Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 33 Viðbrögð stjórnvalda viðvandaðri skýrslu StefánsÓlafssonar prófessorsum örorku og velferð vekja furðu og eru stjórnvöldum til vansa. Stefán er afburða fag- og fræðimaður og hefur hann skrifað margar bækur og rit á sviði velferðarmála, m.a. um lífskjör og lífs- hætti á Norð- urlöndum, um Búsetu á Íslandi og um Ís- lensku leiðina árið 1999 sem vakti mikla athygli. Auk þess hef- ur Stefán gert marg- víslegar úttektir og skýrslur á innlendum og erlendum vettvangi, ekki síst ýmsar sam- anburðarrannsóknir í þjóðfélagsfræði og á sviði almannatrygg- inga, oft í samstarfi við erlenda fagmenn. Vegið að starfs- heiðri Stefáns Nú þegar Stefán lætur frá sér fara um 200 síðna vandaða og ítarlega skýrslu um stöðu öryrkja hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir, þar sem beitt er viðurkenndri aðferðafræði við slíkar rannsóknir, leyfa sum- ir stjórnarliðar sér að vega alvarlega að starfsheiðri Stefáns. Með út- úrsnúningi og rangfærslum er reynt að koma því inn hjá þjóðinni að skýrslan sé lituð af pólitík, sem ekki er flugufótur fyrir. Skýrsluna segja þeir pólitíska af því hún passar ekki við þá glansmynd sem ráðherrar og stjórnarliðar hafa gegnum tíðina reynt að draga upp af stöðu öryrkja. Minnist ég þess ekki að verk Stefáns á sviði velferðarmála, sem hann hef- ur stundað í áratugi, hafi nokkru sinni verið véfengd með þeim hætti sem stjórnvöld nú reyna. Og allt er það af því að skýrslan opinberar hvað stjórnarflokkarnir hafa sett ör- yrkja til hliðar í stjórnartíð sinni. Misheppnuð tilraun til að grafa undan skýrslunni Skýrslan staðfestir að kjör ör- yrkja hafa dregist aftur úr öðrum hópum – sama hvaða mælikvarði er notaður. Það er sama hvort litið er til samanburðar við ráðstöf- unartekjur almennings, meðaltekjur á landinu, kaupmáttar eða lág- markslauna, en í úttekt sinni notar Stefán margar breytur eða mæli- kvarða sem allar leiða til sömu nið- urstöðu. Niðurstaðan sem ekki hent- ar stjórnarflokkunum er sú að kjör öryrkja hafa dregist verulega aftur úr öðrum hópum, skattbyrði þeirra hefur þyngst gífurlega og meðal vestrænna þjóða er Ísland á bekk með þeim þjóðum sem minni áherslu leggja á velferðarmál öryrkja. Þetta er einn svartasti bletturinn á verk- um þessarar ríkisstjórnar sem hún aldrei getur hlaupið frá. Því skal jafnframt hér til haga haldið að skýrslan tekur þó ekki á hvað hús- næðis-, lyfja- og lækniskostnaður hefur hækkað mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem gerir stöðu ör- yrkja enn verri en þessi skýrsla sýn- ir. Kannski er það athyglisverðast í aumu yfirklóri ráðherranna til að grafa undan skýrslu Stefáns, að þeir gerðu enga tilraun til að hrekja eina meginniðurstöðuna í skýrslunni, sem var sú að skattbyrði lífeyr- isþega hefði stóraukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. En í skýrslunni er m.a. sýnt að með þessari auknu skatt- byrði hafi nánast verið þurrkaður út allur ávinning af auknum lífeyri, eins aldurstengdri uppbót á lífeyri og tekjutryggingarauka, sem öryrkjar þurftu að sækja gegnum dómstóla. Stefán sjálfur hefur í ítarlegri greinargerð hrakið lið fyrir lið allan útúrsnúning og vafasama framsetn- ingu sem stjórnvöld settu fram í því skyni að grafa undan skýrslunni og gera hana tortryggilega. Eftir þessa greinargerð Stefáns stendur ekki steinn yfir steini í aðfinnslum og rangfærslum ráðherranna. Þeir standa