Tíminn - 20.11.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 20.11.1970, Qupperneq 8
FMudaður 20. nOvember T970. I )agsl trá H1 jóðvai rps og Sj iónvai •ps fyl ígir 22 f gaer vorn slökkviliðsmenn í Reykjavik að æfa sig með nýlegan körfu- bíl við Bændahöllina í Reykjavík. Bfll þessi er með lyftitækjum og körfu, og getur lyft í allt að 24 metra hæð. í körfunni eru vatnsbyssu- stútar, og því hægt að sprauta á eld úr þessari miklu hæð. f körfunni er stjórnbúnaður fyrir lyftitækin, og sömuleiðis á sjálfum bílnum, og einnig er sími í körfunni. sem hægt er að tala í niður í bflinn. Á æf- ingunni í dag náði karfan upp á efstu hæð Bændahallarinnar, og sýnir það, að mikið öryggi er í bfl sem þessum, bæði þegar þarf að slökkva eld í mikilli hæð, og eins ef þarf að bjarga fólki úr háum húsum. (Tímamynd Gunnar) HERFERO GEGN HUNDUM SB—Réykjavik, fimmtudag. Hundavinir eru nú að bræða með sér að kjósa ekki í Alþingis kosningunum í vor, ef yfirvöldin halda áfram herferð þeirri gegn hundum, sem nýlega er hafin. Hundavinafélagið reynir nú að fá öflum aðgerðum frestað, meðan beðið er eftir svari frá borgar ráði við bréfi því sem félagið sendi fyrir nokkru. Hundavinafé lagið hefur samið reglur um hundahald, sem það telur að fara megi eftir hér, ef hundahald yrði leyft. Ásgeir Sörensen, formaður Hundavinafélagsins, tjáði blaðinu í dag, að ebki bæri á öðru, en menn þeir, sem falið væri að leita uppi ólöglega hunda gengju ötullega fram í því verki. Siðan væri eigendum hundanna gef-; inn ákveðinn frestur til að fjar j lægja hundana, en eftir það tæki j lögreglan til sinna ráða. Ásgeir | Framhald á bls. 18. Almennur stiórnmálafundur í Vestmannaeyj- FYRIRTÆKI I TOBAKS- BINDINDI ( NJARÐVÍKUM FB—Rcykjavík, fimmtudag. Tíu starfsmenn af fjórtán í Vélsmiðju Ol. Olsen í Ytri- Njarðvík hafa ákveðið að hætta að reykja, og bundiat samtök um um að styðja hver ann- an í þeim tilgangi. Félagarnir leggja fram 500 krónur vi'ku lega, upphæð sem svarar því, að þeir reyki einn pakka á dag, og eru i>eningarnir lagðir inn á ársbankabók. Ekki hafa fé- lagarnir ákveðið enn, hvað gert verður við peningana, þegar fram í sækir, og eru nokkuð skiptar skoðanir um það, en ábvörðun verður tekin þegar þar að kemur. Birgir Kristjánsson ritari fé- lagsins sagði í viðtali við Tím ann, að félagið hefði verið stofn að 9. nóvember s.l. Tildrög voru þau, að forstjóri fyrir- tækisins, Karl Olsen, vildi gjarnan hætta að reykja, og stakk upp á félagsstofnun í þessum tilgangi. Gripu menn feginshendi tækifærið, að fjór um starfsmönnum undanskild- um, sem enn eru „hálfvolgir". sagði Birgir. Þessum fyrrverandi reykinga mönnum hefur gengið mjög vel að sneiða hjá reykingun um það sem af er. Sumir hafa þó reykt í 25 til 30 ár, aðrir styttri tíma. Starfsmennirnir eru á aldrinum frá tvítugu til fimmtugs. Nú hefur komið í ljós, að eiginkonur sumra félagsmanna, sem einnig reykja, hafa áhuga á að ganga í félagið og munu þær þá greiða sama gjald og menn þeirra, 500 krónur á viku. — Þetta getur orðið töluvert öflugt, ekki sízt ef fleiri fyrir tæki tækju upp á þessu, sagði Birgir, — og þá mætti Tóbaks einkasalan fara að gæta sín. í stjórn félagsins eru Gunn ar Sigurðsson, formaður, Jón Kristinsson, gjaldkeri, og Birg ir Kristjánsson, ritari, eins og fyrr segir. ÍSLENDINGAHÁTÍÐ ÞAR SEM ÍSLENDINGUNUM ER ÚTHÝST EJ—Reykjavík, fimmtudag. 