Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 12
Föstudagur 18. desember 1970. E1 ' f _ yj.. /í d. 4 ... . '•■. - : Bjarni Sæmundsson í Reykjavíkurhöfn í gaer. (Tímamynd GE) BJARNI SÆMUNDSSON KOMINN OO—Reykjavík, fimmtudag. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ inundsson lagði að bryggju í Reykjavík kl. 9 í morgun. Kom skipið hingáð frá Noregi og var fjóra og hálfan sólarhring á leið inni. Var slæmt veður alla leið- ina en skipió' reyndist hið hezta í sjó og gekk ferðin að öllu leyti að óskum. Á morgun, föstudag, verður Bjarni Sæmundsson formlega af- hentur Rannsóknarstofnun sjávar útvegsins. Fer skipið í sína fyrstu rannsóknarfei1® strax upp úr áramótum. Bjarni Sæmundsson er 771 rúm lest að stærð. Afturhluti skips- ins er smíðaður einso g á skuttog ara og eru öflugar vindur í því til að gera tilraunir með margs konar veiðarfæri. Þá eru að sjálf sögc/u í skipinu fjölmörg tæki til fiskileitar og margs konar rannsókna. í dag hefur verið stöðugur straumur, aðallega sjómanna, um borð í Bjarna Sæmundsson, til að skoða skipið og öll þau tæki sem það er búið. Samgönguáætlun fyrir Austur- land væntanleg innan skamms EB-Reykjavík, fimmtudag. Magnús Jónsiím, fjármálaráð- herra upplýsti það í umræðum um fjárlögin í dag, að gerð samgöngu úætlunar fyrir Austurl. væri senn að Ijúka, og yúði liafizt handa á næsta ári við framkvæmd henn- ar. Áætlað væri að framkvæmd- irnar kostuðu 60 millj. kr. á ári. Eiga framkvæmdir þessar að standa í 5 ár, þannig að kostnað- urinn við þær er áætlaður 300 millj. kr. Til þessara framkvæmda, á Jólatrésskemmtun Framsóknarfél. Framsóknarfélögin í Reykja- vík efna til jólatrésskemmtun- ar fyrir börn i Súlnasalnum að Hótel Sögu miðvikudaginn 30. desember nk. Skemmtunin hefst kl. 3 síðdegis. Jólasveinn kem- ur í heimsókn, og börnin fá jólagjöf og ávexti. Aðgöngu- miða má panta á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, sími 24480. Verða mið arnir seldir þar á skrifstofunni og einnig á afgreiðs’u Tímans, Bankastræti 7, sími 12323. L aæsta ári, er lagt til í breytingar- tillögu frá fjái-veitinganefnd, að tekið verði 60 millj. kr. lán. Er lagt til í breytingartillögu Biggs handtekinn Brezki lestarræninginn Biggs, var handtekinn í Durban í Suður- Afríku í dag, fimmtudag. Árið 1965 hlaut hann 30 ára fangelsis- dóm, vegna lestarránsins mikla nálgtæ London ’63, en strauk fljót lega úr fangelsinu. Hans hefur verið leitað í 5 ár, í 100 löndum. Orðsending frá Happ drætti Framsóknar- flokksins í Kópavogi Þeir, sem fengið hafa heim- scnda miða vinsamlegast geri skil á skrifstofunni, Neðstutröð 4, við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 17 til 19 og 20 til 22, og á morgun frá kl. 13 til 19. frá fjárveitinganefnd við fjárlaga frumvarpið fyrir 1971, að tekið verði lán að fjárhæð allt að 260 millj. kr. eða jafnvirði hennar í erlendum gjaldeyri ,og endurlána fé þetta Vegasjóði, 200 millj. kr. til lagningar hraðbrauta og 60 millj. til vegaframkvæmda á Aust urlandi. Miklar launa- hækkanir í EBE Framkvæmdanefnd EBE varar við verðbólguþróun innan bandalagsins EJ—Reykjavík, fimmtudag. ir Laun í iðnaði Efnahagsbandalagslandanna sex hafa hækkað mjög mikið nú síðustu mánuðina, og miklu meira en sem nemur framleiðni- aukningunni. Þetta kemur fram í yfirliti frá framkvæmdanefnd Efna- hagsbandalagsins, þar sem mjög er varað við verðbólguþróun. ic EBE-nefndin áætlar, að á árinu 1970, sé það tekið í hfúld, muni launa hækkanir á hvcrn starfsmann í iðnaði hækka um 10—22%, en áætlað er að framleiðslan á starfsmann hækki um aðeins 3—7,5%, sem er að- eins um þriðjungur af launahækkununum. Þessi þróun er sterkust í Vestur- Þýzkalandi. Þar hefur nokkuð dreg ið úr fjárfestingu í iðnaði sáðustu mánuði og nokkuð dregið úr fram- leiösluaukningun,ni. — Á þriðja ársfjórðungi þessa árs, voru laun í iðnaði í Vestur-Þýzkalandi um 17% hærri en á sama síma í fyrra, en vísitala vöru og þjónustu var um 4% hærri en á sama tíma 1969. I Frakklandi voru tímalaun í iðnaði 