Tíminn - 06.11.1970, Blaðsíða 2
14
TIMINN
FÖSTUDAGUR 6. nóvember 197«.
Framsöguræða Helga Bergs á Alþingi fyrir frumvarpi Fram sóknarmanna um Atvinnumálastofnun.
ÁÆTLUNARBUSKAPUR LEYSI
HANDAHÓFID AF HÓLMI
Hér fer á eftir ræða Helga
Bergs í efri deild Alþingis s.l.
miðvikudag, þegar hann
fylgdi úr hlaði frumvarpi til
laga frá þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, þess efnis
að komið yrði á fót Atvinnu-
málastofnun:
Á þingskjali 81 flytjum við all-
ir þingmenn Framsóknarflokksins
frumvarp til 1. umræðn um at-
vinnumálastofnun. Frv. gerir ráð
fyrir því, að það verði komið á
fót atvinnumálastofnun, sem hafi
það hlutverk, í fyrsta lagi að
semja áætlanir til langs tíma um
þróun atvinnuveganna og marka
stefnu í atvinnumálum þjóð-
arinnar, í öðru lagi að hafa for-
göngu um gerð framkvæmdaáætl-
ana á sviði atvinnulífsins, þ. á.
m. um atvinnuuppbyggingu ein-
stakra landshluta, í þriðja lagi
að beita sér fyirr ráðstöfun til að
auka atvinnuöryggi í öllum byggð-
arlögum landsins, og í fjórða lagi
að hafa á hendi heildarstjórn fjár-
festingarmála, þá einkum með
því að setja um þau mál almenn-
ar reglur.
Varpar Ijósi á stefnu
Framsóknarflokksins
Hliðstætt frv. þessu var flutt
einnig af öllum framsóknarmönn-
um í þessari deild fyrir tveim-
ur árum. Hér er um að ræða
eitt af þeim þingmálum. sem við
höfuim sett fram til að varpa
Ijósi á stefnu okkar framsókn-
armanna í atvinnumálum og við
leggjum þess vegna mikla áherzlu
á þetta frv. Þegar frv. þessu líkt
var hér til meðferðar fyrir tveim-
ur árum, var því vísað til hv. fjhn.
Meirihluti hennar, fulltrúar stjórn-
arfTokkanna, lögðu til, að frv.
yrði vísað til ríkisstj. og var það
samþ. í d., en minnihluti lagði
til. að frv. yrði samþ. Rökstuðn-
ingur hv. meirihluta fjárveitinga-
nefndar þá fyrir því að vísa þessu
máli til ríkisstj. gaf til kynna,
að vænta mætti þaðan nokkurra
viðbragða. í nál. meirihl., þar sem
lagt er til, að málinu sé vísað
til ríkisstj., segir með leyfi hæstv.
forseta:
„Allri fjárfestingu, sem ein-
hverja þýðingu hefur er í raun-
inni þegar stjórnað í beim skiln-
ingi, að í hana verður ekki ráð-
izt nema til komi leyfi eða fyrir-
greiðsla í einni eða annarri mynd
frá einhverjum opinberum aðila.
Eru engar líkur á bví, að hér
verði breyting á í náinni framtíð.
Meirihl. gerir sér vel ljóst. að sú
víðtæka stjórn, sem hið opinbera
þegar hefur á þessum málum, er
ekki svo samhæfð og skipulögð, að
tryggt sé, að sú fjárfesting, sem
þjóðarbúskapnum má telja mik-
ilvægasta hverju sinni sitji í fyr-
irrúmi fyirr öðrum. Að því hefur
nú verið unnið með margvíslegu
móti tíð núv. ríkisstj. að koma
þessum málum í betra horf. Má
þar nefna bæði hinar almennu
framkvæmdaáætlanir og áætlanir
um uppbyggingu atvinnuveganna
í hinum einstöku l'andshlutum.
sem nú er unnið að. Fyrir þessu
þingi liggur einnig frv. um skipu-
lagningu framkvæmda á vegum
hins opinbera. Um s.l. áramót var
komið á fót atvinnumálanefnd-
um í einstökum kjördæmum og er
þar að nokkru komið til móts við
hugmyndir, sem í frv. eru settar
fram. En samt sem áður er þörf
frekari aðgerða í þessum málum.“
„Meirhl. telur að vísu hæpið,
að stofnun, sem skipuð er á þann
hátt, sem frv. gerir ráð fyrir, þann
ig að Alþ. og ríkisstj. getur eng-
in áhrif haft, sé falið svo víðtækt
vald, sem lagt er til samkv. frv.
