Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 3
FÖSTUDRAUR 6. nóvember 1970. 15 kannske vanhugsaSar og koma sjaldnast að varanlegu haldi. Við viljum með okkar till. hér í þessu frv. leggja áherzlu á, að unnið sé skipulega að því að try.ggja var anlega atvinnugrundvöllinn í öll um þyggðarlögum landsins og við teljum raunar, að það sé ákaf lega mikil nauðsyn á því, að við reynum að gera okkur sem gleggsta grein fyrir því, hvaða atvinnurekstur á í framtíðinni að verða stundaður í einstökum byggðarlögum landsins. Ég geri ráð fyrir því, að fleiri en ég hafi orðið varir við'^ann vanda, sem arkitektar okkar og skipulags fræðingar komast í, þegar þeim hefur verið falið að skipuleggja eitthvert þorp eða þéttbýlisstað og þeir spyrja, hvaða atvinnurekst ur eigum við nú að gera ráð fyr- ir, að verði hér, þá hefur þeim sjaldnast tekizt að fá skynsamleg svör við því, enda ekki von, því að áætlanir um þau efni liggja yfirleitt ekki íyrir. Fjárfestingunni verði stjórnað Nú er það ljóst, að við verðum í vaxandi mæli að leggja áherzlu á bætt skipulag í landinu, skipu lagslöggjöf okkar nær aðeins til kaupstaða og þéttbýlisstaða, en það er auðvitað óviðunandi annað en skipulagsstarfsemi nái til landsins alls, en hún verður að byggjast á atvinnupólitík og þess vegna verður að vera til mörkuð Jólafötin Matrósaföt 2—7 ára, rauð — blá, matrósakragar — flautu- bönd. Drengjajakkaföt 5—16 ára, terelyn og ull, margir litir, frá kr. 1.985.00. Stakir drengjajakkar og buxur, 4—12 ára. Molskinnsjakkar frá Ungverjalandi frá kr. 560.00. Blátt, svart og rautt buxna- terelyn. Drengjaskyrtur kr. 150.00. Kuldaúlpur Dúnsængur Æðadúnssængur, gæsa- dúnssængur, vöggusæng- ur. Sængurfatnaður og kodd- ar, fiður, Dralonsængur og koddar. Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Gæsadúnn — Æðadúnn — Hálfdúnn. Patons-ullargarnið nýkomið. 100 litir — 5 grófleikar, litekta — hleypur ekki. Prjónar og hring- prjónar. Vesturgötu 12, Sími 13570. stefna í atvinnumálum þjóðarinn ar. Við leggjum þvi til, að í þessum efnum verði tekin upp ný vinnubrögð, skipuleg áætlunar- gerð til langs tíma eða fram- kvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Við leggjum mikia áherzlu á áætl anagerð. En til hvers ætlum við að gera áætlanir? Ætlum við að gera þær okkur til skemmtunar, eins og þegar verið er að spá í spil, til þess að finna út, hvað framtíðin ber í skauti sér? Það er ekki. Við lítum ekki á þetta sem einhvers konar upplýsinga- þjónustu um umhverfi framtíðar- innar, eins og veðurspá eða eitt- hvað því um líkt, heldur er hér á ferðinni að okkar dómi skil- greining þeirra markmiða, sem við stefnum að i atvinnumálunum og vörðun þeirra leiða, sem við ætl- um að fara tiT þess að ná þeim markmiðum. Okkar skilningur er sá, að það sé nauðsynlegt að stýra þjóðfélagsmálunum eftir þeim áætlunum, sem gerðar eru. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að fjárfestingunni sé stjórnað og raunar er það ekki orðið eins al- mennt vefengt og áður var samanber þá tilvitnun, sem ég gerði hér í upphafi máls míns í nefndarálit meirihluta fjárhags- nefndar frá því í hitteðfyrra. En við teljum, að sú fjárfestingar- stjórn eigi að fara fram með tölu vert öðrum hætti heldur en gert var hér á árunum 1947—‘50, þeg ar Alþýðuflokkurinn og SjáTfstæð isflokkuirinn höfðu forustu í ríkis stjórn og fjárhagsráði, sem þá var komið á fót. Þá urðu þjóðfé- lagsþegnarnir að mæta með um- sóknir og beiðnir til þess að fá að gera sína hluti. Við ætlumst tn, að það séu settar almennar reglur í samræmi við þær áætlan ir, sem gerðar hafa verið. Þannig er í frumvarpinu gert ráð fyrir því, að það sé hægt að banna al- gerlega tiltekna tegund fjárfest- ingar um takmarkaðan tíma eins og t. d. Svíar hafa gert og hefur reynzt þar