Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 18

Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ALRÍKISDÓMARI í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisskólar megi ekki fræða nemendur um svonefnda vitshönnunarkenningu um sköpun heimsins í líffræðitímum þar sem slík fræðsla bryti í bága við stjórn- arskrárvarinn aðskilnað ríkis og kirkju. Samkvæmt vitshönnunarkenning- unni (e. intelligent design theory) eru lífverurnar á jörðinni svo flóknar að einhvers konar vitsmunalegt afl hljóti að hafa skapað þær. Hún beinist gegn kenningu Darwins um að allar lífverutegundirnar hafi þróast með náttúruvali en ekki verið skapaðar hver fyrir sig í eitt skipti fyrir öll. Dómarinn í málinu, John E. Jones, gagnrýndi skólanefnd 20.000 manna umdæmis, Dover-svæðis í Pennsylv- aníu, fyrir að bæta vitshönn- unarkenningunni við námsefni í raunvísindum fyrir rúmu ári. Úr- skurður hans er mikið áfall fyrir kristna íhaldsmenn sem vonuðu að nemendur í öllum Bandaríkjunum yrðu fræddir um kenninguna sam- hliða þróunarkenningunni. Jones gagnrýndi skólanefndina harkalega fyrir „yfirgengilega grunnhyggni“ og sakaði nokkra nefndarmennina um að hafa logið til að leyna raunverulegu markmiði nefndarinnar, sem væri að þröngva trúar- legum skoðunum sínum upp á nem- endur ríkisskóla. Jones er sjálfur kirkjurækinn repúblikani og var skipaður um- dæmisdómari fyr- ir þremur árum. Hann komst að þeirri niðurstöðu eftir sex vikna rétt- arhöld að fram hefðu komið „yfir- gnæfandi vísbendingar“ um að kenn- ingin byggðist fyrst og fremst á trúarlegri afstöðu og gæti ekki talist til raunvísinda. Sögð nýtt nafn á sköpunarvísindum Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði árið 1987 að stjórnvöld í sambandsríkjunum gætu ekki skyld- að ríkisskóla til að kenna svokölluð sköpunarvísindi samhliða þróun- arkenningunni þar sem það bryti í bága við stjórnarskrárvarinn að- skilnað ríkis og kirkju. Með hugtak- inu sköpunarvísindi er átt við þá kenningu að hver lífverutegund hafi verið sköpuð óháð öllum öðrum af Guði. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu að vitshönnunarkenningin væri í raun aðeins nýtt nafn á sköp- unarkenningunni. „Það er kaldhæðnislegt að nokkrir af þessum einstaklingum, sem voru svo stoltir og sterkir í trúnni þegar þeir flíkuðu trúarlegri sannfæringu sinni opinberlega, skyldu hafa logið hvað eftir annað til fela sporin sín og leyna raunverulegu markmiði sínu með vitshönnunarkenningunni,“ sagði dómarinn. Kjósendur í Dover komu skóla- nefndinni frá í kosningum í nóvember og kusu nýja nefnd sem er andvíg því að vitshönnunarkenningin verði kennd í líffræðitímum. Að sögn fréttastofunnar AFP gaf sjón- varpstrúboðinn Pat Robertson til kynna að kjósendurnir hefðu þar með hafnað Guði. „Ef hamfarir verða á svæði ykkar þá skulið þið ekki snúa ykkur til Guðs,“ er haft eftir Robert- son. Skólanefndarmennirnir sögðu fyr- ir réttinum að þeir hefðu reynt að bæta raunvísindakennsluna með því að sjá til þess að nemendur yrðu fræddir um aðrar tilgátur samhliða þróunarkenningunni. Skólanefndin skyldaði kennara í ríkisreknum grunn- og framhalds- skólum til að lesa upp yfirlýsingu um vitshönnunarkenninguna áður en þeir kenndu þróunarkenninguna í líf- fræðitímum. Í yfirlýsingunni sagði að þróunarkenningin væri ekki „stað- reynd“ og í henni væru óútskýr- anlegar „gloppur“. Nemendunum var enn fremur bent á bandaríska kennslubók um vitshönnunarkenn- inguna, „Of Pandas and People“. Dómarinn komst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að vitshönn- unarkenningin teldist ekki til raun- vísinda og bryti í bága við