Tíminn - 29.12.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.12.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1970. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnssor <áb> Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas j Karlsson. Auglýsingastjóri: Stemgri^yax Gíslason. flitstjómar. skrifstofur 1 Edduhúsinu. simar 18300 — 18306 Skrifstofur Bankastrætí 1 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofux simi 18300 Askriftargjaid kr 195,00 á mánuðl, mnaniands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf Jóiagföf rikis- st|ómarinnar Ríkisstjómin færði skattþegnum eftirminnilega jóla- gjöf að þessu sinni. Daginn fyrir Þorláksmessu birti fjármálaráðherra tilkynningu þess efnis, að lokið hefði verið við að ákveða skattvísitöluna fyrir næsta ár og hefði hún verið ákveðin 168 stig, eða 28 stigum lægri en hún ætti að vera, ef hún væri í samræmi við fram- færsluvísitöluna, eins og gert var í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar og Framsóknarmenn hafa lagt til á Alþingi, að gert verði framvegis. Ef framfærsluvísitölu væri fylgt og miðað við meðaltal ársins 1964, en tölur skattalaganna byggjast á því, ætti skattvísitalan að verða 196 stig á næsta ári. Hvað þetta þýðir fyrir skattþegnana sést bezt á þvi, að samkvæmt skattvísitölu þeirri, sem nú hefur verið ákveðin, verður frádráttur einstakiings við tekju- skattsálagningu 134.400, en frádráttur hjóna 188.000 kr. Ef fylgt hefði verið framfærsluvísitölu og skatt- vísitalan ákveðin 196 stig, hefði frádráttur einstakl- ings orðið 178 þús. kr. og frádráttur hjóna 219.200 kr. Hér munar rúmlega 40 þús. kr. hjá einstaklingum og 30 þús. kr. hjá hjónum. Þar sem þessar tekjur munu hjá langflestum lenda í hæsta fékjuskatts- og ufsvars- þrepi, svarar þetta til þess, að einstaklingur greiði um 24 þús. kr. meiri tekjuskatt og útsvar en ella, en hjónin 18 þúsund kr. Með þessum hætti er tekinn aftur mjög ™nilo«ur hluti þeirrar kaupuppbótar, sem láglaunafólk fékk á síðastliðnu ári, enda þótt þar væri ekki um raunverulega hækkun rauntekna að ræða, heldur væri verið að bæta mönnum þá skerðingu dýrtíðarbóta, sem beir höfðu orðið fyrir á árunum 1968 og 1969. Það, að ekki hefur átt sér stað raunveruleg hækkun rauntekna. sést bezt á bví, að kaupmáttur tímakaups er nú talinn svinaður og 1967. Skattarnir, sem menn verða að greiða af tekjum ársins 1970, verða hins vegar miklu hærri en skattarnir. sem þeir þurftu að greiða af tekium ársins 1967, ef skatt- vísitalan 168 verður látin gilda við skattálagningu næsta árs. Skattbegnarnir mega ekki sætta sig lengur við þau ólög, að skattvísitalan sé ákveðin ár eftir ár miklu lægri en framfærsluvísitalan. Alþingi verður að breyta þessari ákvörðun ríkisstiórnarinnar, þegar það kemur saman eftir áramótin. Verði Alþingi ekki við þessari réttmætu kröfu skattþegnanna, verða þeir að minnast þeirrar af- stöðu þess á réttan hátt í kosningunum á vori komandi. Nýr y@fningyr? Vel mætti draga þá ályktun af ritstjórnargrein- um Þjóðviljans, að nýr klofningur væri að hefjast í Al- þýðubandalaginu. Þjóðviljinn hefur dag eftir dag birt lofgreinar um þá þingmenn bandalagsins, sem greiddu atkvæði gegn hækkun benzínskattsins og birta kafla úr ræðum þeirra. Hins vegar segir blaðið ekkert frá af- stöðu hinna, sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu eða voru fjarverandi og veittu hækkuninni þannig óbeinan stuðn- ing, en í hópi þeirra voru Lúðvík Jósefsson, Jónas Árna- son, Geir Gunnarson og Eðvarð Sigurðsson. Hvers vegna gerir Þjóðviljinn hlut þessara þingmanna Alþýðubandalagsins svona miklu minni en þeirra Magnús- ar líjartanssonar cg Gils Guðmundssonar? Er Alþýðu- bandalagið að klofna enn einu sinni? Þ.Þ. r ERLENT YFIRLIT Jotin B. Connally - demokratinn, sem ætlar að hjálpa Nixon Hann tekur viS vandasamasta embætti stjórnarinnar EFNAHAGSMÁLIN valda Nixon forseta mestum áhyggj- um um þessar mundir. Fjár- málastefna hans hefur verið reist á þeirri gömlu kenningu, að öruggasta leiðin til að hamla gegn vaxandi dýrtíð væri hæfi- legt atvinnuleysi. Stjórnin hef- ur því beitt ýmsum samdrátt- araðgerðum, sem hafa orðið til þess að auka atvinnuleysi, og er það nú meira í Bandaríkjun- um en það hefur verið um .'angt skeið. En dýrtíðin hefur jafnframt haldið áfram að vaxa hraðara en nokkru sinni fyrr og þannig afsannað eina aðalkenningu íhaldssamra hag- fræðinga. Fleiri og fleiri banda rískir hagfræðingar gerast nú sammála um, að vænlegasta leiðin