Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 32

Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ákvarðanir Kjaradómshafa oft verið umdeildar.Aðilar á vinnumarkaðiog stjórnmálamenn hafa ítrekað notað stór orð um ákvarð- anir dómsins. Gagnrýnin varð þó aldrei harðari en árið 1992 þegar sett voru bráðabirgðalög í kjölfar ákvarðana Kjaradóms. Árið 1992 úrskurðaði Kjaradóm- ur um laun æðstu embættismanna sem hækkaði laun þeirra um allt að 30%. Úrskurðurinn vakti gríðar- lega hörð viðbrögð aðila vinnu- markaðarins og margra stjórn- málamanna. Ríkisstjórnin ákvað í kjölfarið að gefa út bráðabirgðalög um Kjaradóm. Í framhaldinu end- urskoðaði Kjaradómur fyrri ákvörðun og hækkaði launin um 1,7%. Um áramót þegar skipa átti Kjaradóm að nýju báðust þeir sem setið höfðu í dómnum undan því að halda áfram störfum. Á að horfa til sambærilegra starfa Samkvæmt lögunum sem sett voru 1992 „skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur skal Kjaradómur taka tillit til þró- unar kjaramála á vinnumarkaði“. Samkvæmt þessari lagagrein á Kjaradómur að horfa á þessa tvo þætti, annars vegar til sambæri- legra starfa og hins vegar launaþróunar. Hvorki í lögunum né í greinargerð með frumvarpinu er sagt nákvæmlega hvað séu sam- bærileg störf. Líta má svo á að lög- gjafinn hafi falið þeim sem skipa Kjaradóm að kveða upp úr um það. Í lögunum frá 1992 var jafnframt sett á stofn kjaranefnd sem úr- skurðar um laun presta, prófess- ora, ráðuneytisstjóra, sendiherra og fjölmargra annarra embættis- manna. Í lögum segir að kjaranefnd skuli „gæta innbyrðis samræmis í starfs- kjörum hjá þeim sem hún fjallar um, að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar og að samræmi sé milli þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga eða Kjaradóms“. Lögin segja að kjara- nefnd eigi að taka mið af ákvörð- unum Kjaradóms. Í ljósi þessa má velta fyrir sér hvort nefndin verði ekki að taka mið af nýjasta úr- skurði Kjaradóms í næsta úrskurði sínum. 18–19% hækkun ákveðin á kjördag 2003 Kjaradómur kvað upp úrskurð á kjördag árið 2003 sem vakti mikil viðbrögð. Þar voru laun ráðherra og alþingismanna hækkuð um 18– 19% og laun dómara um 11,1– 13,3%. Laun annarra embættis- manna hækkuðu minna. Í úrskurði dómsins eru færð rök fyrir ákvörð- inni og síðan segir: „Með hliðsjón af þeirri breytingu sem nú verður á launaákvörðunum embættismanna telur Kjaradómur eðlilegt, til sam- ræmis, að taka nýja grundvallar- ákvörðun um launakjör þingmanna og ráðherra.“ Í þeim úrskurði sem kveðinn var upp sl. mánudag er vísað í þennan úrskurð frá 2003 og sagt að þar hafi Kjaradómur leitast við „samræma launatöflur sínar og kjaranefndar“. Síðan segir: „Kjaranefnd hefur í millitíðinni úrskurðað launahækk- anir umfram hækkanir sem Kjara- dómur hefur úrskurðað, m færslum milli launaflokk ákvarðanir hafa áhrif á la Kjaradóms og verður að h sjón af þeim. Er það ni Kjaradóms að lagfæra be flokka til samræmis við á dómsins frá árinu 2003, ti viðhalda þeim grundvelli var lagður.“ Það er því ljóst af þes skurði að við túlkun ákvæ anna um störf sem „sam geta talist“ kýs Kjaradómu til launa embættisman kjaranefnd úrskurðar um. Vísar til hækkan sem saksóknarar fe Garðar Garðarsson, f Kjaradóms, segir þetta r teljum að störf héraðsdóm sambærileg við störf t.d. islögreglustjóra og vara sóknara. Laun þessara e manna eru í tilteknum flo Laun ráðherr hafa hækkað u Kjaradómur ákveður launakjör forseta Íslands, ráðherra, þingm Laun sem Kjaradómur ákveður fyrir æðstu embættismenn lands- ins hafa hækkað mun meira en almenn laun. Egill Ólafsson skoðaði úrskurð Kjaradóms, en í honum er vísað til hækkana kjaranefndar, en kjaranefnd á að taka mið af ákvörðunum Kjaradóms. Niðurstaða fundar Heims-viðskiptastofnunarinnar(WTO) í Hong