Tíminn - 20.11.1970, Blaðsíða 3
PÖSTUDAGT7R 20. nóvember 1970.
TÍM1NN
15
Hópmynd.
Brynja Grétarsdóttir, leikur
hiklaust, blæbrigðalaust, en
það sexa verst er, gjörsamlega
geðhitalaust.
Þrátt fyrir lítt áberandi '
framsagnargalla tekst Guð-
laugu Hermannsdóttur hlns
vegar, að gera sér lundarfar
Kalóniku, kvenlega hlýju henn-
ar og fjör svo inniíft að naest-
um stöðugri aðdáun sætir.
Hún er hýr, kímileit og spaug-
söm. Þórhildur Þorleifsdóttir
leikur af einbeitni, öryggi,
skörungsskap, en ef til vill
ekki af nægilegri hugljómun.
Lampídó er ákaflega vel borg-
ið í höndum Beirgþóru Gúst-
avsdóttur. Málfar hennar er
fagurt, limaburður til fyrir-
myndar og túöoin hennar
áferðarfalleg og trúverSug.
Þrátt fyrir lofsverða við-
ieitni og dáfagra smáspretti,
er ofmælt, að Svanhildur Jó-
hannesdóttir valdi hluverki
Myrrhinu fullkomlega, en þó
að byrjendabragurinn sé mik-
ill ennþá, þá er það engu að
síður trú þess, er þetta ritar,
að það sé allgóður efniviður
f Svanhildi. Valgerður Sverris-
dóttir og Helga Sigurðardóttir
eru allra snotrustu stúlkur, en
því minna sem sagt er um
leik þeirra því betra fyrir þær.
Gestur Jónasson fer með
hlutverk fógetans og tekst hon-
um að bregða uPP allkostulegri
mynd og heilsteyptri af hroka,
sjálfsbirgingshætti og fordild
þessa makalausa embæt.tis-
manns. Túlkunarmáti Sigmund
ar Arnar Arngrímssonar og
sviðsfas er yfirlætislaust og
eðlilegt, enda finna menn
fljótt, að geð hans býr yfir
ósvikinni glóð, þótt hóflega sé
í allar sakir farið.
Uan Björgu Baldsvinsdótt-
ur, Sigurveigu Jónsdóttur og
Þóreyju Aðalsteinsdóttur í kór
kvenna er óþarft að vera lang-
orður. Þær eru hver annarri ,
betri og fara á kostum og það
meira að segja óvenjulega
hreinum. U,m Arnar Jónsson
er það að segja, að sjaldan
bregzt málmur í landareign
hans, en þótt hann sé lífið og
sálin í kór öidunga, þá má það
í rauninni lygilegt heita, að
nýliðarnir tveir, þeir Eggert
Þorleifsson og Þorgrímur
Gestsson skuli komast svo að
segja tii jafns við jafnóvenju-
legan listamann og Arnar Jóns
son er. Hér er átak leikenda
samstillt og svo einhuga og
markvisst stefnt að fyrirfram
ákveðnu marki að unun er á
að líta. Leikur kóranna er það
hressilegasta, skemmtilegasta
og tilkomumesta, er sézt hefur
á íslenzku sviði það sem af er
þessu leikári. Leikarar á Akur
eyri sýna það hér og sanna,
að þeir eru engan veginn eftir-
bátar starfsfélaga sinna sunn-
an Holtavörðuheiðar.
Þegar Brynja Benedikts-
dóttir sviðsetti Lysiströtu fyr-
ir Menntskælinga í fyrra hrós-
aði sá, sem þetta ritar, henni
fyrir smekkvísi, útsjónarsemi,
góða yfirsýn og skynbragð á
eðli fjölleiks og fleira. Ef frá
er talið hversu misvalið var í
titilhlutverkið, þá hefur
Brynja unnið að þessu sinni
enn betra verk og glæsilegra,
sem er ef tii vill ekki að
undra, þar sem reyndari og
hlutgemgari listamenn eiga
hlut að máli.
Að lokum langar mig til að
beina nokkrum orðum til leik-
ara á Akureyri: Verið umfram
allt sjálfstæðir og stoltir og
farið ykkar eigin leiðir í leik-
ritavali. Hafið því oftar en
raun ber vitni aðra rétti á
boðstólum en leikhúsin í
Reykjavík og minnizt þess, að
sú andlega fæða, sem þau hafa
upp á að bjóða, er ekki endi-
lega alltaf það hollasta og und
irstöðubezta, sem völ er á
hverju sinni. Ennfremur heiti
ég á bæjarstjórn Akureyrar að
veita þessu fjárvana félagi rif-
legri styrk, svo að það megi
bæta starfsskilyrði sín og færa
út. kvíarnar í menningarlegri
viðleitni sinni og síðast en
ekik sízt vil ég hvetja alla bæj-
arbúa og nærsveitarmenn til
að sjá þennan nýstárlega fögn
uð, sem Leikfélag Akureyrar
býður nú upp á á sírra litla
sviði. Fyrri leikdómur cninn
um sama verk endaði svona:
„Hann (þ.e. fögnuðurinn) svík
ur engan“. Þau orð get ég
enn endurtekið með óbland-
inni sannfæringu, en nú lang-
ar mig til, og það af gildustu
ástæðu, að hrópa hástöfum út
um torg og stræti þau orð, sem
hér fara á eftir: >rLysistrata
spillir engum“.
Halldór Þorsteinsson.
Kgnningapftpðld
Kanaríeyjar kynntar í Góðtemplarahúsinu á ísa-
firði, sunnudaginn 22. nóvember kl. 21,00.
Með myndum, hljómlist og frásögnum kynnum
við eyjar hins eilífa vors í Suður-Atlantshafi. —
Kynnir: Markús Örn Antonsson. — Ath.: Happ-
drættisvinningur, ferð fyrir tvo í sólarfrí með
Flugfélagi íslands til Kanaríeyja.
j
Dansað til kl. 1, að lokinni kynningu.
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
r
iýsa bezt
Gerið samanburð
á verði og komizt
að raun um að þér fáið
14 UNITRA Ijósaperur í
stað 10 af öðrum gerðum
Utsöluverð í Reykjavík
UNITRA Ijósaperur
15- 25 - 40 og 60 vatta
— Allar stærðirnar —
Kr. 13.-/stk.
KILDSÖLUBIRGDIR ® INIFlUININGSDflLl