Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 1
Var Jack the Ripper bróðir George V Englandskonungs? 145 fórust í brunanum Hinn óhugnanlegi atburður í bænum St. Laurent-Du.Pont í Frakklandi, þegar 145 ungmenni létu lífið í bruna á skemmtistað, hefur vakið heimsathygti. Húsið brann á skömmum tíma, en öll- um neyðarútgöngum hafði verið rækilega lokað. Myndin hér að neðan sýnir syrgjendur við kist- ur sumra þeirra, sem létu lífið í brunanum, en þeir voru allir jarð settir við sameiginlega athöfn. Málið er nú í rannsókn, og hef- ur verið fjallað um það á fundi í ríkisstjórn Frakklands. Mun rík- lsstjórnin hafa ákveðið að víkja ýmsum æðstu embættismönnum bæjarins úr embætti fyrir afglöp í starfi. Ljóst er nú, að það kviknaði i húsinu, þegar ungur maður lét iogandi eldspýtu falia niður í upp stoppaðan stól í danssalnum. Hinn heimsfrægi morðingi Jack the Ripper hefur nú skotið upp kollinum á ný, á antvan hátt þó, en þegar hann læddist um Lundúnaborg og skar gleðikon- ur á háls fyrir um 80 árum. Nú hefur verið rituið um hann merkileg grein í brezkt fræði- rit um glæpamál, og er hún mjög umrædd. Eins og þeir vita, sem lesið hafa eitthvað um þann ágætis mann Jack, var aldrei látið uppi, hver hann var. í greininni, sem nýlega birtist, er hins vegar látið að því liggja, að hann hafi verið af aðalsætt- um og úr einni af fínustu fjöl- skyldum Lundúnaborgar, en hafi bilað andl. og likami. af sjúkdómi. Höfundurinn. T. Stowell, vel metinn skunðlæknir á níræðisaldri, veit hver Jack the Ripper var, en segist ekki vilja valda ættingjunum leið- indum með því að birta mafnið, en hins vegar er greinin þannig skrifuð, að þeir, sem kunnugir eru hlutunum, skilja við hvern er átt. Slowell segist hafa þagað yf- ir vitneskju sinni i 50 ár, vegna ótta við að ættingjar Rippers færu að kæra hann, og hann segist ekkert hafa kært sig um að blanda sér í málið. í grein Stowells segir, að Jack the Ripper hafi verið af svo f'ínu fólki, að þegar lögregl- an gerði sér grein fyrir, um hvern var að ræða, hafi hún verið neydd til að þegja yfir nafninu. Stowell nefnir ekki nafnið, eins og fyrr er sagt, en segir í greininni: „Hann var erf ingi valda og auðæfa. Fjöl- skylda hans hafði unnið sér óskipta ást og aðdáun fjöldans fyrir starf sitt að velferð allra stétta, sérstaklega hinna fá- tæku. Amma hans, sem lifði hann, var mjög dáð og virt kona. Fað- ir hans, sem bar titil þann, er hann átti a'5 erfa, var mikill heimsborgari og gerði margt til að auka hróður Englands út á við. Móðir hans var óvenju fögur og hafði sterkan persónu- leika til að bera. Hún var heitt elskuð af öllum, sem þekktu hana.“ s Þarna er Stowell greinilega að höfða til fínnar fjölskyldu, ef til vill konumgsættar. Hann heldur áfram og segir, a® um- ræddur maður, þ. e. Jack the Ripper, sem hann kallar „S“, hafi verið kátur piparsveinn, sem fór í hnattferð rúmlega 16 ára kom heim aftur sýktur af sárasótt. Þessi veikindi fóru afar illa með hann og hann varð að hætta að koma fram opin- berlega, og andleg heilsa hans fór að bila. Hann sagði upp öll- um störfum sínum skömrnu eft- ir a® lögreglan lokaði kynviil- ingabæli við Tottenham Court Road. Staður þessi var mikið sóttur af fínna