Tíminn - 29.12.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.12.1970, Blaðsíða 13
. * f f I f ' J ! X»ItIÐJUI>AGUR 29. desember 1970. ÍÞRÓTTiR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 KSI (fllert) segir ÍBfi •; ... i iit (Uffarí) stríð á hendur KSÍ krefur ÍBR um endurgreiðslu á vallarleigu Upphæðin nemur hálfri annarri milljón króna Alf—Reykjavík, mánudag. Enda þótt rólegt hafi verið S íþróttaheiminum yfir jólahátfðina, hafa íþróttaforustumenn ekki set ið auðum höndum. Mikið deilu mál hefur risið milli KSÍ og ÍBR út af vaUarleigumáli og hefur stjóm KSÍ nú sagt ÍBR hálfgert stríð á hendur vegna þess. Hef ur lögfræðingur KSÍ krafið ÍBR um endurgreiðslu á vallarleigu, sem KSÍ hefur innt af hendi til ÍBR, s. 1. 10 ár og nemur upphæð in hálfri annarri milljón króna. framvindu þessa máls, sem er allsérstætt. Vinni stjórn KSÍ málið fyrir dómstólum, mun hrikta í mör.gum stoðum, því að þá er eins víst, að aðrir aðilar en K9Í muni krefja ÍBR um endurgreiðplu og myndu upphæð irnar þá skfnta mörgum milljón um króna, því að 9% gjaldiB hef ur veirið innheimt í 'öðrum íþrótta greinum, 1. d. í handknattleik. Einnig yrðu héraðssambönd úti á landshyggðinni, sem innheimt hafa svipaðan „toll“ að endur- greiða stórar fúlgur. Eins og kunnugt er, þá er Al- ALBERT ULFAR — vill fá hálfa aSra milljón króna. — verður stjórn hans við kröfum KSÍ? bert Guðmundsson formaður Knatt I ar Þórðarson formaður spyrnusambands fslands og Úlf-1 bandalags Reykjavíkur. fþrótta- Verði ÍÍBR ekki við þessari kröfu KSÍ, er líklegt, að KSÍ höffíi mál gegn ÍBR fyrir opin berum dómstólum, en hingág til hafa öll deilumál innan íþrótta hreyfingarinnar verið útkljáð fyr- ir dómstólum innan hreyfingarinn ar sjálfrar. í kröfubréfi því; sem lögfræð ingur KSÍ sendi ÍBR rétt fyrir jólin kemur fram, að stjórn KSI álítur ÍBR ekki hafa neina laga lega heimild til að innheimta 9% igjald af _ tekjum knattspyrnu leikja, sem ÍBR hefur innheimt á undanförnum árum. Segir í bréf inu, að engir aðrir en eigendur íþróttavallanna — í þessu til- felli Reykjavíkurborg — hafi heimild til að innheimta leigu- gjöld, en gjald það, sem Reykja víkurborg innheimtir, er 20% af brúttótekjum. Gjaldið, sem ÍBR innheimtir, skiptist þannig, að 4% renna í slysatryggimgasjióð íþróttamanna, 3% renna til knattspyrnufélaganna í Reykjavík og 2% renna í fram kvæmdasjóo1 ÍBR, samtals 9%. Fróðlegt verður að fylgjast með Nýir menn valdir til æfinga með landsliðinu Þrír menn settir út úr hópnum, en níu menn valdir í staðinn. Landsliðið æfir á hverjum degi klp—Rej'kjavík. Karlalandslið í handknattleik æfir nú af fullum krafti fyrir næstu landsleiki, en þeir verða í lok janúar, er fsland mætir silfurliðinu frá síðustu HM- keppni, Austur-Þýzkalandi í Laugardalshöllinni. Æfingar lljðsins hófust á laug ardaginn, en síðan vora tvær æfingar á sunnudag þar af önn- ur æfingaleikur við Val, sem landsliðið sigraði með 9 mörk- um. í þessari viku verður æft á hverjum degi, nema á nýárs- dag, og í janúarmánuði verða 1 til 2 æfingar í viku hverri. Mikil breyting hefur orðið á landsliðshópnum síðan í „frægð arförinni" til Rússlands. Hafa þrír menn úr hópnum, sem þangað fór, verðið látnir hætta að æfa með landsliðinu. Það eru þeir Einar Magnússon, Vík ing, Sturla Haraldsson, Hauk- uim og Brynjólfur Markússon, ÍR. Af hinum 16 manna hóp, sem þátt tók í leikjunum í Rúss- landi, eru því eftir 13, en 9 mönnum hefur verið bætt við, svo hópinn skipa nú 22 menn. Þeir9, sem valdir hafa verið til æfinga með landsliðinu, eru þessir: Ingólfur Óskarsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Ólafur Jónsson, Val Sigurður Jóakimsson, Haukum Stefán Sanholt, Val Ólafur Benediktsson, Val Sigurgeir Sigurðsson, Haukum Hermann Gunnarsson, Val Gsli Blöndal, KA. Valið á hópnum er athyglis- vert, sérstaklega þó valið á þeim Ólafi Benediktssyni og Sigurgeir Sigurðssyni, en þeir eru báðir markverðir, ungir menn með mikla markmanns- hæfileika. Þá er ekki síður at- hyglisvert valið á þeim Her- manni Gunnarssyni og Gísla Blöndal ,en þeir eru afburða- menn í handknattleik — hvor á sínu sviði. Um hina er ekki miklð að segja, nema að sjálfsagt er aS þeir séu í hópnum, og gaman er að vita af Sigurður Einars- syni þar aftur. Ekld vitum við ástæðuna fyrir því að þeim Einari, Sturlu og Brynjólfi var „fórnað“, en eftir því sem við höfum fréit af þessari umtöluðu Rússlands- ferð, hefði eins mátt „fóma“ öðrum, og þar á meðal mörg- um þekktum mönnum. Fyrir utan þá menn, sem á undan eru nefndir, eru þessir í landsliðshópnum: Geir Hall- steinsson, Öm Hallsteinsson, Birgir Finnbogason, Hjalti Ein- arsson, Jón Hjaltalín, Sigur- bergur Sigsteinsson, Bjarni Jónsson, Gunnsteinu Skúlason, Ágúst Svavarsson, Emil Karls- son, Viðar Símonarson, Stefán Jónsson og Hörður Kristinsson. Skúlagötu 61, sírhi 16770. ENSK SÍRENNUBLYS — SÓLIR — HVELLELDAR ® STÓR OG LÍTIL STJÖRNULJÓS o iy ★ FLUGELDAR Vönduð vara ★ SÖLIR O o Bæjarins bezta úrval ^ BLYS Næg bílastæði Skipaflugeldar * Skrautflugeldar * Neyðarblys * Vaxblys, sem loga í IV2 tíma * Næg bílastæði .rmte-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.