Tíminn - 26.11.1970, Qupperneq 16
Fimmtudagur 26. nóvember 1970.
Nýútkomnar bækur - Sjá bls. 2
FLOKKUNARKERFI FYRIR
B Y GGEN GARIÐN AÐINN
RANNSÖKUÐU
SEIÐAMAGNIÐ
Á RÆKJUMIÐUM
Rannsóknastofnun byggingar
iðnaðarins hefur hannað flokk
unarkerfi fyrir byggingariðnað-
inn í landinu og er það gefið
út í bókarformi. Tilgangurinn
með útgáfunni er að auðvelda
mönnum að halda til haga og
skrásetja öll gögn varðandi
byggingariðnaðinn. Er kerfi
þetta notað til flokkunar á
prentuðu máli, upplýsingum um
byggingarvörur, lögum og reglu
gerðum, stöðlum, teikningum
og öðrum gögnum á teiknistof-
um. Gunnlaugur Pálsson, arki-
tekt, hannaði þetta kerfi. Segir
SB—Reykjavík, þriðjudag
Sumarbústaðaeigendur, sem bú-
settir eru í öðru sveitarfélagi en
sumarbústaðurinn er, hafa hingað
til ekki þurft að greiða nein gjöld
af bústaðnum til þess svcitarfé-
lags. sem bústaðurinn stendur í.
Með tilkomu nýja fastcignamats-
hann að búast megi við að
1500 og 2000 aðilar á landinu
muni notfæra sér það, eða allir
þeir sem starfa að byggingar-
iðnaði.
Flokkunarkerfið er grundvall
að á viðurkenndu sænsku flokk
unarkerfi, sem kallað er SfB-
kerfi, en bókstafirnir SfB eru
skammstöfun á heiti nefndar,
„Samarbetskommitéin för
Byggnadsfrágor“. sem bjó
fcerfid til.
ins getur þetta breytzt, að sögn
Páls S. Pálssonar, formanns Hús-
eigendasambands Norðurlanda.
Páll er nýlega kominn af nor-
rænni ráðstefnu húseigendafélaga
og me'ðal þeirra mála, sem þar
voru rædd, var að hve miklu leyti
sveitarfélög æ*ttu að fá útsvör
1968 var það endurbætt og
stækkað. Hin endurbætta
brezka útgáfa er megin uppi-
staða íslenzka kerfisins, sem
hlotið hefur nafnið Rb/SfB. Rb
er skammstöfun Rannsóknastofn
unar byggingariðnaðarins.
Frá upphafi starfs hefur
stofnuninni verið ljóst, að skort
ur á upplýsingamiðlun hefur
háð framvindu í byggingariðn-
aðinum, en með útgáfunni stuðl
ar hún að bæltu ástandi í þess-
vegna sumarbústaða, eða land-
eigna, sem kaupstaðarbúar eiga.
Sums staðar á Norður,'öndum, er
það svo, að lögheimili skattþegns
ræður í þessu tilviki, en menn
voru ekki á einu máli um þetta á
ráðstefnunni.
Hérlendis er það svo, að sveit-
arfélag nýtur einskis, fjárhagslega
af þeim sumarbústöðum, sem fólk
kann að eiga þar, ef það er búsett
annars staðar.
Páll S. Pálsson sagði i viðtali
við Tímann, að sumarbústaðir
hefðu ekki verið metnir hér 'ður,
en með nýja fasteignamatinu
kæmu þeir á skrá, og þá væri ekki
ólíklegt, að eigendur þeirra
þyrftu að greiða af þeim gjöld til
viðkomandi sveitarfélags.
Þarna er aðallega um eignaút-
svör að ræða, en etm er ekki f.vrir
hendi lagaheimi.'d t.il að leggja
þessi gjöld á sumarbústaðaeigend-
ur.
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Hafrannsóknastofnunin hefur
sent frá sér tilkynningu um rann-
sóknir sem gerðar voru vegna
veiði þorsk- og ýsuseiða í rækju-
vörpur við ísafjarðardrjúp. Seg-
ir að óvenjumikið hafi verið af
seiðum saman við rækjuna síðan
veiðarnar hófust í haust. Þorsk-
seiða liefur áður orðið vart í litlu
magni, en aðeins í innfjörðum fsa-
fjarðardjúps. Annars staðar hefur
rækjan verið mjög hrein, en al-
gengt er a'ð loðna og síldarkræða
gangi inn í Djúpið á haustin og
þá oft í verulegu magni, en þetta
aukna magn þorsk-, ýsu- og lýsu-
seiða er mjög óvanaleg. •
Samkvæmt fregnum að vestan
var mikið af þorskseiðum saman
við rækjuna á tímabili, en voru
að mestu horfin þegar rannsókn-
armenn frá Hafrannsóknastofn-
uninni komu vestur.
