Tíminn - 24.12.1970, Page 2

Tíminn - 24.12.1970, Page 2
2 TIMINN FIMMTUDAGUR 24. desember 197« Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverki Grétu og Gunnar Eyjóifsson sem Fást. „Kitty-Kitty- Bang-Bang“ í Tónabíói Tónabíó sýnir á annan jóla- dag enek-amerísika stórmynd í litum, „Kitty-Kitty-Bang- Bang“. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Ians Flem- ings, sem komið hefur út á ís- lenzku. Framleiðandi er Albert R. Broeeoli, leikstjóri Bretinn Ken Huges og tónlistarstjóri Irwin Kostal („West Side Story“, Sound of Music“). Tón list og ljóð við myndina hafa þrægurnir Richard oig Robert Sherman samið, en þeir eru höfundar söngvanna og lag- anna í „Mary Poppins". Aðal- arinn frægi og skemmtikraftur inn Dick van Dyke, brezki leik arinn Lionel Jeffries, og þýzki leikarinn og fiðluleikarinn Gert Frobe, kvikmyndaleikar- inn og ballettmeistarinn Ro- bert Helpmann, og sío'ast en ekki sízt Sally Ann Howes, sem varð kunn kvikmyndaleik- kona þegar 12 ára fyrir ieik sinn í brezku myndinni „Fimmtudags barn“. Þá fer James Robertson Justice með hlutverk í myndinni. Hér verður ekki greint frá efnj myndarinnar heldur drep- ið lítillega á sögu hennar. Þegar „Kitty-Kitty-Bang- Bang“ var frumsýnd í Odeon- leikhúsinu í Lundúnum að við- staddri konungsfjölskyldunni brezku, voru liðin mörg áf frá því er Dana Borccoli gaf manni sínum, kvikmýhdafram- leiðandaeum kunna, Albert Broccoli, líkan af Brookland- kappakstursbílnum, sem var frægastur slíkra farartækja í eina tíð. Þá minntist Broccoli þess að Ian Fleiming hafði ekki einungis samið bækur um 007 — hann hafði líka skrifað bók um undrabílinn, „Kitty-Kitty- Bang-Bang“. Þessi skemmti- lega tilviljun varo' upphaf söng leiksins og kvikmyndarinnar með sama nafni, sem Broccoli hleypti af stokkunum. Undir- búningurinn tók langan tíma, sjálf kvikmyndunin tók sjö mánuði, og „Kitty-Kitty-Bang Bang“ varð dýrasta söngleiks- mynd, sem gerð hefur verið utan Bandarikjanna. Kvikmyndin var tekin á ýms um stöðum — í Rotenburg ab der Tauber, þorpi frá 12. öld í Bayern, í San Tropez í Suð- ur-Frakklandi og loks á Eng- landi. Fjrrir rtiyndatökuna voru‘gerðir tVéíf „furðubílar", annar fyrir venjulegan akstur, '''éii'hirln' méðrrflothöffúm, þann ig að hann gat flotið á vatni og auk þess með vængjum, sem spenna mátti út frá yfir- byggingunni, og sá kappakstur garpurinn Alan Mann um smíð ina á þeim báöum. Rowland Emmett, uppfinningamaður og teiknari, sem frægur er orðinn fyrir skopmyndi f Punch, smíðaði eigin hendi þær upp- finningar Caractacusar Potts, sem fram koma í kvikmynd- inni — ryksuguna, sjálfvirka ruggustólinn og allt það. Ian Fleming samdi söguna um töfrabílinn, þegar hann var að jafna sig eftir hjartabilun 1961. En sjálfur þíllinn, sem er aðalsöguhetjan í þeirri bók, var smíðaður árið 1920. Það var kunnur greifi, Zborowski að nafni, sem lét smíða þenn- an tveggja smálesta þunga og næstum sex metra langa kapp akstursbíl úr messing, kopar og áli, sem náíh allt að 150 fcm hraða á klst., knúinn Ford V-6 hreyfli, og þótti hin mesta galdrasmið í þann tið. Fást í Þjóðleikhúsinu Á annan dag jóla frum- sýnir Þjóðleifchúsið eitt þekkt- asta leikverk allra tíma og er það leikritið Fást, eftir Johann Wolfgang Goethe, í þýðingu Yngva Jóhannessonar. Leifc- stjóri er Karl Vibach, leik- hússstjóri frá Liibeck, en leik- tjalda og búningateiknari er Ebkehard Kröhn frá sama leikhúsi. Aðalhlutverkin þrjú eru leikin af Gunnari Eyjólfs- syni, sem er Fást, Róbert Arn- finnsson, leikur Mefistofeles og Sigríður Þorvaldsdóttir leik- ur Margréti. Alls eru rösklega 30 hlutverk í leiknum og auk þess eru um 35 auka1 eikarar í ýmsum atriðum. Þá kemur einnig hljómsveitin Trúbrot þar fram. Aðstoðarleikstjóri er Gísli Alfreo'sson. Byrjað var að æfa leikinn í byrjun október og hefur verið æft stöðugt síðan. Þetta er í fyrsta skipti, sem Fást er fluttur á íslenzku leik- sviði. Bjarni frá Vogi hefur þýtt Fást, það er að segja fyrri hluta verksins Fást I. Sú þýð- ing hefur komið út á prenti, en er nú löngu uppseld, Þetta veró'ur í 15 skiptið, sem leikstjórinn Karl Vibach, sviðsetur Fást, svo hann ætti að vera verkinu kunnugur. Hann er einnig þekktur utan Þýzkalands, hefur m.a. stjóm- að leikritum í Moskvu, New York, Leningrad og Buenos Aires. Það tók Goethe 50 ár að skrifa Fást og hann sá leikinn aldrei á sviði. Hann dó 1823, en leikritið var fyrst sýnt á leiksviði 8 árum eftir dauða hans, eða árið 1840. Fást er mjög þjóðlegt verk og er sam- ifð eftir gamalli þýzkri þjóð- sögu frá 15 öld, en hún var oft leikin á markaðstorgum í Þýzkafandi. Áhrifa frá þessari venju gætir í leikmynd Kröhns í sýningu Þjóðleikhússins. Karl Vibach 'hefur nýverið sett Fást á svið í Liibeok, frumsýning í marz 1970, og er uppsetning hans hér í meginatriðum hin sarna. Mikil eftirspurn hefur verið eftir aðgöngumiðum á frum- sýninguna á Fást og munu rúm lega 400 hafa skrifað sig á biðlista. Kristnihaldið, Jörundur og Hitabylgja hjá Leikfélaginu Laugardaginn annan dag jóla sýnir Leikfélag Reykjavík- ur Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness, en það leik- rit hefur notið framúrskarandi vinsælda í allt haust og aBsókn að því verið meiri en áður hafa verið dæmi til. Sýningin hefst kl. 20,30 um kvöldið. — Daginn eftir, sunnudaginn 3. í jólum eru tvær sýningar. Kl. 15 verður 66. sýning á Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason og um kvöldið kl. 20.30 verður Hitabylgja eft- ir Ted Willis, en hún hefur hlotið góðar viðtökur leikhús- gesta. hlutverk leika kvifcmyndaleik- Jón Aðils og Jón Sigurbjörnsson í Hitabylgju. Helgi Skúlnson i hlutverki Jörundar hundadagakonungs. Brynjólfur Jóhannesson sem Tumi safnaðar- formaður og Þorsteinn Gunnarsson sem Umbi í Kristnihaldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.