Tíminn - 26.11.1970, Side 14
r.VTrrrrJ’T/i
f i • i ■ ■
W»r
r i'
i r
] : n
i r
14
TIMINN
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1970
rTiTTTTTTil
| COCURA 4
09 STEINEFNA VÖGGLAR
2 .
*
|3 Cru bragðgóðir og étast
ijje vel í húsi og meS belt.
0 ★
Eru fosfórauðugir með rétt
meyníum kalium HlutfalI.
I
■
1
1
A
B
iJ
B
■
B
Eru viðurkenndir
af fóðurfræðingum.
Viðbótarsteinefni eru
nauðsynleg tii þess að búféð
þrífist eðlilega og
skili hámarksafurðum.
Gefið COCURA og trygglð
hraustan og arðsaman
búfénað.
g COCURA fæst hjá
jg kaupfélögunum og
E6 Fóðurdeild SÍS.
HEIMSFRÆGAR
LJÓSASAMLOIíUR
6 og 12 v. 7” og 5%’’.
Mishverf H-framljós. ViSurkennd
vestur-þýzk tegund.
BÍLAPERUR, fjölbreytt úrval.
Heildsala — Smásala.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
SMYRILL
Armúla 7. — Simi 84450.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af bls. 3.
menn £ landinu, hefSi ekki tek-
izt þetta, heldur þvert á móti,
gaf Ragnar þá skýringu, aS
AlþýðubandalagiS væri ný teg-
und af stjórnmálaflokki og því
eðlilegt að sameiningin gengi
erfiðlega.
Ragnar: „Alþýðubandalagið
er flokkur af nýrri tegund sem
miðaður er við nýja tíma. Það
er rétt að það hefur þar verið
í seinni tíð klofningsbrölt ein-
stakra manna. Hins vegar
myndi ég hiklaust segja, að
klofningsbrölt þessara manna
hafi verið eins og hvert annað
smáslys, smá hindrun, sem auð
vitað er ekki hægt að loka
augunum fyrir, en breytir engu
— og við erum greinilega þeg-
ar komnir yfir.
Sp.: Þér sögðuð áðan, að
ÞÁKKARÁVÖRP
Hjartans þakklæti til allra sem glöddu mig á sjötugs-
afmæli mínu, 26. sept s.l., með heimsóknum, gjöfum,
skeytum og símtölum.
Blessun guðs veri með ykkur öllum.
Einar Bjarnason,
Stóra-Steinsvaði.
Eiginmaður minn
Pétur Þorsteinsson,
MiS-Fossum,
andaSisf 24. þ.m. á Sjúkrahúsi Akraness.
GuSfinna GuSmundsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför systur minnar
Nikolínu Kristjánsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 28. nóvember ki. 10,30.
Jón Kristjánsson.
Hjartanlegar þakkir færum viS öllum þeim, sem vottuSu okkur
samúð og heiðruSu minningu
Vilborgar Jónsdóttur,
IjósmóSur, Hátúni 17.
Sérstakar þakkir flytjum vi3 Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur fyrir
vinsemd og virðingu við hina látnu.
SigurSur Marteinsson
Ágústa SigurSardóttir Knútur Ragnarsson
Elsie SigurSardóttir Teitur Jensson
Guðni Kr. SigurSsson Kristíana Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færl ég öllum þeim, sem sýndu mér samúS og
vinarhug við andlár og jarSarför eiginkonu minnar
Eyrúnar Guðjónsdóttur,
Langholtsparti í Flóa.
Sérstakar þakkir færi ég starfsfólki Landspítalans fyrir ógleyman-
lega umönnun. GuS blessi ykkur öll og varSveiti.
Sveinn Jónsson.
Alþýðubandalagið væri ný teg-
und af stjórnmálaflokki. Hvað
er nýtt við Alþýðubandalagið?
Eru ekki alveg sömu mennim-
ir þarna í forustu og voru fyrir
Sameiningarflokki alþýðu, Sósía
listaflokknum? Var ekki það
eina sem átti sér stað þarna,
nafnbreyting?
Ragnar: Það er hara af því
þú þekkir svo lítið til. Ég get
nefnt svo fjölda marga í for-
ustuliði Alþýðubandalagsins,
sem ekki voru í Sósíalista-
flokknum, og þá í fyrsta lagi
sjálfan mig.
Sp.: Það er líka hægt að
ncfna kannski fleiri, sem voru
í forustuliði Sósíalistafl.?
Ragnar: Það eru ýmsir sem
vovu í forustuliði Sósíalistafl.
sem eru í forustuliði Alþýðu-
bandalagsins. Það er alveg rétt.
