Tíminn - 07.11.1970, Síða 8

Tíminn - 07.11.1970, Síða 8
TIMINN LAUGARDAGUR 7 nóvember JVHt 8 ÞINGFRÉTTIR Gísli Guðmundsson í ræðu sinni um endurskoðun stjórnarskrárinnar Einmenningskjördæmin rtuðla að traustari og stað- bundnari þekkingu þingmanna Á fundi í sameinuðu þingi s. 1. þriðjudag, fylgdi Gísli Guðmunds son úr hlaði þingsályktunartillögu er þann flytur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. — Kom Gísli í því sambandi inn á kjördæmaskip unina í landinu og sagði þá meðal annars: „Það sem mest mun vera rætt um í þessu stjórnarskrármáli, er kjördæmaskipunin og kosning á Alþingi. Stjórnmálaflokkar eiga rétt á sér eins og önnur félög, en það orkar tvímælis. svo að ekki sé meira sagt, að gera stjórnmála' flokkum eins hátt undir höfði og | nú er gert og mun verða gert í vaxandi mæli, ef ekki er í taum ana tekið og beinlínis stuðlað að því, að þjóðin skiptist í sem flesta flokka. En þá getur þess orðið skammt að bíða að fiókkurinn verði aðeins einn, eins og dæmin sýna. Stjórnarskráin á ekki að vernda flokkaríki hér á Tandi. >að er um fl'okkana eins og stétta- samtökin, hvort tveggja er eðli legt og getur vedð nauðsynlegt. en bæði stiórnmálaflokkar og stéttasamtök geta orðið þjóðfélag inu ofjarl eða ofurefli, ef illa tekst til, eins og ættasamtökin á 13. öld. Mín skoðun er sú„ að sérhver kjósandi eigi að hafa rétt ti] áð kjósa þann, karj eða konu, til setu á Alþingi, sem hanr, treystir bezt af þeim, sem völ er á, án þess að kjósa um leið heilan hóp manna eða spila í happdrætti eins og nú er gert í sambandi við upp bótarsæti. Kjördæmin eins mörg og þingsætin. Þess vegna ættu kjördæmin að vera eins mörg og þingsætin á Alþ. og þá er líka hægara fyrir flokka að koma við skoðanakönn unum eða prófkosningum. Ein- menningskjördæmi munu stuðla að traustari, staðbundnari þekk- ingu þingmanna. Og hin stað- bundna þekking einstaklinganna er undirstaða þess, að þingið þekki þjóðarhag. Ég veit að skipt ing landsins í einmenningskjör- dænli er vandaverk, en ef ég ætti á þessu stigi málsins að gera til'- lögu um þá skiptingu, mundi ég að líkindum benda á bá leið, að núverandi kjördæmum væri skipt í jafnmörg einmenningskjördæmi og þingmenn þeirra eru nú,. bó þanníg, að upþbótársætúnum' ellefu yrði skipt milli þriggja fjölmennustu kjördæmanna og svo aðallega tveggja hinna fjöl- mennustu, ef þingmenn eru 60. Það er af mörgum talið sann- gjarnt og er það, að strjálbýlið hafi hlutfallslega fleiri þingmenn en höfuðborgarsvæðið eða stærstu kaupstaðirnir. Ég veit, að ýmsir láta sér detta í hug einhvers kon ar bræðing í þessu máli, eitthvert innflutt ,,patent“ frá Norðurlönd um eða kannske Þýzkalandi og má vera, að sú verði niðurstað an. En núverandi þingflokkar ættu ekki að láta misjafnlega traustar áætlanir um flokkstjón eða flokks hagnað ráða gerðum sínum í þessu máli. Þeir ættu að gera sér grein fyrir, að núverandi fyrirkomulag getur orðið þeim dýrkeypt og er kannske að verða það sumum. En þjóðin ætti að hugleiða, að nóttæk breyting í rétta átt á þessu sviði er líkleg til að ýta fram á stjórnmálasviðið ýmsum mikilhæfum mönnum, sem ekki kæmu við sögu að öðrum kosti fyrst um sinn. Áður hefur verið skýrt frá þings ályktunartillögu Gísla Guðmunds sonar um endurskoðun stjórnar- skrárinnar hér í blaðinu. Voru meginatriði hennar m. a. tekin upp í þættinum „Á víðavangi“ nú í vikunni. BAZAR Félag Framsóknarkvenna held- ur bazar að Hallveigarstöðum laug ardaginn 28. nóv. Þær konur, sem vilja gefa muni eða vinna fyrir bazarinn vinsamlegast hringi í síma 16701 — 34756 - 30823 og 13277. Reykjaneskjösdæm Fundur í stjórn kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Reykja- neskjördæmi verður haldinn mánu