Tíminn - 15.12.1970, Síða 9

Tíminn - 15.12.1970, Síða 9
ÞREÐJUDAGUR 15. desember 1970. TIMINN 25 3 Ijóðabækur frá Almenna Bókafélaginu Fyrir tveimur árum hóf Al- menna bókafélagið að gefa út sér- stakan flokk nýrra ljóðabóka. Var tilgangur félagsins að hjálpa með þessum hætti ungum höfundum til þess að „ná tali“ af þjóð sinni, enda þótti ekki þætti tiltækilegt að binda flokkinn við verk þeirra einna. Gert var ráð fyrir þremur til fjórum bókum árlega, og með því að hafa þær samstæðar að ytri gerð og láta þær fylgjast að hverju sinni, stóðu vonir til að unnt reyndist að halda verði þeirra í skefjum, án þess að slík- ur sparnaður bitnaði í einu eða neinu á frágangi þeirra. Virðist þessi tilraun hafal heppnazt, og hefur flokknum í heild verið vel tekið. Eru bækurnar alls orðnar sjö á tveimur árum, og þessa dag- ana bætast þrjár nýjar við, en þær eru sem hér segir: Nóvember eftir Lárus Má Þor- steinsson. Hann er yngsti höfund- urinn að þessu sinni, fæddur í Reykjavík, 9. okt. 1952. Hann stundar nám í menntaskóla og hefur ekki fyrr birt skáldskap sinn á prenti. Ljóðagerð hans hef ur á sér svipmót hinnar yngstu skáldakynslóðar, en er þó naum- ast bundinn jafnþröngu tónsviÓ*i og þar hefur tíðkazt. í mörgum j k'væðunum kennir skemmtilegr j ar hugkvæmni, og þar sem höf- undurinn einbeitir sér við knapp- an stíl, nær hann stundum mark- verðurn árangri. Þytur á þekju eftir Jón Jó- hannesson. Hann fæddist í Skál- Á HÆTTUSLÚÐUM Bók eftir Svein Sæmundsson Sveinn Sæmundsson eyjum á Breiðafirði árið 1903, en t hefur frá tvítugsaldri átt heima í i Rsykjavík, b'-r sem bann vir um ; langt skeið hjúkrunarmaður, en; síðan ájrmr, caroan 'u'.'gðavörður á ! HóteJ Bo'-g ITo-,i hefur aflað sér góðrar menntunar af sjálfsnámi, en er manna blédrægastur og hef ur aðeins gefið út tvenn Ijóða- á’ramnair a ols 30 FB—Reykjavík, laugardag. Á hættuslóðum er ný bók um ævintýri og hetjudáðir sjómanna, eftir Svein Sæmundsson. Útgef- andi er Setberg. Kaflaheiti bókar- innar eiru: Mannrán á sjó, Fastir í ísnum, Heimtir úr helju, Á loka daginn, Með Gottu til Grænlands, í byl og sorta um Breiðafjörð, Örlög við Djúp og Stórskipi bjarg að. Þarna er meðal annars sagt frá ferð Gottu til Grænlands 1929, þegar minnstu munaði að skipið færist í ísnum. Frá meistaralegri björgun stórskips út úr Reykjavik urhöfn í fárviðri og frá mann- ráni á sjó í síðasta stríði. Frásögn af íslenzkum togara, sem árið 1937 hlaut áfall í hafi, og var hætt kominn, og af haró'ræðum og hættuför hákarlamanna við Breiða 1970 Tímarit Sögufélags. Ritstjórar Björ.n Sigfússon og Björa Þorsteinsson. Út er kominn áttundi árgangur tímarits Sögufélags, Saga. Er þar að vanda á ferð myndarlegt rit og girnilegt til fróoleiks, samlþykk is eða andsvara. Fremst er að þessu sinni í rit- inu grein eftir Arnór Sigurjóns- son: Kveikurinn í fornri sagna. ritun. Kveikja þeirrar greinar e? raiunar önnur: Sendiför Úlfljóts eftir Sigurð Líndal (Skirnir 1969). Það lætur nokkuð að lík um að tímarit sem einkum er ætl að nútímalegri bókmenntakönn un, getur leyft sér öilu meiri fram úrstefnu í skrifum um sagnræði en tímarit helgað vísindalegri sögukönnun. Grein Arnórs verður lika sízt af öllu kennd við framúr- stefnu. Sérkenni hennar er ekki frumleiki heldur miklu fremur mjö ' skynsamlegt vit og hógværð. Njóta kostir Arnórs sín