eftir eins og aular, sem upp- vísir hafa orðið að því að skrökva. Pólitískur stimpill eða gæðastimpill fagmennsku Eftir að ráðherr- unum og sérfræð- ingum þeirra mistókst að grafa undan skýrslu Stefáns þá ætla þeir nú að fá „hlutlausan“ aðila til að leggja mat á skýrslu Stefáns Ólafs- sonar og reyndar líka á skýrslu sem gefin var út með velþóknun stjórnvalda og unnin var af Tryggva Þór Herbertssyni um fjölgun öryrkja á Ís- landi – orsakir þess og afleiðingar. Sú skýrsla var sannanlega ekki yfir gagnrýni hafin, samt hlaut hún bless- un stjórnvalda af því hún þjónaði þeim mál- stað þeirra að ýkja fjölgun öryrkja á und- anförnum árum. Í þeirri skýrslu er beinlínis lagt til að kjör öryrkja verði rýrð í samanburði við lágmarkslaun á vinnumarkaði til að draga úr fjölgun öryrkja. Spyrja má hvort ríkisstjórnin geri þær til- lögur Tryggva Þórs að sínum? Ör- yrkjar gagnrýndu þessa skýrslu með réttu mjög harðlega. Í skýrslu Stefáns Ólafssonar eru hins vegar settar fram mjög sannfærandi skýr- ingar á fjölgun öryrkja á und- anförnum árum og jafnframt sýnt að öryrkjar eru frekar fáir hér á landi í samanburði við önnur vestræn lönd. Spurningin hjá stjórnvöldum um hvort settur er pólitískur stimpil á þessar skýrslur eða gæðastimpill fagmennsku er augljós og snýst að- eins um eitt. Ef skýrsla þjónar mál- stað ríkisstjórnarinnar þá er hún stimpluð faglega unnin skýrsla. Ef hún gerir það ekki þá er hún stimpl- uð pólitísk. Er áframhaldandi ágreiningur kjörstaða ríkisstjórnarinnar? Sú ákvörðun forsætisráðherra að fá nú "hlutlausan" aðila til að fara yf- ir þessar tvær skýrslur er sjálfsagt í þeim tilgangi að gera enn eina til- raun til að reyna að sverta skýrslu Stefáns og fá gæðastimpil á skýrslu Tryggva. Spyrja má einnig hvort hið raunverulega markmið ríkisstjórn- arinnar með þessum væntanlega „úrskurði“ sé, að fá vottorð um hvort ríkisstjórninni sé óhætt að fylgja fram bandarískri velferðarstefnu eins og lýst er í skýrslu Tryggva Þórs, með enn verri kjörum fyrir ör- yrkja í samanburði við fólk á vinnu- markaði. Það verður því spennandi að fylgjast með hver verður þessi „hlutlausi aðili“. Ef eitthvað væri eðlilegt í þessari málsmeðferð ættu stjórnvöld hins vegar að átta sig á því að þegar tveir aðilar deila um niðurstöðu eða útreikninga er ekki hægt að tala um hlutlausan aðila nema báðir deiluaðilar komi sér saman um þann sem þeir treysta til að leggja hlutlaust mat á verkið. Annað er uppskrift af áframhald- andi ágreiningi. En áframhaldandi ágreiningur er ef til vill kjörstaða ríkisstjórnarinnar, því þá fengi hún áfram átyllu til að víkja sér undan því að horfast í augu við þann dap- urlega veruleika í hinu ríka íslenska þjóðfélagi sem skýrsla Stefáns Ólafssonar leiðir í ljós. Ríkisstjórnin og sannleikurinn um öryrkja Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Jóhann Sigurðardóttir ’Skýrslu Stef-áns segja þeir pólitíska af því hún passar ekki við þá glans- mynd sem ráð- herrarnir reyna að draga upp af stöðu öryrkja.‘ Höfundur er alþingismaður. m.a. með ka. Þær aunakerfi hafa hlið- iðurstaða eri launa- ákvörðun il þess að sem þá ssum úr- æðis lag- mbærileg ur að líta nna sem na engu formaður rétt. „Við mara séu vararík- aríkissak- embættis- kki og ef þau breytast eða ef viðkomandi færist til um flokk þá segja lögin að okkur ber að taka tillit til þess.