Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 1970 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdastjóri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssor. (ábj. Andrés Kristjámsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastj óri: Steingrimur Gíslason. Ritstjómar- skrilstofur f Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Hvernig standast útreikningar Gylfa? í athyglisverðri ræðu, sem Halldór E. Sigurðsson flutti við 1. umræðu í neðri deild um verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, rakti hann sögulega, hvernig þeir út- reikningar hefðu staðizt, sem ríkisstjórnin hefði byggt á efnahagsaðgerðir sínar á undanförnum árum. Halldór hóf að rekja söguna, þegar kosningabaráttan 1967 stóð yfir. Þá voru í gildi verðstöðvunarlög. Stjóm- arflokkarnir játuðu að efnahagsvandinn væri nokkur, en verðstöðvunin myndi alveg leysa hann. Kjósendur þyrftu ekki annað en að kjósa stjórnarflokkana til þess að tryggja áframhaldandi velmegun. í ágúst 1967 birtist svo Gylfi Þ. Gíslason í sjónvarp- inu og sagði vandann meiri en menn hefðu átt von á fyrir kosningar. Eitt væri þó alveg víst: Gengislækkun væri ekki rétta leiðin til að leysa vandann og því yrði hún ekki farin. í nóvember 1967 var genginu eigi að síður breytt og‘' krónan lækkuð, þrátt fyrir yfirlýsingu Gylfa þremur mánuðum áður um að þetta væri ekki rétta leiðin. En Gylfi bætti úr þessu með því að segja, að hún væri byggð á sérstaklega öruggum útreikningum og væri því fullkomnasta gengislækkun, sem gerð hefði verið til þessa dags. í byrjun desember 1967 var enn haldið áfram að lofa hinn snilldarlega útreikning á gengislækkuninni og því lýst yfir, að hún myndi gera mögulegt. að lækka tolla um 250 millj. kr. í ársbyrjun 1968, eða einum og hálfum mánuði eftir gengslækkunina, var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Þá var talið nauðsynlegt að greiða atvinnu- vegunum um 320 millj. kr. í uppbætur til viðbótar við gengisfellinguna. í febrúar 1968 kom svo frumvarpið um tollalækkun- ina. Þá reyndist hún ekki nema 150 millj. kr. í stað 250 millj., sem lofað hafði verið í desember. í ágúst 1968 voru Alþingi birtir enn nýir útreikningar. Þá var talið nauðsynlegt að hækka skatta um 190 millj. kr. og þannig gert meira en að þurrka út alla tolla- lækkunina. í júní 1968 lýstu síldveiðimenn sig óánægða með þá verðákvörðun, sem stjórnvöld höfðu ákveðið. og héldu skipunum í höfn. Stjómin gaf þá fyrirheit um að greiða það, sem á vantaði. í ágúst 1968 lýstu frystihúsin yfir því, að þau væru að stöðvast, og var þeim því veitt nokkur uppbót. í september 1968 var lagður á 20% innflutningstollur á allar vörur bg jafnhár skattur á ferðagjaldeyri. í október 1968 var lagt fram fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, en tekið fram, að það væri aðeins til bráða- .birgða, því að grundvöllinn vantaði, unz séð yrði, hvaða efnahagsráðstafanir yrðu gerðar. í nóvember 1968 kom svo ný gengisfelling, miklu meiri en sú, sem var gerð árið áður. Þannig mætti halda áfram að segja þá sögu, hvemig útreikningar Gylfa og sérfræðinga hans hafa sífellt ver- ið að breyrast og í kjölfarið hafa fylgt nýjar og nýjar bráðabirgðaráðstafanir. Þess veqna hló þingheimur, þegar Gylfi fullyrti, að það byggðist á alveg óyggjandi útreikningum, að verð- stöðvunarfrumvarpið myndi tryggja iaunafólki 17% kaupmáttaraukningu, miðað við maí 1970. Slík var reynsla af fyrri útreikningum Gylfa og ráðunauta hans. Þ.Þ. 9 JAMES RESTON, New York Times: Nixon getur ekki verið bæði forseti og flokksforingi Það á hann að geta lært af úrslitum kosninganna. ÞEGAR FERILL Richards Nixoas er athugaður, einkum nú, þegar kosningarnar eru af- staðnar, kemur fram furðuleg þversögn. Nixonhefur fengizt við stjórnmál lengst af síðan hann varð fullorðinn og talinn mjög snjall baráttumaður. Þrátt fyrir þetta sýndr hann miklu betri árangur sem for- seti en baráttumaður í stiórn- málum og flokksleiðtogi. Honum hefur gengið vel sem forseta. Hann hefur fylgt eftir almennri breytingu á viðhorf- um í heiminum og fallizt á skynsamlegar málamiðlanir Forsetinn hefur nálgazt frið í Vietnam. Hann hefur þrætt vandrataðan meðalveg í afstöð uani til Sovétmanna, reynt að ná við þá samkomulagi i við- ræðunum um takmörkun ger- eyðingarvopna á