10,5% hærri í október sl. en í sama mánuði í fyrra, og vísi- tala vöru og þjónustu var um 5,5% hærri. Á ítalíu hefur vísitalan hækkað um 5%, en launin um 16%, og er þá aðeins miðað við lægstu laun. í Hollandi og Belgíu hefur þró- unin verið nokkuð svipuð. Á þriðja ársfjórðungi voru tímalaun í iðn- aði í Hollandi um 10% hærri en á sama tíma í fyrra, og vísitalan um 5% hærri. í Belgíu voru tímalaun- in í september sl. 11,5% hærri en í sama mánuði 1969, en verðvísi- talan hafði þó aðedns hækkað um 3,5%. Þessar verðhæbkanir og launa- hæbkanir eru auðvitað verulegar, en verðlag hefur þó ebki hækkað eins mikið og t. d. í Bretlandi, þar HVER VILL NÝJAN SENDI- HERRABÚSTAÐ í K.HÖFN? EB—Reykjavík, fimmtudag. í hugum ráðamanna undanfarið hefur verið að selja sendiherrabú- staðinn íslenzka í Kaupmannahöfn og kaupa nýrra og hentugra hús- næði. Ekki er ljóst undan hvers rifjum þessi hugmynd er upphaf- lega komin, en á Alþingi í dag upp lýsti Halldór E. Sigurðsson það, að undirnefnd fjárveitinganefndar hefði í sumar komið í veg fyrir að bústaðurinn væri seldur. Þarf sam- þykki fjárveitinganefndar Alþing- is áður en bústaðurinn verði seld- ur. Ekki er annað vitað, en sendi- herrabústaðurnn sé vel íbúðarhæf- ur og er því .’íklegt, að ekki verði samþykkt nú að hann verði seld- ur, enda mörg önnur nauðsynlegri verkefni fyrir hendi, sem veita þarf fé til. sem vísita'a vöru og þjónustu var í október sl. 8,2% hærri en í sama mánuði 1969. Samt sem áður hefur fram- kvæmdanefnd EBE hvatt ríkis- stjórnirnar til þess að vinna gegn verðbólgunni, og bent á, að það verði ekki gert á einum degi, heldur þurfi ákveðna stefnu í 511- um EBE-rikjunum, bæði varðandi verðlag og kaupgjald, opinber út- gjöld og fjármálapólitik. Tölurnar hér að ofan bera einn- ig með sér mjög verulegar launa- hækkanir umfram verðhækbanir, og því verui’ega bætt launakjör iðnverkafólks. Stofna félag fH náttúruverndar í flestum löndum heims hefar árið 1970 verið helgað náttúia- verndarmálum. Það er nú orðið ljóst, að margs konar mengnn í lofti, láói og legi hefur haft heÆlsu spillandi áhrif á l£f manna og vald ið dauða fjölmargra plöntu- og dýrategunda. Auk þessa hafa gæði náttúrunnar gengið mjög til þurrðar og eru sums staðar á þrot um, og fögrum náttúrufyrirbær- um verið spillt. Því er full ástæða til, að alþjóð fái fræðslu um, hvað er að ger- ast í umhverfi manna til aS auð- veldara verði að sporna við fót- um og varðveita náttúruauðlindir íslands. Af þessum ástæðum hafa nokkr ir áhugamenn boðað til stofnfund ar félags um náttúruvemd í Reykjavík og nágrenni. Stofnfundurinn verður haldinn á Hótel Sögu sunnudaginn 20. des. 1970, og hefst hann kl. 15.30 sfð- degis. Allt áhugafólk um náttúru- vernd í Reykjavík og nágrenni er eindregið hvatt til þess að koma á stofnfundinn. Undirbúningsnefndin. dagar til jóla BlLAEIGENDUR HAFA GREITT 726 MILLJ. — umfram það, sem verið Hefur varið til vegamála KJ—Reykjavík, miðvikudag. f athugasemd frá stjórn Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda vegna frumvarps til laga um hækkun á bensíni og þungaskatti, segir að bifrciðácigendur hafi þegar á árinu 1969 og i ár greitt 726 milljónir umfraiu það sem var ið hefur verig til vegamála, í formi opinberra gjalda og af rekstrarvörum bifreiða. í athugasemdintii segir að á s. 1. tíu árum hafj tekjur ríkissjóðs af umferðinni num ið 6.270 milljónum króna, og þar af hafi aðeins 2.(544 tnilij ónum verið varið til vegamála en 3.626 milljónir hafi farið til annarra þarfa ríkisins. Þá mót mælir FÍB harðlega þeim vinnuþrögðum ríkisvaldsins að koma aftan að bifreiðaeigend- um með nýjar álögur á þeim t.íma sem verðstöðvun er í gildi, og ennfremur að allur samanburðtir við önnttr Norðúr lönd um lægra bensínverð sé órökstuddur. Þá hefur Tímanum borizt ályktun sameiginlegs fundar framkvæmdaráðs landssam- bands bindindisfélaga _öku- manna og stjórnar BFÖ í Reykjavík, þar sem frumvarp intt um hækkunina er mótmælt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.