vel. Ég geri ráð fyrir því, að þegar menn athuga, að á undanföirnum 5 árum frá 1965 —1969 hefur fjárfesting í verzlun arbyggingum verið töluvert mik ið meiri en [ öllum fiskiðnaði, þá kynnu menn að getá sætzt á, að það væri ekki nein goðgá, ef nauð syn bæri til, að dregið yrði úr þeim tegundum bygginga, enda nokkuð af þeim nú, sem standa tómar hér og þar. Stjórn Atvinnumálastofnun- arinnar samstarf ríkisvalds og atvinnuveganna Ég skal svo koma að því að gera grein fyrir, hvernig við hugs um okkur stjórn þessarar stofn unar. Að vísu vil ég taka það fram, að okkur er bað fyrirkomu lag, sem gerð er till, um, ekki svo fast í hendi, að við séum ekki reiðubúnir til þess að ræða um einhverja aðra tilhögun á því, ef mönnum þætti betur henta, en aðalhugmyndin er sú, að í stjórn þessarar stofnunar yrði vettvang ur fyrir samstarf milli atvinnuveg anna og ríkisvaldsins til þess að marka þá stefnu, sem þarf að marka í atvinnumálunum. Frv. gerir þess vegna ráð fyrir þvi, að í síjórn þessarar stofnunar sé þriðjungurinn frá rrkisvaldinu kosinn af Alþingi, þriðjungurinn frá samtökum atvinnurekenda og þriðjungurinn frá samtökum starfsmanna við atvinnureksturinn. Það hefur víða um lönd, þar sem stofnanir af þessu tagi hafa verið settar á fót, verið Tögð megináherzla á einmitt að skapa samstarf þessara aðila um stefnu mörkunina og áætlanagerðina. Ég hef nú þvj miður ekki haft að- stöðu til þess að kynna mér eins vandlega og ég hefði viljað tilhögun slíkra mála í nágranna löndum okkar, en það rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir allmörg um árum kom hér norskur banka stjóri, sem flutti erindi um sam TÍMINN starf ríkisins og atvinnulífs í sambandi við stefnumörkun í at- vinnumálum og áætlanagerð og erindi hans var birt í Fjármála tíðindum. Það eru Tiðin 6 ár síðan svo að þetta eru nú ekki nýjar fréttir, en samt ómaksins vert að rifja þetta aðeins upp. Ilann sagði þar frá nefndum og stofn unum og ráðum í öðrum löndum, sem settar höfðu verið á stofn til þess að auka samstarf atvinnu vega og ríkisvalds í þessu skyni og sagði m. a. frá athrjganum, sem norsk stofnun hafði gert um þetta, þar sem segir m. a. með leyfi hæstvirts forseta: „Þessar athuganir sýna, að til eru í fjölda landa stofnanir. sem hafa þau verkefni að auka sam- starf milli ríkis og atvinnulífs. Þetta á t. d. við um Holland, Frakkland, England, Austurríki, Danmörku og það á við um öll lýðræðisl’önd. að mikill áhugi er ríkjandi á þeim vandamál- um, sem hér er um að ræða og víða áætlanir um að koma á fót hliðstæðum stofnunum. Síð- an segir hann frá því, að norska ríkisstjórnin sé um þær mundir, sem þessi fyrirlestur var flutt- ur, að koma á fót nefnd, sem á að hafa það hlutverk að setja fram skoðanir um eftirtalin atriði: 1. AðaTstefnuna í fjögurra ára framkvæmdaáætlunum sérstaklega að því er varðar noktun hinna bú skaparlegu gæða og forgang fram kvæmda. Aðalstefnuna í þjóðfé- lagsframkvæmdum yfir enn lengri tíma. 2. Framkvæmd framkvæmdaáæti ana, þar með taldar nauðsynTeg ar endurskoðanir á áætlunum. 3. Aðalstefnuna í sérstökum áætlunum um einstaka þætti efnahagslífsins. 4. Þýðingarmikil undirstöðuatriði varðandi framkvæmdir á ákveðn um svæðum. 5. Framleiðnimál. 6. Stefnuna í efnahagsmálum og önnur veigamikil atriði við áætlanagerð til styttri tíma. Ráðið á að vera ráðgefandi og álitsgerðir þess eiga að jafnaði að vera samþykktar einróma. Ráð ið getur þó með % hluta atkv. gert samþykktir, sem beint er til fjármálaráðuneytis. Sé um mis munandi álit að ræða, skal ráðið einnig gera grein fyrir minni- hlutaáliti.