ágætlega á þessu sviði. Saklausum lesara kann að vísu að finnast sem heir farist nokkuð á mis, Sigurður og Arnór, þar sem Sigurður tali meira um sögu einstakra persóna, Arnór um sögu þjóðarinnar, eins og Ari segir hana. Þó er þess að vænta að þeir nái siðar saman. — Hitt er þeim er þessar línur rit- ar miklu leiðara, að sjá skjótast fram í grein Arnórs bá kyndugu tilhneigingu að vilja setja öll forn rit á sama sannfræðistall. Fyrst er að ræða sannfræði rita Ara, sannfræði íslendingasagna er allt annað miál og ástæðulaust heiðarlegum sagnfræðingi eins og Arnóri að hafa uppi háðsglósur um „háskólamenn" þar að lút- andi. Trausti Eiriarsson á í Sögu Nokkur atriði varðandi fund fs- iands, stutta en skýra grein sem einkum fjallar um siglingar forn- manna og fleira að þeim lútandi. Er jafnan fondtnilegt að sjá hvað raunvísindamenn hafa til mála að leggja varðandi forna sögu. Sagan andspænis 8. sratugnum nefnist erindi Edvards próf essors í Bulls (hróður Francis Bulls, bók-1 menntafræðingsins kunna). Birt-. ist erindi þetta nú nær samtímis j á íslenzku og norsku. Mér er grun ur á að þetta sé framtíðarspá sem ekki sé síður þörf íslenzkum stétt arbræo'rum Bulls en norskum, því j að enn skemmra sýnist sagníræði þó komin í átf tíl nútíðar og framtíðar hér en þar. Lengsbu grein ritsins (fullar 100 síður) skrifar Jón Sigurðsson 3 ÍSLENZKAR BARNA- BÆKUR FRÁ BOB FB—Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hafa borizt þrjár barna bækur eftir íslenzika höfunda, út- gefandinn er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Bækurn- ar eru: Yfir fjöllin fagurblá, eftir Ármann Kr. Einarsson, Blómin í Bláfjöllum, eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson og Útilegubörnin í Fannadal, eftír Guðmund G. Haga- lín. Yfir fjöllin fagurblá er þriðja bindið í endurútgáfu á verkum mns mikifvirka og vinsæla barna- og unglingabóka'höfundar. Fyrstu tvær bækurnar í heildarútgáfu á verkum Ármainns Kr. Einarssonar heita Tvö ævintýri og Gullroðin ský. í bókinni Blómin í Bláfjöllum eru tvær fallegar og sbemmtilegar sögur. Önnur ber sama nafn og bókin, hin heitir Gæfukúlurnar. — Bókin er sett með sfóru og greini- fegu letri, seim auðveldar lesturinn. Auk þess er hún ríkulega mynd- skreytt, og hefur Baltazar teiknað myndirnar. Fyrir sautján árum sendi Guð- mundur G. Hagalín frá sér bókina ÚtílegU'bömin í Fannadal, sem hann nefnir „sögu handa þroskuð- um börnum, unglingum og foreldr- um“. Bókin hlaut strax miklar vin- sældir og hefur verið ófáanleg um árabil. En nú kemur þessi ágæta uingTingabók út í nýjum búningi. Teikningar í bókinni eru eftir Hel- enu Viktorsdóttur. um þann sögufræga íslandsmála- ráðherra Peter Adler Alberti. Mun þetta að stofni til vera próf ritgerð frá Háskóta íslands. Virð- ist ritgerðin í alb staðj hin .traust asta og læsilegasta. Magnús Már Lárusson birtir and mælaræðu frá doktorsvörn um ís- lenzkan tréskurð, og ennfremur er frá honum komið bréfkorn eitt eoá skjal, býsna merkiiegt Þó er svo að sjá sem Haraldur Þéttfrs&n eílgi; skilinti' méiri héið- ur af fundi skjalsins en Magnús, en ekki virðist það fyrr hafa ver- ið biirt öðrum. Þarna koma fram þær gagnmerku upplýsingar að ekki sé liðin nema ríflega hálf önnur öld síðan lokaðist leið milli Suður- og Norðurlands vestan Hvítárvatns en austan Langjö'kuls. Þörf