í tilkynningu Hafrannsókna-
stofnunarinnar segir:
Dagana 19.—23. október s. 1.
voru tveir rannsóknamenn frá Haf-
rannsóknastofnuninni a ísafirói
til að kynna sér afla rækjubáta
við ísafjarðardjúp. Fóru þeir í
róður með þremur bátum frá ísa-
firði og athuguðu auk þess afla
þriggja annarra báta. Niðurstöð-
ur þessara attmösai^eru í stuttu
máli þessar:
Á athuganasvæðinu sem var inn
an við Æðey og í mynni Skötu-
fjarðar, fannst talsverður fjöldi
þorsk-, ýsu- og lýsuseiða, auk
spærlings- og loo'nuseiða. Lang-
mest bar á þorskseiðum og voru
þau 7—-15 sm löng (meðallengd:
9,7 sm). Hér er um að ræða ung-
viði frá s.l. vori. Mest fór þorsk-
seiðafjöldinn upp í 1235 seiði á
togtíma, en minnstur var hann
153 á togtíma. Meðalfj. á togtíma
var 773 seiði. Fjöldi ýsuseiða var
talsvert minni eða frá 278 niður
í 26 á togtíma og var meðalfjöldi
á togtíma 151 seio'i. Lengd ýsu-
seiðanna var 10—16 sm (meðall.:
12,6 sm) og eru þau einnig frá
s.l. vori. Rækjuafiinn va-r frá 500
kg á togtíma niður í 60 kg og
meðalafli 126 kg á togtíma. —
Seiðafjöldinn fór minnkandi með
vaxandi dýpi.
Þá voru rannsóknamenn sendir
aftur til ísafjarðar 11.—19. nóv-
ember, en vegna mjös? óhagstæðs
veðurs, reru rækjubátar aðeins
dagana 13. og 14. nóvember. Var
þá athugaður seiðafjöldi í afla
tveggja báta, annan daginn í
Skötufirði. hinn daginn út af
Hnífsdal. Niðurstöður voru þess-
ar:
í Skötufiró'i veiddust á togtíma
1249 þorskseiði, 6—15 sm löns
(meðall.: 8,4 sm). Ekki var telj-
andi seiðafiöldi annarra fiskteg-
unda. Rækiuaflinn nam 150 kg á
togtíma Út af Hnífsdal veidd-
ust á togtíma 202 borsksseiði.
7—28 sm löng (meðall.: 13.&
sm) og eru pað auk seiða frá s.l.
vori, seiði á öðru ári. Af ýsuseið-
Garðahreppur
Aðalfiindur verður haldinn í
Frainsóknarfélagi Garðahrepps.
laugardaginn 28. nóv. í Goðatúni
k' 4. Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
um fengust á togtlma 123 seiíH,
11—18 sm löng (meðall.: 14J.
sm).
Seiðafjöldi annarra fiskteg-
unda er óverulegur ef sandkoli
og skrápflúra eru undanskilin.
Rækjuaflinn var 260 kg á tog-
tíma.
Ný sjókort í
staö 60 ára
danskrafjórð
ungskorta
Sjómælingar íslands hafa
gefiÖ út nýtt sjókort yfir
Breiðafjörð og Vestfirði í mæli
kvarðanum 1:300 000.
Kortið nær frá Snæfellsnesi
að Horni og yfir helztu fiski-
mið út af Vestfjörðum. Með
tilliti til notkunar kortsins í
fiskiskipum er það auk þess
yfirprentað með ýmsum upp-
lýsinguim um botninn, svo sem
einkennum um ósléttan botn,
festur og skipsflök auk fisk-
veiðimarka. Þá er landið í kort
inu skyggt, svo að væntanlega
kemur kortió' meir að gagni
við radarsiglingu heldur en
eldri sjókort.
Kortið er teiknað hjá Sjó-
mælingunum en prentun þess
annaðist Kassagerð Reykjavík-
ur.
Verið er að vinna að teikn-
ingu samskonar sjókorts yfir
suðvesturströndina frá Dyrhóla
ey að Snæfellsnesi og mun það
sjókort væntanlega verða get \
ð út næsta, vor.
Vestfjarðakortið er fyrsta
siókortió', sem út er gefið >
þessum mælikvarða og ætlunii
er að komi í stað himna dönsku
fjórðungskorta, sem sum voru
gefin út fyrir rúmum sextíu
árum og notuð eru enn í dag
endurskoðuð og leiðrétt.
Siókort í þessum útgáfu-
flokki munu jafnframt verða
yfirprentuð með sérstökum
upplýsingum sem fiskikort.
Snjókort teiknað.
Bazar framsóknarkvenna
Félag framsóknarkvenna heldur bazar laugardaginn 28. nóvem-
ber, kl. 2 að Hallveigarstöðum. Þeir, sem þurfa að skila munum á
bazarinn skulu hafa samband við Vaigerði Bjarnadóttur Hjaila-
vegi 12, sími 34756, Hlíf Böðvarsdóttur, Skipholti 43, sími 30823.
Dóru Guðbjartsdóttur Aragötu 13, sími 16701, Rannveigu Gunn-
arsdóttur Grenimel 13, sími 15402, Sólveigu Eyjólfsdóttur, Ásvalla-
götu 67, sími 13277. Auk þess er hægt að skila munum að Hring-
braut 30, síðdegis á föstudag. Þær konur sem vilja gefa kökur.
seim seldar verða á bazarnum þurfa að koma með þær á Hall-
veigarstaði cftir kl. 10 á laugardagsmorgun.
Brezka arkitektasaimhandið, um efnum.
RIBA, inn.’ciddi SfB-kerfið í Til þess að upplýsingamiðlun
Stóra Bretlandi árið 1961, en Framhald á bls. 14
Gunnlaugur 'Halldórsson, arkitekt, skipulagði flokkunarkerfið fyrir byggingariðnaðinn fyrir Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins Á myndinni er hann við hillur þæ r sem kerfinu er komið fyrir á í skrifstofu hans.
(Tímamynd G.E.)
VÆNTA MÁ BREYTINGA
Á INNHEEMTU GJALDA
VEGNASUMARBÚSTAÐA