Engu að síður erum við þeirrar
skoðunar, að æskilegt sé í þessum
efnum sem víðtækast samstarf
milli stjórnvalda og stéttarsam-
taka og annarra almenningssam-
taka, er málin varða. Allar
tiU., sem í þá átt hníga. teljum
við athuganaverðar og leggjum
samkv. því til, að frv. verði vísað
til ríkisstj.“
Traustur atvinnugrundvöllur
Þessi rökstuðningur, sem ég
hef lesið, er það jákvæður gagn-
vart þeim hugmyndum, sem í frv.
koma fram, að ætla má, að ríkis-
stj. hefði séð ástæðu til að láta
eitthvað frá sér heyra um þessi
mál á því nærri tveggja ára tíma-
bili, sem liðið er síðan bessu máli
var til hennar vísað, en það hef-
ur hún ekki gert og því þykir okk-
ur tímabært að taka nú málið upp
að nýju á Alþ.
Meginhugsun frv. er sú, að beitt
skuli skipulegum aðgerðum til
þess að auka framléiðni og bæta
lífskjör og tryggja og treysta
atvinnugrundvöllinn í landiou.
Þeirri skoðun hefur nú að vísu
verið hreyft nokkuð í seinni tíð
að lífskjarasókninni geti farið að
linna, og í staðinn eigum við að
stefna að fegunra mannlífi og kom
þetta m.a. fram á nýafstöðnum
fundi hjá ATþfl. Þessar hugmynd-
ir heyrast nú út um lönd, þar
sem iðnvæðing er komin á miklu
hærra stig en hér hjá okkur, þar
sem atvinnugrundvöllur er miklu
traustari en hér er. Hér hefur
ekki verið afrekað því að undan-
förnum árum, að við getum tal-
ið okkur standa jafnfætis öðrum
Evrópuþjóðum. Við eigurn eftir
hér mest af þeirri iðnvæðingu,
sem aðrir hafa þegar lokið. Við
megum ekki láta það blekkja okk-
ur, þó að bætt afalbrögð um tak-
markaðan tíma og hækkað verð-
lag á erlendum mörkuðum auki
okkar tekjur, og túlka það sem
varanlegan hagvöxt í þjóðfélag-
inu. Raunar get ég nú ekki séð,
að það sé fólgin nein mótsögn í
því að menn vilji bæði leita eftir
bættum lífskjörum þjóðarinnar
og einnig eftir fegurra mannlífi.
En nóg um bað. Við hljótum hér
um sinn að stefna að bættum og
styrktum atvinnugrundvelli í land
inu og auknum, bættum lífskjör-
um og aukinni framleiðni með
þjóðinni. En með aukinni vinnu-
framleiðni skapast líka möguleik-
ar til að fást við fjölbreyttari og
fleiri verkefni. Ef vinnuframleiðni
í landinu hér evkst um 2% á ári,
þá má gera ráð fyrir bví. þar sem
við höfum nú í atvinnu um 80
bús. manns. að á hverju ári verði
um 1600 þeirra ofaukið við þau
störf, sem beir eru og geti leitað
sér nýrra starfa.
Gera áætlanir til langs tíma
til að tryggja atvinnuöryggi
En þar með er ekki allt sagt
um það, hvað mikið barf nð skapa
af nýjum störfum, því við þetta.
sem var nefnt, bætist svo fólks-
fjölgunin í landinu.
Fyrir nokkrum árum gerði
Efnahagstofnunin áætlun um það,
hvað starfandi atvinnufólki mundi
fjölga í landinu á næstu áratug-
um. Samkv. henni er gert ráð fyr-
ir því, að nú á árinu 1970 séu
82 þús. manns starfandi í at-
vinnu hér á landi. En á árinu
1980 verði sá fjöldi orðinn rétt
um 100 þús. eða 18 þús. fleiri og
á árinu 1990 verði talan mjög
farin að nálgast 120 þús. og á ár-
inu 2000 verið hún orðin 146 þús.
Af þessu sést, að fjölgun þessa
fólks, sem stundar atvinnu utan
heimilis mun verða nálægt 2000
á ári hverju. Það er því alls ekki
of í lagt, þótt fullyrt sé, að hér
þurfi að skapast ný störf fyrir
a. m. k. 3000 manns á ári næstu
ár og áratugi. Við fl'm. þessa frv.
erum þeirrar skoðunar, að það ger-
Helgi Bergs
ist ekki af sjálfu sér heldur sé
nauðsynlegt að marka atvinnuveg
unum stefnu og gcra áætlanir til
langs tíma um uppbyggingu þeirra
til þess að tryggja atvinnuöryggi
þjóðarinnar til frambúðar. í helztu
atvinnugreinum okkar er eins og
nú standa sakir vandséð, að mörg
ný störf skapist á næstu áratug-
um í landbúnaði og sjávarútvegi.