Kong varað sumu leyti biðleikur varðandi framhald viðræðnanna, að mati Guðmundar Helgasonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, sem.fer með viðræð- urnar fyrir hönd landbúnaðarráðu- neytisins. Guðmundur sagði að ákveðið hefði verið að reyna að leiða til lykta á næstu mánuðum ágrein- ingsefni sem stefnt hefði verið að klára á fundinum í Hong Kong og í því sambandi væri talað um 30. apríl. Það sem viðræðurnar snerust um á þessu stigi væri að skilgreina aðferðafræði eða reiknireglur varð- andi tollalækkanir, tollkvóta og annað slíkt og hversu umfangs- miklar þær ættu að vera. Sama gilti varðandi framleiðslu- tengdan og við- skiptatruflandi innanlands- stuðning og hvernig ætti að standa að breyt- ingum á honum. Fyrir fundinn hafi verið ljóst að ekki myndi nást að staðfesta þessar reiknireglur, en þrátt fyrir það hefði árangurinn af fundinum verið meiri en almennt hafi verið reiknað með og megi í því sambandi vísa til árangurs varð- andi sértækar aðgerðir vanþróaðra ríkja, sku varðandi baðmullarframle fleira. „Það má sjálfsagt s svo að þarna hafi náðst angur en menn væntu í up hann hafi verið minni en s að áður,“ sagði Guðmundu Hann sagði að sér h mjög miður gagnrýni á lands í viðræðunum og þ svonefndum G-10 hópi. „Þa af mjög óheppilegt að m þegar fræðimenn missa s hvað eru fræði annars v pólitík hins vegar,“ sagði h fremur. Guðmundur sagði að a Niðurstaða WTO Ósanngjörn gagnrýni á þáttt Guðmundur Helgason KJARANEFND ákvað í síð viku að hækka laun embæt manna um 2,5%. auk þess ú aði nefndin að þeir ættu að þúsund króna eingreiðslu sendunefnd aðila vinnuma ins hafði náð samkomulag slíka greiðslu fyrr í vetur. Kjaranefnd hækkaði lau ættismanna sem heyra und nefndina um 3% 1. janúar hækkaði nefndin laun að n Kjaranefn 2,5% hæk ÁBYRGÐ KJARADÓMS Úrskurður Kjaradóms umhækkun launa æðstu emb-ættismanna ríkisins hefur vakið hörð viðbrögð, jafnt hjá fulltrú- um launþegasamtaka sem vinnuveit- endum. Forsvarsmenn bæði Alþýðu- sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins hafa bent á að ráðherrar og alþingismenn hafi á tveimur árum fengið yfir 11% launahækkun, helm- ingi hærri en almennir launamenn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem úr- skurður Kjaradóms er umdeildur. Sumarið 1992 setti úrskurður dóms- ins, sem fól í sér gífurlegar launa- hækkanir þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna, þjóðfélagið á annan endann. Þeim úrskurði var breytt með bráðabirgðalögum og í framhaldinu var lögum um Kjaradóm breytt. Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir í Morgunblaðinu í gær að fyrst og fremst sé um „aðlög- un að launaflokkum“ að ræða og „eina launahækkunin“ sé sú 2,5% hækkun, sem almennir launþegar fá um ára- mót. „Þetta er ekki neitt sem við er- um að ákveða, þetta er eitthvað sem aðrir hafa ákveðið og við verðum að taka tillit til, og leiðrétta laun kjara- dómsmanna með tilliti til þess,“ segir Garðar. Þegar málið er skoðað er erfitt að samsinna formanni Kjaradóms. Þeg- ar lögunum um Kjaradóm var breytt á sínum tíma var þeim embættis- mönnum fækkað verulega sem þiggja laun samkvæmt úrskurði dómsins. Flestir forstöðumenn ríkisstofnana fá þess í stað laun samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Í lögunum er Kjara- dómi augljóslega gefið verulegt svig- rúm varðandi það við hvað hann mið- ar er hann ákveður laun æðstu embættismanna. Þar segir: „Við úr- lausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambæri- legir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur skal Kjara- dómur taka tillit til þróunar kjara- mála á vinnumarkaði.