til að ná því tvíþætta markmiði, að draga úr atvinnu- leysinu og hamla gegn dýrtíð- inni, sé að auka þjóðarfram- leiðsluna, en slíkt getur ekki orðið nema horfið verði frá samdráttarstefnunni o; það gert a.lt í senn, að lækka vexti, auka útlán banka og hafa halla á fjarlögunum. I þingkosningunum, sem fóru fram í byrjun nóvembeý kóm það glöggt í ljós, að dýrtíðar- vöxturinn og atvinnuleysið áttu meginþátt í því, að úrslit- in urðu republikönum óhag- stæðari en Nixon gerði sér von ir um. Hann hefur því takmark aða von um endurkjör 1972, nema honum takist að draga úr dýrtíðarvextinum og atvinnu- leysinu. Eftir kosningarnar hleraðist það líka fljótt, að Nixon hefði ákveðið að skipta um fjármálaráðherra, enda hafði núverandi fjármá.'aráð- herra, David Kennedy, látið skilja á sér áður, að hann vildi gjarnan komast frá Washing- ton. Hann er gamall banka- stjóri, sem ekki hefur náð tök- um á hlutverki fjármálaráð- herrans, enda hrærzt í hugar- heimi gamalla, úreltra ihalds- kenninga. EFTIR að kunnugt varð um, að Nixon myndi skipta um fjármálaráðherra, hefur for- vitni blaðamanna mjög beir.zt að því, hver yrði eftirmaður Kennedys. Líklegt þótti, að Nixon myndi reyna að vanda vel val hins nýja fjármálaráð- herra og veita honum mikið vald. Fjármálaráðherrar í Bandaríkjunum hafa oft verið áhrifamestu menn viðkomandi stjórna, eins og t. d. Henry Morgenthau í stjórn Frankl-as D. Roosevelts og George Humphrey í stjórn Eisenho'.v- ers. Mikið vald fyl'**- líka stöðu fjármálaráðherrans Áhrif fjármálaráðherrans og afskipti geta náð til allra ann- arra ráðuneyta, ef hann telur það nauðsynlegt. Verkefni hans er þó fyrst og fremst að móta og marka fjármá.'astefnu ríkis- stjórnarinnar jafnt inn á við og út á við. Athafnasamur og ráðríkur maður í embætti fjár- Nixon og Connally málaráðherrans getur því orð- ið valdamikill, bæði beint og óbeint. Óhætt mun að fullyrða, að val Nixons á hinum nýja fjár- málaráðherra hafi komið á óvart. Sá, sem hlaut hnossið, ef þannig mætti orða það, var John B. Connally, fyrrum ríkis- stjóri demokrata í Texas. Utan Bandaríkjanna er Connally fræg astur vegna þess, a@ hann sat við hlið forsetahjónanna, þeg- ar John F. Kennedy var myrt ur, og særðist þá hættu.'ega Heima fyrir er Connally lands. þekktur sem athafnasamur ríkisstjóri, áhrifamaður í hópi demokrata og náinn vinur Johnsons fyrrv. forseta. ÞEGAR Nixon skýrði frá vali Connallys í fjánmálaráð- herraembættið, lét hann svo ummælt, að forseti Bandaríkj- anna væri republikani, demo- kratar hefðu melrihluta á þingi, en vandamálin, sem for- setinn og þingið fjölluðu um, væru sameigin.'eg vandamál beggja aðalflokkanna. Það hef- ur líka oft gerzt áður, að for- setinn hefur valið fjármí'aráð- herrann úr hópi andstæðing- anna. T. d. gerði John F. Kenn- edy republikanann Douglas Dillon að fjármálaráðherra sínum. Val Connallys í embætti fjár- málaráðherrans vakti þó mun meiri athygh nú en Dillons á sínum tíma. Astæðan er sú, að Connally er stórum áhrifameiri stjórnmálamaður en Dillon var. Connally er, ásamt Johnson áhrifamesti maður demok-ata- í Texas. Ef hann beitir áhrif- um sínum þar, getur hann sennilega ráðið miklu um, hvaða forsetaefni hlýtur kjör- mennina þaðan í næstu for- setakosningum. Sumir segja, að Nixon hafi með skipun Conn- allys í fjármálaráðherraemb- ættið verið að tryggja sér kjör- mennina frá Texas. Aðrir segja, að slíkt fari mjög eftir því, hvernig samvinna þeirra takist, en Connally sé ekki mað ur, sem láti segja sér fyrir verk um. Hann hafi tekið við emb- ættinu til þess miklu frekar að vinna sjálfum sér frama en Nixon. Nixon taki því tals- verða áhættu, er hann velji jafn ráðríkan og sjálfstæðan mann í embætti fjármálaráð- herrans og Connally. Það sé Connally hins vegar ómetanleg- ur styrkur, að hann er ve’ ,'át- inn af íhaldssömum demokröt- um í báðum þingdeildum, en þó einkum í fulltrúadeildinni, én formenn flestra helztu fjár- málanefnda þar eru frá Texas. Þótt Connally tilheyri hægra armi demokrata, þótti hann sýna frjálslyndi og umbóta- áhuga á mörgum sviðum sewi ríkisstjóri. Hann er því ekki ta.lnn kreddubundinn íhalds- maður, heldur tækifærissinnað ur. Það getur reynzt honum heppilegt í fjármálaráðherra- stólnum, því að þar er augljós- lega þörf fyrir að beitt veíði nýjum úrræðum. JOHN B. CONNALLY er 53 ára gamall. Faðir hans var upphaflega smábóndi, en gerð- ist síðar bílstjóri. Connally var yngstur sjö systkina. Hann Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.