Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LOKSINS ætlar ríkisvaldið að huga að heildarskipulagi stuðnings- kerfisins. Hugsanlega að sameina einhver úrræðin sem það ræður yfir. Hvers vegna núna? Jú, Byggða- stofnun er komin niður fyrir einhver mörk sem fjármálaeftirlitið hefur sett fjármálastofn- unum. Nú er semsagt tækifærið til að stokka kerfið upp! Af því til- efni er kannski rétt að spyrja nokkurra spurn- inga: Veit einhver hvað kerfið á að gera? Til hvers úrræðin eru? Hvernig starfsemi þeirra skarast? Hver eru t.d. rökin fyrir „átaki til atvinnusköp- unar“? Eða með starfrækslu Ný- sköpunarsjóðs, Iðntæknistofnunar, atvinnuþróunarfulltrúa? Framtaks- sjóða? Til hvers er Byggðastofnun? Þegar frumkvöðlar þessa lands leita til einhverra af stuðnings- úrræðum ríkisins er í langflestum til- vikum farið fram á viðskiptaáætlun, eða einhverskonar útgáfu af slíku plaggi. Slíkar ritsmíðar eru sagðar grundvöllur ákvarðanatöku um að- komu, lánveitingu eða styrkveitingu. Í viðskiptaáætluninni skal frum- kvöðullinn koma á framfæri því sem máli skiptir.: Þörfinni sem lausn hans skal mæta, lýsingu á lausninni sjálfri, markaðnum og fólkinu sem skal vinna að verkefninu. Ekki má gleyma fjárhagslegum áætlunum sem skulu skjóta stoðum undir aðkomu stuðn- ingsúrræðisins með tilætlaðri arð- semi. Þetta er allt eins og það á að vera, ekki er hægt að ætlast til að stuðn- ingskerfið komi að öllum hug- myndum, þær þarf að rökstyðja og selja. Ef vel á að vera er lögð mikil vinna í undirbúning slíkra áætlana og kynninga í kjölfarið. Vinnan við áætl- unina sjálfa er oftast það sem mestu máli skiptir, því þannig áttar frum- kvöðullinn sig best á eigin virði og þess sem uppá vantar. Veit einhver til hvers Byggðastofnun er? Hvernig ber að mæla árangur hennar? Veit einhver hvaða þörf hún er að mæta? Hvernig skal meta hæfni henn- ar? Er það t.d. ekki al- veg dásamlegt að um leið og Byggðastofnun er að koma að fiskeld- ismálum á landsbyggð- inni skuli ríkisvaldið stofna annað úrræði, AVS sem á að sinna auknu virði sjávarafla í landinu, þar sem helsta tækifærið felst í þorskeldi og fær til þess talsverða fjármuni á ári hverju. Ef til væri við- skiptaáætlun fyrir stuðning við byggð á landsbyggðinni væri hugs- anlegt að þar stæði að einn af vaxta- broddunum væri fiskeldi. Væri þá ekki sniðugt að byggja upp þekkingu á því sviði innan þess úrræðis sem sinnir þeim málum, í stað þess að stofna nýtt? Hver sagði að tilgangur Byggða- stofnunar væri að standa undir sér með lánveitingu á landsbyggðinni? Þegar það er í eðli starfsemi stofn- unarinnar að lána til verkefna sem sökum áhættu er ekki á færi við- skipta- eða fjárfestingarbanka að lána til. Sem aftur leiðir af sér að um leið og lántakinn er orðinn stöndugur (sem gerist alls ekki í öllum tilvikum) þá sækja viðskipta- og/eða fjárfest- ingarbankar í að lána honum. Sem þýðir að lán Byggðastofnunar eru greidd upp með hagstæðari lánum sem Byggðastofnun mun aldrei geta keppt við vegna útlánatapa sem eru innbyggð í kerfið. (Því það liggur ekki fyrir öllum lántakendum Byggðastofnunar að verða stönd- ugir.) Um leið og viðskipta- og/eða fjár- festingarbanki lánar fyrirtæki sem Byggðastofnun hefur áður lánað til og lánin eru notuð til að greiða upp eldri lán