daginn 9. þ. m. í Skiphól í Hafnar- firði, og hefst kl. 20,00 Fundarefni: Framboðslistinn. Kjördæmisþing. Önnur mál. Áríðandi að allir formenn Fram- sóknarfélaga í kjördæminu mæti. ■ Stjórnsýsla VI ATVINNUFYRIRTÆKIÐ Þá er komið að þeim kafla þessa greinaflokks, er fjallar um atvinnufyrirtækið. Er nauð syn að leiða fram nokkur þekk ingaratriði, sem gera fært að draga upp heildarmynd þessr áður en einstakir hlutar eru kannaðir nánar. Þetta verður viðfangsefni næstu þátta. Enda þótt fjöldi greina og bóka hafi verið ritaður um störf atvinnufvrirtækis. svo sem framleiðslu, sölutækni, starfsfnannastjórn, fjármögnun o.fl. finnst fátt eitt um at- vinnufyrirtækið sem kerfi. Þetta er að nok'kru leyti eðli- legt bví að enn hefur ekki. svo að vitað sé, þróazt nein haldgóð hagfræðikenning, sem þarna er við að styðjast. Fyrst er að gera sér grein fyrir þvl. að atvinnufyrirtæki eru stofnsett af mönnum, og menn stýra þeim. Þeim er ekki stjórnað af neins konar óper- sónulegum ytri öflutn. Sú stað hæfing, að stjórnendur geri hvorki annað né meira en „að- laga fyrirtækin lögmálum markaðarins", á sér ekki stoð í veruleikanum. Markaðir eru mannfólk. og þeir verða til fyrir framtak Segja má að vísu, að hagræn öfl geti sett athafnasemi takmörk, en þau ákvarða ekki, hvað fyrirtæki er eða aðhefst. Næst er að átta sig á því, að atvinnufyrirtæki verða ekki skilgreind út frá gróða eða gróðavoninni einni saman. Arð semi vakir að sjálfsögðu fyrir stofnendum, en hugtakið er teygjanlegt, og þess gætir minna nú á dögum en í lesmáli fyrri tíðar. Hagnaði verður að jafna yfir langt árabil, góða tíma og slæma. áður en unnt er að meta hann, og hann getur verið fólginn í öðru en fjármunum: auknum tómstundum, þægind- um o.fl. Hann skiptir vissu- lega máli, en er þó ekki for- senda fyrirtækis. Réttara væri að segja, að hann væri mæli- kvarði á hæfni þess. Ef finna á, hvað atvinnu- fyrirtæki er, verður fyrst að huga að markmiði þess. En það hlýtur að liggja utan fyrirtækis ins sjálfs. því að fyrirhækið gegnir samfélagshlutverki Við tekin skilgreining er sú, að iil- gangur fyrirtækis sé að skapa viðskim1 ng afla viðskÍDtavina, Markaðir verða sem fvrr segir frumkvæði athafnamanna. er koma auga á þörf fyrir vöru eða þjónustu. Slík þörf kann að hafa verið tilfinnanleg, en hún gat líka verið óljós eða dulin, unz hún var vakin með auglýsingu eða sölumennsku Með nýjung — áður óbekktr1 vöru eða þjónustu — má blátt áfram skapa þörf. Hægara er að glöggva sig á þessu, ef litið er til vanþróaðra þjóða, er losna úr viðjum fátæktar og hafa loks fé til umráða. Vöntunin er fyrir hendi, en henni verður efcki fullnægí, fyrr en kaupsýslumaðurinn kemur til skjalanna með sitt vöruframboð. Hann gerir eftir spurnina virka, skapar við- sfciptamenn, markað. Þetta leiðir athyglina að mikilvægi neytandans. Það, sem hann vill og telur verð- mætt, ræður úrslitum. Hans óskir ákvarða, hvað framleitt er og selt, hvort fyrirtækið beinlínis þrífst eða ekki, Neyt andinn er þungamiðja í hverju atvinnufyrirtæki, hvort sem um iðnað, verzlun eða þjón- ustu er að ræða. Hann er sá, sem endanlega heldur fjrir- tækinu gangandi. veitir at- vinnu, breytir hráefnum ’ markaðsverðmæti. hlutum í vörur. Samfélagið selur at- vinnufyrirtækjucn framleiðslu- öflin í hendur tii þess að full- næeia börfum nevtenda Þá fyrst, ér stjórnsýsla hefur tii einkað sér betta sjónarmið oa þessa afstöðu, er hún á rét.tri leið. Þegar því hefur nú verið slegið föstu. að tilgangur at- vinnuf'-”irtækis sé að skapa viðsV - - verður 1 jóst. hve.