Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 TIMINN Hann lofaði henni gulii og grænum skógum. Attílio slapp með fjöigur ár í Lundúnum og Carmelo, þriðji bróðirinn, var gerður brott- rækur úr Englandi og var sett ur í belgískt fangelsi, þó að- eins í eitt ár. En Marie? Flaug hún frjáls og glöð út úr gullbúrinu? Nei, ambáttin gat ekki strax brot- ið af sér alla hlekki, — og ef til vill, var Eugenio þrátt fyr- ir allt ekki þrælahaldari í hennar augum. Hún var enn hans, jafnvel þótt þykkir fang- elsimúrar aðskildu þau. Marie beið trygig í nálægðinni og þeg ar hann varð frjáls, fór hún til hans. Næstu árin bjuggu þau saman eins og hjón. ÍÞegar hér var komið sögu, roru bræðurnir farnir að tína tölunni, og aðeins Eugenio, Attilio og Salvatore lifðu eftir. Eugenio gerðist betri maður með aldrinum og þegar hann fékk hjartaáfall í marz s.I. ákvað hann að efna loforð sitt við Marie og kvæntist henni í San Remo, en þá vissi hann að hann ætti aðeins skammt eftir ólifað. Það varo' heldur ekki langt, þvi aðeins hálfum sólar hring eftir brúðkaupið lézt hann. Skyndilega stóð Marie þarna ein og var erfingi geysi- legra auðæfa. Gizkað er á, að upphæðin nemi 25 til 30 millj- ónum dollara, þegar allar eign ir eru metnar, sem eru víðs- vegair um Evrópu. Þar að auki er um að ræða mikið af veró'mætum skartgripum. f erfð'askrá sinni, arfleiddi E-ugenio Marie að öllum jarð- neskum ei-gnum sínum. Þeir sem eftir lifa í fjölskyldunni, Salvatore, Attilio og systirin Margherita, mótmæltu þessu kröftuglega og færðu þau rök, að hjónabandið hefði verið ólög legt, þar sem Marie væri gift öðrum. Hún hafi verið gift herra Smith árið 1954. Marie, sem þá var farin aft- ur til Belgíu — varð fyrir áfalli, því þetta var i fyrsta sinn, sem hún heyrði, að hún hefði veriö gi-ft áður. í júní í ár fór hún til dóm- ara í Lundúnum til að fá hjónabandið ógilt. Haft var uppi á herra Smith eftir aug lýsingu í blöðunum. Hann við- urkenndi að hafa tekið við nokkur þúsund krónum fyrir að kvænast belgískri stú-lku, svo að hún fengi brezkan rík- isborgararétt. Nú reið á öllú fyrir Marie, hvernig dómurinn yrði. Verj- andi hennar sagði, að þetta væri aðeins m-áilamyndahjóna- band, sem Eugenio Messina hefúí lagt á ráðin um, Yrði hjónabandið dæmt lög-legt, hefði hún enga kröfu til auð- æfanna, en yrði þess í stað dæmd fyrir að hafa vexið gift tveim mönnum í einu. Eftir talsvert málavafstur fór þó svo, að hjónaband Marie og herra Smith var dæmt ógilt. Dómarinn sagði, að hún hefði verið þvinguð í þetta hjónaband og þar með var Marie að réttu ekkja eftir Eug enio og átti tilkall til að minnsta kosti -helmings auðæfa hanS. Ef siðan ítölsk yfirvöld sam-þykkja enska dóminn (Mess ina var ítalskur) sem þau eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma, munu gera, er hún einkaerfingi Eugenios. Taki ítölsiku yfirvöldin e-kki fljótlega afstöðu til málsins, getur orð- ið langt og biturt stríð um auðæfi Eugenios. Bræðurnir tveir o-g sytirin, sem eftir lifa, vaka eins og ránfuglar yfir gröf bróður síns o-g hafa jafnvel krafizt þess, að líkið verði graf ið upp, til að reyna ao' draga málið á langinn og ef til vill 23 að reyna að koma morðsök á Marie. Læknar hafa hins veg- ar mar-g lýst yfir, að dánaror- sökin hafi verið hjartaslag. Messina var 64 ára, þegar hann lézt. Systkinin hafa einnig sent menn sína til Lundúna til að gefa lögfræðingum fjö-lskyld- unnar stran-gar skipanir um, að afhenda Marie efcki eyri, eða einn skartgrip, sem Mess- ina átti. Meira að segja fengu þeir líka skipun frá ítölsku-m dómsyfirvöldum um að gera þag ekki. Sa-mkvæmt öllum brezkucn lögum getur ekkert ko-mió' i veg fyrir, að Marie fái þann hluta arfsins, sem Messina skildi eftir sig í Lund- únum. Marie sjálf lýsti nýlega yfir i London, að henni væri alveg sama um allar hótanir fjöl s-kyldunnar og væri hvergi hrædd. Þá tóku systkinin til sinna ráða á ný. Þau sögðu, að Eug- enio hefði verið kvæntur fyr- ir, þegar hann gekk að eiga Marie í marz 1970. En þetta féll um sjálft sig. í ljós kom sem sé, að Eugenio hafði verið það mikill maður, að ganga frá því hjónabandi. áður en hann kvæntist Marie. Hann gat sem sé sannað. aíy hann hafði aðeins búið með hinni konunni, aldrei kvænzt henni. Nú segir Marie: — Ég er hamingjusöm. Nú er ég frjáls og ég ætla að berjast fyrir rétti mínum. En áður en hún getur sezt niður sem auðug- asta kona í 'Belgíu, verða ítöisk yfirvöld að segja sitt síð- asta orð. En Messina-systkinin brýna hnífa sína. . (Þýtt SB). ■H—IIIIIMIIilllll H I I lll'l|i|ll ll'll' Illllll Við höfum fengið nýtt símamímer . SLÁTURFÉLAG SUDURLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.