Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 1970
TIMINN
Aðalfundur Félags
einstæðra foreldra
Agalfundur Félags einsttæðra
foreldra verður haldinn í Tjarn-
arbúð í kvöld, fimmtudaginn 12.
nóvember. í>ar talar Margrét Mar
geirsdóttir, félagsráðgjafi, um
sænsku félagsmálalöiggjöfina. Rætt
verður um væntanlega skrifstofu,
sem samtökin opna á næstunni
og skýrt frá undirbúningsvinnu
ýmissa nefnda, sem hafa starfað
á vegum félágsins undanfarið, b.
e. á sviðum skattamála, styrktar-
félaga og spjaldskrárgerðar. Fé-
lagið gefur út jólakort á næstunni
og verður dreifing þeirra og sala
skipulögð á fundinum. Af jóla-
kortunum verða gefnar út fjórar
gerðir, all'ar með teikningum eft-
ir börn.
Jóhann Kristjónsdóttir, formað-
ur félagsins, flytur yfirlit um
starfið á árinu, Gunnar Þorsteins-
son, gialdkeri les upp reikinga
og kjörin verður ný stjórn.
Fjölskyldutónleikar
Tónleikar fyrir framhaldsskól-
ana verða haldnir föstudaginn 13.
nóvember kl. 14,00 í Háskólabíói.
Stjórnandi: Proinnsias O’Duinn og
einleikari Erling Blöndal Bengt-
son. Kynnir verður Atli Heimir
Sveinsson. Flutt verður tónaljóðið
Endurlausn eftir Cecar Franck og
Cellokonsert eftir Dvorak. Að-
göngumiðar eru seldir í skólunum
Og við innganginn.
Tónleikar að Minniborg í Gríms
nesi verði 19. nóvember. Stjórn-
andi: Proinnsias O ’Duinn. Ein-
leikari Jónas Ingicnundarson.
í samvinnu við fræðsluyfirvöld
Reykjavíkurborgar verða haldnir
tvennir „Fjölskyldutónleikar" í
vetur. Hinir fyrri verða sunnu-
daginn 29. nóvember og hinir síð-
ari sunnudaginn 21. _ marz 1971
kl. 15 í Háskólabíói. Á þessa tón-
leika koma foreldrar með börn
sín á aldrinum 6—-13 ára. Að-
göngumiðar að báðum tónleikun-
um verða seldir í barnaskólutn
borgarinnar.
Tónleikunum 29. nóv. stjórnar
Proinnsias O’Duinn, en kynnir
verður Þorsteinn Hann-esson.
Innan dyra í Kristu. MæSgurnar 'Hanna Kristín (t.v.) og Ásta hvor framan viS sinn helming stofunnar
(Tímamynd Gunnar)
KARLMENN ÞURFA LIKA SNYRTINGU
SB—Reykjavík, föstudag.
Ný hárgreiðslu. og snyrtistofa
! var opnuð á Grundarstíg 2 fyrir
! rúmum mánuði og heitir hún
i Krista. Mæðgurnar Ásta Hannes-
dóttir og Hanna Kristín Guðmunds
dóttir eiga stofuna og veita þær
viðskiptavinum sínum snyrtingu
frá toppi til táar.
Hanna Kristín sér um hárgreiðsl-
una en móðir hennar. Ásta um
snyrtinguna. Ilún hefur stundað
snyrtinám hjá Revlon í London,
og lauk prófi þaðan. Mikil hag-
ræðing er að því að fá hár-
ENDURSKINS-
BORÐAR SELD-
IRí MJÓLKUR-
Freyjukonur Kópavogi
¥íííff??í:ía
Aðalfundur fé-
^ lagsins er að
Neðstutröð 4
fimmtudaginn 12.
nóv. kl. 8:30. Dag
skrá: venjuleg að
'K'.S ‘ alfundarstörf, er-
indi: Jólianna
Valdimarsdóttir,
Hvert er stefnt
með Fraimsóknar-
flokkinn? Félagskonur fjölmennið.
Stjómin.
Minningabók vegna
fráfalls de Gaulie
Vegna fráfalls De Gaulle hers-
höfðingja, fyrrverandi forseta
Frakklands, verður þjóðarsorg í
Frakklandi, fimmtudaginn 12. nóv-
ember. Þann sama dag fer fram
minningarathöfn um hinn látna í
Landakotskirkju kl. 17,30.
í franska sendiráðinu, Túngötu
22, mun liggj'a frammi minninga-
bók kl. 10 — 12 og 15 -— 17 fyrir
þá, sem vilja rita í hana nafn sitt
í samúðarskyni.
greiðslu, hand- og fótsnyrtingu á
sama stað, því gjarnan fer snyrt-
ingin fram, meðan viðskiptavinur-
inn situr í hárþurrku og sparast
þannig nokkur tími.
Þær mægður sögðu blaðamanni
í gær, að mikið hefði verið að
gera hjá þeim þennan mánuð sem
stofan hefur verið opin og með
vorinu eru þær jafnvel að hugsa
um að fjöiga starfsliðinu og
stækka húsnæðið.
Krista er afar smekklega innrétt
uð og máluð og sögðust þær Ásta
og Hanna Kristín hafa bara gert
þetta sjálfar með aðstoð eigin-
■manna.
Þær sögðust afar hrifnar af því,
að karlmenn væru farnir að gera
sér grein fyrir, að þeir þyrftu á
andlitshreinsun og þess háttar að
halda ekki síður en kvenfólkið og
nokkrir kæmu og einstaka fengi
sér klippingu og jafnve] lagningu,
því Hanna Kristín er jafnvíg á
hár karla og kvenna.
