Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMTÖK atvinnulífsins lýsa furðu sinni á ákvörðun Kjaradóms, að sögn Ara Edwald, framkvæmda- stjóra SA. Hann segir samtökin taka undir það sem fram kom í máli Gylfa Arn- björnssonar, framkvæmda- stjóra ASÍ, í Morgunblaðinu í gær, en þar lýsti Gylfi einnig furðu sinni á hækkun Kjaradóms sem hann sagði að væri mun meiri en sést hefði hjá öðrum hópum. „Það hefur ekkert það gerst á almennum vinnumarkaði sem skapar forsendur fyrir þessari pró- sentuhækkun,“ segir Ari. „Við telj- um að þetta sé um tvöföld hækkun á við það sem þar hefur verið að gerast.“ Með þennan dóm á bakinu á launaráðstefnu í janúar „Okkar finnst líka ámælisvert að það er ekki haft fyrir því að setja fram nein sérstök rök fyrir þessum úrskurði. Það er eingöngu sagt að aðalástæðan fyrir þessum breyt- ingum umfram almennar launa- breytingar, séu einhverjar til- færslur í töflum hjá kjaranefnd. Það er engin leið að átta sig á hvað er á bak við það. Í lögum er eingöngu miðað við að kjaranefnd fylgi þeirri línu sem Kjaradómur leggur.“ Ari segist telja algerlega nauð- synlegt fyrir Kjaradóm, ef nið- urstöður hans eiga að hafa ein- hvern trúverðugleika, að hann geri betri grein fyrir þeim forsendum sem hann byggi svona róttæka nið- urstöðu á. „Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum misserum gagnrýnt ýmsar launaákvarðanir hjá hinu opinbera og talið þær vera ósam- rýmanlegar verðstöðugleika og í hærri takti en almennur markaður hefur getað fylgt. Maður fær ekki betur séð en að þessi dómur verði ein allsherjar fjarvistarsönnun fyr- ir hvaða ábyrgðarleysi sem er á þeim vettvangi. Í hvaða aðstöðu eru til dæmis kjörnir fulltrúar sveitarfélaga á launaráðstefnu í janúar með þennan dóm á bakinu um 8% hækkun umfram almennar árlegar hækkanir?“ segir Ari. Algerlega ósamrýmanlegt 2½% verðbólgu „Ég tel að grundvallarvanda- málið sem við stöndum frammi fyr- ir í launaumræðunni, sé að menn virðast bæði hættir að hafa áhyggjur af verðbólgu og algerlega búnir að gleyma því að of miklar launabreytingar eru höfuðástæðan fyrir verðbólgu á Íslandi,“ segir Ari. Hann bendir á að í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans sé gerð mjög góð grein fyrir því hvaða launabreytingar eru samrým- anlegar því verðbólgumarkmiði sem ríkisstjórn og Seðlabankinn hafa sett sér. „Að öllu meðtöldu, samningsbundnum hækkunum og launaskriði á markaði, er það 3 til 4% árleg breyting. Þegar Kjara- dómur er svo að ákveða tæp 14%, verður ekki framhjá því litið að það er yfirlýsing. Dómurinn ber efnahagslega ábyrgð og menn geta ekki sagt sem svo, að þeir séu ey- land og að ákvarðanir þeirra skipti engu um þróun efnahagsstærða í þjóðfélaginu. Dómurinn er klárlega að taka forystu í því að marka launabreytingum hærri tón. Svona háar breytingar á einu ári myndu samrýmast 8 til 10% verðbólgu. Mér finnst að menn verði að fara að ræða það af fullri alvöru á hvaða leið þeir eru,“ segir Ari enn- fremur. „Ef þetta er það umhverfi sem opinberir aðilar eru almennt að fara inn í, eins og við sáum núna síðast í flötum hækkunum Reykjavíkurborgar […] og sá tónn sem þarna er gefinn, þá verður all- ur almenningur að átta sig á því, að það mun fela í sér að hér verð- ur ekki stöðugt verðlag. Þessar niðurstöður eru algjörlega ósam- rýmanlegar 2½% verðbólgu. Mér finnst að dómurinn geti ekki vikið sér undan ábyrgð á því að hann er segja að hér eigi að vera 10% verð- bólga en ekki 2½%,“ segir Ari Ed- wald að lokum. Ákvörðun Kjaradóms vekur margs konar viðbrögð hjá aðilum vinnumarkaðarins og þingmönnum Fjarvistarsönn- un fyrir hvaða ábyrgðarleysi sem er „ÞETTA er eins og að hella olíu á eld,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður og varafor- maður fjár- laganefndar, um ákvörðun Kjara- dóms, sem hann segist fordæma og líkir Einar Oddur niðurstöðu Kjaradóms við kjaftshögg. „Ef við komum ekki í veg fyrir að þetta nái fram að ganga, þá verður enginn mórall eftir í þjóðfélaginu gagnvart launamálum. Það fer allt í vitleysu. Ég segi fullum fetum að það þarf að eyðileggja þennan úr- skurð og taka hann úr sambandi.