Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 5
!HMMTUÐAGXIR 12. nóvember 1970
TIMINN
5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
í skólaslílum barna má oft
finna gullkom. Hér koma nokk
nr:
— Árið 1786 keypti Frakk-
land Korsífcu til að tryggja, að
Napóleon, sem fæddist þrem-
ur árum seinna, yrði Frakki.
— Hetjur eru mannesfcjur,
sem eru ekki hræddar við blóð.
Þær hafa oft heiðursmerki á
brjóstinu, eða bara e> í fAt.
— Vrfetoría drottning var
lengsta drottning Knglands.
— Loftslagið varir alltaf
en veðrið bara einn dag.
— Annar bíllinn eyðilag'ðist,
ea hinn slapp með skelfinguna.
— Án föður síns hefði H. C.
Aodersen aldrei verið til.
— Loftslagið í Bombay er
svo slæmt, að íbúarnir þurfa
að búa annarsstaðar.
— Játvarður 3. hefiði orðið
kotiungur í Frakklandi ef móð-
ir hans hefði verið karlmaður.
— Vatn er mjög mikilvægt.
Ef við hefðum ekki vatn, gæt-
um við ekki lært að synda og
þá myndu allir drukkna.
— Uglan er fugl, sem þorir
ekki út í dagsljósið, fyrr en á
næturnar.
— Glært er þalð sem maður
sér í gegn um, til dæmis skráar
gat.
— Hrossafluga er stórt skor-
dyr, en efcki eins stórt og hross.
— Mandólín er háttsettur
eaöbættism aður í Kina.
Magga litla kom fram í eld-
hús til mömmu sinnar, til að fá
skorið úr vandamáli:
— Mamma, er Jesús uppi í
himninum?
— Já, það er hann.
— Jæja, svo það er þá hann,
sem hirðir allar blöðrurnar.
Sveinn kom stoltur í skólann
og tilkynnti: — Amma mín er
gengin í barndóm, hún er búin
að fá mislinga!
— Gjörið svo vel, hcrra minn
og til hamingju! Þetta er fimm-
hundruðasta ránið mitt!
— Vandamál mitt cr, að mér
þykir vænt um tengdamömmu.
Hemmi litli var átta ára og
eftirlætisbarn. Einu sinni var
síld á borðum og það var ekki
beint uppáhaidsmaturinn hans.
— Þetta borða ég ekki, til-
kynnti hann.
— Það gerirðu vist, sagði
pabbi hans ákveðinn.
— Ef það á að kúga mig, fer
ég að heiman. Mamma, viltu
hringja á bíl.
— Hafið þér engin meðmæli
frá fyrri atvinnuveitanda yðar?
— Jú, hann mælti með því,
að ég fengi mér aðra vinnu.
DENNI
DÆMALAUSI
— llvað segirðu? Braut Denni
KÚBEINIÐ þitl?
mm
Fyrir 12 árum fæddust'’tví;
burar á ítalíu, sem út af fyrir
sif ér ekki merkilegt — eri
þessir, tvær stúlkur, voru sam-
vaxnir á sitjandanum. í sjö ár
voru þær samvaxnar og gátu
að sjá.'fsögðu ekki lifað eðlilegu
lífi, þó þær gætu gengið. Fyrir
fimm árum voru þær aðskildar
og eru nú báðar fullkomlega
heilbrigð og éðlileg börn. Þær
hlaupa og leika sér með öðr-
um og ganga í skóla, en ef
einhver spyr þær, hvernig það
hafi verið að vera samvaxnar,
hWsta' þáei’ bara höfuðin. Þær
muna nefnilega ekkert eftir því
og kæra sig heldur ekkert um
það. Foreldrar þeirra segja, að
þær hafi bók.staf'ega þurrkað
hvert augnablik út úr huga sín-
um. Systrunum þykir ákaflega
vænt hvorri um aðra. »-n rífast
þó stundum eins og öll systkini.
Þær hafa þegar náð jafnöldr-
um sínum og eru ekki á eftir á
nokkurn hátt. Hér á myndinni
eru þær að sippa í frímínútum
i skólanum.
★
★
Tveir ungir Bretar hafa skrif-
að beat-óperu, sem heitir „Jesus
Christ — the superstar". og ný-
lega var hún frumflutt í New
York. Nokkrir prestar voru
viðstaddir og voru þeir yfir sig
hrifnir af þessu öllu saman.