“ Hér virðist vera athyglisvert, hve hlutverk þessa ráðs er líkt því, sem við höfum gert ráð fyrir í atvinnumálastofnuninni. Að vísu virðist mönnum kannski í fljótu bragði, að það sé nokkur munur á, þar sem þarna er um að ræða ráð, sem á að vera ráðgefandi, en atvinnumálastofnunin í okkar frv. hefur hins vegar nokkuð víð- tækt vald. Ég vil þó benda á, að því valdi eru takmörk sett, með því að Alþingi fær til stað- festingar þær áætlanir, sem at- vinnumálastofnunin hefur gert og ætlar að vinna eftir. Hið raun verulega vald er þess vegna í höndum Alþingis eins og vera ber. í sambandi við skipua þessa norska samstarfsráðs, er það að segja, að það er skipað 21 manni. Af þeim eiga 5 að vera fulltrúar stjórnvalda, 5 fulltrúar rannsókn arstofnana, 11 eiga að vera full trúar atvinnulífsins. Af þessum 11 eru 5 fulltrúar iðnaðar, verzl unar, siglinga og lánastofnana í eigu einkaaðila, tveir eru full- trúar landhúnaðar og sjávarút- vegs, 3 frá norska Alþýðusamhand inu og einn fulltrúi frá norsku samvinnufélögunum. Það er athygl isvert, að samstarfsráðið er eins og í okkar frv. að meiri hluta til skipað fulltrúum frá atvinnuveg unum, en einnig fulltrúum stjórn valda og opinberra aðila. Enda er lögð megináherzla á þarna eins og við gerum líka að skapa sam starfsvettvang fyrir fulltrúa at- vinnulífsins og ríkisvaldsins. Endurskipulagning, samræm- ing og sameining stofnana og sjóða Það er skoðun okkar flutnings- manna, að fram þurfi að fara endurskipulagning á því kerfi, sem nú er ætlað að hafa áhrif á fjárfestingu hér í landinu, þ.e.a.s. ýmsar stofnanir og þá fjölmörgu sjóði, sem veita fé til fram- kvæmda í landinu og árciðanleg ur maður sagði mér fyrir skömmu, að mundu vera a.m.k. 18. Við er- um alveg sammála því, sem fram kemur í nefndaráliti fjárhags- nefndar frá þvl í hitteðfyrra, að það er mikil nauðsyn á því, að það fari fram nánari samræming og þessi starfsemi eins og hún er nú er „ekki svo vel samhæfð og skipulögð“ eins og þar segir, „að tryggt sé, að sú fjárfesting, sem þjóðarbúskapnum rná telja mikilvægasta hverju sinni, sitji f fyrirrúmi fyrir öðrum“. Um þetta þj'kir okkur gott að vita. að meiri hluti fjárveitinganefndar er okk ur sarnmála. Við teljum þess vegna, að þetta flókna kerfi þurfi að endurskoða með tilliti til þess að samræma það og sameina það og þess vegna er ekki j okkar frv. gert ráð fyrir því, að sett yrði upp sérstakt, nýtt skrifstofu bákn fyrir þessa stofnun, heldur er í frumvarpinu heimild fyrir stjórn atvinnumálastofnunarinnar til þess að semja við starfandi ríkisstofnun um að annast skýrslu- og áætlanagerð og afgreiðslu mála f rir stofnunina eftir nánari ákvörð un stjórnarinnar. Það er hins veg ar ekki á þessu stigi farið frekar út í það, hvaða starfandi stofnun þetta skuli gera, því að við vænt um þess, að fljótlega verði látin fara fram gagngerð endurskipu- lagning á þessu kerfi. Sú skipulagsstarfsemi, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, er þess eðlis, að hún miðar að aukinni hagkvæmni. Hún miðar þess vegna að kostnaðarlækkun í þjóðfélaginu og sá kostnaður, sem gert er ráð fyrir, að af því leiði að setja þessa stofnun á fót, er svo lítill að hann er í því sam- bandi algert aukaatriði. Þetta frumvarp er eins og ég gat um í upphafi, herra forseti, flutt til þess að varpa Ijósi á stefnu okkar Framsóknarmanna i atvinnumálum og fjárfestingarmál um. Við teljum ekki, að það eigi að láta kyTfu ráða kasti um fram tíðarafkomu þjóðarinnar. Ýtar leg áætlunargerð til' stefnumörk unar og skipuleg mframkvæmd þeirra áætlana er mesta nauðsyn okkar á þessu sviði nú um þessar rnundir. Breytt stefna er þess vegna að okkar mati nauðsynleg tiT þess að tryggja sem beztan ávöxt af auðlindum landsins og starfi þjóðarinnar. Gardisette Gluggatjalda- efni 150 - 180 - 210 240 - 270 cm m/íofnum blýþræSi. Vönduð og góð efni. Fjölbreytt úrval. KAUPFELAG EYFIRÐINGA VEFNAÐARVÖRUDEILD SÍMI (96)21400

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.