Umferðarráð hefur dreift end-
urskiasmerkjum til sölu í verzlun
um Mjólkursaoisölunnar í Reykja
vík, og fer sala þeirra fram 10.
—18. nóvember. Auk þess verða
merkin til sölu í um 30 öðrum
verlunum, sem selja mjólk á Suð-
vesturlandi.
Notkun endurskinstnerkja eða
borða, hefur mjög færzt í vöxt
erlendis á undanförnum árum og
bjarga árlega þúsundum manns-
lífa. Hins vegar er þörfin fyrir
notkun endurskins hvergi brýnni
en hér á landi yfir vetrarmánuð-
ina, með hinu langa og dimma
skaenmdegi, slæmri færð og
skyggni.
Ef bifreið er ekið með lágan
ljósgeisla í myrkri, sést vegfar-
andi ekki fyrr en í 25 m. fjar-
lægð. — Ef gangandi vegfarandi
ber endurskinsmerki sést hann í
125 m. fjarlægð.
Endurskinsmerkin, sem nú eru
seld, eru svo-kölluð straumerki,
og eru seld í tvenns konar pakn-
ingutn .annars vegar fjölskyldu-
pakki, sem kostar 65 kr„ og hins
vegar minni patoki með þremur
merkjum, sem kostar 15 kr„ —
Halda merkin eiginleika sínutn,
þótt flíkin sé þvegin eða hreins-
uð. Einnig er hægt að festa merk-
in á skólatöskur.
Sólarfri i
shammdgginu
KANARÍEYIAR
mm ■
Kynningarbpðld
KANARIEYJAR kynntar á kvöldvöku Ferðafélags
Húsavíkur í Félagsheimilinu á Húsavík, föstudag-
inn 13. nóvember kl. 21,00.
Með myndum, hljómlist og frásögnum kynnum
við eyjar hins eilífa vors í Suður-Atlantsliafi. —
Kynnir: Markús Örn Antonsson. — Ath.: Happ-
drættisvinningur, ferð fyrir tvo í sólarfrí með
Flugfélagi íslands til Kanaríeyja.
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
Setið fyrir svörum
í sjónvarpsþættinum „Setið
fyrir svö:*um“ í fyrrakvöld
svaraði Ólafur Jóhannesson, for
maður Framsóknarflokksins,
spurningum fréttamanne. Að-
spurður um það, hvort hann
teldi ekki eitthvað bogið við
stefnu Frainsóknarflokksins,
fyrst honum hefði ekki tekizt
að fella núverandi ríkisstjórn
í tveimur undanförnum Alþing
iskosningum, svaraði Ólafur
m.a.:
„Hafið þið athugað, hver
þróunin hefur verið í íslenzk-
um stjórnmálum upp á síðkast-
ið? Við skulum taka haustkosn
ingamar 1959. Þá hafði Fram-
sóknarflokkurinn 25,7% af
greiddum atkvæðum. I alþing-
iskosningunum 1963 fékk hann
28,2% og hefur aldrei í sinni
sögu að undanteknum þingrofs
kosningunum 1931 fengið
hærra atkvæðamagn. Það
héldu margir að þetta væri
upphlaup, en það reyndist ann
að, því að flokkurinn hélt í
horfi að kalla 1967 og fékk
28,1% atkvæðanna.
En livað hefur gerzt í hin-
um flokkunum á sama tíma?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
iækkað úr 39,7% í 37,5% og
Alþýðubandalagið hefur lækk-
að úr 16% í 13%. Alþýðuflokk
urinn hefur merkilegt nokk
haldið í horfi. En eftir síðustu
sveitarstjórnarkosningar býst
ég nú við að margir séu þeirr-
ar skoðunar, að Alþýðuflokkur
inn sé á niðurleið."
„ . . . Það hefur ekki tekizt
að hnekkja meirihluta stjórnar
flokkanna, en það hefur miðað
í áttina. Við teijum, að í kosn-
ingunum 1967 hafi stjórnar-
flokkunum tekizt að blekkja
kjósendur með verðstöðvunar-
skrafinu þá.“
Þjóðráð fyrir
kosningar
Um verðstöðvunina sagði
Ólafur m.a.:
„Nú er gripið til verðstöðv-
unar alveg eins og verðstöðv-
unarinnar 1967, rétt fyrir kosn
ingar. Ef verðstöðvun væri það
þjóðráð, sem þeir vilja vera
láta, hvers vegna hefur þá
ckki verið gripið til þessa úr-
ræðis á tímanum einhvern
tíma á milli kosninga? Verð-
stöðvun, gildi hennar, fer
alveg eftir því í livaða skyni
hún er gerð. Ef hún er bara
gerð til þess að skjóta vand-
anum á frest, safna dýrtíðar-
flóðinu í uppistöðu og svo eru
lokurnar dregnar frá lóninu
að kosningum loknum, þá flæð
ir dýrtíðarflóðið með meiri
þunga en áður, og er þá lítið
gagn að verðstöðvun. En ef
tímabundin verðstöðvun er not
uð til þess að grafast fyrir ræt,
ur verðbólguvandans og til um
þóítunar, til þess að taka upp
nýja og skynsamlegri stefnu í
atvinnu og efnahagsmálum, þá
gildir öðru máli um verðstöðv-
un og gildi hennar."
Aðspurður um málflutning
og þingmál Framsóknarflokks-
ins. sagði Ólafur m.a.:
„Ég efast um að stjómar-
andstöðuflokkur hafi með mála
Fratnhald á bls. 14.