ráðstefnunni í Helsinki, en snúizt gegn afli þeirra í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. FORSETINN hefur, í stuttu máli sagt .reynzt beita forseta- valdi sínu hyggilega. Hann hef- ur reynt að ná sáttum við gagn- rýnendurna heima fyrir eins og andstæðingana erlendis. Þexta á við um velferðarmál, félags- mál, kynþáttaátök um skólana og atvinnumál, svo að nefnd séu fáein helztu ágreinings- efnin. En þegar kemur að stjórnmálabaráttunni eða mál- efnum flO'kksins verður allt ann að uppi á teningnum. Þar hef- ur hann beitt fullri hörku i bar áttunni. Þar hefur hann verið áleitinn og harðdrægur. Hann hefur sem sé verið tillitssam- ari og samvinnuþýðari við óvini sína erlendis en andstæð'ngana í stjórnmálunum heima fyrir, og hann fékk að súpa seyðið af þessari afstöðu í kosningunum um daginn. En ef til vill þarf þetta efcki að koma á óvart. Lyndon John- son fór nákvæmlega eins að. Hann var bráðsnjall baráttu- maður í stjórnmálum, alveg eins og Nixon, en aðferðir hans í stjórnmálunum, — ráðabrugg ið, brögðin og kænskan, — ollu því, að blaðamennirnir og flokksstjórnirnar hættu að treysta honum og hann varð að lokum að setjast í helgan stein. NIXON er kunnari staðreynd um tildraganna að harmleik Johnsons en nokkur annar mað- ur, en samt fetaði hann í fót- spor háns í kosningabaráttunm í haust. Aðfarir hans í stjórn- málabaráttunni komu í veg fjT ir að stefna hans nyti sín. og þar farnaðist honum nánvæm- lega eins og Johnson. En þena er afar gömul saga, sem endur- tekur sig í sífellu. Forsetar lenda hvað eftir annað i ógöng- um vegna þess, að þeir rugla saman tveimur hlutverkum, framkvæmdastjórn í þjóðmálun um annars vegar og forustu flokks síns hins vegar Þetta varð Nixon einmitt Ijósara en flestum ef ekki öllum öðrum, að eftirtektarverðast við úrslit Sem flokksforingi vann Nixon að þvi i kosningabaráttunni að sundra þjóðinni. afstaðinna kosninga er einmitt sigar Demokrataflokksins i fylkisstjórakosningunum í Pennsylvaníu, Ohio og öðrum þeim fylkjum, sem líklegust eru til að ráða úrslitum i for- setaikosningunum árið 1972. ÚRSLIT kosninganna hafa valdið Nixon forseta vonbrigð- um og gremju. Hann reynir að leyna ósigri sínum með því að tala um „sigur“. En þetta leið- ir efcki til neins góðs, hvorki fyrir hann sjálfan, flokk hans né þjóðina. Staðreyndirnar liggja í aug- um uppi. Forseti Bandaríkj- anna hefur enn ákvörðunarvald ið í sínum höndum. Demokrata flokkurinn fær ekki yfirhönd- ina með því að vinna á í kosninvum Ekki er um neinn „hug- ilegan meirihluta'1 að ræða i oldungadeild þingsins hversu ákveðið sem þeir ''Jixon forseti o.g Agnew varaforseti halda því fram. En valdið fylg ir forsetaembættinu og ef Nix- on beitir því í þágu þjóðarinn ar en ekki flokksins, getur eng inn hindrað hann. Reynslan af ríkisstjórnum þeirra Johnsons og Nixons hef ur leitt þetta ótvírætt í ljós, en hvorugur þeirra virðist hafa gert sér grein fyrir pví Þeir hafa báðir metið flokks- baráttuna meira en srefnuna. Þeim var báðum svo tamt að iðka flokksbaráttuna að þeir —IWii—i■iiiniiiininiiiiniiiiiw ii i iiinnn létu þær venjur sínar komi i veg fyrir einbeitingu i meðferð forsetavaldsins. Þerta varð Johnson að falli og svipuð hætta virðist nú vofa yfir höfði Nixons. NÆRRI lætur, að t'orsetinn hafi hagað sér í kosningabarátt unni eins og hann væri formað ur miðstjóraar Republikana- flokksins. Sjálfur hefur hann gert sér meira ógagn en and- stæðingar hans hafa getað gert. Hann stóð föstum fótam og höfðaði til skynsemi og skilnings meðan hann sat að völdum í Hvíta húsinu sem tákn þjóðareiningar, og hélt uppi skynsamlegri stefnu, bæði heima fyrir og erlendis. En hann lenti undir eins í vandræð um þegar hann lagði út í flokka baráttufenið og fór að berjast fyrir stefnu- og hugsjónamál- um flokksins. Nixon getur ekki unnið sig- ur meðan hann hampar hug- sjónamálum flokks sins og stefnu, Hann er fyrirfram oíur seldur ósigri sem flokksbarattu maður og leikari, eins og úr- slit kosninganna hafa ótvírmtt sannað. En ef hann kæmi fram sem forseti og talaði máli þjóð- arinnar sem heildar, gætí hams auðveldlega og á skömmum tíma bætt fyrir skyssurnar og unnið upp tapið, s-em hann hef- ur orðið fyrir í þessari óhsppi- legu kosningabaráttu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.