Sp.: Að hvaða leyti er Al-
þýðubandalagið þá ný tcgund
af stjórnmálaflokki?
Ragnar: Alþýðubandalagi'ð
hefur leitazt við að brjóta
þessa gömlu skiptingu, sem
heyrir Iiðnum tíma til, að
skipta mönnum upp í kommún.
ista, sósíaldemókrata, sósíalista
o.s.frv. Það licfur reynt að sam
eina þessi öfl, og ég held að
það sé að mörgu leyti á betri
vegi hér en í mörgum öðrum
löndum“.
Nánari svör fengust ekki um
nýju flokkstegundina, sem
stjórnað er af forustumönnum
„úreltu“ flokkstegundarinnar.
Kosningamálin
Ragnar lýsti því yfir, a'ð Al-
þýðubandalagið myndi lcggja
það undir dóm kjósenda í vor,
hvort ísland ætti að segja sig
úr EFTA. Ef Alþýðubandalagið
fengi aðstöðu til þess, myndi
það segja landið úr EFTA, en
aðildin myndi leiða af sér at-
vinnuleysi hér á landi.
Um önnur kosningamál Al-
þýðubandalagsins 1 sagði Ragn-
ar, að þau myndu verða utan-
ríkismál, aukin félagsþjónusta
við almcnning í landinu, út-
víkkun landhelginnar, og gerð
framkvæmdaáætlunar um upp-
byggingu íslenzks iðnaðar í
Iandinu. — EJ
Laxá
Framhald af bls. 1
stoínun og varað við frekari virkj
un Laxár. Rannsóknarnefnd hefði
þá verið sett á laggirnar til að
rannsaka hvaða tjón virkjunin
gæti valdið, og hefði nefmdin skil-
að áliti 1969. Þessi rannsókn hefði
hvergi nærri verið nógu ýtarleg,
og sum atriði eins og líffræðirann
sóknir ofan virkjana hefðu alveg
orðið útumdan. Varðandi síðara
atriði sögðu stjórnarmenn að mál-
ið væri al.taf að verða alvarlegra
og alvarlegra, og þess vegna væru
gerðar auknar kröfur á hendur
virkjuriaraðilanum.
Þá sögðu stjórnarmenn, að
lögð hefði verið fram trygginga-
krafa á hcndur Laxárvirkjun,
vegna hugsanlcgs tjóns af fyrir-
hugaðri virkjun, og næmi krafa
þessi 900 milljónum, og væri áætl
að að það væru bætur fyrir tap
á veiðirétti og landi, sem færi
undir vatn.
Þá sögðust þeir hafa látið
reikna út að hvert virkjað kíló-
vatt í öðrum áfanga Gljúfurvers-
virkjunar kostaði um 70 þúsund
Ikrónur, og ennfremur að há-
spennulína frá Landsvirkjuu og
norður kostaði 240—250 milljónir
króna, en stjórn Landeigendafé-
lagsins er á þeirri skoðun, að
Landsvirkjun geti auðveldlega séð
Laxárvirkjunarsvæðinu fyrir
auknu rafmagni, en Orknstofnun-
in mun ekki teija að lína norður
komi til greina nema þar verði
komið á fót orkufrekum iðnaði,
að því er stjórnarmenn sögðu.
Hér fer svo á eftir fréttatil-
kynningin, sem stjórn Landeig-
endafélagsins afhenti á blaða-
mannafundinum í dag.
„Að loknum viðræðum þeim,
sem staðið hafa yfir hér í Reykja-
vík í gær og í dag milli Landeig-
endafélags Mývatns-ðg-Laxár, ióri-
aðarráðuneytisins og Laxárvirkjun
arstjórnar, vill Landeigendafélag-
ið taka fram eftirfarandi:
Þegar við vorum boðaðir á
þennan fund, höfðum við fulla
ástæc'u til að ætla að ræða ætti
þau sjónarmið og þær kröfur, sem
löglegir eigendur og yfirráðamenn
lands og vatna á Laxársvæó'inu
höfðu sett sem skil.vrði fyrir virkj
un, svo leitt yrði í ljós að hve
miklu leyti sjónarmið hinna deil-
andi aðila væru samrýmanleg.
Þegár á fundinn kom, reyndist
þetta þó ekki vera tilgangurinn.
Sáttanefndarmenn þeir, sem iðn-
aðormálaráðherra hafði skipað,
lögðu ekki fram neinar tillögur,
þólt mættir væru á fundinum. í
stað þess var lagt fram eins kon-
ar kröfuskjal fyrir hönd virkjun-
araðila, þar sem í sumum atrið-
um var gengió' lengra, okkur í
óhag, en áður, en okkur jafnframt
tjáð, er við ætluðum að ræða mdk
ilsverð atriði frá okkar sjónar-
miði, að þau væru ekki til um-
ræðu. Nánar er fjaUað um þess-
ar kröfur í sérstökum athuga-
semdum hér á eftir.