María Magdalena, Júdas ískari-
ot og Pontíus Pílatus eru einnig
stór hlutverk í óperunni. Ekki
eru allir sammála prestunum
um, að þessi ópera sé stórkost-
leg, og allmargir vilja mekia,
að þetta sé bara guðlast.
enn meira nú, en þegar þau
giftu sig. Þau lifa rólegu fjöl-
skyldulífi með börnunum tveim
annaðhvort heima á St. Johns
Wood, eða á búgarðinum í Skot
landi. Við getum því miður ekki
birt nýja mynd af Paul með
þessum upplýsingum, því hann
er hættur að láta mynda sig —
en Linda kona hans má það þó
stundum og við þekkjun hana
ekkert.
★
*
Allt útlit er fyrir, að það hafi
verið Paul MeCartney, sem
varð til þess, að Bítlarnir, þeir
einu og sönnu. leystu félagskap
sinn upp. í rauninni veit þó eng
inn neitt um þetta allt og sum-
ir segja, að þeir hafi verið
orðnir leiðir hver á öðrum og
þess yegna hætt. Samkvæmt
samningum eru þeir sky.'dir til
að skipta jafnt milli sín
öllum tekjum sínum næslu
sjö árin, en eftir það eru
öll bönd slitin. Áhugamál bítl-
anna eru jafnólík og eiginkonur
þeirra og fyrst verið er að tala
um bítlafrúr, eru margir á
þeirri skoðun, að Paul eigi þá.
sem mest sé í spunnið. — Hún
er dásamleg, segir Paul sjálíur
og bætir við, að hanu c-lski hana
Franska söngkonan Marie La-
foret segist ekki gifta sig aftur,
nema eiginmaðurinn tilvonandi
verði af sama blóðflokki og hún.
Hún hefur síðustu tvö árin bú-
ið með auglýsingateiknara
nokkrum, sem bað hennar um
daginn. Marie sendi hann í blóð
rannsókn, áður en hún svaraði
bónorðinu, en þegar hú- fékk
að vita, að hann væri rhesus-
jákvæður, neitaði hún honum.
Ástæðan fyrir þessum vandræð-
um er sú, að Marie er rhesus-
neikvæð og hún hefur orðið að
þola óskaplegar hörniungar við
að koma börnunum sínum tveim
í heiminn og nú getur hún ekki
meira. Bæði börnin fæddust
fyrir tímann og skipta varð um
blóð í Marie þrisvar sinnum eft-
ir hvora fæðingu. Auk þess hef-
ur hún misst mörg fóstur um
dagana. Nú er komið svo mik-
ið af mótefnum í blóð hennar,
að hún- getnr ekki átt fleiri
börn nema faðirinn sé rhesus-
neikvæður. — Hjónabandið er
tilgangslaust fyrir mig, nerna ég
eignist börn með manninum,
segir hún, en samt hefur hún
ekki kvatt auglýsingamanninn
til fulls, þó hann sé með skakkt
blóð.
i
★
Líklega mun það vera eins-
dæmi að móðir og dóttir séu í
sama sýningarflokki í fimleik-
um, en það er þó til í Dan-
mörku. Móðirin er íimleika-
kennari og er 38 ára, en dóttir-
in 15 ára. Nýlega fór stór og
mikili fimleikaflokkur frá Dan-
mörku til Berlínar í sýningar-
ferðlag. Stúlkurnar bjuggu í
nýbyggðurn lögregluskóla, sem
hefur ekki verið tekinn í notk-
un og ekki gekk á öðru er að
ungir lögreglumenn köstuðu
smásteinum upp í gluggana til
þeirra, í því skyni að fá þær
með í bæinn og skemmta sér.
En yfirlögreglan tók ffjótlega
í taumana og kom röð og reglu
á hlutina og endirinn varð sá,
að strákarnir fengu að sýna
dömunum borgina, án grjót-
kasts. Mæðgurnar, sem áður er
getið, voru afskaplega ánægð-
ar með ferðalagið og báðar
segja þær, að hin sé betri í
leikfimi, og vonast til að fá
að fiara saman aftur í sýningar-
ferðalag.
L