Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 19 ERLENT BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr opinberri þróunar- aðstoð við Úganda en þau hafa miklar áhyggjur af stöðu lýðræðis í landinu. Verður fénu í staðinn beint til hjálp- arsamtaka sem eru á vettvangi á stríðshrjáðum svæðum í norðurhluta Úganda. Hilary Benn, ráðherra þróunarað- stoðar í bresku stjórninni, greindi frá ákvörðuninni en hún felur í sér að 15 milljóna punda beingreiðsla, um 1.650 milljónir ísl. króna, til stjórnvalda í Úganda verði felld niður. Sagðist Benn hafa áhyggjur af þróun mála en Yoweri Museveni, forseti Úganda, sætir nú harðri gagnrýni í kjölfar þess að Kizza Besigye, sem helst er talinn geta ógnað Museveni í forseta- kosningum í febrúar, var handtekinn og ákærður fyrir landráð og nauðgun. Neitar öllum ásökunum Besigye hefur neitað öllum ákærum og segir þær af pólitískum rótum runnar. Réttarhöld eiga að hefjast yfir honum í janúar og hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm, verði hann fundinn sekur. Hann hefur ennfremur verið ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi af herrétti í landinu en þær ákærur eru sagðar til marks um aukin áhrif herforingja á stjórn Úganda. Museveni hefur jafnan verið talinn tilheyra „nýrri tegund“ leiðtoga í Afr- íku, tegund er ekki tíðkaði valdníðslu í embætti. En efasemdir tóku að vakna þegar hann tók að vinna að stjórn- arskrárbreytingum sem gera honum kleift að sitja áfram á valdastóli – en Museveni hefur nú verið forseti Úg- anda í tuttugu ár. Í yfirlýsingu breskra stjórnvalda á þriðjudag sagði að aðstoð við Úganda yrði hætt vegna þess að í tengslum við handtöku Besigye hefðu efasemdir vaxið um sjálfstæði dómstóla í land- inu gagnvart stjórnvöldum og um frelsi fjölmiðla. Þá er gagnrýnt að taf- ir hafi orðið á því að hrinda í fram- kvæmd lýðræðisumbótum, sem heitið hafði verið, og að ríkisstyrkjum til flokks Musevenis forseta skuli haldið áfram þrátt fyrir að fjölflokkakerfi hafi verið komið upp og þrátt fyrir halla á rekstri ríkissjóðs. Bretar frystu fyrst greiðslur til Úg- anda í april vegna þess hversu hæg- fara lýðræðisþróunin væri í landinu. Í kjölfarið fylgdu Írar, Hollendingar og Norðmenn og nú síðast Svíar. Besigye var áður einkalæknir Musevenis forseta en flýði land eftir að hafa tapað fyrir Museveni í forsetakosningunum 2001. Sakaði Museveni hann síðar um að hafa reynt að standa fyrir valdaráni. Besigye sneri aftur úr útlegð 26. októ- ber sl. og hét því að taka upp baráttu gegn einræðistilburðum Musevenis. Hann var hins vegar handtekinn þremur vikum síðar. Reuters Stuðningsmenn Kizza Besigye mótmæla málaferlum á hendur honum fyrir framan hæstarétt Úganda í Kampala. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Bretar draga úr aðstoð við Úganda Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur að sögn Sighvats Björgvins- sonar, framkvæmdastjóra ÞSSÍ, ekki stundað það að setja peninga beint inn í ríkissjóð Úganda, líkt og Bretar og Svíar hafa gert. Því horfi mál öðruvísi við okkur. Menn fylgist þó grannt með þróun mála í Úganda. Íslendingar hófu þróunarsam- vinnu við Úganda 2001 og hafa áherslurnar verið á sviði fiski- og jarðhitamála, og í fullorðinsfræðslu. „Við Íslendingar erum ekki að af- henda þeim peninga til ráðstöfunar heldur berum við kostnað af til- teknum verkefnum sem við höfum samið um. Við getum ekki rofið slíka samninga,“ segir Sighvatur. Hann segir þróunaraðstoð hins vegar jafnan tengda tilteknum umbótum hjá því ríki sem þiggur hana. „Og ef það fer að síga mjög á ógæfuhliðina í Úganda þá gerist það í fyrsta lagi að óöryggi skapast fyrir okkar fólk sem þarna starfar. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á okkur og okkar starfsemi. Í öðru lagi þá munum við auðvitað taka mið af því ef það fer að byrja öf- ugþróun í þessu landi, sem hefur verið á mikilli framfarabraut.“ Á Sighvatur von á því að mál Úganda verði rædd á fundi stjórnar ÞSSÍ í janúar. Þá myndi þurfa að ræða þau við utanríkisráðuneytið. Má kannski ímynda sér að íslensk stjórnvöld myndu á einhverjum tímapunkti vilja senda stjórnvöldum í Úganda einhver skilaboð? „Já, það mætti ímynda sér það. Og þá yrðu þau skilaboð þannig að það yrðu ekki gerðir samningar um frekari verkefni. Þá myndu menn reyna að klára þau verkefni sem þeir hafa lofað að klára – þó að auð- vitað geti það breyst ef þarna verða átök. Ef þannig fer þá köllum við okkar fólk tafarlaust heim.“ ÞSSÍ fylgist vel með þróun mála Sighvatur Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.