“ Garðar segir að árið 2003 hefði Kjaradómur ákveðið að ríkissátta- semjari og ríkisendurskoðandi ættu að vera með sambærileg laun og ráðuneytisstjórar. Nú væru laun ráðuneytisstjóra orðin hærri en laun þessara embættismanna. Kjaradómur sé með ákvörðun sinni að leitast við að viðhalda þeirri grundvallarbreytingu sem gerð var á kjördag 2003 og til viðbótar að hækka laun um 2,5%, en það er sú almenna hækkun sem launþegar fá um áramót. Garðar segir að um leið og Kjaradómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að hækka laun héraðsdómara sé eðli- legt að laun annarra, eins og þing- manna og embættismanna, taki mið af því. Hann bendir á að laun forsætisráðherra séu u.þ.b. tvöfalt hærri en laun óbreyttra þing- manna. Það sé sama regla og gildi á sjónum. Guðrún Zoëga, formaður kjara- nefndar, kannast ekki við að kjara- nefnd hafi verið að gera neinar stórvægilegar breytingar á launum þeirra embættismanna sem nefnd- in úrskurðar um. Aðspurð hvort sérstakar hækk- anir hafi verið gerðar á launum varalögreglustjóra og vararíkissak- sóknara segir hún að saksóknarar við embætti ríkissaksóknara hafi sent kjaranefnd bréf í árslok 2003. Þar sé vísað í úrskurð Kjaradóms frá maí 2003 en í honum voru hér- aðsdómarar hækkaði sérstaklega m.a. vegna stóraukins álags dóm- stóla landsins vegna fjölgunar al- varlegra sakamála. Benda saksókn- ararnir á að þeir flytji flest þessara mála og því hafi álag einnig aukist hjá þeim og að „óviðunandi [sé] að saksóknarar njóti lakari lögkjara en héraðs- og hæstaréttardómar- ar“. Niðurstaða kjaranefndar var að hækka laun saksóknaranna. Heild- arlaun saksóknara hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík verða 1. jan- úar nk. samtals um 620 þúsund á mánuði. Heildarlaun saksóknara hjá ríkissaksóknaraembættinu eru aðeins lægri, en saksóknarari hjá ríkislögreglustjóra er með örlítið hærri laun. Eftir úrskurð Kjara- dóms verða laun héraðsdómara 672 þúsund á mánuði. Ekkert fjallað um launaþróun í úrskurðinum Eins og áður segir á Kjaradómur ekki bara að horfa til launa sam- bærilegra starfa heldur einnig til „þróunar kjaramála á vinnumark- aði“. Í nýjasta úrskurði Kjaradóms er þó ekkert fjallað um þessa þróun og ekki gerð nein tilraun til að rök- styðja dóminn út frá þessari þróun að öðru leyti en því að fram kemur að dómurinn taki tillit til þeirrar 2,5% almennu launahækkunar sem verður um áramót. Í sumum af fyrri úrskurðum Kjaradóms er þó fjallað um launaþróun. Þetta á t.d. við um úrskurð sem felldur var í árslok 1998. Þar er vísað til grein- argerðar sem dómurinn fékk frá Þjóðhagsstofnun um launaþróun og einnig til breytinga á launavísitölu. Frá 1. janúar 1999 til dagsins í dag hafa laun alþingismanna og ráðherra hækkað um 102%. Launa- vísitala hefur á sama tíma hækkað um 51%. Héraðsdómarar hækkuðu á tímabilinu um 66%. Eftir nýjasta úrskurð Kjaradóms hafa laun alþingismanna og ráð- herra hækkað frá ársbyrjun 1999 um 119%. Í síðustu þremur úrskurðum Kjaradóms hefur hann hækkað laun um samtals 13 prósentustig (3% 1. janí 2005, 2% 1. júlí 2005 og 8% 1. janúar nk.). Kjaranefnd hefur á sama tímabili hækkað almenn laun um 10 pró- sentustig (3% 1. janúar 2005, 4,5% 1. febrúar 2005 og 2,5% 1. janúar 2006). Á síðustu 12 mánuðum hefur launavísitala hækkað um 7,3%. Ef sú almenna launahækkun sem verður um áramót er bætt við, en hún er 2,5%, er hækkunin um 10%. Forsetinn dregst aftur úr í launum Það vekur athygli að Kjaradóm- ur tekur ákvörðun um að hækka laun forseta Íslands