Tíminn - 15.12.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.12.1970, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1970. TÍMINN Hvers vegna sérmenntar þjóðfélagið kon ur en setur þeim síðan stól fyrir dyr? Á síðasta fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur urðu miklar umræður um barna- heimilamál vegna eftirfar- andi tillögu borgarfulltrúa Al- býðubandalagsins: „Borgarstjórn vill vinna að því, ið auk þeirra barna, sem nú geta átt kost á vist á dagheimilum jorgaiinnar, geti börn þeirra for- sldra, sem bæði stunda vinnu ut- an heimilis eða nám, einnig í reynd átt þar kost á dagvist. Þar sem dagheimilin anna ekki jftirspurn þeirra, sem þar eiga organgsrétt samkvæmt gildandi nnritimarreglum, ákveður borg- U'stjórn að grciða fyrir dagvistun jarna undir öruggu eftirliti og neð sambærilegum kjörum og jeim, sem dagheimilin veita, með jftirtöldum ráðstöfunum: 1. Með því að fela félagsmála- stofnuninni að leita eftir heimil- mn, sem vilja taka börn í dag- gædu, og annast innritun I slika lagvist. 2. Með því að stuðla að dagvist- an í tcngslum við vinnustaði á ;>ann hátt að greiða laun fóstru, ef fjöldi barna í dagvist nær á- icveðinni lágmarkstölu. Sams kon ar fyrirgreiðsla verði einnig veitt, ef aðstandendur barnanna geta útvegað húsnæði fyrir dagvist“. Meðal þeirra, sem til máls ióku, var Gerður Steinþórs- dóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og flutti athyglisverða ræðu um málið. Fer hún hér á eftir: Herra forseti, góí/ir borgarfull- .rúar. Til eru þeir menn meðal vor, sem sjá ofsjónum yfir því að gróð ursett séu nokkur grenitré í land- inu og finnst þau skyggja fyrir alla útsýn staðarins. Eins er þeim mönnum farið, sem standa gegn fjölgun dagheimila í Reykjavík. Ræða Gerðar Steinþórsdóttur um barna- heimilamál á síðasta fundi borgarstjórnar Þeir óttast, að þá muni hlutur heimilanna að uppeldi barna hverfa í skuggann, — og þá sé voðinn vís. Á borgarstjórnarfundi þann 17. september var lögíf fram svohljóð andi tillaga frá Öddu Báru Sig- fúsdóttur: Sjá a) „Borgarstjórn vill vinna að því . . dagvist." í tillögu Öddu Báru Sigfúsdótt- ur felst tvennt. í fyrsta lagi er óskað viðurkenningar borgaryfir- valda á því, að ekki sé neyðar- úrræði að börn dvelji á dagheim- ili. í öðru lagi, að fundin verði lausn á vanda þeirra barna, sem ekki eiga forgangsrétt að dagheim ilum. Tillögunni var vísað til umsagn ar félagsmálaráðs og liggur sú umsögn nú fyrir, ásarnt sérstakri bókun frá Sigurjóni Björnssyni. Af umsögn félagsmálaráðs er ljóst, aö engrar stefnubreytingar er a& vænta. Það á eins og hing- að til, að koma að einhverju leyti til móts við þá, sem nauðsynlega þurfa á hjálp að halda. Enn seg- ir í umsögn félagsmálaráðs „að eftirspurn eftir dagvistun mætti að nokkru mæta með fjölgun leikskóla“. Umsögn félagsmálaráðs um dag vistun barna á stofnunum e.r á þá iund að „þar sem ekki er vit- að, hve mikil yrði eftirspurn eft- ir dagvistun, ef fullt gjald ætti fyrir að koima og sitthvaö fleira er óljóst í þeim málum, telur fé- lagsmálaráð nauðsynlegt, að hrað að verði þeirri könnun á viðhorfi almennings til þessa máls, sem farið er að undirbúa". En í næstu málsgrein á eftir vekur félagsmálaráð athygli á því „að engan veginn er örúggt talið, að daglangur aðskilnaííur baxns á þeim aldri, er dagvistunarkerfi tæki til . . sé barni skaðlaus“. Ráðið vill þó greiða fyrir dag- vistun á einkaheimilum, — en GerSur Steinþórsdóttir ekkert er minnzt á dagvistun í tengslum við vinnustaði. Umsögn félagsmálaráðs er í heild mjög loðin. Hún hefst á eft- irfarandi yfirlýsingu: „Félags- málaráð telur að svara þurfi vax- andi eftirspurn eftir vist á dag- heiimilum og leikskólum bprgar- inngp pip.ð auknu átaki við. upp- bvggingu. slíkra stofnana. Én síð- an er dregiö í land: sagt, að ekki sé sannað að dagheimili séu skað- laus og þvi skuli fremur fjölga ' leikskólum- A_f þessu mætti ætla, að ráðið bærí heill og hamingju barnsins svo mjög fyrir brjósti. að það vildi af þeim sökum ekki reisa þessar hætt.ulegu stofnanir. En nú eru til börn, sem búa við erf- iðar heimilisaðstæður og hafa ekki í önnur hús að venda en stofnanir Reykjavíkurborgar. Hivernig hefur borgin komið til móts við þessi börn? í Ársskýtrslu Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar stendur (bls. 23), ao' dag legur fjöldi barna á dagheimilum árið 1966 hafi verið 445, en fjór- um árum síðar 464, aukningin nemur 19 börnum. Á sama tíma- bili nam aukning á leikskólum 144 börnum, en leikskólar eru tví settir. í októher síðastliðinn voru 200 börn á biðlista á dagheimil- um, en aðeins þeir sem eiga við sérstaklega erfiðar heimilisaðstæð ur að búa geta látið sig dreyma um að komast á biðlista. Og biö- in getur orðið margir mánuðir. því að hreyfingin er lítil á dag- heimilum, sama barn dvelst þar oft fram til skólaaldurs, þar sem um er að ræða einstæða foreldra. Reykjavíkurborg þarf að gera stórátak, þótt ekki væri nema til að fullnægja lágmarkskiröfum. Með tillögu Öddu Báru Sigfús- dóttur er reynt að kanna viðhorf borgarstjórnar til þeirra kvenna, sem vilja vinna utan heimilis, þótt þær séu ekki tilneyddar. Það vió'- horf sem liggur að baki hjá borg- aryfirvöldum túlkar Svava Jakobs- dóttir í leikriti sínu „Hvað er í blýhólknum?