Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 4
16 TIMINN FÖSTUIX4GTJR 6. nóvember 1970. Sebastien Japrisot: Kona, búl, gLeraugu og byssa 35 vöknaði um augu. Ég veit ekki hvers vegna. Máski var ég svona vingluð. — Það eru öll líkindi til bess. Byssan er í skottinu. —• Ha, hvað áttu við — Dauði og djöfull, kona. Byss an er hjá líkinu, ósvikin byssa í fullri stærð. f skottinu. skdlurðu. Byssan, morðvopnið. Þú bekkir mig í sjón, er það ekki? Báðum höndum hafði hann tek- 18 um höfuðið á mér og hristi það til, eins og hann reyndi að vekja mdg. — Hættu. Ég sá enga byssu. — Hvað sástu? Sástu ekki teppi? Sástu ekki lík. Byssan er í skottinu, hjá teppinu og líkinu. Nærðu sambandi? Hann sleppti mér, snerist á hæli og strunsaði brott með hend- ur í vösum. Skyrtan gúlpaði, og hann var kýttur í herðum. Ég stóð upp og gekk á eftir honum. Hann sagðist vera svangur, tóbakslaus og blankur. Við fórum inná þéttsetna kaffistofu, þar sem hengu net og sæskeljar á veggjum. Ég keypti pakka af Gitane-síga- rettum og eldspýtubréf. Philippe hvolfdi í sig hálfflösku af víni og borðaði eina samloku. Hann sagði ekki orð. — Hvernig komstu til Mar- seille? spurði ég. — Varðar ekkert um það. —• Hvar er ferðataskan? — Varðar ekkert um það. Þegar við komum út aftur, tók hann yfrum herðarnar á mér, og ég lét það gott heita. Við geng- um hlið við hlið, og á stéttinni voru tágakörfur, sem lyktuðu af þangi. Við fórum yfir torgið gegnt gömlu höfninni. Ég sá and- litum okkar bregða fyrir j verzl- unargluggum, hvítum kjólnum og jakkanum, og við minntum tvö á elskupar í neonblossa víðs fjarri þeirri veröld, sem heyrir til lífi mínu. Ég held það sé sannleikan- um samkvæmt, að mér fannst þetta lygilegra en allt annað. Fólkið gaf okkur gætur á La Canebiere. Ég spurði, hvert hann væri að fara. — Þangað sem þú lagðir bíln- um. Við verðum að komast að því, hver hann er þessi maður í skott- inu. Við verðum að kíkja á hann. —• Jesús, ég get það ekki. Við námum staðar fyrir fram-! an Thunderbirdinn. Ég hafði náð í lykl'ana úr tuðrunni en hann tók ekki við þeim. Nokkrir ungl- ingar iolluðu eftir stæðinu mas- andi og patandi og síðan kona í kruplaðri kápu, og hún tuidraði í barm sér. Philippe sagði mér að aka. Við yrðum að finna rólegra pláss. Við ókum meðram Quai de Rive Neuve og úr því ábrekk- is ofar í borgina. — Við gætum kannski snúið okkur út úr þessu, sagði Philippe af bragði. — Ef einhver hefur stungið gaurnum í skottið á leið- inni, nú þá veit enginr. um það nema fautinn sjálfur. Það er ekk- ert samband milli j'kkar, þíns og hans. Við losum okkur við líkið, og allt er síðan grafið og gleymt. Okkur kemur þetta ekki við, Dany. Þú skilur, hvað ég meina. Ég þræddi ótal götur, sem lágu ævinlega uppímóti. Loks sagði hann mér að sveigja inná Chemin du Roucas-Blanc. Hérna voru fáir á ferli, en vegurinn var svo bratt- ur og þröngur, að ég neyddist til að stoppa í beygjum. Reifuð höndin lét illa að stjórn, og mig verkjaði í eymslin. Philippe hjálp- aði mér að snúa stýrinu. Ég sá borgina langt fyrir neðan okkur, glitrand-i auðn á ströndinni. Hann hnippti í mig til merkis um, að ég stöðvaði bílinn. Við vorum hjá 78, port, þreifandi myrkur og nýlegt hús. Við hinkr- uðum brot stundar, hleruðum eft- ir minnsta kviki og hrukkum svo inní portið. Ljósgeisli féll á röð af bílskúrum, fernisbornar hurðir, lauftré og dyrapall. Fyrir utan húsið stóð bíll, og ég Tagði aftan við hann, drap á vélinni og slökkti ljósin. Um mig fór kvíði og beyg- ur. Portið var þröngt og ég velti því fyrir mér, hvernig ég ætti að j snúa bílnum, ef við þyrftum að j forða okkur umsvifalaust. ; Eg rétti Philippe iakkann hans, j og við stigum út. Kveikt var í I nokkrum glu.ggum, og blár sjón-j varpsglampi maraði í tjöidunum. Ég