minna en ann- arra eða um 6% meðan aðrir fá 8%. Árið 2003 hækkuðu laun alþingis- manna og ráðherra um 18–19%, en laun forseta Íslands hækkuðu ekki neitt. Af þessu má draga þá álykt- un að Kjaradómur hafi markað þá stefnu að minnka launabilið milli forsetans og annarra embættis- manna. Árið 2001, eftir að forsetinn hóf að greiða skatta af launum sín- um, var forsætisráðherra með 43% af launum forseta Íslands. Í dag er forsætisráðherra með um 60% af launum forsetans. ra og þingmanna um 100% á 7 árum Morgunblaðið/Þorkell manna og nokkurra æðstu embættismanna.             !" #$ $!$ #$ %$  & $%'  (!" )! *$)+#$ (!" )! %  *$)+#$%  !" ,"- "% - ./ 0 "  120%" + -*     / +0  3    + 0  0  $ 4 $)23  + % % 3   $$% +%04            % 4 )4  % 4 )4  &* 0               $4  "%                         egol@mbl.is í þágu uldbingar eiðslu og segja sem meiri ár- pphafi þó stefnt var ur efði þótt stöðu Ís- þátttöku í að er allt- mínu mati sýn á því vegar og hann enn- ðildarríki að viðræðunum væru rétt um 150. Við tækjum að sjálfsögðu sjálf- stæðan þátt í viðræðunum, en til- heyrðum einnig þeim hópi sem kall- aður væri G-10. Menn hefðu reynt að draga upp neikvæða mynd af þessu samstarfi og haldið fram að við ættum að yfirgefa það. Hins vegar væri það þannig innan WTO að ríki sem ættu líkra hagsmuna að gæta tækju sig saman einfaldlega til þess að rödd þeirra gæti heyrst. Í G-10 ættum við einkum og sér í lagi samstarf með öðrum EFTA- ríkjum og ef það væri nú orðinn óæskilegur félagsskapur spyrði maður sig að því hvort við ættum ekki líka að segja okkur úr EFTA. Guðmundur sagði að það sem bindi þennan ríkjahóp saman væri að þau væru öll saman matvælainn- flytjendur nettó og einnig legðu þessi ríki mikið upp úr þeim ákvæðum, sökum þess hvernig landbúnaður þeirra, væri staddur, sem vörðuðu þætti sem ekki væri viðskiptalegs eðlis, en þar gæti ver- ið um að ræða hluti eins og mat- vælaöryggi, byggðir, umhverfi og þess háttar. Gagnrýni þess efnis að G-10 sé með stefnu sem sé fjand- samleg þróunarríkjum sé fjar- stæðukennd. Öll ríkin vilji stuðla að verulega bættum markaðsaðgangi, draga verulega úr framleiðslu- tengdum og markaðstruflandi inn- anlandsstuðningi og stefna að af- námi útflutningsbóta. „Undir þetta er G-10 hópurinn reiðubúinn að skrifa og taka upp- byggilegan þátt í þessu, en þó bara með þeim hætti að það sé tryggt að innlendum landbúnaði gefist tæki- færi til að aðlaga sig því sem um kann að vera samið og að forðast kollsteypur í þessum efnum. Í öll- um tilfellum hefur málflutningur G-10 verið fátækustu þjóðum heims mjög vinsamlegur,“ sagði Guð- mundur ennfremur. „Þessi gagnrýni er ósanngjörn og til þess fallin að draga upp mjög skakka mynd af því hvernig Ísland hagar málflutningi sínum og stend- ur vörð um sína hagsmuni í þessu fjölþjóðlega viðskiptakerfi,“ sagði Guðmundur að lokum. -fundarins biðleikur öku Íslands í G-10, segir ráðuneytisstjóri ðustu ttis- úrskurð- ð fá 26 en for- arkaðar- gi um un emb- dir sl. Í júní nýju um 4,5%. Í úrskurðinum er vísað sér- staklega til hækkana félagsmanna í Bandalagi háskólamanna sem sömdu í febrúar. Úrskurðurinn var afturvirkur, þ.e. hann var lát- inn gilda fimm mánuði aftur í tím- ann. Kjaranefnd úrskurðaði um laun að nýju 13. desember sl. og var hann um 2,5% almenna hækkun, sem er sama hækkun og þorri launafólks fær um áramót. nd ákveður kkun launa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.