13. desember næstkomandi verð ur haldinn hátíðlegur íslandsdag ur í Málmey í Svíþjóð, og eru það Norræna félagið, félagið Svíþjóð — ísland og Sydsvenska dagbladet sem gangast fyrir hátíðarhöldun um. Iíinsvegar hefur ekkert sam- band verið haft við samtök ís- lendinga í Málmey, og þykir ís- ilendingum þar það hin imesba óvirðing, að því er segir í frétta bréfi frá Kristni Snæland í Málm- ey. Um íslandsdaginn segir Krist- inn Snæland m. a. eftirfarandi í fréttabréfi sínu: „Ilingað til Málmeyjar mun vera væntanlegur sendiherra ís- lands í Svíþjóð, Haraldur Kröger, í tilefni þess, að þann 13. des- ember verður haldinn hér dagur íslands með tilheyrandi bram- bolti. Norræna félagið og félagið Svíþjóð — ísland gangast fyrir þessu í samvinnu við Sydsvenska dagblaðið. Er ánægjulegt til þess að vitað, að erlendir aðilar skuli telja það einhvers vert að nota r.afn íslands sér til afþreyingar. Hér í Málmey er stærsta íslend ingabyggð Svíþjóðar og telur ís- lendingafélagið í Málmey og ná- grenni 388 félaga. Það setur leiðinlegan svip á þennan íslandsdag, að ekkert sam band hefur verið haft við íslend ingafélagið á staðnum, vegna þessa. í>að verður þó að játa að flestir félagar íslendingafélagsins eru verka- og iðnaðarmenn, og þess vegna að sjálfsögðu ekki hæf ir í þann félagsskap mennta- manna, sem að þessum íslands degi standa. Svíum er ekki Ijós sú staðreynd, að munur á verkamanni og t. d. lækni er sá einn, að læknirinn er lærður verkamaður en hinn ólærður. Hér er oft talað og ritað um það, að útlendingar séu lítilsvirt ir á ýmsan hátt og þykir aftar ljótt, en jafn áberandi dæmi og þetta, er að framan greinir, hef ég ekki orðið var við, og tel ég óhætt að segja, að íslending ar hafa ekki verið lítilsvirtir hér fyrr. Sænskur almenningur og starfs félagar hafa tekið íslendingum með vinskap og alúð. Sænskir sósíaldemókratar slógu upp hér um kosningarnar áróðri um aukið jafnrétti og virðist ekki vanþörf á að taka það upp, þó ekki væri til annars en kenna norðurlanda búum að umgangast á jafnrétös grundvelli. Norræna félagið hér hefur um 2700 félaga og félagið Svfþ.—ísl. losar 50 félaga. Er óskandi að há- tíð þessara félaga takist vel, en óneitanlega mun íslenzkum Málm eyingum þykja miður að geta ekki heiðrað sendiherra sinn — en aðgangur er aðeins ætlaður fé- lögum í nefndum félögum, en þar er aðeins örfáa fslendinga að finna“, segir Kristinn Snæland. Jón Helgason Maðkar í mysunni - smá- sögur eftir Jón Heigason um. Formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, prófessor, mætir Framsóknarflokkurinn heldur almennan stjórn- málafund að Hótel H.B. í Vestmannaeyjum sunnu- daginn 22. nóvember nk., og hefst hann kl. 4 e. h. Formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, próf- essor, er frummælandi á fundinum. Fundurinn er öllum opinn. AK, Reykjavík, fimmtudag. Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnar firði hefur gefið út smásagnabók eftir Jón Helgason, ritstjóra, og nefnist hún Maðkar í mysunni. Þetta munu vcra fyrstu smásög ur, scm Jón Hclgason scndir frá sér í bók, en hann hefur ritað allmargar bækur um frásagnar- efni úr íslenzku þjóðlífi, göniul og ný, og niá nefna söfnin Islen/kt mannlíf og Vér íslands börn. Smásögurnar í þessari bók eru tíu að tölu og heita Vegurinn, Bjarghildur, Jón í Holtinu, Hita- sumarið mikla, Jón berhenti, Jarða kaup, Jöfur jöfra, Undir Hjálm inum, Bolsivíkkar, Rósabetrekk. Bókin er rúmlega 180 blaðsíður að stærð og smekklega út gefin. Á bókarkápu segir útgefandi um bókina: „í þessari bók lætur Jón Helga- son kveða við nýjan streng, er hann sendir frá sér fvrstu smá sögurnar, og mun vmsum þykja forvitnilegt, hversu honum lætur sá leikur að máli og lífsmyndum. Þessar sögur eru mikilúðlegur skáldskapur að allri gerð, en bær eru jafnframt svo lífstrúar, að á þær slær oft svipmóti sögu, sem hefur í raun og veru gerzt. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að einhverjum kunni að virðast sem skíni í kunnugleg atvik, jafn vel svo, að þær þyki í nærgöng ulla lagi. En hvað sem því líður eru þessar fyrstu smásögur Jóns Helgasonar svo vel skrifaður skáld skapur, svo afbragðsvel sagðar, að til tíðinda verður talið í bók menntaskerfi þessa árs.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.