opnaði skottið og hörfaði jafn- j tímis undan, en stækjunni sló fyr- j ir vit mér, svo að ég hafði næst- 'i um kastað upp. Ég heyrði varla j til Philippe, þegar hann bað mig um vasaklút. Hann vafstraði í skottinu. Ég blíndi örvingluð í átt að porthlið- inu, eins og ég væri hrædd um, að einhver álnaðist inná okkur. en reyndar flaug mér það ekki í hug. — Sjáðu, Dany, muldraði PhiT- ippe. Hann sýndi mér byssuna. Hlaup ið var langt og svart. — Það er fangamark á skeft- inu. — Fangamark? — M.K. Ég glórði á skeftið og þreifaði um stafina, skorna í tréð. Ég þekkti engan með bessu fanga- marki, og Philippe ekki heldur. — Þetta er Winchesterriffill, sagði hann, — og skotið úr hon- úm þremur kúlum. — Veiztu eitthvað um byssur? — Svolítið. Hann þurrkaði af byssunni með vasaklútnum og stakk henni aftur í teppið hjá líkinu. Ég horfði j andlit hinum látna. Munnurinn slapti í hvítri skottglætunni. Phil- ippe þruskaði gegnum vasana á sloppnum og mælti ekki orð frá vörum. Ég fann, að hann hafði rekizt á eitthvað og hélt í sér andanum. Skyndilega stóð hann teinréttur fyrir framan mig. Hann reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp nokkru hijóði og góndi á mig, sleginn undrun og tortryggni. Snöggvast sá ég glitta á bréfmiða, sem hann vöðlaði í vinstri hendi, en það skipti eng- um togum, að hann lét dynja á mér öskur og óp. Ég veit ékki. hverju hann hreytti í mi-g. Lík- lega var það eitthvað á þá leið, að ég væri kol andskotans sjóð- andi geggjuð, og hann hefði lent í klónum á skepnu og blóð- þystri kerlingarnorn. Ég held mig hafi grunað, að hann rnundi lúskra á mér, því að ég lyfti hendinni eins og til að bera af mér högg. í næstu andrá kenndi ég til sársauka undir brjóstinu og herpt- ist saman sturluð af ótta, en hann greip mig í fallinu og drasl- aði mér að bílnum. Ég var að kafna í framsætinu, og ég heyrði hann loka skottinu og hlaupa á burt. Mér sortnaði fyrir augum. Löngu síðar: hijótt og kyrrt. Ég dró að mér næturloftið. Ég var ómeidd. Ég snökti. Gleraug- un höfðu dottið á bílgólfið. Ég setti þau á mig og sá, að klukk- an í mælaborðinu var 1. É2 slétti ©AUGlSStNOASTOFAN Yokohama snjóhjólbarðar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN GARÐAHREPPI er föstudagur 6. nóv. Leonardusmessa Tungl í hásuðri kl. 19.48. Árdegisháflæði í Rvík kL 11.28. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspitalan- um er opin allan sélarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Simi 81212. Kó.._vogs Apóték og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga kl. 9—19, laugardaga kl 9—14. helgidaga kl' 13—15. Slökkviliðið og sjúkrablfreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog, sími 1110«. Sjúkrabifreið I Hafnarfirðl. slmJ 51336 Almennar applýsingar um lækna þjónustu 1 borginni eru gefnar símsvara Læknafélgs Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingarheimilið i Kópavogl. Hlíðarvegi 40, simi 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar stöðinná, þar sem Slysavarðs: an var, og ei opln laugardaga og sunnudaga ki. 5—6 e. h. Shni 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virtoa daga frá kt. 9—7, á iaug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl 2—4, Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndar- stö* Reykjavíkur, á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar- ónsstíg, yfir brúna. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 31. 10. — 6. 11 annast Laugarvegs-Apótek og Holts Apótek, Næturvörzlu í Keflavík 6. nóv. ann- ast Amþjörn Ólafsson. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Borgarnesi. Jökul- fell er í New Bedford. Dísarfell er í Ventspils. Fer þaðan til Svend- borg-ar. Litliafell fer frá Reykjavík í dag til Akureyrar. Helgafell er í Riga. Stapafell fer frá Reykjavík í kvöld til Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja. Mælifell fer frá Norr- köping í dag til Lugnvik , Svíþjóð, Malaga og Barcelona. Skipaútgcrð ríkisins: Hekla er á Vestfjarðahöfnum á suðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 8,30 í fyrramálið til Þorlákshafnar. Fer þaðam aftur kl. 18,00 til Vestmannaeyja. Á sunnudag fer Herjólfur frá Vest- mannaeyjum kl. 14.00 til Þorláks- hafnar og Reykjavíkur. Herðubreið er á leið frá Austfjörðuim til Reykjavíkur. FLUGÁÆTLANIR FLUG Flugfélag fslands hf.: Millilandaflug: Gullfaxi íór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:45 í morgun (frá Reykjavik) og er væntanleg- ur aftur til Keflavíkur kl. 18:45 í kvöld. Gullfaxi fer til Osló og Kaup- mannahafnar kl. 08:45 í fyrramál- ið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), til Vestmanma- eyja, Húsavíkur, ísafjaúðar, Pat- reksfjarðar, E-gilsstaða og Sauðár- króks. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), til Vest- mannaeyja (2 ferðir), til ísafjarð- ar, Hornafjarðar og Egilsstaða. Loftleiðir hf.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 08:00. Fer til Luxemborgar kl. 08:45. Er væmtan- legur til baka frá Luxemborg kl. 17:00. Fer til New York kl. 17:45. Leifur Eiríksson er væntamlegur frá New York kl. 08:30. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar kl. 09:30. KIRKJAN FERMINGARBÖRN Neskirkja. Fermingarbörn, sem eiga að ferm- ast hjá mér árið 1971, vor og haust, komi til viðtals í félagsheimili Nes- kirkju nk. laugardag, 7. nóv. kl. 4. Börnin hafi með sér ritföng. Sr. ón Thorarensen. FÉLAGSLlF Kristniboðsfélag kvenna. Laugardagskvöldið 7. nóv heldur Kristniboðsfélag kvenna sína ár legu fjáröflunarsamkomu í Betam- íu, Laufásvegi 13, kl. 20,30. Dag- skrá: Ný kvikmynd frá Eþiópíu, upplestur, Hugrún; hugleiðing, Helga Hróbjarts'’óttir, kennari. — Fjölmennið í Betaníu. Bústaðakirkja. Sjálfboðaliðar! Fjölmcnnum eftir hádegi, laugardag. — Öllum ytri frágangi er að Ijúka. — Upplifum sköptm kirkjunmar undan vinnu- pöllum. — Byggingarnefnd. Basar Mæðrafélagsins verður að Hallveigarstöðum sunnu- daginn 22. nóv. Þeir, sem vilja gefa muni, vinsamlegast hafi samband við: Ágústu, sími 24846; Þórunni, sími 34729; Guðbjörgu, sími 22850. Frá Guðspckifélaginu. Almennur fundur verður haldinn í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22, í kvöld kl. 9. Stúkan Dögun sér um fumdinn. Sigvaldi Hjálmarsson flyt- ur erindi. Kvenfélag Hreyfils. Munið baearinn 15. nóv. að Hall- veigarstöðum kl. 2. Vinsam' st gefið muni og kökur. Uppl. í síma 34336 (Birna), 32922 (Guðbjörg). 37554 (Elsa). Bazar Systarafélagsins Aifa verður haldinn að Ignéífsstraeti 19, 8. név. kl. 2. Basar Kvenfélags Bústaðasófenar verður haldinn lougardagion 14. nóv. kl. 3 i Réttarholtssk. Kvenfé iagskonur og velunnarar fétegsins komi munum í Litlagerði 12, þriðjn daginn 10. nóv. kl. 1—5 og 8—10. Einnig föstudag 12. nóv. M. 8—10. Kökur vel þegnar. Uppl. í símum 33675 (Stella), 33729 (Bjargey), 36781 (Sigríður). Basame&din. Hvítabandið heldur basar og kaffisölu aIð Hall- veigarstöðum sunnudaginn 8. aóv. nk. Opnað kl. 2. ORÐSENDING GrensásprestnVall. Viðtalstími prests er alla daga nema laugar- daga, kl. 6—7, í safnaðarheimiL-u í Miðbæ. Sir. 32950. Jónas Gl la- son. 12 15 14 ----- Lárétt: I) Klaki. 6) Marglita. 10) Tónn. II) Keyri. 12) Borg. 15) Líti©. Krossgáta Nr. 658 Lóðrétt: 2) Æð. 3) 'fl- bætir. 4) Ergilegt. 5) Verr. 7) Reykja. 8) Kalli. 9) Álít. 13) Læri. 14) Farða. Ráðning á gátu nr. 657: Lárétt: 1) Öflum. 6) Sættust 10) Kr. 11) Ei. 12) Aðildin. 15) Klæði. Lóðrétt: 2 Fát. 3 Unu. 4) Askur. 5) Etinn. 7) Ær®. 8) Tál. 9) Sei. 13) IH. 14) Dáð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.