Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. nóvember ldTO TÍMINN — Tfl þess a3 túlka barokk- músik er ekki nóg aS kunna að lesa nótur. Flytjendur þurfa að vita hvernig þessi tónlist var ieikin á barokktíinanum. Nót urnar, sem tónskáld þessa tíma skrifuðu niður, voru i rauninni aðeins beinagrind verkanna, en ætlazt til að flytjendurnir bættu við þau að eigin vild. Þetta gerði fólk sér ekki ljóst áratugum og öldum saman, og ég held að þáð sé þess vegua sem þvj leiddist lengi vel bar- okktónlist. En til þess að geta notfært sér þetta frjálsræði svo vel sé og bætt við útflúri sem hæfir hverju verki, þu'fa tónlistarmenn að sjálfsögðu að kynna sér stíl höfundanna mjög vel. Þessa skýringu á barokktón- list gaf Sibyl Urbancic blaða- manni Tímans, er við hittum hana að máli nú í vikunni. Si- byl ólst upp í Rví'k, en hefur átt heima í Vínarborg í Austurríki undanfarin H1 ár. Á mánudag- inn kl. 8.30 síðdegis heldur hún tónleika í Norræna húsinu ásamt eiginmanni sínum Hans Maria Kneihs. Leikur hann á blokkflautu, en Síbyil leíkur undir á sembal. — Á undanförnum árum hafa flestir lifið á blokk- flautuna eingöngu sem kennsluhljóðfæri, sagði Sibyl. — En það er misskilningur, hún á rétt á sér einnig á öðrum sviðum eins og hvert annað Másturshijóðfæri, og skilning- ur er nú að vakna á þeirri stað- rcynd. Blokkftautan var í mestum hávegum hbfð á barokiktíman- wm og þá var nafltíð af góðri tónlist sanrin fyrir blokkflautu- lefkara. Á tónleífcunum á mánu dag flytji*m við verk eftir ýmsa Viðtal við Sibyl Urbaircic, en hón og maður hennar, Hans Maria Kneihs, haida blokk- flautu- og sembaltónleika í Norræna húsinu á mánudagskvölcL Þau hjónin hafa hér skamma viðdvöl á leið til Bandaríkjanna s hljómleika- og fyrirlestraferð. Sibyl Urbancic leik við Tónlistarákademíuna í Vín. Einnig er hann stjórnandi hljómsveitar austurríska út- varpsins, sem flytur gamla tón list. Hann hefur haldið fjöl- marga tónleika og gefið út tón- verk, sem áður voru lítt þekkt. Kneihs hefur hlotið mjög lof- samlega dóma fyrir leik sinn á blokkflautu í Evrópu, og er talinn einn fárra blokkflautu- leikara, sem standa á sporði þekktustu blásturshljóðfæra- leikurum nú á dögum. Vissi a8 ef ég hætti yrði erfiðara að byrja aftur Sibyl Urbaacic standaði nám við Tónlistarskólann og Mennta krefst þekkingar og vinnu þeirra, þ.e.a.s. Frescobaldi, Van Eysk, HotteteiTe, Loeillet, Handel og Telemann. Einnig leikum við verk eins nútíma- manns, Sónötu eftir Robert Schollum. Efnisskráin ætti að gefa allgóða yfirsýn yíir blokk flaututónlist. Sibyl og Hans Maria Kneihs Fæstir þekkja barokktónlistina til fulls — Ég var að tala áðan um það frjálsræði, sem flytjendur barokktónlistar hefðu, sagði Sibyl ennfremar. —- Hjá síðari tíma höfundum hvarf þetta nær alveg, t.d. skrifaði Bach sín verk mjög nákvæmlega í nótum. Þó eimdi eftir af þessu frjálsræði á rókokkotímabilinu. Það eru fáir tónlislarmenn nú á dögum sem yfirleitt vita, að í kadensum Mozarts er þeim heimilt að skeyta inn í sínu eigin útflúri, enda eru kannski fæstir sem vildu eyða tíma og vinnu í það. En allt fram á daga Bachs er þessi siður við lýði. Hann hefur m. a. skrifað út sónötur eftir ítalska tónskáldið Marcello, sem lifði skömmu á undan hon- um, fyrir syni sína, til að út- lista fyrir þeim hvernig ætti að leika þær. í upphaflegu handriti virðast þessi verk fremur tilkomulíti.1, en þessi framtakssemi Baehs hefur orð- ið til þess að við, vitum hve miklu fegurri þau voru í raun og veru. Sibyl og eiginmaður hemnar hafa hér aðeins skamma við- dvöl að þessu sinni, hann var raunar ókominn. þegar þessi orð voru skrifuð, og á þriðju- dag fara þau til Bandaríkjanna í tónleikaferð. þar sem Hans Maria Kneihs mun flytja fyrir- lestra um blokkflautuleik og túlkun á barokkmúsík. Kneihs er Vínarbúi og hefur einkum lagt stund á pianó-. selló- og blokkflautuleik. Hann cr nú kennari í blokkflautu- skólann í Reykjavík. Síðar lagði hún stund á kirkjutónlist og or.gelleik í Vín, en meðal kennara hennar þar var Anton Heiller. Sibyl hefur haldið org eltónleika í Austurríki, Holl- landi, Sviss, Þýzkalandi og á ís- landi. Hún annast einnig oft undirleik á píanó og sembal hjá eiginmanni sínum. Sibyl og Hans Maria Kneihs búa í Vín ásamt þrem börnum sínum. — Ég hafði lengi stöðu sem organisti og kórstjóri í Vín, sagði Sibyl, — og kenndi jafnframt. En varð að hætta fyrir nokkrum árum vegua heimilishalds og banieigna. — — Ég hef reynt a‘ð halda áfram að vinna, æfa mig og leika á tónleikum, því ég vissi að ef ég hætti yrði miklu erfiðara að byrja aftur. Við hjónin höf- um gert talsvert af því að leika saman opinberlega en ætlum að hætta því. Það er niiítíu auðveldara fyrir okkur aS starfa sitt í hvoru lagi vegna heimilishaldsins. Þá förum við út af heimilinu til að æfa með einhverjum öðrum og erum laus við allt lumstang á með- an En það vill ganga skrykkjótt fyrir okkur að æfa saman heima. Stór hópur íslendinga — Það hafa margir landar bætzt í hópinn í Vín í haust, svo þar er nú stór íslendinga- nýlenda, sennilega alltaf 40 manns að hörnum meðtöldum. Flestir eni' við tónlistarnám eða annað _ háskólatiám, en einnig staríii þar nokkrir fs- lendingar, svo sem dr. Björn Sigurbjörnsson hjá AlþjóSa- kjarnorkumálastofnuninni og Sigurður Jónsson hjá Unito, einni af stofnuir Sameinuðu þjóðanna. í haust réðst ís- lenzkur tenórsöngvari, Hreinn Líndal, til óperunnar. Og við hittum íslendinga ótrúlega oft á förnuin v:egi, sem við vit- um ekki að eru í borginni. ís- lendingarnir koma saman einu sinni i mánuði heima hjá dr. Birni, þar sem mikill höfð- ingsskapur og gestrisni er höfð í frannni, svo fullynða má að félagslífið sé gott í hópi okkar. Við þökkum Sibyl tyrir spjallið. — Mér finnst gaman að vera komin heim, sagði hún undir lokin, — ég kem alltof sjaldan, var hér síðast fyrir rúmum fimm árum. — S.J. »**• fiS Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta me3 svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem et. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.