Tíminn - 15.12.1970, Síða 1
BLAÐ II
285. fbl. — Þriðjudagur 15. des. 1970. — 54. árg.
I * *
CHAVEZ
Verka-
lýðsleið-
toginn
Chavez
settur inn
OÓ—Reykjavík, funmtudag.
Þúsundir þekktra Bandaríkja
manna hafa mótmælt opinber-
lega fangelsun verkalýðsleiStog
ans Cesar Chavez, sem er for-
ingi landbúnaðarverkamanna í
Kaliforníu.
Chavez var fangelsaður í
Salenas, fyrir sunnan San
Fransisco í síc/ustu viku og
er þetta í fyrsta sinn sem hon
um er stungið inn af yfirvöld
um, en hann hefur um árabil
verið fremsti leiðtogi fátæk-
ustu landbúnaðarverkamann-
anna í fylkiwu og verið í farar
broddi í launakröfum og verk
föUum. Chavez hefur lagt
mikla áherzlu á að skipuleggja
samiök þeirra verkamanna sem
ferðast um og vinna að upp
skeru á ávaxta- og grænmetis
ekrum stórbændanna. En þá er
um timabundna vinnu að ræða.
Stórbændurnir þurfa á miklu
vinnuafli að halda í skamman
tíma meðan uppskerutiminn
stendur yfir. Þegar uppsker-
unni lýkur eru verkamennirnir
reknir út á guð og gaddinn.
Vinna þessi er illa borguð enda
hefur veriö erfiírt að skipu-
leggja samtök meðal þeirra
sem hana stunda. Verkamenn-
irnir ferðast milli stórbúanna
eftir því hvernig kaupin ger
ast á eyrinni, og fá ekkert að
gera nema þann tíma sem ver
ið er að bjarga uppskerunni.
Eins og að líkum lætur er
erfitt að skipuleggja nokkur
samtök meðal þessara manna
og ekki bætir úr skák að
margir þeirra eru ólæsir og
láta þeir yfirleitt bjóða sér
það kaup sem stórbændurnir
skammta þeim. Flestir þeirra
sem þessa vinnu stunda í Kali
forníu eru ættaðir frá Mexrkó.
Chavez hefur tekizt með
markvissri baráttu að bæta
kjör landbúnaðarverkamann-
anna. Hefur hann staífið fyrir
stofnun verkalýðsfélaga meðal
þeirra og verið forsprakki vel
heppnaðra verkfalla, en mikið
er í húfi fyrir stórbændurna
að bjarga upskerunni á rétt-
um tíma og geta verkföll
verkamanna verið afdrifa-
rík fyrir afkomu þeirra.
Þegar salatuppskeran áttj að
hefjast í Kaliforníu fyrir
skömmu gerðu verkam. verk-
fall. Cesar Ohavez var sagður
ábyrgur og verkfallið ólöglegt.
Framhald 6 bls. 30.
Flýta framkvæmdum við
Salthólma-flugvöllinn
KJ—Reykjavík, mánudag.
Um nokkurt skeið hafa verið uppi raddir og áætlanir um
það í Danmörku, að flytja aðalflugvöll Kaupmannahafnar frá
Kastrup og út á Salthólma, en á undanförnum árum hafa
staðið yfir miklar deilur um flugvöllinn á Kastrup, og þá
einkum eftir að þotur voru teknar í notkun í almennu far-
þegaflugi.
Áætlanir eru nú uppi um
að flýta framkvæmduim við flug-
vallargerð á Salthólma. Ef af
því veríAir, að flugvailargerðinni
þar verður flýtt, væri hægt að
taka fyrsta áfangann í notkun ár-
ið 1977. Áætlanir eru uppi um
að byggja eina aðalflugbraut, sem
liggja á í sömu áttir og 12 —
30 flugbrautin á Kastrup, en það
er einmitt flugbrautin á Kastrup
sem mestur styrinn hefur staðið
um vegna hávaða setn þotiur valda
þar í flugtaki og lendingu. Auk
brautarbyggingar þarf að reisa
önnur nauðsynleg mannvirki, svo
sem flugskýli og flugstöð, og
gera þarf neðanjarðargöng á milli
Salthólma og Kastrup. Allt þetta
er áætlað ao1 muni kosta tæpa
17 milljarða ísl. króna. Reiknað
hefur verið út, að eyða þyrfi um
12 milljörðum ísl. króna í Kastrup
flugvöLl næstu 15 árin, en með
því að flýta Salthólmaflugvelli er
reíknað með að hægt verði að
spara um 6 milljarða til Kastrup
þar sem reiknacT er með að um
100 þúsund flugtök og lendingar
sem annars færu fram á Kastirup
verði á Salthólmaflugvelli.
Danska Alþýðusambandið hefur
mótmælt því að myndað verði
hlutafélag um byggingu og rekst
ur Salthólmaflugvallar. Vifl sam
bandið að flugvöllurinn verði
byggður fyrir opinbert fé, og
verði ríkiseign.
