Tíminn - 20.11.1970, Síða 2

Tíminn - 20.11.1970, Síða 2
14 FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1970. TÍMINN GAGNRÝNI LYSISTKATA I N0R0LEN2KUM Þórey ASalsteinsdóttir og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sínum. Leikfélag Akureyrar: Lysistrata eftir Aristófanes Þýðing: Kristján Árnason Leiktjöld: Arnar Jónsson. Messíana Tómasd. Búningateikningar: Messíana Tómasd. Dansar: Þórhildur Þor leifsdóttir. Kórstjórn: Jón Hlöðver Áskelsson Leikstjórn: Brynja Benediktsd. Lysistrata var frumsýnd ár- 35 411 fyrir Krists burS eða síköimnu eftir herleiðangur- inn tíl Sikileyjar, þar sem Grifckir guldu slíkt afhroð, að þeir toiða þess aldrei síðan bætur. Upplausn og öngþveiti blasir hvarvetna við, þegar þessi saga hefst, sem nú verð- ur sögð í fáum orðum. Húsmóðir nokkur í Aþenu, Lysistrata að nafni, sem virð- ist hafa harðara bein í nefinu og meira vit í kollinum en allir grískir karlmenn saman- lagt, kveður sár hljóðs og gerir heyrumkunnugt, að við svo bú- ið megi ekki standa ella sé voð- inn vís, bæði landi og þjóð. Þar sem hún treystir hvorki forsjá karlþjóðarinnar né stjórnvizku, þá sér hún, að góð ráð og róttæk eru nú dýr. Éina leiðin til að bjarga hníp- inni þjóð úr vanda er sú, að konur taki stjórnartaumana í sínar hendur. Sannleikurinn er sá, að Aþeningar og Spart- verjar virðast e'kki hafa neitt þarfara að gera en drepa mann og annan. Enginn karl- maður hefur vit né vilja til að koma á friði. Nú e>r gerður almennur sam- blástur á meðal kvenna um Peloþsskagann þveran og endilangan og á Lysistrata vitamlega frumkvæðið að því. Skorin er upp herör gegn fá- vizku og lágkúrulegum lífssjón- armiðum. Konur sverja þess dýran eið að afrækja með öllu hjúskaparskyldu sína eða með öðrum orðum að neita bænd- um sínum um tilskilda blíðu. Því næst leggur Lysistrata undir sig Akrópólis og læsir fjárhirzlum rí'kisins. Snillingur orðs og æðis, hann Aristófanes, leikur hér á pípu sína, sem persónur hans dansa eftir, bæði létt og listi- lega. Hvert atriði öðru spaugi- legra, hver klípan annarri kostulegri, hver leikfléttan iannairri mangþættari og meistaralegri rekur nú aðra. Örvarskotum háðfuglsins gríska rignir miskunnarlaust yfir hverja konukind. sem kom- in er að því að guggna, eða gefa sig heilbrigðu hvatalífi á vald. Kórar tveir, sem leikskáldið etur saman, eru mjög til fyndnisauka. Annan fylla öldungar, en hinn gamlar konur, sem snúizt hafa á sveif með Lysiströtu. Orðaskipti þeirra eru bæði safarík og smellin, enda ekkert verið að vanda kveðjurnar. Enda þótt sú mikla tog- streita, sem heitstrenging kvennanna og aðgerðir valda, veki óspart hlátur, fer víðs fjarri, að þessi frumlegi sjón- leikur sé innantómt grín og glens. Því til frekari sönnunar, má benda á aðalpersónu leiks- ins, Lysiströtu sjálfa. Hún er fulltrúi mannvits og meaningar. Hún flytur mál sitt, svo furðu- legt sem það nú er, og þó ekki svo furðulegt, af rökfestu og skynsemi og gefur aldrei á sér höggstað, enda fer hún að lokurn með sigur af hólmi. Margt er hnittilega orðað og mörgu er spaugilega fyrir komið og samanflækt, en bezt nýtur fyndni Aristófanesar sín sennilega í atriðinu fræga, þar sem Myrrhina beitir kvenleg- um kiækjum og kynþokka til að æsa í maka sínum frygðar- eldinn, unz hann er orðinn að logandi báli, sem læsir sig um allan líkama manngreysins og limi, svo að hann þolir naumast við. En begar til kast- anna, eða réttara sagt til hvllubragðanna kemur, hleypst Myrrhina brott frá öllu og skilur mann sinn eftir með ----------- Fái ég að velja tek ég 1 BLANDAÐ GRÆNMETI 0G GRÆNAR BAUNIR FRÁ KEA Heildsölubirgðir: Birgðastöð SÍS. