Tíminn - 17.01.1971, Síða 3
SUNNUDAGUR 17. janúar 1971
TÍMINN
3
KLUKKAN TIFAR -
ÁRKN SKIPTAST
Liðna árið lokar sínum dyr-
um og enginn lýkur þeim upp
að eilífu.
Nýja árið birtist huldu and-
liti eins og austurlenzk hefðar-
frú.
Nýársnóttin dylur augna-
blikin sem hugsast á milli
þeirra dregin, sem þó eru nán-
ast 12 slög stundaklukkunnar í
kirkjuturninum.
Ljósrákir hellast um himin-
inn, kirkjuklukkur kallast á
frá turni til turns og skipin
við hafnarbakkann andvarpa
langdregnum sogum allt í
einu.
Allt kemur og fer — kemur
og fer. Við erum líkt og ofur-
straumi tekin, berumst með
nauðug viljug, ekkert tjáir að
mótmæla né spyrna við.
Framtíðin óráðin, óviss bío-
ur ein við þröskuldinn og varp
ar skuggum efans á undan sér.
Tilveran er svo furðuleg í
framrás sinni. Tækniundrin
fæðast eitt af öðru. Þao' sem
engan grunaði í fyrra er allra
eign í ár.
En í öllum þessum svimandi
hraða og öru hreyfingum er
manneskjan — mannkynið —
heild jafnt sem einstaklingur
á hættusvæði.
Áhættan er hvarvetna ríkj-
andi, ebki sízt gagnvart hinni
andlegu þörf og þrá hugans og
hjartans. Þrátt fyrir þær bylt-
ingar til bóta fyrir daglegt líf,
sem hver ný uppgötvun veitir,
þá er hún á aðra hönd til að
auka hætturnar, skapa ótta,
angist, mengun, voða og
vanda, sem engum gat áður til
hugar komið.
Gleðin yfir framförum er
því beizkju blandin. Mann-
eskja — mannsbarn finnur
hvergi hreina hamingju. Það
er höggormur í hverri paradís.
Flestir verða ráðvilltir, ráð-
þrota, óhamingjusamir, jafn-
vel enn þá vansælli en áður,
meðan öll þessi undur lífsþæg
indanna voru óþekkt.
Er guðstrúin í brotum eða
á undanhaldi? Einsemd jarðar
barns getur orðið svo mögnuð,
ef það finnur hvergi fótfestu
í kviksandi hins hverfula
straums hversdagsleikans,
hvergi frið, hvergi hvíld,
hvergi öryggi.
Helgar ritningar oröa lcið-
beiningar til fólksins á þennan
fjarræna hátt:
„Spekin byggði sér hús,
reisti sjö súlur, slátraði alifé
sínu, blandaði sitt vín og bjó
til veizlu. Hún sendi út þern-
ur sínar og lét þær kalla á
æðstu stöðum borgarinnar:
„Hinn kærulausi komi hingað.
Komi og bragði mitt brauð,
dreypi á mínu vini. Bæg-
ið brott hugsunarleysi og
heimsku, þá munið þið iifa.
Haldið fram vegu skynsemi og
skilnings. Lotning frammi fyr-
ix Drottni og auðmýkt viö fót-
skör hans er hin sanna vizka.
þekking á hinu heilaga er
sönn speki:
Höfum við athugað þetta
um þessi tímamót? Eða gleym-
um við þessu og göngum svo
aftur á bak í öllum framför-
unum.
Og hið heilaga og hinn heil-
agi hvað er það?
Auðvitað er hvert hraðamet
stórkostlegt, hvert íþróttaaf-
rek ný sönnun á krafti manns-
ins, hver uppgötvun tákn um
óskeikulleika mannlegs máttar
og hugsunar.
En ekkert af þessu er þó
né verður að neinu gagni, ef
það‘ nær ekki tökum á sálinni
gefur ekki gleði og unað, veit-
ir ekki hjartafrið, ef það verð-
ur að engu liði í sorg og
dauða, léttir ekki einstæðings-
kennd og angist, tekur ekki
brott tómleikann, gefur ekkert
öryggi á úrslitastund.