“ Mig langar að til- færa nokkrar setningar úr því. Móðirin kemur með dótturson sinn, tyeggja mánaða snáða, í bárnavagni. Eftir að nágrannarn- ir bafa dáðst að barninu segja þeir: „Hitt skil ég ekki, þegar konur láta binda sig yfir barna- börnum ár og síð, bara til þess að mæðurnar geti verið á ein- hverju renneríi á vinnustaði af eintómri peningagræðgi og nenni ekki sjálfar að hugsa um bömin sin. Móðirin: Hún ætlar að byrja í banka í haust. HULINN HARMUR Rósa Þorsteinsdóttir HULINN HARMUR — ástarsaga — — Stórbóndinn og vinnustúlkan — Gróa í Bitru er alin upp í fátækt og fámenni. Duttlungar örlaganna haga því svo, að hún ræðst til starfa á stórbýli Arnórs í Undirhlíð, sem fellir hug til Gróu, þótt giftur sé. HULINN HARMUR er bók sem fólk leggur ekki ólesna frá sér. BÓK KONUNNAR f ÁR. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF. REYNIMEL 60, SÍMI 18660. OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR. Nágrannarnir: Nú. Móðirin: Meðan hann er að ljúka viðskiptafræðinni. Nágrannarnir: Já, svoleiðis, auð- vitað. Þessi skoöun er nokkuð út- breidd og í henni gætir vissulega tvískinnungs. Það telst ekkert at- hugavert, að barnið sé á dagheim- ili, ef konan vinnur utan heimil- is, af því að hún er einstæð móð- ir eða maðurinn hennar er við háskólanám. En ef konu langar til að vinna úti, er hún að bregðast skyldu sinni og barninu er orðið skaölegt að vera á dag- heimili. Hvers vegna er þjóðfé- lagið að sérmennta konur, en síð- an setja þeim stólinn fyrir dyrn- ar? Þá er komið að álitsgerð Sig- urjóns Björnssonar. Hann fer fram á auknar fjárveitingar og að gerg verði skipuleg áætlanagerð á grundvelii þess, að með bættri menntun kvenna, fari þátttaka þeirra í atvinnulífinu vaxandi, og þar meö vaxi þörfin fyrir uppeld- islega aðstoð. í sambandi við dag- vistun tekur Sigurjón Björnsson fram fjögur veigamikil atriði: f fyrsta lagi, að dvölin hafi ótví- rætt uppeldislegt gildi, og fylgzt verði með allri nýbreytnj er til bóta horfi. f öðru lagi, að börn sem búi við erfiðar uppeldislegar aðstæður þurfi sérstaka meðhöndl un. í þriðja lagi, aö börn yngri en þriggja ára þurfi að vera færri á deild og í sumum tilfellum muni heimagæzla færri heppi- legri. f fjórða lagi leggur hann til, að á vegum Félagsmálastofn- unarinnar starfi sérfróðir aðilar til leiðbeiningar foreldrum um val á dagvistun fyrir börn: Að lokum, að greiðsla fari eftir fjár- hagsgetu foreldra. Ég lýsi yfir stuðningi mínum við þessa tillögu Sigurjóns Björns sonar, því að hún fer í þá átt, sem ég tel að eigi að stefna. í þessum málum dugar ekki það hálfkák, sem gert er ráð fyrir í umsögn félagsmálaráðs. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á nýtt framtak, en til þess þarf miklu meira fjármagn og skipulega á- ætlanagerð. Þetta mál, sem hér er fjallað um, er eins og fram hefur kom- ið nátengt þeim umræðum um stöðu og hlutverk konunnar í þjóðfélaginu, sem mjög hefur bor ið á undanfarið. Mig langar því í lokin að vitna í grein eftir Halldór Laxness, sem skrifuð var fyrir 45 árum. Af henni má sjá, hve þróunin hefur verið' hæg, því að margt í grein- inni túlkar það viðhorf sem mjög er^rrkjandi. —■ Laxness segir: „Talsmenn fortíðarinnar bera nútíðarkonunni á brýn, að hún bregðist því hlutverki, sem henni sé áskapað af náttúrunni, og meti þann hlut að vettugi, sem til þessa dags þótti helzt aðail henn- ar, kvenleika sinn. Hún vanhelgi hina móðurlegu köllun, líti á hjónabandið eins og skopleik, vanræki börnin og kjósi sér öll starfssvið fremur en það sem liggi innan vébanda heimilisins. í stað- inn gapi hún og gíni yfir áhuga- málum mannsins, stjórnmálum, vísindum, listum og trúarbrögð- um, stæli við karlmenn á málfund um og gildaskálum, reylki og fái sér í staupinu með þeim“. Aftur- haldið reynir því, segir Laxness, að vinna að „afturhvarfi þeirra til móðurdómsins og barnagæsl- unnar, að endurreisn heimilisins, endurvöknum áhuga fyrir kven- legum kostum, sivo sem matar- gerS, saumafitli, heklingum og alls konar föndri".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.