“ Langt umfram aðrar hækkanir í þjóðfélaginu Einar segir að á umliðnum árum hafi laun hér á landi hækkað langt umfram það sem efnahagslífið þoli til langframa og umfram það sem aðrar þjóðir hafa treyst sér til að gera. „Svo koma þessir vitlausu og óábyrgu samningar Reykjavík- urborgar sem eiga eftir að fara í gegnum allt kerfið, hvað sem menn segja. Og þetta kemur síðan þar of- an á og þá þarf ekki um að binda,“ segir Einar Oddur. Hann segist ekki fá skilið hvernig hækkanir Kjaradóms eru fundnar út. Hann hafi farið nákvæmlega yfir launatölur Hagstofunnar og Kjara- rannsóknanefndar og skv. þeim upp- lýsingum séu þessar hækkanir sem Kjaradómur úrskurðar langt um- fram aðrar hækkanir í þjóðfélaginu. Það þarf að eyðileggja þennan úrskurð „NÚ hefur Kjaradómur hækkað tekjuhæsta fólkið hjá hinu opinbera langt umfram það sem almennt hefur gerst í kjarasamningum hjá launafólki. Þetta á ekki að- eins við þegar horft er til um- saminna launa- hækkana í samn- ingum, heldur einnig þegar tek- ið er tillit til launaskriðs,“ segir Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB. Hann bendir á að hér sé ekki eingöngu um það að ræða að við- komandi einstaklingar, sem fá laun skv. ákvörðun Kjaradóms, fái margfalt fleiri krónur í vasann en þeir tekjulægstu, heldur séu launa- hlutföllin að breikka enn eina ferð- ina. „Mér finnst að þetta hljóti að verða umhugsunarefni fyrir hreyf- ingu launafólks í landinu almennt, sem hefur verið allt of sundruð á undanförnum árum við samninga- borðið, að taka höndum saman þeg- ar næst kemur að kjarasamningum og ráðast gegn launamisréttinu í landinu. Það verður aðeins gert með samræmdu átaki,“ segir Ög- mundur. Mynda þjóðarsátt gegn launamisréttinu „Þetta verður ekki gert með því að höfða til réttlætiskenndar kjara- nefndar eða Kjaradóms. Þessar nefndir vísa hvor á aðra um rétt- lætingu fyrir hækkunum til sinna skjólstæðinga. Það þarf að mynda einskonar þjóðarsátt um að draga úr kjaramisrétti í landinu,“ segir Ögmundur. „Þessi ákvörðun Kjaradóms hef- ur ekki aðeins þýðingu fyrir ein- hverja afmarkaða hópa. Þetta er táknræn aðgerð og það segir sína sögu að þetta skuli alltaf gert þeg- ar gengið hefur verið frá kjara- samningum á launamarkaði og þeg- ar ætla má að hugurinn sé bundinn við önnur viðfangsefni eins og und- irbúning jólanna,“ segir hann enn- fremur. Hækkunin er langt umfram almennar launa- breytingar . RITSTJÓRN um sögu þingræðis á Íslandi kom saman í gær og skipti með sér verkum. Formaður ritstjórn- ar verður dr. Ragnhildur Helgadóttir, lekt- or í stjórnskipun- arrétti við Háskól- ann í Reykjavík. Auk hennar skipa ritstjórnina Helgi Skúli Kjartans- son, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands og dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis. Í fréttatilkynningu kemur fram að í samræmi við samþykktir forsætis- nefndar Alþingis mun ritstjórnin á næstu vikum móta ritstjórnarstefnu þar sem útfærð verða markmið og viðfangsefni ritsins. Í framhaldi af því verða settar fram tillögur um verklag og efnistök og gerð kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið. Á næstunni verður leitað eftir samstarfi við fræði- menn á sviði stjórnskipunarréttar, stjórnmálafræði og sagnfræði. Rit- stjórnin leggur áherslu á að verkið verði heildsætt verk um þingræði þar sem m.a. verði fjallað um uppruna þingræðis, eðli og inntak þingræðis- reglunnar, sögu þess og framkvæmd. Ragnhildur Helgadóttir ritstýrir sögu þingræðis Ragnhildur Helgadóttir HALLDÓRI Ásgrímssyni, forsætis- ráðherra, var í gær afhent fyrsta eintak bókarinnar „Í ljósi vís- indanna – Saga hagnýtra rann- sókna á Íslandi“. Bókin er gefin út af Verkfræðingafélagi Íslands og var það Steinar Friðgeirsson, for- maður félagsins, sem afhenti for- sætisráðherra bókina. Með þessu riti kemur út þriðja bindið af tíu í ritröð Verkfræðinga- félags Íslands um sögu verkfræði og tækniþekkingar á Íslandi. Að þessu sinni er viðfangsefnið hag- nýtar rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Í ritinu er rakinn aðdragandinn að stofnun Atvinnudeildar Háskól- ans og Rannsóknaráðs ríkisins á fjórða áratug síðustu aldar. Þá er fjallað um rannsóknastofnanir at- vinnuveganna