Þau flugfélög sem mest munu
nota Saltfhólmaflugvöliinn er SAS
og leiguflugfélagið Sterling Air-
ways. SAS hefur enn ekki tekið
afstöðu til þessa máls, en það
liggur í hlutarins eóli, að þetta
mun hafa í för með sér aukinn
rekstrarkostnað fyrir félagið, en
hingað til hefur það verið stefna
SAS að stofna ekki til fram-
kvæmda sem hafa í för með sér
aukinn, rekstrarkostnað, nema
nauðsynlcgt sé. SAS mun halda
fund um mál þetta á þriðjudag
inn.
/ ■ .
Reyna að ná
Titanic upp
Ný aðferð reynd - kostnaður um
400 milljónir - hefst á næstunni
Hið fræ-ga skip Titanic, sem fórst 1912.
Hið fræga skip Titanic sökk
á jómfrúiferð sinni árið 1912
eftir að hafa rekizt á hafís-
jaka.
Fá slys hafa vakið slíka at-
hygli sem Titanic-slysið. Kom
þar m. a. til, að einungis 711
af 2224 farþegum björguðust,
en einnig að áður en skipið
hélt úr höfn var fullyrt, að
það gæti ekki sokkið.
Titanic sökk um þaö bil
150 kflómetra suður af Ný-
fundnalandi og liggur á u,m 3ja
kílómetra dýpi.
Það segir sig sjálft, að mjög
eriftt er að ná Titanic upp,
því skipið vegur 66.000 tonn og
liggur eins og áður segir á
miklu dýpi.
Ýmsar aðferðir, sem notaðar
hafa verið við að ná upp öðr
um skipum, duga ekki við
Titanic, og hefur þó mikið ver
icí um það mál hugsað.
Nú ihefur hópur manna, und
ir forystu Englendingsins
Douglas Wooley, fundið aðferð,
sem þeir telja að dugi til að
ná Titanic upp á yfirborðið.
Þeir hyggjast fyrst finna
flakið með aðstoð dýptarmæla,
og því næst kanna ástand þess
með sjónvarpsmyndavélum. Því
næst munu þeir festa 500 flot
hylki við skipsflakið og nota
við þaó’ verk fjarstýrð verk-
færi og um 2000 metra af
nylon-reipi.
Þá verða flothylkin fyllt af
vetni með rafvökvaupplausn, og
á þetta að duga til þess að
lyfta skipinu upp.
Áætlað er að þetta kosti allt
saman 4,5 milljónir bandarískra
dala, eða tæpar 400 milljónir
íslenzkra króna, og leitin að
flakinu mun væntanlega hefj
ast á næstu mánuðum. — EJ.
100.000 ÞJODVERJAR FRA PÖL-
LAHDITIL VESTUR-ÞÝZKALAHDS?
KJ—Reykjavík, mánudag.
Á næstu mánuðum munu tugir
þúsunda pólskra borgara flytja
til Vestur-Þýzkalands, eftir
margra ára dvöl í T'óllandi.
Við undirskrift pólsk—vestur-
þýzka samningsins á dögunum, öðl
aðist fólk þetta rétt til að flytja
til Vestur-Þýzknlands. í fyrstu var
talað um, að aðeins þeir „fyrr-
verandi Þjóðverjar“ sem ættu
fjölskyldur i Vestur-Þýzkalandi
mættu flytjast „heim‘, en niður
staðan varð sú, að allir sem tengd
ir eru Vestur-Þýzkalandi mega
flytjast þangað. Kauði kross land
anna mun annast um þcssa mikhi ;
þ ióðflutninga, og reiknað er með,
að frá mánaðamótum janúar —
febrúar muni um 6 þúsund manns
fá ,,heimfararleyfi“ í mánuði
hverjum.
Hverjir eru Þjóðverjar
í sambandi við þessa þjóc.*flutn
inga rísa áreiðanlega mörg vanda
mál, og ei.tt er það, hverjir verða
viðurkenndir sem „Þjóðverjar".
Tölurnar um hve margir munu
sækja um leyfi, eða hafa rétt til
að fara til Vestur-Þýzkalands, eru
nokkuð á reiki, en reiknað er með
að um hundrað þúsund manns
muni sækja um „heimfararieyfi"
Meðal spurninganna, sem risið
’iafa í þessu sambandi eru t. d.
þessar. Fær þýzkur inachir k’-ænt
ur pólskri konu heimfararievfi
fyrir alla fjölskyldnna, og fær
þýzk kona gift pólskum manni
heimfararleyfi.
Frá árinu 1955 hafa stjómar
völd í Varsjá gefið út ferðaleyfi
til 370 þúsund Þjóðverja, sem
ætlað hafa til Vestur-Þýzkalands.
í fjögur ár þar áður, héldu pólsk
yfirvöld landamærunum algjör-
lega lokuðum fyrir Þjóðverjum
er þjáðust af heimþrá, en þar áður
höfðu af og til verið gerfl stór-
átök í að sameina v.-þýzkar fjöl-
skyldur, er höfffu orðið viðskila.