aldagamlar grundvallarreglur þeirra með því að skírskota til yfirnáttúrulegra afla sem ekki væri hægt að sanna að væru til. Röksemdafærslan væri einnig „gölluð og órökrétt“ og vísindamenn hefðu hrakið gagnrýnina á þróun- arkenninguna. Formaður nýju skólanefndarinnar í Dover, Bernadette Reinking, sagði að hún hygðist taka vitshönnunar- kenninguna af raunvísindanáms- skránni. Kenningin yrði aftur á móti kennd sem valfag í tengslum við sam- félagsfræði. Halda baráttunni áfram Andstæðingar kenningarinnar fögnuðu úrskurðinum og sögðu að dómarinn hefði staðfest að opinberir starfsmenn gætu ekki þröngvað trúarlegum skoðunum sínum upp á aðra. Stuðningsmenn kenningarinnar sögðust þó ætla að halda baráttunni áfram. „Þeir sem halda að dóms- úrskurður verði til þess að áhuginn á vitshönnuninni hverfi lifa í öðrum heimi,“ sagði John West, talsmaður hugveitunnar Discovery Institute sem aðhyllist kenninguna. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði nýlega að hann teldi að skólar ættu að kynna kenninguna þegar nemendur væru fræddir um upphaf lífs á jörðinni. Talsmaður Bush gagnrýndi ekki úrskurðinn en sagði að forsetinn teldi að skólanefndir hvers umdæmis fyrir sig ættu að ákveða hvort kenna ætti vitshönnunarkenninguna samhliða þróunarkenningunni. Ný sköpunarkenning bönnuð í líffræðitímum John E. Jones Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðar þróunarkenningu Charles Darwin í vil Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Gautaborg. Morgunblaðið. | Átján úti- bússtjórar áfengisverslana sænska ríkisins (Systembolaget) hafa verið sakfelldir fyrir að þiggja mútur frá áfengisheildsölum. Dómur féll í undir- rétti í Stokkhólmi á mánudag og voru útibússtjórarnir dæmdir til mishárra sekta. Tveir starfsmenn áfengisheild- sölu voru dæmdir til sekta fyrir mútu- greiðslur en enginn var dæmdur í fangelsi. Réttarhöldin nú voru þau fyrstu af sex í þessu máli sem tekur til fjögurra áfengisheildsala, þ.á m. hinnar ríkis- reknu Vin & Sprit. Samtals eiga þær að hafa greitt 1.249.000 sænskar krón- ur í mútur, þ.e. um tíu milljónir ís- lenskra króna, á árunum 2000 til 2003. Áfengisheildsalan Vin-Trägårdh er talin hafa greitt hæstu múturnar, þ.e. sem samsvarar 7,5 milljónum ís- lenskra króna. Samtals eru 77 útibús- stjórar ákærðir og 15 starfsmenn áfengisheildsala. Steen kærði málið til lögreglu Saksóknari hafði krafist tveggja ára fangelsisdóms yfir Niklas Dav- idsson, aðstoðarforstjóra Vin- Trägårdh-heildsölunnar, en Dav- idsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til hæstu sektargreiðsl- unnar, 51.000 sænskra króna, þ.e. rúmra 400 þúsunda íslenskra króna. Sönnunargögn lágu fyrir um að heildsalan Vin-Trägårdh hefði borgað útibússtjórum fyrir að hampa áfeng- istegundum þeirra í útibúum sínum. Þetta voru t.d. reikningsyfirlit sem sýndu mánaðarlegar greiðslur til úti- bússtjóra, ávísanir sem útibússtjór- arnir höfðu innleyst og bréf frá heild- sölunni þar sem fram komu tilboð um bónusgreiðslur ef sala á áfengisteg- undum þeirra næði ákveðnu marki. Anitra Steen, forstjóri Systembola- get, segir í samtali við TT-fréttastof- una að hún hafi tekið sína ábyrgð með því að kæra málið til lögreglu. Upp komst um þetta mál í árslok 2002 en áður höfðu mútumál skekið sænsku áfengisverslunina á tíunda áratugn- um. Málin hafa vakið mikla athygli al- mennings og fjölmiðla, einnig fyrir þær sakir að Steen er sambýliskona Görans Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Í samtali við Svenska Dagbladet segir Steen að dómurinn sé ákveðinn léttir og staðfesti að hún og stjórnendur áfengisverslunarinnar hafi gert