-t er megmstarf og ætlunarverk stjórnendanna: Það er að finna markað fyrir framleiðsluvör- una eða þjónustuna. Einmitt að þessu leyti greinir atvinnufyrir- tæki sig frá öðrum stofnunum samfélagsins, svo sem kirkju, skóla, lögreglu. Sérhver skipu- lögð heild, er dreifir og selur vöru eða þjónustu, telst at- vinnufyrirtæki. Ef hún gerir það ekki, fellur hún ekki undir þann flokk. Þetta hlutverk, að setja framleiðsluvöru eða þjónustu á markaði, er mun margþætt- ara en virðast kann. Það felst í markaðsleit og markaðskönn ua, sölu á vörunni, hönnun hennar, auglýsingum, frétta- þjónustu. Komið verður inn á þetta svið síðar. Að þessu sinni skaj aðeins minnzt á að seint og erfiðlega hefur gengið að afla skilnings á sölu- og mark- aðsþættinum í rekstri fyrir- tækja. Hér á landi — og reynd ar i Evrópu almennt — hafa verið rótgrónir hleypidómar gegn öllu því, sem heitir sala. Að „selja" er álitið auvirði- legt (og kaupsýslumönnum er líkt við sníkjudýr), en að „framleiða" aftur á móti talið göfugcnannlegt starf Þetta við horf er óðum að breytast. en skekkjan. sem að baki bví lá. skýrir að verulegu leyti stöðn- unina Evrópu á fyrri helm- ingi þessarar aldar. meðan hrein og bein efnahagsbylt- ing fór fram í Bandaríkiunum. Hún var í meginatriðum markaðsbylting, því að acnerísk stjórnsýsla tók þar forustuna með dirfcku oe þrótti Vestan hafs er ekki látið við það sitja ★ Þingsályktunartillaga var í gær lögð fram á Alþingi um dreifingu menntastofnana, og eflingu Akureyrar sem mið- stöðvar mennta og vísinda ut- an höfuðborgarinnar. Flutnings menn eru Ingvar Gíslason, Gísli Guðmundsson og Stefán Valgeirsson. ★ Páll Þorsteinsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 23 frá 1959, um sauðfjárbaðanir. Báðum þessum nýju þingmál- um verða gerð ítarlegri skil í blaðinu síðar. ★ Þingsályktunartillaga um skipulagningu rækjuvinnslu á Suðumesjum hefur verið lögð fram á Alþingi Flutningsmaður er Karl G. Sigurbergsson. Jón- as Ámason og Magnús Kjartans son flytja þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi skori á menntamálaráðherra að gera ráðstafanir til þess, að kynferð isfræðsla í skólum landsins verði aukin og skipulögð í samráði við sérfróða lækna, kennara, forustumenn æskulýðs mála og aðra þá, sem gerst mega vita, hver þörfin er í þessum efnum. Freyjukonur Kópavogi ■a"-‘ i Aðalfundur félagsins verður að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 8,30. Dagskrá aug- lýst síðar. Stjómin. að koma upp sérstakri sölu- deild innan fyrirtækis, heldur er markaðurinn hafður að leið- arljósi frá fyrsta stigi fram- leiðslunnar til hins síðasta. — Sjónarmið neytandans vakir fyrir könnuði og hönnuði, vél- fræðingi og verkstjóra — engu síður en fyrir mannafla sölu- deildai-innar. Annað meginhlutverk stjórn sýslu, er tekur til atvinnufyrir tækja, er nýbreytnin, sem svo er nefnd. — sú hugvitsemi að finna æ nýjar leiðir til aðlög- unar í heimi sífelldra breyt- inga. Hagkerfið er ekki í kyrr- stöðu, heldur háð stöðugri hrevfingu. Ef fyrirtæki á ekki að heltast úr lestinni, verður það jafnan að vera á varðbergi og þess albúið að bæta sig og fullkomna. Nýbreytni getur verið lægra verð eða betri vara (á hærra verði), meira hagræði eða aukin þjónusta önnur not fyrir eldri vörj eða endurbót á gamalli aðferð. Húr nær til allrn ''ta”f” fvrirtæki: hönnunar, fi'amlp:ðolu. sölu. stjórnsýslu, o| tii allra tegunda af fyrirtækjuf i iðnaðar, verzi- tinar biónust. Banki þarf e.í. v. nýtt forrn íána ti1 þess au mæta kröfúm viðskiptavina Vát.ryesinsarfélae getur átt afkoimu sína undir nýju forni t.rvseinear nvrrí tækni t-i?f Söl;> skir'pina °ða nýrri aðferð við tiónabætur — og svo má lenei relja Orð skáldsins eie? hér við „Það er svo bágt af. standa i stað' • og mönnuttun’' munar'' annaðhvort aftur á bak/ ellegar nokkuð á leið“ M.G.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.