fólki borgarinnar og nafn eins meðlims konungsfjöl- skyldunnar var nefnt í sam- bandi við hann. Stowell segir ennfremur, að ,,S“ hafi gengið til sálfræðings, Sir William Gull, sem var vel þekktur. Sagt var, að oftar en einu sinni hefði Sir William sézt á ferli í nágrenni White- chapel, þar sem monðin voru framin, að næturþeli. „Mér kæmi ekki á óvart, að hann hafi verið þarna til að sanna, að morðinginn væri svo vit- skertur, að setja þyrfti hann inn til öryggis", skrifar Stowell. Þegar leitin að Jack the Rip- per stóð sem hæst, fékk lögregl- an mi@il, sem vísaði henni á „glæsilegt hús í West End“. Húsið var í eigu vel metins sál- fræðings. Til þessa hluta sögunnar þekk ir Stowell persónulega. Hann segir húsið hafa verið í eigu Sir Williams Gull, og hafi hann sjálfur þekkt Caroline Acland, dóttur Sir Williams, vél. Caro- line sagði Stowell, að heimsókn lögreglunnar hefði fengið mjög á móður síma og hefði hún ekki svara® spurningum hennar um mann sinn. Á eftir kom Sir Framhald á bls. 18. (UPI) Yfirmaður dönsku leyniþjðnustunnar lézt 44 ára gamall Yfirmaður dötisku leyniþjónustunnar (Politiets Efterretnings- tjeneste), Arne Nielsen, lézt á sunnudaginn, aðeins 44 ára a® aldri. Lézt hann eftir að hafa legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Bruss- el í fjóra sólarhringa, en þangað var hann fluttur er hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi þar i borg. Nielsen var á fundi * vegum NATO í Brussel, er hann fékk heilablæðingu. Það hefur vakið verulega athygli, hversu ungur Nielsen var er hann lézt, og um það ritað, að allt of mikið vinnu álag sé lagt á yfirmann leyni þjónustunnar. Auk sinnar vinnu hefur Nielsen einnig verið mjög umdeildur en hann er fyrsti yfirmaður dönsku Framhald a bls. 18. Verður hafin námavinnsla á nýjan leik á Grænlandi? Dansk-kanadískt námafélag, Greenex, hefur gert áætlanir um að vinna milljón smálestir málms við Marmorilik. skammt frá Uman- ak á strönd Grænlands. Þessi vinnsla er þó há@ þvi skilyrði, að þær rannsóknir, sem danska ríkið stendur nú fyrir í Grænlandi á magni málmgrýtis á þessum slóðum, verði einnig látnar taka til vinnslu- möguleika og kostnaðar við vinnslu. Það er danskættaður Kanada- maður, Niels Ægidius Ander- sen, sem a@ baki áformunum um námugröftinn stendur. Hann hefur í fjölda ára unnið á veg- um námafélags í Grænlandi, og telur Andersen, að Grænland sé eitt málmauðugasta land jarðar. Áður en hafizt verður handa við málmnámið verður að reisa þorp vi@ Marmorilikfjallið, á stað. sem nefndur er „svarti engill“. í þessu þorpi þarf að búa 225 náman.önnum aðstöðu. Jarðfræðingar og námafræð- ingar hafa lengi unnið að áætl- unum um vinnslu málms úr hinu auðuga grænlenzka bergi. Þa@ er einkum zink og blý, sem dansk-kanadíska félagið Green- ex hyggst vinna við Marmorilik, e:n eins og nafn fjallsins ber með sér er það úr miarmara og möguleikar taldir á að vinna marmarann einnig og flytja hann út í „blokkum". í Grænlandi hefur fundizt úr- an, olía, kopar, zínk, blý, jám, krýólít, molybdæn, thorium, as- best, beryllium, zirkonium og gull. En þessi efni hafa ekki öll fundizt í ríkum mæli og Framhald á bls. 18. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.