“ Um kjara- nefnd segir að hún eigi að gæta sömu sjónarmiða hvað varðar innbyrðis samræmi og sambærilega hópa við ákvörðun launa og þar að auki „að samræmi sé milli þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga eða Kjara- dóms“. Í hinum nýja úrskurði Kjaradóms kemur fram að hann túlki lögin þann- ig að hann telji þá hópa, sem sam- bærilegir eru æðstu embættismönn- um varðandi störf og ábyrgð, aðallega vera þá embættismenn, sem þiggja laun samkvæmt ákvörðun kjara- nefndar. Þetta er út af fyrir sig ekki óeðlileg viðmiðun. Það mætti halda því fram að störf t.d. ráðherra séu ekkert frábrugðin störfum forstjóra stórra einkafyrirtækja hvað annir og ábyrgð varðar, en engin sátt mundi nást um að greiða þeim sambærileg laun og tíðkast í einkageiranum. Dómurinn rekur síðan að hann hafi gert grundvallarbreytingar á launa- kerfi sínu með úrskurði í maí 2003 – sem raunar varð mjög umdeildur vegna þeirra hækkana sem hann fól í sér, en þá hækkuðu laun ráðherra og alþingismanna t.d. um 18–19%. Dóm- urinn segir að þessi úrskurður hafi falið í sér samræmingu á launatöflu Kjaradóms og kjaranefndar, með til- liti til eðlis starfa og ábyrgðar. En svo segir Kjaradómur: „Kjara- nefnd hefur í millitíðinni úrskurðað launahækkanir umfram hækkanir sem Kjaradómur hefur úrskurðað, m.a. með færslum milli launaflokka. Þær ákvarðanir hafa áhrif á launa- kerfi Kjaradóms og verður að hafa hliðsjón af þeim. Er það niðurstaða Kjaradóms að lagfæra beri þessa launaflokka til samræmis við ákvörð- un dómsins frá árinu 2003, til þess að viðhalda þeim grundvelli sem þá var lagður.“ Hér virðist komin upp sú einkenni- lega staða, að Kjaradómur miði úr- skurði sína við ákvarðanir kjara- nefndar, sem ber svo aftur skylda til að miða ákvarðanir sínar við úrskurði Kjaradóms! Það virðist lítil skynsemi í því að túlkanir Kjaradóms opni þannig möguleika á víxlhækkunum launa opinberra embættismanna. Texti laganna um Kjaradóm er með þeim hætti, að dómurinn hlýtur að eiga að gefa samanburði við almenna vinnumarkaðinn vægi, ekki síður en samanburði við aðra embættismenn ríkisins. Þeir, sem í Kjaradómi sitja, eiga að hafa lært þá lexíu í áranna rás að ákvarðanir um launahækkanir æðstu manna ríkisins, sem eru úr takti við almennar launabreytingar, vekja ævinlega hörð viðbrögð og rýra traust á störfum dómsins. Það vekur raunar athygli, sem sýnt er fram á í Morgunblaðinu í dag, að í sumum fyrri úrskurðum Kjaradóms hafa röksemdir fyrir hækkunum á launum æðstu embættismanna eink- um verið sóttar í greiningu á þróun- inni á almennum vinnumarkaði, en svo er ekki nú. Þetta rennir óneitan- lega stoðum undir þá gagnrýni, að Kjaradómur sé ævinlega fundvís á þau rök og viðmiðanir, sem skili við- komandi embættismönnum og þjóð- kjörnum fulltrúum mestu mögulegu launahækkun. Sömu ályktun virðist hægt að draga af þeim tölum, sem birtast á forsíðu blaðsins í dag; að laun þeirra, sem eru undir Kjara- dómi, hafi á sex ára tímabili hækkað um tugi prósenta umfram launavísi- tölu. Ekki skal hér dregið úr mikilvægi þess að ráðherrar, þingmenn og hátt settir embættismenn séu vel haldnir í launum. Það er nauðsynlegt til að hæft fólk fáist í þessi mikilvægu störf. En launahækkanir, sem eru langt umfram það, sem gerist hjá almennu launafólki, hleypa ævinlega illu blóði í umbjóðendur þessara sömu manna. Þær geta valdið trúnaðarbresti á milli almennings og stjórnmálamanna og má raunar líta svo á að þeim sé oft lít- ill greiði gerður með slíku. Hækkanir af þessu tagi geta líka orðið til þess að ýta upp launakröfum á almennum vinnumarkaði og raska hinu við- kvæma jafnvægi, sem þar hefur náðst, með alvarlegum afleiðingum fyrir stöðugleika efnahagslífsins. Kjaradómur verður að átta sig á þeirri ábyrgð, sem hann ber. Ef hann gerir það ekki getur verið ástæða til að breyta enn lögunum um dóminn og tryggja að úrskurðir hans fylgi betur almennri launaþróun í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.