Til þess að svo mætti verða í
landbúnaði þyrftu a. m. k. að skap
ast nýir markaðir, sem við nú
ekki sjáum fyrir og má því eins
vel gera ráð fyrir því, að fólks-
fjölgun í l'andbúnaði geti ekki
orðið mikil, heldur megi vænta
þess, að staðið verði nokkuð í
stað, þar sem framleiðniaukningin
í atvinnuveginum gæti mætt
stækkun markaðarins vegna fólks-
fjölgunar í landinu. í sjávarút-
vegi höfum við heldur ekki vald
á að auka framleiðni okkar veru
lega, því að þar ráða öfl. sem
við ekki fáum stjórnað eins og
fiskigöngur, sem við að vísu get-
um haft áhrif á með því að haga
skynsamlega sókn okkar •' þær og
aðgerðum á alþjóðlegum vettvangi
til verndrr bessum auðlindum, en
gera verður ráð fyrir mikilli fram-
leiðniaukningu á sviði sjávarút-
vegsins, sem virðist ekki gefa mik
ið rúm fyrir mjög aukinn pólks-
fiölda á bví sviði. bó aff iðnaður
sem byggist á sjávarafurðum, hafi
bar að vísu sérstöðu og annað
sé urn hann að segja.
Marka verður stefnu í
iðnaðarmálum
En því nefni ég þetta, að ég
held, að það dyljist fæstum, að
það hljóti einkutn að falla í hlut
iðnaðarins að skapa arðbær verk
efni fyrir þá miklu fólksfjölgun,
sem framundan er á næstra árum.
En í iðnaðarmálum er stefna okk
ar íslendinga því miður mjög
óljós. Við álítum, að þá stefnu
verði að marka eins og raunar á
öðrum sviðum atvinnulífsins. Því
heyrist oft haldið fram og sérstak
lega af þeim, sem eru ekki mál-
unum mjög kunnugir, að stóriðja
gæti verið ein meginuppistaða í
iðnvæðingu landsins. Ég skal vera
manna seinastur til þess að halda
því fram, að orkufrekur iðnaður
eigi ekki rétt á sér með þjóð, sem
býr í landi mikilla orkulinda, eins
og við gerum, en okkur er hollast
á þessu sviði eins og öðrum að
horfast í augu við staðreyndirnar
eins og þær eru. Hvernig gæti sú
stóriðja verið, sem við gætum
byggt upp hér í þessu landi? Ef
við notuðum alla þá raforku, sem
hægt er að framleiða hér í land-,
inu og talið er, að hægt sé að
framleiða á það hagkvæman hátt,
að hún yrði nýtt í þessu skyni, þá
mundum við geta framleitt um 20
þús. gigawattstundir á ári, en mið-
að við það að fyrir hverja kw-
stund, sem seld yrði, fengjust 3
mill, sem er 20% hærra verð held
ur en samið var um við álverk-
smiðjuna um, þá mundu brúttó
tekjur af raforkunni nema 5,3
milljörðum kr. á ári. En þá mundi
þurfa að byggja verksmiðjur, sem
kostuðu 75 milljarða kr. og virkj-
anir, sem kostuðu 30 milljarða kr.
eða samtals nokkuð á annað hundr
að milljarða kr. Ef menn minnast
nú þess, að allur þjóðarauður fs-
lendinga eins og hann er í dag
er um 125 milljarðar kr. eða ósköp
svipuð upphæð þessu og þar af
er um þriðjungurinn í atvinnu-
tækjum, þá er hér um að ræða
fjárfestingu, sem er nærri þreföld
öll sú fjárfesting; sem nú er í at-
vinnutækjum á^ íslandi. Það er
ljóst, að við íslendingar ráðum
ekki við slíka fjárfestingu og að
flytja inn fjármagn í svo stórum
stíl, hvoi-t sem væri sem áhættufé
eða lánsfé, væri að sjálfsögðu að
stofna efnahagslegu og þar með
einniff stjórnmálalegu sjálfstæði
þjóðarinnar í tvísýnu. Upp úr
þessu hefðist brúttóútflutningur
að verðmæti 50 milljarðar kr. á
ári, en af því yrðu aðeins eftir í
landinu um 10—12 milljarðir kr„
sem er greiðsla fyrir rafmagn,
vinnuafl og skatta. Hitt færi aun-
að. Þessi upphæð er aðeins rúm-
lega fjórðungur af núverandi þjóð
artekjum íslendinga og við þetta
sköpuðust störf fyrir um 10 þús.
manns, sem aðeins er briggja til
fjögurra ára fjölgun á hinuro ís-
'enzka vinnumarkaði.
