Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 26
daglegtlíf ídesember SKATAN ÓMÓTSTÆÐILEG HAMINGJUEGG Á JÓLUM Hraun í súkkulaðibolla. Ljúffengt konfekt sem mjög auðvelt er að gera og gaman að horfa á. Morgunblaðið/Kristinn Arna Guðmundsdóttir með kökuna ómissandi sem hún pantar fyrir jólin. Gott er að hafa ost og vínber með kökunni. Hún er einnig ljúffeng borin fram með rjóma. Kanilkryddblandan góða. Hún gefur góðan, jólalegan ilm ef hún er sett í epla-cider eða rauðvín og það látið malla í potti um stund. Ef fólk vill kynna sér kökurnar og kryddin gaf Arna upp tvær slóðir: Kaka: www.collinstreetbakery.com Krydd: www. williams-sonoma.com sia@mbl.is Áeinu mesta neyslutímabili ársins máekki gleyma umhverfinu sem þarf aðtaka við öllu ruslinu frá okkur. Á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is, má finna góð ráð til að halda umhverfisvæn jól.  Í jólahreingerningunni á ekki að nota meira hreinsiefni en þarf, auk þess sem sem vör- urnar eiga að vera umhverfismerktar. Ör- trefjaklútar eru góðir til að þurrka ryk og skít því með þeim þarf ekki að nota hreinsi- efni.  Jólapappírinn hrúgast upp um hver jól en það má koma í veg fyrir það með smá hug- myndaflugi. Farðu sparlega með gjafapappír og end- urnotaðu gamlan pappír sem er ekki illa far- inn. Safnaðu hlutlausum öskjum, papp- írspokum, maskínupappír og því um líku yfir árið og notaðu sem gjafapappír. Pakk- aðu inn í dagblaðapappír eða glansandi og litríka auglýsingabæklinga. Leitaðu að end- urunnum gjafapappír. Pakkaðu inn í visku- stykki eða saumaðu margnota gjafapoka, úr efnisbútum, sem hægt er að nota ár frá ári.  Kaupið íslensk jólatré, við ræktun þeirra er notað lítið sem ekkert af varnarefnum. Norðmannsþinurinn sem fluttur er til Ís- lands er ræktaður í Danmörku. Við rækt- unina er notað gríðarmikið af varnarefnum, þ.e.a.s. illgresislyfjum og skordýraeitri. Þar við bætast svo flutningarnir, því að eðlilega er eldsneytisnotkun og útblástur þeim mun meiri eftir því sem flutningsleiðin er lengri. Rannsóknir benda líka til að lifandi jólatré séu fimm sinnum umhverfisvænni en jólatré úr plasti. Ástæðan er m.a. sú hversu mikla orku þarf til að framleiða plasttrén og til að flytja þau á markað. Flest plasttrén eru nefnilega framleidd í Asíu. Endurvinnið jólatréð eftir notkun.  Gefið vistvænar gjafir eins og námskeið, leikhúsferð, miða á tónleika, gjafakort í nudd, vörur sem styrkja góð málefni o.fl. Verið meðvituð um hvað þið kaupið. Umhverfisvæn jól  NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís Það er tilvalið að geyma jólapappírinn utanaf gjöfunum þessi jól og nota hann aftur að ári.  JÓLAHEFÐ | Arna Guðmundsdóttir pantar alltaf ávaxtaköku og krydd frá Bandaríkjunum fyrir jólin Ávaxtakakan er ómissandi É g hef pantað svona köku fyrir hver jól síðan ég byrjaði að búa fyrir 10 árum,“ segir Arna Guð- mundsdóttir, sem pantar sér ávaxtaköku frá Bandaríkjunum til að gæða sér á á aðventunni. „Við bjuggum í Bandaríkjunum um tíma og það er auðvitað miklu hagstæðara að kaupa hana þar því að kakan sjálf er ekki dýr. Við vorum reyndar byrjuð á þessu áð- ur en við fluttum út.“ Arna er ekki alveg með það á hreinu af hverju í ósköpunum hún byrjaði á þessu, en man þó eftir þessu úr föðurhúsum. „Ég spurði mömmu og hún sagði að hún og vinkona sín hefðu séð þetta í ein- hverju blaði og síðan hefur mamma verið með þessa köku og ég byrjaði svo á þessu líka. Þetta er alveg ómissandi.“ Kökuna pantar Arna alla leið frá Texas. „Þetta er yfir hundrað ára gamalt fyrirtæki, var stofnað 1896, og kökurnar hafa verið óbreyttar frá upphafi.“ Fjölskyldan nýtur þess að gæða sér á kökunni á aðventunni. „Mér finnst þetta tilheyra. Ég ber hana fram annaðhvort með brie-osti og sultu eða með rjóma og þá er kaffi borið fram með. Hún er jafngóð hvort sem hún er notuð sem desert með rjóma eða borin fram með osti og vínberjum. Þetta er í raun bara massi með hnetum og vínberjum.“ Arna lumar líka á fleiru skemmtilegu til að segja okkur frá. „Ég er líka með kryddblöndu frá Bandaríkjunum, Mulling spic- es, sem er kanilkryddblanda. Ef maður vill fá óáfenga glögg setur maður þetta út í epla-cider og það er líka hægt að setja hana út í rauðvín. Þá verður til jólaglögg. Kryddið er úr „eldhúsbúð“ sem örugglega margir þekkja sem hafa komið til Bandaríkjanna og heitir Williams-Sonoma. Þetta er stór keðja sem er mjög víða í Banda- ríkjunum. Af þessu leggur mjög góðan ilm ef það er látið malla.“ Konfekt sem auðvelt er að gera „Við gerum líka alltaf múslíkon- fekt á aðventunni. Þetta er mjög fljótlegt og auðvelt að búa til.“ Og þá var auðvitað ekki hægt að sleppa Örnu öðruvísi en að fá hjá henni uppskriftina að konfektinu. Hraun í súkkulaðibolla 250 g suðusúkkulaði 1 dl kókosmjöl ½ dl múslí 1 dl rúsínur 1 dl döðlur ½ dl kokkteilber, söxuð ½ dl hnetur/möndlur, hakkaðar. Arna mælir með að nota Vahl- rona-súkkulaði. Það er brætt yfir vatnsbaði og öllu hráefninu hrært út í. Sett í tilbúna súkkulaðibolla, t.d. frá Odense.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.