Tíminn - 29.11.1970, Side 12

Tíminn - 29.11.1970, Side 12
SB—Reykjavík, laugardag Flugbjörgunarsv. á Akureyri mun í ár, eins og í fyrra, bjóða bæjarbúum jólapakka sína til kaups. Ágóðinn af sölu pakk- anna rennur til kaupa á full- kominni sjúkrabifreið. f fyrra rann ágóðinn af jólapakkasöl- unni til kaupa á vélsleða, sem komið hefur þegar að góðuro notum. Verð jólapakkanna í ár er 150 króriur. Sjúkrabifreiðin, sem sveitin hyggst kaupa, er mjög fullkomin, með drifi á öll- um hjólum og sjúkrakörfum fyrir 4—5 manns, ásamt full- komnustu tækjum, sem yö: er á. Bifreiðin verður keypt óinn- réttuð, eu félagar Flugbjörgun- arsveitarinnar munu sjá um að ganga frá klæðningu og annarri innréttingu hennar í frístudum sínum. Um leið og Flugbjörgunar- Framhald á bls. 22. ISLEIFUR KONRAÐSSON SÝNIR AÐ HRAFNISTU FB—Reykjavík, laugardag ísleifur Konráðsson, listmálari, hefur opnað málverkasýningu í setustofuoni að Hrafnistu, dva.'ar- heimili aldraðra sjómanna. Á sýn- ingunni eru 35 myndir, auk fjög- urra aukamynda, og eru allar mynd irnar til sölu. Sýningin verður op-1 in daglega milli kl. 14 og 22. Isleifur, sem er 82 ára gama.l,. hefur haldið sjö málverkasýningar til þessa. Allar þær myndir, sem nú eru á sýningunni, eru málaðar árið 1969 til ’70. Verð mynda ís- leif.s er frá 2000 krónum til 45 þús- und króna, og flestar eru þær mi.'li fimmtán og tuttugu þúsund. Mynd- in er af listamanninum við verk sín. (Tímamynd GE) Stórfelld sjúkdómahætta fylgir hundahaldi í þéttbýli FB-Reykjavík, laugardag. Heilbrigðismálaráð borgarinn- ar hefur sent borgarráði umsögn um hundahald í borgioni, og er hún í fjórtán liðum, þar sem al.’t mælir gegn því, að hundahald verði gefið frjálst. Þar kemur fram, að enda þótt sullaveiki sé orðin svo tii óþekktur sjúkdómur, finnst hún enn hjá gömlu fólki. Hafa héraðsdýralæknar bent á, að su.laveiki fari áberandi vax- andi í sumum sveitum, að þeirra mati, sé miðað við þá sulli, sem vart verður við í sláturhúsum. í greinargerð Heilbrigðismála- ráðs er þess einnig geti'ð, að spólu- ormar hafi fundizt í allríkum mæii í hundum í Reykjavík, en ormar þessir geta verið hættuleg- ir börnum. Annað veigamikið at- riði er, að verði hundahald .'eyft, má reikna með að erlendum hund um verði smyglað inn í landið, og gætu þeir flutt með sér sjúkdóma, svo sem hundaæði, en þeirrar veiki mun nú gæta talsvert á meg- inlandi Evrópu, og hefur hún einnig borizt til Englands. Af öðrum atriðum í greinargerð inni má nefna, að þar kemur fram, að farið sé að bera á því, að hund- ar komi með eigendum sínum í matvöruverzlanir, veitingahús og aðra þá staði, þar sem matvæ.’i séu, og má telja það mjög var- hugavert. Hundar geta valdið um- ferðartruflunum, og sézt hefur, er börn hlaupa á eftir þeim út á götur, án þess að gæta varúðar sem skyldi í umfepðinni. Alkunna er, að hundar geta glefsað í börn og fullorðna, og börnum er oft lítt um hunda og þora vart mil.’i húsa, ef vitað er um hunda lausa í ná- grenninu. ITundar valda einnig óþægindum víða í sambandi við sambýli manna. Þeir spangóla og gelta og eru oft til óþægiudp í þeim húsum, þar sem fleiri en ein fjölskylda býr, og hafa kvartaoiir borizt þar ,að lútandi ti’ heilbrigð iseftirlitsins. Að lokum er í greinargerðinni vitnað í viðtal við Björn Guð- mund.sson heilbrigðisfulltrúa á Akureyri, þar sem segir svo: | „Samkvæmt símtali við Björn Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúa á Akureyri 13. nóvemblr 1970, er það hans skoðun, að undanþága sú, sem veitt var 1962 ti7 hunda- halds á Akureyri, hafi að hans dómi reynzt það illa, að Björn hefur lagt til við heilbrigðisnefnd bæjarins, að ofangreind undan- þága verði afturkölluð". MÓTUM OG FRAM TIL 1930 SJ—Reykjavík, laugardag. í kaffistofu Landssímahússins við Sölvhólsgötu er nú sýning á póstkortum fyrir starfsmenn 'Pósts og síma. Póstkortin eru flest göm- ul, frá því um aldamót og fram til 1930, en ekkert yngra en frá stríðs byrjun. Þrír starfsmenn Pósts og síma, ívar Helgason, Bjarni Guð- mundsson og Björn Halldórsson sýna þarna smásýnishorn úr póst- kortasöfnum sínum, en að sögn beirra er áhugi á póstkortasöfnun nú mjög vaxamdi. Eiztu ís.'enzku póstkort eru frá því um aldamót og með öruggri vissu er vitað um póstkort, sem út voru gefin 1907. Fj'rstu póstkortin voru gefin út í Þýzkalandi 1869. íslenzk póstkort eru merkar heimildir um gamlar byggingar í Reykjavík og úti á landi í fyrri tíð. Á sýningunmi eru kort, sem sýna atvinnuhætti, myndir af íslenzk- um skáldum, leikurum, söngvur- j um o<f'EönskálutflTÍ' og öðru merkis-j fó.'ki. Þar eru kort frá Fánasiagn- um 1913, þ. á m. mynd af Eimari Péturssyni, verzlunarmanni, þar. sem hann rær út höfnina í Reykja- vík undir bláhvítum fána, ásamt dreifimiðunum fi'á atburðuoum, sem á eftir fylgdu. Þá eru kort með skopmyndum af stjórnmálamönn- um og margt fleira. Að sögn póstkortasafnaranna þriggja voru kort áður fyrr gefin út fyrir íslendisnga sjálfa, en nú eru þau gefin út til að selja þau útlendingum. Hafa þeir mikinn áhuga á að fieiri og betri póstkort venði gefin hér út, þá einkurn kort, sem sýna atburði. ,Oft geta gömu>: póstkort orðið til þess, að farið sé að grafa upp gamlan fróðleik. Minntust þeir fé- lagar á eitt póstkort, sem raunar er ekki á sýningunni. Á því er mynd af forkunnarfögrum, útskorn um skáp og á honum sést áletrum in G.P.B. 1913. Kort þetta er gef- ið út af Barnablaðimu Æskunni og aftan á því stendur að myndsker- inn, sem hafi gert skápinn, sé Gunn laugur P. Blöndal. Ekki hafa þeir félagar enn komizt að því, hver Gunn.'augur þessi var. Á sýningunni eru m. a. póstkort me8 myndum af samtímaskáldum. Nú dett- ur engum í hug a3 gefa út kort með myndum af Thor Vilhjáimssyni eða Hannesi Péturssyni. Jólabingó F ramsóknarf élagsins á sunnudagskvöld Verðmæti vinninga hátt á annað hundrað þús. kr. Hið árlega jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður að Hótel Sögu I kvöld, sunnudagskvöld, og hefst það kl. 20,30. Margt glæsi- legra vinninga verður í bingóinu, þar á meðal flugfar með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim aftur, heimilistæki, matvæli, rúmteppi, svefnpokar, værðarvoðir, jólaávextir, bækur og fleira. Allt verður dregið út. Aðgöngum. verða til sölu í anddyri Hótel Sögu eftir kl. 5 í dag. STJÓRNANDI JÓLABINGÓSINS ER JÓN B. GUNNLAUGSSON. Þeir, sem fara á jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur fara ekki í jólaköttinn. Sunnudagúr 29. nóvember 1970. A5 fylgjast með máiefnum nútímans - bls. 18 og 19 KAUPA SJÚKRABÍL FYRIR JÚLAPAKKA Blaöburðarfólk oskast á Skjólbraut í Kópavogi. UpplýSingar í síma 40748. SÝNA PÚSTKÖRT FRÁ ALDA-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.