Ég ætla ekki að fara frekar út
í þetta eða ræða mikið um fram-
tíð iðnaðarinsv stefnuna í iðnaðar-
málum og iðnaðaruppbyggirguna,
því að við höfum nokkrir Fram-
sóknarmenn flutt í hv Sþ. till.
u.m. að gerð yrði 10 ára áætlun um
iðnþróun í landinu. Slíkt verkefni
væri að sjálfsögðu verkefni þeirr
ar stofnunar, sem hér er flutt frv.
um, ef hún hefði verið orðin til,
en þar sem gera verður ráð fyrir,
að þó að frv. þetta fengi vmsam-
lega afgreiðslu, þá hefði stofnun
hennar nokkurn aðdraganda, bá
bntti okkur ekki annað fært ->n
leggja til, að þegar yrði Lafizt
handa um gerð þessarar iðnþróun-
aráætlunar.
Framkvæmdaáætlanir
mjög nauðsynlegar
Gert er ráð fyrir því, að gerðar
séu framkvæmdaáætlanir innan
ramcna langtímaáætlananna. Fram
kvæmdaáætlanir eru að okfcar viti
mjög nauðsynlegar og það kemur
raunar fljótt í ljós, ef maður sfcoð
ar þær skýrslur um fjárfestinguaa
í landinu, sem fyrir liggja, að hún
er ákaflega sveiflukennd. Það er
efcki bara heildarfjármunamynd-
unin undanfarinn áratug, sem
sveiflast mjög frá ári til árs frá
því að vera eitt árið 23.6% af
þjóðarframleiðslunni og upp í það
að vera 36.5% af henni, án þess
að um nokkrar óeðlilegar breyt-
ingar á þjóðarframleiðslu, sem
við er miðað, eigi sér stað, held-
ur er hitt enn augljósara, hversu
sveiflurnar eru miklar í einstök-
um atvinnugreinum og þá alveg
sérstaklega { fiskveiðum og fisk-
iðnaði. Þegar l'itið er á tölurnar
fyrir þessar greinar kemur í ljós,
að á mörgum af bessum árum hef-
ur fjárfestingin verið miklu minni
en svo, að þar geti verið um að
ræða eðlilega endurnýjun, ef mið-
að er við það heildarfjármagn,
sem bundið er í þessum grein-
um, en á öðrum árum er fjár-
festingin sexföld eða áttföld það,
sem hún er, þegar hún er minnst.
Það er augljóst, að þegar fjár-
festingin sveiflast þannig, þá er
hún ekki byggð á neinum áætlun
um, ekki byggð á neinu fyrir-
fram gerðu plani. Það er rokið
til og ráðizt í fjárfestingu, þegar
mönnum virðist það kleift, af bví
að það hefur skyndilega hlaupið
á snærið og orðið til aur með
einhverjum hætti eða einhvers
staðar tekizt að kría út lán. Hér
verður ekki annað séð en um
sé að ræða spekulasjóns fjárfest
ingu, sem tæpast getur verið svo
hagkvæm sem vera mundi, ef
hún væri gerð samkv. áætlunum,
jöfn endurnýjun og iöfn aukning
frá ári til árs. Við höfum dæmi
um þessa spekulasjóns fjárfest-
ingu, sem ég hirði ekki að telja
mörg af, en ég vænti þess, að
hv. þm. muni eftir því t. d. fyrir
nokkrum árum, þegar saltfiskfram
leiðslan var sem hagkvæmust í
hlutfalli við aðra framleiðslu, þá
risu upp í einum kaupstað hér
söltunarstöðvar, sem urðu fleiri
en bátarnir, sem þar lögðu upp.
Slíkar fjárfestingar eru á margan
hátt óhagkvæmar. þær eru oft
verr undirbúnar en skyldi og
það viTja allir hiaupa til í einu
og keppa um þá takmörkuðu mögu
leika, sem fyrir hendi emi.
Frv. gerir einnig ráð fyrir því,
að framkvæmdaáætlanir nái til
atvinnuuppbyggingar í einstökum
byggðarlögum, enda er gert ráð
fyrir því hlutverki stofnunarinn
ar að hún geri ráðstafanir til
þess að auka atavinnuöryggi í
öllum byggðarlögum landsins.
Það er alkunna, að atvinnuöryggi
er næsta lítið og hefur lengi verið
í mörgum byggðarlögum landsins
og raunar um hríð í landinu öllu.
Atvinnuleysi er viðloðandi á
mörguim stöðum, ekki sízt norðan
lands og austan og begar verulega
kreppir að, er oft reynt að bregða
við með skyndiráðstafanir til þess
að leysa vandann Slíkar ráðstaf
anir eru oft lítt undirbúnar.