Þegar þetta er til umræðu
og athugunar, kemur aukin
tækni að engu gagni og vélin
Lifandi mannssál verður ekki
veitir hvorki vernd né frið.
læknuó', né meinum hennar og
friðleysi létt með skrúfu né
skrúfjárni.
Ef við giötum trúnni á ei-
líft líf og finnum ekki öryggi
um sigur hins góða, þá .liðum
við það sálartjón og það ham-
ingjuhva • . =em ekkert hið
ytra fær bætt.
Við veröum því ag lifa í
samræmi við eilífóina, í sa'T-
rærni við Guð, hinn heilaga, ef
uppgötvanir og tæknisigrar
ættu að verða að nokkru liði
á lífsins vegum. Og hið heilaga
birtist í elsku og sannleika,
réttlæti, fegurð og friði.
Það er þekking á þessu, inn-
lifun og útgeislun elsku og
sannleika. sem verður hinn
eini grundvöllur mannlegr-
ar hamingju, og það getur svo
aftur gefið tækninni gildi og
öllum hennar hjólum og vél-
um orku og kraftstöðvum.
Annars geta vélarnar eytt
öllu lífi og gert veröld alla að
auðn og eiturgufum. Það er
hinn forni Gróttasöngur, sem
þar verður hin sanna spásögn
í allri sinni réttlátu dul.
Ekkert ættum við því
fremur að hugleiða þegar
klukkan tifar yfir áramótin og
flugeldarnir beina hug til
hæða.
Og frumskilyro'i gagnkvæmr-
ar elsku, sem er uppspretta og
grundvöllur vizkunnar, er
þakklæti og traust.
Þökkum því allt, sem veitt-
ist til verndar og heilla á liðnu
ári. Þökkum heimili og vin-
um, þökkum fyrir starf og
starfsþrek. Þökkum þjóð og
fósturjörð. Þökkum mat og
drykk.
Þökkum Guði, uppsprettu
lífs og ljóss og látum þessa
þökk verða og veita aukinn
kraft til innlifunar og útgeisl-
unar hins góða.
Það eitt gefur nýja árinu
gildi og gerir það þess um-
komið að veita hamingju.
31.12 1970.
Arelíus Níelsson.
BÍLASKOÐUN & STILUNG
Skúlagötu 32
LJÚSASTILLINGAR
HJOLflSTILLIfJGAR MOTORSTIILINGAR
LátiS stilla í tima. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-100
Vörubílar til sölu
Scanía Vabis árgerð 1970,
frambyggður, tveggja hás-
inga, 17 tonn á pall, mjög
góður bíll.
Scania 56
— 76
— 75
— 51
— 56
árg. ‘66, ’64
— ’66
— ’62
— '59
— ’67
Mercedes Benz:
1920 — 11 tonn,
1413 —
327 —
322 —
1418 — yfirbyggður
Volvo:
N-88, 10 tonn.
495
465
465
375
385
F-85
Frambyggður
Treiter — 55
árg. ’66
— ’66
— ’63
'61
'65
árg. '66
— ‘66
— ’63
— '62,
— ’61
— '59
— ’67
árg. ’63
MAN, pall og sturtulaus
9165 ár ’68
850 — '67
650 — '67
1413 — með burðarhásingu
14 tonn á pall. ’65
Fprd:
D 800
F 500
árg. ’66
— '62
Bedford
árg. '68
- '67
— ’66
— ’62
— ’61
Ennfremur eldri gerðir al
Ford og Chevrolet, bæði
bensín og díseL
BÍLA- OG BÚVÉLASALAN H F.
VIÐ MIKLATORG - Símar 23136 og 26066.
Laus staða
StaSa efnaverkfræSings við Sementsverksmiðju
ríkisins á Akranesi, er laus til umsóknar. Starfið
er fólgið i almennum eftirlitsstörfum í verk-
smiðjunm, eftirliti og rannsóknum á rannsóknar-
stofu undir stjórn yfirverkfræðings.
Umsóknir sendist tii aðalskrifstofu Sementsverk-
smiðju ríkisins á Akranesi.
Umsóknarfrestur er til 1 febrúar 1971.
Sementsverksmiðja ríkisins.