rétt í að vísa málinu til lög- reglu og reyna að stöðva háttalagið. Dæmdir fyrir áfeng- ismútur HJÓN í Hamborg, Regina og Har- ald Gaspar, hafa stofnað klúbb fyrir þá sem hafa sætt mismunun vegna ófríðleika og vilja hitta aðra í sömu sporum, segir á vef þýsku útvarpsstöðvarinnar Deutsche Welle. Þar geti þeir skemmt sér saman og byggt upp sjálfstraust og innri frið. Hugmyndin er byggð á hefð sem varð til á 17. öld í ítalska alpa- þorpinu Piobbico. Þar mæta ár- lega um 3000 manns í „Veislu hinna ljótu“, að sögn Gaspar- hjónanna. Um 100 manns mættu á stofn- fundinn og mæta nú að jafnaði nokkrir tugir á fundi samtak- anna sem heita einfaldlega Ljóti klúbburinn. Gaspar-hjónin benda á að margir, sem ekki uppfylla staðalkröfur samfélags- ins um lágmarksfríðleika, verði fyrir aðkasti og jafnvel einelti þegar í grunnskóla. Ekki er sagt í fréttinni hvernig inngönguskil- yrði klúbbsins séu skilgreind ef þau eru einhver. Fyrr á öldum seldu fátækir foreldrar stundum börn með sérkennilegt útlit í fjölleikahús þar sem þau voru sýnd eins og undarleg dýr. Þótt þessu sé ekki lengur til að dreifa segja hjónin að ófríðir eigi oft erfitt með að mynda tengsl við annað fólk. Þau segjast bæði hafa þurft að berjast við slík vandamál en hafi byggt smám saman upp sjálfs- traust vegna þess að þeim vegn- aði vel í lífinu. Harald Gaspar rekur stóra auglýsingastofu en Regina Gaspar er blaðamaður. Stofna klúbb fyrir ófríða Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrr- verandi forseti Íraks, sagðist í gær hafa sætt pyntingum bandarískra hermanna sem hafa haldið honum í fangelsi. Saddam kom fyrir rétt í gær eftir hálfs mánaðar hlé á réttarhöldunum í máli hans vegna þingkosninga í vik- unni sem leið. „Bandaríkjamennirnir hafa lamið mig og pyntað,“ sagði Saddam. „Já, ég hef orðið fyrir barsmíðum alls staðar á líkamanum og ummerkin eru á öllum líkamanum.“ Aðalsaksóknarinn í málinu sagði að ef þetta væri rétt myndi hann óska eftir því að Saddam yrði fluttur í fangelsi sem heyrði undir írösk yf- irvöld. Stjórnarerindreki í banda- ríska sendiráðinu í Bagdad sagði að enginn fótur væri fyrir ásökun Sadd- ams. Vitni lýsir pyntingum Fyrr um daginn bar Íraki vitni fyrir réttinum og lýsti því hvernig hann var pyntaður í fangelsi eftir að reynt var að ráða forsetann fyrrver- andi af dögum. „Ég get ekki lýst pyntingunum sem við sættum,“ sagði vitnið Ali Mohammed Hussein al-Haydari, sem var 14 ára þegar hann og öll fjöl- skylda hans voru handtekin í bænum Dujail árið 1982. Saddam og sjö sam- starfsmenn hans eru sakaðir um að hafa látið drepa 148 sjíta í Dujail eft- ir að honum var sýnt banatilræði. Haydari var aðeins nokkra metra frá Saddam þegar hann bar vitni. Hann sagði að öll fjölskylda sín, alls yfir 40 manns, þeirra á meðal börn og gamalmenni, hefðu verið hand- tekin í þorpinu og flutt í höfuðstöðv- ar leyniþjónustunnar þar sem hundruðum manna hefði verið haldið eftir morðtilraunina. Nokkrir af sjö bræðrum hans voru síðar teknir af lífi. „Þeir pyntuðu mig með rafmagni og ég óskaði þess að geta dáið,“ sagði annað vitni sem var í haldi leyniþjón- ustumanna í Dujail í sautján daga. Áður höfðu lögreglumenn drepið tvo syni hans vegna gruns um að þeir hefðu tekið þátt í morðtilrauninni. Vitnið sagði að hálfbróðir Sadd- ams, Barzan al-Tikriti, hefði fylgst með pyntingunum. „Barzan borðaði vínber þarna fyrir framan mig með- an ég öskraði og æpti.“ Saddam Hussein segist hafa sætt pyntingum Reuters Saddam Hussein talar fyrir rétti þegar réttarhöldin í máli hans hófust að nýju eftir hálfs mánaðar hlé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.