Byggðastofnunar þá hefur Byggðastofnun náð tilgangi sínum. Hún hefur átt þátt í að stofna, styrkja og viðhalda fyrirtæki sem hefur vaxið í að verða álitlegur lán- taki hjá bönkunum, sem bera aðrar mælistikur á verkefnin/lántakana en Byggðastofnun er ætlað að gera. Er ekki kominn tími til að gera sömu kröfu til ríkisvaldsins og það gerir til viðskiptavina stuðningskerf- isins síns? Að menn setjist niður og átti sig á þörfinni, lausnunum, mark- aðnum, fólkinu og fjárhagnum. Skipti kerfinu upp þannig að von sé til þess að hvert úrræði geti sinnt sínu skil- greinda hlutverki og það sé mælt á viðunandi hátt. Byggðastofnun, við- skiptaáætlanir og kerfið Sverrir Geirdal fjallar um málefni Byggðastofnunar ’… það er í eðli starf-semi stofnunarinnar að lána til verkefna sem sökum áhættu er ekki á færi viðskipta- eða fjárfestingarbanka að lána til.‘ Sverrir Geirdal Höfundur er ráðgjafi í Ráðlagi ehf. NÝ SKÝRSLA norrænna sam- keppnisyfirvalda staðfestir að neyt- endur á Norðurlöndunum greiða hærra verð fyrir matvöru en íbúar í öðrum löndum Evrópu. Hún stað- festir einnig það, sem ljóst hefur verið, að hér á Íslandi eru innflutnings- hömlur á búvörur meginástæðan fyrir háu matvöruverði. Það ber að lýsa ánægju með það að úttekt af þessu tagi sé gerð. Við hjá Högum fögnum henni og telj- um að hún sé stórt skref í þá átt að hér á landi muni verða gerðar verulegar breytingar á þeim þáttum sem hafa áhrif á verðmyndun á mat- vörumarkaði. Í þá átt að á Íslandi geti neyt- endur keypt matvöru á sambærilegu verði og í öðrum löndum Evrópu. Skýrslan staðfestir enn fremur að við erum á svipuðu reki og aðrar Norð- urlandaþjóðir hvað varðar markaðs- aðstæður og stærð fyrirtækja á mat- vörumarkaði og að Ís- land sker sig ekki úr í þeim efnum. Það er von okkar að skýrslan muni verða til þess að stjórnvöld muni átta sig á því að óhóflegir vernd- artollar geta ekki þrif- ist hér á landi mikið lengur, þar sem þjóð- inni er haldið í gísl- ingu vegna þröngra sérhagsmuna. Álagning í matvöruverslun á Ís- landi er ekki hærri en álagning sambærilegra verslana í sam- anburðarlöndum. En það er einmitt álagningin, sem er mælikvarði á skilvirkni verslunarinnar. Ég held því fram að rekstur verslana Bón- uss standist álagningarsamanburð hvar sem er í okkar helstu sam- anburðarlöndum. Tilkoma Bónus hefur lækkað matvöruverð til ís- lenskra heimila meira en nokkuð annað á undanförnum áratugum. Þessu til marks var Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónus, í vik- unni veitt viðurkenning ísfirskrar alþýðu. Ástæðan er ekki síst að nú er verðlag á matvöru á Ísafirði það sama og í Reykjavík. Þar sem Bón- us býður lægsta matvöruverð á Ís- landi, eiga Vestfirðingar nú greiða leið að lægsta verði landsins, en höfðu áður greitt hæsta verð á land- inu. Innflutningshömlur á búvörur eru helsta ástæðan fyrir háu vöru- verði eins og fram kemur í fram- angreindri skýrslu. Forsvarsmenn bænda vilja skiljanlega beina spjót- unum í aðrar áttir og benda m.a. réttilega á smæð markaðar og fjar- lægð frá öðrum löndum. Einnig nefna þeir hækkun í hafi. Um það vil ég segja að nálægt 70% af mat- vöruinnkaupum Haga eru af inn- lendum framleiðendum. Þar til við- bótar eru rúmlega 20% af innkaupum Haga af íslenskum inn- flutningsfyrirtækjum. Innan við 10% af okkar innkaupum er okkar eigin innflutningur. Umræða um hækkun í hafi á því við aðra en okk- ur þar sem um 90% af okkar inn- kaupum fara fram í íslenskum krónum á Íslandi. Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, bendir á í grein í Morgunblaðinu að m.a. sykur og sælgæti hafi verið 67% dýrara á Íslandi en í Evrópusam- bandinu skv. könnun árið 2003. Haraldur veit sennilega að hið op- inbera tekur til sín 122% álag ofan á strásykur frá höfninni í Reykjavík til neytanda í formi vörugjalda og virðisaukaskatts. Erlent sælgæti fær með sama hætti á sig yfir 50% álögur. Af hverju skyldu inn- fluttar jólapiparkökur taka á sig 66% álögur hins opinbera við að ferðast þessa sömu leið? Eða appelsínusafi 65% álögur? Í þessu sambandi er rétt að benda á að íslenskir sælgætisframleiðendur keppa við innflutt sæl- gæti. Þrátt fyrir það eru hér öflugir sælgæt- isframleiðendur, sem standast samkeppni við risastóra alþjóðlega framleiðendur. Í frétt Sjónvarpsins í gær kom fram að brauð var ódýrara í Bónus en í Danmörku. Það er öllum ljóst að það verður ekki hægt að bjóða matvöru á lægra verði nema og þegar við afnemum bú- vörutolla og aðrar op- inberar álögur sem notaðar eru til neyslu- stýringar, samanber vörugjöld og tolla. Á Íslandi væri auðveld- lega hægt að bjóða mun meira úrval af matvöru á Evr- ópuverði. Ofurtollar koma því miður í veg fyrir það. Sem dæmi má nefna að hér á landi hefur undanfarna mán- uði verið skortur á kjúklingabringum. Ef Hagar flytja þær inn þurfum við að greiða 325% í opinberar álögur ofan á innkaups- verð þrátt fyrir þennan skort. Ef við vildum auka vöruúrval af kjöt- áleggi og flytja inn hunangsristaða kalkúnaskinku, þyrftum við að greiða 340% í opinberar álögur ofan á innkaupsverð. Þessi dæmi sýna að enginn þarf að vera hissa á því að verðlagið er eins og það er. Það eru þó ekki aðeins tollar og vörugjöld, sem valda háu vöruverði. Við búum við tvíþrepa virð- isaukaskattskerfi þar sem mat- vörur eru flokkuð niður í tvo flokka, 14 og 24,5 prósenta skattflokka. Þetta er óhentugt og notað til neyslustýringar. Eðlilegast væri að samræma skattkerfið og einfalda það. Það mætti ætla að mat- vöruverð myndi lækka um a.m.k. 20 prósent hér á landi ef innflutnings- hömlur yrðu afnumdar og komið yrði á einu skattþrepi. Stjórnvöld ættu að hugleiða að fella niður vörugjöld og tolla og hafa einungis eitt virðisaukaskattþrep, sem gæti verið hærra en það 14% þrep, sem nú er við lýði, t.d. 17 prósent. Hag- ur neytenda er ótvíræður af breyt- ingum af þessu tagi. Hagar vilja taka þátt í því að lækka matvöruverð á Íslandi. Til þess bjóðum við fram krafta okkar og opnum okkar dyr fyrir þeim sem vilja taka þátt í því með okkur. Skýrsla samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndunum er fyrsta skrefið í áttina að lægra matvöruverði. Frumforsendan verður eftir sem áður alltaf sú, að afnema verður innflutningsverð búvöru og lækka álögur á matvöru til þess að vinna megi betur að hag íslenskra neyt- enda. Það hljóta allir að sjá. Áfangaskýrsla í átt til lægra vöruverðs Finnur Árnason fjallar um matvöruverð Finnur Árnason ’Það er öllumljóst að það verður ekki hægt að bjóða matvöru á lægra verði nema og þegar við afnemum búvörutolla og aðrar opinberar álögur sem not- aðar eru til neyslustýr- ingar, samanber vörugjöld og tolla.