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Kjötiðnaðarstöð KEA. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÚLASTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR LJÚSASTILLlNGAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 sárt enni og aðra lífcamshluta enn verr á sig komna. Lysistrata kann sannarlega ráð, sem hrífa, enda fer allt að lokum nákvæmlega eins og til var ætlazt. Kvenmanns- leysið er margra meina bót. Það rænir karla geðró og rök- hyggju og öllum dug og af- vopnar þá gjörsamlega. Það lamar svo vígamóð Aþeninga og Spartverja, að þeir slíðra sverð- in og setjast sjálfviljugir við samningsborðið, þar sem vandasömustu þrætumál, er færustu slægvitringar (dipló- matar) höfðu gefizt upp á að glíma við, virðast nú auðleyst, ef ekki sjálfleyst. PTestir dást að höfundi Lysi- strötu fyrir hispursleysi hans og bersögli, friðarboðskap og skopvísi, en þó einkum fyrir meistaralega úrvinnslu úr frumlegu efni. Að fyllast „heil- agri“ vandlætingu og telja djarfar lýsingar Aristófanes- ar sprottnar af sorafengnum hugsunarhætti, líkja þeim helzt við klám, sem óhjákvæmilega muni leiða til upplausnar og ískyggilegrar siðspillingar, með al alls alm. en þó einkum með- al skólaæsku þessa lands, væri ekki ósvipað og að vara menn við skaðlegum áhrifum af tei og kaffi og skipa þessari dag- legu neyzluvöru okkar í flokk með hættulegustu nautnalyfj- um nútimans. Um verðleika Aristófanesar, ágæti verka hans og listtöfra, hina nákvæmu aldarfarslýs- ingu og hnitmiðuðu, sem í þeim er fólgin, mætti skrifa langt mál og mikið, en hér skal samt látið staðar numið. Sumar af þeim leikkonum, sem fyHa hinn fríða flokk aþenskra og spartverskra upp- reisnarkvenna, era ekki mjög fjalavanar né fjölkunnugar í þeim hvíta galdri, er leiklist nefnist, og fer því sitthvað úr- skeiðis hjá þeim, sem öðrum væri leikurinn léttur. Það er t.d. greinilega misráðið að fela titilhlutverkið óreyndri fríð- leikskonu, einkum, þegar þess er gætt, að við hlið Brynju Grétarsdóttur standa tvær ef ekki þrjár leikkonur, sem búa bæði yfir ótvíræðari hæfileik- um og lengri reynslu. Mistök þessi skrifast vitanlega á reikn ing leikstjórans og einskis ann ars. Þrátt fyrir ofangreinda annmarka er bæði ljúft og skylt að viðuirkenna það, sem Brynja Grétarsdóttir gerir vel. Hún er t.d. svo frábærlega skýrmælt, að ekkert orð, sem hún mælir, fer1 forgörðum, auk þess er framkoma hennar laus við þvingun og önnur viðvan- ingsleg héraiæti. í annan stað ar lýsingu hennar á Lysiströdu talsverðra bóta vant. Innlifun hennar er í hreinskilni sagt víð- ast hvar núlli næst nema ef vera skyldi í svardagaatriðinu óborganlega, sem tókst prýðis- vel í alla staði. Nvliðinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.