilandhelginnar, og útfærsl- urnar, sem gerðar voru á áratugnum 1950—1960 voru framkvæmdar á þeim grundvelli. Reglur þjóðaréttar um víðáttu fiskveiðilandhelginnar, — sem Haag-dóm- stóllinn mundi vafalítið byggja á — eru bæði óljósar og ósanngjarnar gagnvart þjóðum eins og okkur að því leyti, að þær taka ekki nægilegt tillit til þeirra lífs- hagsmuna, sem fiskveiðiþjóð hefur af því að miðin um- hverfis landið verði ekki eyðilögð með ofveiði og rán- yrkju.“ „Að áliti flutningsmanna þessarar tillögu er mikil- vægt að ná samstöðu með öllum þeim þjóðum, sem vilja vinna að rúmri fiskveiðilandhelgi. Vegna sérstöðu ís- lands nægir ekkert minna en vakandi forusta í þeim efn- um, líkt og gerðist þegar fulltrúi íslands í laganefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fékk samþykkt 1949, gegn mikilli andstöðu. að alþióðalaganefndin ynni að setningu reglna varðandi landhelgina. Stærri og fleiri skip á íslandsmiðum með afkasta- meiri veiðitæki og fiskleitartæki gera ónóga þá vernd, sem fiskistofnarnir umhverfis landið fá við einkalög- sögu okkar á 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Hún var í minnsta lagi 1958, þegar fært var út i 12 sjómílur, en allsendis ónóg nú 12 árum síðar.“ — TK Það er háttur einræðisherra að segja fólki að setja allt sitt traust á leiðtogann. Mao brýnir fyrir mönnum nauðsyn þess að hugsa sjálfir og taka sínar eigin ákvarðanir. MAO TSE-TUNG Kinkazu Saionji prins hef ur dvalið í Peking í rúman áratug en er nú nýfluttur aftur til Japan, og er ein- dreginn stuðningsmaður kínversku kommúnista- stjórnarinnar. HVENÆR sem huganuai er rennt til ATþýðulýðveldisins Kína, stígur nafn Mao Tse-tung fram af sjálfu sér. Oft er hann kenndur við einræði eða per- sónudýrkun. Það er hverju orði sannara, að enginn Kínverji, sem nú er uppi, nýtur jafn mikillar al- mennings hylli og virðingar og Mao og álit hans er miklu þyngra á metunum en álit nokk urs annars manns. Öruggt er fyrirfram, að hvenær sem hann flytur ræðu, hyllir hann mikill fjöldi kínversku þjóðarinnar og fagnar orðum hans. Ég hefi hvað eftir annað verið djúpt snortinn af þeim ómótstæði- lega fögnuði, sem glampar í augum hvers einasta Kínverja, "sém “hlotnast sá heiður og sú hamingja að hitta sinn heitt- elskaða leiðtoga Mao formann. Gildir einu hvort um er að ræða verkamann, bónda, her- mann, stúdent eða erindreka flokksins. ÉG hefi á liðnum áratugum no'kkrum sinnum hitt einstakl- inga, sem taldir voru einræðis- herrar og stuðluðu vísvitandi að persónudýrkua meðal þjóð- ar sinnar eins og þeir til dæmis Hitler og Mussolini. Þegar ég leit i augu þess fólks, sem horfðu á þessa nazista- og fas- istaleiðtoga sína, varð ég fyrir sterkum, en sársaukablöndnum áhrifum. Þótti mér sem ég sæi þar í senn ólýsanlegan ótta, uppgjöf og brjálað harðýðgi. Persónudýrkun er ævafornt bragð einræðisherra. Hideki Tojo, hinn herskái forsætisráð- herra í Japan, þegar hfc> óvænta árás var gerð á Pearl Harbour, reyndi að leika þenn- an varasama leik. Hann sagði japönsku þjóðinni, að — eins og einræðisherra er siður, — að þegnarnir þyrftu ekki að afla sér vitneskju eða sannfær- ingar hver um sig, en ættu einu-igis að setja traust sitt á leiðtogann. í þessu kemur ein- mitt fram. hve Mao Tse-tung ferst allt öðru vísi en þessum einræðisherrum. EINHVER mikilvægasti ár- angur af menningarbyltingu öreiganna, sem Mao gekkst fvr ir, var einmitt í því fólginn, að honum tókst með henni að sannfæra þorra kínversku þjóð arinnar um mikilvægi þess, að hugsa sjálfur og taka sinar eigin ákvarðanir Mao Tse-tung ræddi þessi mál við ábyrga félaga > Komm únistaflokki Kína mörgum ár- um áður en Kína öðlaðist frelsi. Hann lagði á þaS áherzlu "bjbmIWWíjjubii WPIWPr>i' að félagi í flokknum mætti alls ekki fylgja því í blindni, sem honum væri sagt, ekki einu sinni þó að yfirmaður hans ætti í hlut. Liu Shaochi og áhangendur hans komu hvað eftir annað í veg fyrir að hugs- un Maos fengi að njóta sín. Mao tókst ekki að fá þjóðina til að skilja hana til fulls og iðka fyrri en í menningarbylting- unni. MAO tókst að drepa tvær flugur í einu höggi með menn ingarbyltingunni, þar sem hún bjargaði honum sjálfum frá bráðri hættu. Bandaríski blaða maðurinn Anna Luise Strong, sem átti heima í Peking í fjöl- mörg ár og lézt í fyrra, sagði mér einu sinni þessr. sbgu: „Ástralskur vinur minn kom eit sinn til mín og sagði mér athyglisverða sögu. Hann hafði hitt Mao formann daginn áður og Mao þá sagt við hann glað- ur í bragði, að honum hefði þá alveg nýverið tekizt að sleppa við að vera gerður að Buddha. Skilurðu hvað hann átti við með því? Jú, sjáðu til. Liu Shaochi og áhangendur hans reyndu að koma Mac fyrir uppi á hillu eins og Buddha, svo að fólk gæti dýrkað hann þar i blindni meðan Liu Shaochi og samsær- ismenn hans réðu málum ríkis- ins til lykta með sínum hætti. sem var ekki háttur Maos En þarna voru þeir of bjartsýnir. Litla, rauða kverið, „Tilvitn- anir í Mao formann", olli því, að fólkið öðlaðist skilning á hugsjónum Maos og virti hann og elskaði enn meira en áður. Þetta er góð saga og sönn“. — Svo vill til, að það var Anna Louise Strong, sem var boðin til Yenan árið 1946 og Mao sagði við orðin frægu, að heims valdastefnan og áhangendur hennar væru „pappírstígris- dýr“. LÍÐI svo nokkur tími að ekki fréttist neitt frá Peking um at- hafnir Maos eru vestrænir fréttamenn óðar búnir að koma af stað sögum um alvarleg veik indi hans og jafnvel dauða. Komi svo Mao allt í einu fram á fjölmennri samkomu kemst sá orðrómur iðulega á kreik, að þetta hafi verið nýr maður, dulbúinn sem Mao. Engum þarf að koma á óvart þó að Maos sé ekki getið um stund. Hann er manna líkleg- astur til að dveljast einhvers staðar uppi í sveit og eyða tima sínum í friðsamlegar og ánægjulegar viðræður við fólk ið á einhverju samyrkjubúinu. Bændur hafa alltaf verið verð ugir vinir Mao Tse-tungs og vopnabræður síðan í upphafi byltingarinnar Hann kann afar vel við sig meðal fjöldans. I Hann ber fullkomið traust til f þjóðarinnar. sem fyrir sitt J leyti treystir Mao formanni sía um fyllilega. m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.