‘ Höfundur er forstjóri Haga. JÓLIN eru rauð, þau glansa, þau eru björt af litríkum ljósa- perum og hlý af ótal kertaljósum og fallegri tónlist. Þau anga af góðum mat, borðin svigna, fólk í fal- legum nýjum fötum brosir í faðmi fjöl- skyldunnar. Bjartar minningar um jólin verma. Við erum hamingjusöm þjóð. Eitthvað truflar þessa mynd, allt sem maður ekki skilur veldur óróa. Bankarnir eru samstiga í að halda uppi háu vaxtastigi og dýrri þjónustu, þeir launa vel sínum yfirmönnum, mánaðarlaunin að minnsta kosti árslaun þeirra lægstlaunuðu inn- an bankanna. Það er að vísu ekki nóg, æðstu stjórnendur verða líka að fá nokkur hundruð milljónir, jafnvel milljarða virði bónus fyrir að standa sig í vinnunni. Á sama tíma veldur það háværum deilum þegar á að leiðrétta skammarlega lág laun og menn æpa óðaverð- bólga, ábyrgðarleysi. Veikindi og heilsubrestur eiga ekki að vera ávísun á fátækt. Læknisþjónusta er orðin mun- aður fyrir marga, það leiðir til þess að seinna er gripið inn í heilsufar fólks en áður, það leiðir svo til enn dýrari aðgerða á dýru, fínu hátæknisjúkrahúsunum okk- ar. Hvað svo, ef fólk nær ekki heilsu og á ekki digra sjóði? Þá á það ekki að miklu að hverfa, það sér fram á að skrimta, búa við kröpp kjör. Til hvers, hljóta margir þeirra að spyrja sig, sem lenda í þessum að- stæðum. Stjórnendur þessa lands hafa ekki þorað að koma hér á við- urkenndum neyslu- staðli til viðmiðunar við ákvörðun bóta, lægstu launa og skattleysismarka. Þeir vita sem er, að bætur, hvaða nafni sem nefnast og lægstu laun, duga ekki fyrir framfærslu. Sömu stjórnvöld trúa því ekki að það séu ekki allir jafn ham- ingjusamir á Íslandi. Sumu fólki hefur safnast fé, jafnvel veit ekki aura sinna tal, eins og sagt var. Hann hlýtur að vera í þeim hópi, maðurinn sem kaupir hús í toppstandi fyrir 90 milljónir til þess eins að rífa það og byggja annað ennþá flottara. Þvílíkt virðingarleysi fyrir verðmætum skekkir siðgæðisvit- und fólks. Öryrki býr í tjaldi í Öskjuhlíð, bætur duga ekki fyrir húsnæði og mat, þá er að velja, húsnæði eða mat, hann valdi matinn. Konan sem rætt var við í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum, valdi hús- næðið, hún átti ekki mat. Það er hægt að kaupa margar íbúðir fyrir 90 milljónir. Hvort sem við viljum vita eða ekki, er til heimilislaust fólk á götum borgarinnar, jafnvel fátæk börn sem þekkja jólin fyrst og fremst af síðum auglýsingabæk- linga, foreldrar sem sjá ekki aðra leið til að halda jól með börn- unum sínum, en að leita á náðir hjálparsamtaka, standa í biðröð eftir úthlutun á fötum og mat sem það hefur ekki efni á að kaupa. Svo er talað um mikilvægi þess að fólk hafi gott sjálfsmat, haldi sjálfsvirðingu sinni. Það er samt gott að vita að kettirnir í Kattholti búa við gott atlæti, mala saddir í birtu og yl jólanna. Vangaveltur á aðventu María Elínborg Ingvadóttir fjallar um íslenskt samfélag á jólum ’Hvort sem við viljumvita eða ekki er til heimilislaust fólk á götum borgarinnar, jafnvel fátæk börn sem þekkja jólin fyrst og fremst af síðum auglýs- ingabæklinga …‘ María E. Ingvadóttir Höfundur er viðskiptafræðingur. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.