hefði að sönnu veriö á frek- ari útskýringum með skjalinu, t.a.m. yrði ókunnum væntanlega fyrst spurn hvort enn sést móta fyrir slóðum norðan vatns eða sunnan, jafnframt sem kunnugum mun þukja sem þröngfarið yrði milli Skriðufells og vatnsins, þó svo Jökullinn væri vikinn undan. Er fuíl ástæða til að vænta frek- ari umræðna. Grein Hallfreðar Arnar Eirfks- sonar þjóðsagnafræí^ngs um Þjóð sögor og sagnfræði er fróðlea iesn ing og ýmsar athyglisverðar app lýsingar þar að fá. Forvitnilegra hefði ófróðum þó e.t.v. orðið að fá eitt eða tvö skýr dæmi um heimildargildi hjóðsagna. Er von- andi að meira heyrist frá Hall- freði um svið hans og betur verði að honum og hans fræðum búið héðan af en hingað til af opin- berum aðilum. Enn skal getið greinar Þórðar Tómassonar: Vikið að landi og sögu í Landeyjum. Sú grein er einkum svár við grein Trausta Einarssonar í Sögu 1967 um sama efni. Þórður skrifar af geysileg- um fróðleik og þekkingu á sögu og landi, — en mikið hefcÆ nú verið gott að fá þó ekki væri nema eitt-tvö kort til skýringar. Svona greinar verða ókunnugum næsta gagnslitlar án korta. Enn er fleira efnj í ritinu bótt ekki sé talið upp hér, og skal að- eins að lokum ritstjórum bakkað myndarlegt rit, höfundum góðar greinar — og fróðleiksfúsir lesar- ar hvattir tíl að Láta Sögu 1970 ekki framhjá sér fara. Heimlr Pálsson. fjörð. Og hér segir frá örlögum sjómanna á ísafjart/ardjúpi, sem í fárviðri fyrir aðeins tveimur ár- um reyndust sannkallaðar hættu- slóðir. Sveinn Sæmundsson, höfundur bókarinnar, er Akurnesingur. Hann hleypti snemma heimadrag- anum, og var lengi í siglingum. Síðar var hann við nám og stöi-f í Kanada og Þýzkalandi. Hann stundaði blaðamennsku um hríð. en hefur verið blaðafulltrúi Flug- félags íslands síðastliðin 13 ár. Sveinn er kunnur fyrir bækur sín ar um ævintýri, harðræ./i og hetju dáðir sjómanna og fyrir útvarps- og sjónvarpsþætti. Fyrri bækur hans, sem hlutu frábærar móttök- ur eru: í brimgarðinum. Menn í sjávarháska, í særótinu og í stríði og stórsjóuín. LIFIÐ EFTER DAUÐANN - NÝ BÓK EFTIR RUTH MONTGOMERY FB—Reykjavík, laugardag. Bókaútgáfan Fifill gefur út að þessu sinni bókina Lífið eftir dauðann eftir Ruth Montgomery, þýðandi er Hersteinn Pálsson. í þessari sérstæðu bók eftir Ruth Montgomery, sem einnig hefur skrifað bókina í leit að sannleik- anum, sem varð metsölubók og fjallar um hugræn fyrirbæfi, 'segja margir þekktir Bandaríkja- meún frá afleió'ingum þess, að þeir ákváðu að komast að orsök- um þessarar skyndilegu tilfinn- ingu um endurfundi. Hin áhrifamikla reynsla, sem höfundurinn segir frá, varpar birtu á margt, sem annars er lítt skiljanlegt, s.s. kynþátta-, trúar- og efnalegt misrétti, mótmæla- öldu ungs fólks um heim allan, líkamlega bæklun og erfið veik- indi, mikilvægar ákvarðanir, sem við tökum í lífi okkar, sorg og ástvinamissi, sem virðast tilgangs- laus. Svörin í bók þessari eru öll komin frá lifandi fólki, sem margt er framarlega -á ýmsum s'viðum mannlifsins, og sem er þess full- visst, að við séum rétt að byrja að komast að sannleikanum um tilveru mannsins og sálar hans. Frásagnir þeirra kunna að vera hjálp viV ráðningu hinnar miklu lífsgátu. Bókin er 187 bls. Bómullarskyrtan, scm ekki þarf að strauja. - Hlý, falleg þægileg og I mörgum litum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.