Úr því sem komið var, áttum
við því engra annarra úrkosta völ,
en að hafna þessum kröfum virkj-
unarmanna sem heild, og við'
hljótum að mótmæla því, að
fundur sem virðist hafa þann til-
gang einan að bera fram kröfur
annars aðila, en lýsi málstað hins
utan umræðna, geti kallazt sátta-
fundur. Eins og upplýst hefur ver
ið í dagblöðum, hafa nú komið
fram ný áhættuatriði í sambandi
við vélabúnað og vatnsþrýstigöng
hinnar margumræddu Laxárvirkj
unar og hlýtur það, sem og þessi
fundur, að styrkja þá vissu okkar,
aö framkvæmdir við Laxá verður
nú þegar að stöðva. áður en lengra
er haldið og eytt meira af fjár-
munum þjóðarinnar í þá óvissu
og það fáirn, sem þessar virkjun-
arframkvæmdir eru.“
í lok fréttatilkynningarinnar er
svo birt hið stutta bréf til iðn-
aðarráðuneytisins, sem sagt var
frá í upphafi fréttarinnar
RANNSOKN Á
STARFSEMI
BiFREIÐA-
OG LANDBUN-
AÐARVÉLA
FB-Rcykjavík, miðvikudag.
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra
embættisins hefur framkvæmt
rannsókn á skattframtölum fyrir-
tækisins Bifreiðar og landbúnað-
arvélar h.f., fyrir árin 1965 til
1969, og einnig á framtölum for-
stjóra fyrirtækisins árin 1967 til
1969. Niðurstöður rannsóknarinn-
ar voru síðar sendar til saksókn-
ara ríkisins, sem nú hefur ákveð-
i'ð að fela sakadómaraembættinu
að taka þetta mál til frekari rann
sóknar, þar sem allt bendir til,
að brotin hafi verið skatta-, bók-
lialds- og hegningarlög lándsins.
Talið er að rannsóknin hefjist
upp úr áramótunum.
Flokkunarkerfi
Framhald al bls. 16.
nái tilætluðum árangri, verður
móttakandinn að vera fær um
að tileinka sér upplýsingarnar
á þeim tíma, sem hann hefur
not fyrir þær. Kerfið er ekki
gefið út til að fullnægja út-
gáfustarfsemi Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins, sem
hlýtur að verða takmörkuð,
heldur nær það yfir alla út-
gáfustarfsemi, sem snertir bygg
ingariðnaðinn, bæði innlenda
og er.’enda.
Með hinum öru breytingum á
framleiðsluh^ttum og síauknu
framboði á hvers konar byggingar
vörum, er brýn nauðsyn að góð
upplýsingamiðlun sé fyrir hendi.
Áð-ur en notandinn tekur ákvörð-
un um framkvæmdamáta, vöru-
innkaupa eða verklýsingu, verður
hann að hafa haldgóðar upplýsing
ir varðandi alla þætti verksins.
Aðalatriðið er því, að notandinn
hafi í höndum réttar upplýsingar,
áður en ákvarðanir eru teknar.
Rb/SfB-kerfið stuðfar að því að
gera þetta mögulegt.
Hrói höttur
Framhald af bls. 7.
okkar aðgerðir hafi áróðurs-
gildi. f allri byltingarstarfsemi
verður þó að fljóta með nokk-
uð af slíku, og sem fólkið
skilur ef til vill ekki þegar í
stað, hverja þýðingu hefur.
Það á t.d. við um það, að
svikari er drepinn. Vera kann,
að hann sé yfirvöldunum
ókunnur, og blöðin birti ekki
raunverulegar ástæður þess, að
maðurinn er drepinn.
En þessi aftaka hefur mjög
mikla þýðingu fyrir þá baráttu,
sem stendur yfir gegn ríkis-
stjórninni. Ifún er aðvörun til
allra um, að í landinu séu tvö
öfl: Kúgararnir og Tupamaros.
Ef lögreglumaður, sem ver
hagsmuni, sem ekki eru hans
eigin, er drepinn, skilja menn
það ef til vill ekki ef þeir hafa
ekki gert sér grein fyrir af-
stöðu sinni til frelsishreyfing-
arinnar og stjórnarinnar. En
eftir því, sem lengra líður,
munu efasemdirnar hverfn ur
hugum manna, og þeir manu
gera sér ljósa ástæðuna fyrir
aðgerðunum. — FB