sem spruttu af At- vinnudeildinni: Hafrannsóknastofn- un, Iðntæknistofnun, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins svo og Orkustofnun, sem mynd- uð var upp úr embætti skrifstofu Raforkumálastjóra. Greint er frá helstu verkefnum á þessum stofnunum og áhrifum þeirra á framþróun í landinu. Ljóst þykir að þessar stofnanir hafa lagt þekkingarlegan grunn að nýtingu auðlinda lands og sjávar. Morgunblaðið/Þorkell Steinar Friðgeirsson, formaður Verkfræðingafélags Íslands, afhendir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra fyrsta eintak bókarinnar. Þriðja bindið um sögu hagnýtra rannsókna STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að borgarstjórn Reykjavíkur söðli um og slíti nú þeg- ar samstarfi sínu við samgönguráð- herra um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Flugstarfsemi þar eigi sér enga framtíð enda sé fórnarkostnaðurinn að minnsta kosti einn milljarður króna á mánuði. Í yfirlýsingunni segir að sam- gönguráðherrar hafi í sívaxandi mæli síðastliðin 60 ár haft afdrifarík áhrif á borgarskipulagið og þróun byggðar í Reykjavík fyrir atbeina kjörinna fulltrúa landsmálaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur, til tjóns fyrir borgarsamfélagið. Segir í yfirlýsingunni að héðan í frá eigi borgarstjórn að einbeita sér að hagsmunum Reykvíkinga, meðal annars með lýðræðislega unnu að- alskipulagi með þéttri og blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri svo Reykjavík geti tekið eðlilegt og af- gerandi frumkvæði um heilbrigða og skilvirka þróun byggðar á höfuð- borgarsvæðinu. Þá eigi ráðuneyti samgöngumála að einbeita sér að því að uppfylla þá frumskyldu sína að leysa samgöngumál lýðveldisins á faglegan og hagkvæman hátt í sátt við borgarana. Samtökin hafa sent Degi B. Egg- ertssyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur, 37 spurningar um störf samráðsnefndar um hagræna úttekt á Reykjavíkurflugvelli og 15 spurn- ingar um störf stýrihóps um alþjóð- lega samkeppni um Vatnsmýrar- svæðið. Borgin slíti samstarfi við ráðuneyti ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur skipað innflytjendaráð til næstu fjögurra ára, en megin- verkefni þess verður að fjalla um helstu atriði er varða aðlögun út- lendinga að íslensku samfélagi. Einnig á ráðið m.a. að vera stjórn- völdum til ráðgjafar við stefnumót- un.Árni Gunnarsson verður formað- ur og Bjarni Ragnar Brynjólfsson varaformaður, samkvæmt tilnefn- ingu ráðherra. Arir eru Hildur Jóns- dóttir, Vilborg Ingólfsdóttir, Þor- steinn Davíðsson, Kristín Jónsdóttir og Tatjana Latinovic. Innflytjenda- ráð skipað ♦♦♦ MAGNÚS Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að það hafi komið sér á óvart hversu miklar hækkanir Kjara- dómur kveði á um í úrskurði sínum. ,,Ég átti svo sem von á dómi Kjaradóms fljót- lega en ég átti ekki von á að þetta yrði svona mikið,“ segir Magnús. Aðspurður segist hann ekki gera sér grein fyr- ir því hvort ákvörðun Kjaradóms muni hafa víðtækari áhrif í þjóð- félaginu. Kom á óvart hvað þetta er hátt „ÞAÐ kemur mér ekki á óvart þó ýmsir séu ósáttir við þessa ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylk- ingarinnar, um ákvörðun Kjara- dóms. „Þetta er eig- inlega alltaf sama sagan. Það hefur áður gerst þetta leyti árs að [Kjaradómur] kveður upp einhvern Salómons- dóm um kjaramál æðstu ráðamanna, sem oft vill vera nokkuð úr korti við það sem er að gerast í kjarasamningum. Það er kannski vandinn við Kjaradóm að hann skuli ekki taka þessi mál oft- ar til úrskurðar, fremur en að gera þetta í svona stökkum,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir erfitt að spá fyrir um hvort niðurstaða Kjaradóms muni draga dilk á eftir sér. „Honum hefur verið falið þetta verkefni og það hefur ekki fundist önnur betri leið til þess að taka ákvörðun um þessi kjara- mál,“ segir hún. „Mér finnst hins vegar skjóta nokkuð skökku við að Kemur ekki á óvart að ýmsir séu ósáttir þingmenn sem tóku þátt í því að skammta sjálfum sér lífeyriskjör langt umfram það sem almennt gerist, skuli nú koma og hneyksl- ast á þessum úrskurði.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.