Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 41 UMRÆÐAN Ullarbolur barna, verð frá 3.600 kr. fullorðins 5.900 kr. Nýtt frá 66°NORÐUR 100% Merino-ullarnærföt www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 Gefðu mjúka gjöf Ullarbuxur barna, verð frá 3.100 kr. fullorðins 4.900 kr. STEINDÓR J. Erlingsson fjallar um þrönga heimssýn kirkj- unnar í annars ágætri grein í Mbl. 9. desember og tekur fyrir sam- band trúar og vísinda út frá nálg- un kirkjunnar og vill, hvað best verður séð, að hún láti af tilætl- uðu miðaldaaft- urhaldsbrölti og komi sér í nútímann. Víst er að hin al- menna kirkja á sér í mörgu fáar máls- bætur í samskiptum sínum við heim vís- indanna gegnum tíð- ina. Væri betur að talsmenn hennar hefðu búið að betri þekkingu og þar með öðlast mun meiri víð- sýni en raun varð á. Því er hins vegar ekki að leyna að vís- indin hvorki hafa svör við né munu geta leyst mörg mál tilverunnar. Tilvist mannsins er stað- reynd. Uppruni hans verður ekki sann- aður, aðeins tilgátur settar fram. Annað hvort er að maðurinn hafi orðið til fyrir röð tilviljana eða verið kallaður fram með tilgang í huga. Þjóðkirkjan boðar seinni valkostinn. Að ætla kirkjunni að hverfa frá þessu sjónarmiði er til jafns við að hún hverfi frá grunn- hugtaki kristninnar. Að sama skapi er það óraunhæf krafa af hálfu tals- manna vísindalegrar nálgunar hins tilviljanakennda upphafs mannsins að ætla kirkjunni slíkt, þar sem sjálf tilviljananálgunin nær út fyrir ramma vísindanna og inn á svið trúarinnar. Það þarf trú til á hvorn veginn sem er. Það telst vart svartasta mið- aldaafturhald að halda því fram að maðurinn breyti ekki alltaf svo sem honum ber. Mannlega áþján ber fyrir augu hvert sem litið er, ástand sem Biblían nefnir afleið- ingu syndar mannsins. Þjóðkirkjan hefur leitast við að skilgreina þetta ástand og boða manninum jafn- framt lausn frá því. Páll boðar í ritum sínum sköpun mannsins, til- gang og leið til endurlausnar, og það er á þessum vettvangi sem hann tekst á við Grikki og lífsspeki þeirra. Steindór segir Pál postula and- skynsemishyggjuforkólf. Vitnar hann í Fyrra Korintubréfið 1:17- 25, en grunnhugsunin þar er hversu speki spekinganna telst heimska út frá speki Guðs. Páll segir í reynd ekkert nýtt út frá forsendum rita Gyðinga, því fyrir þeim taldist sá hygginn sem trúði á Guð, en heimskur var sá sem af- neitaði tilvist hans. Gamla testa- mentið fjallar víða um heimskingj- ann, þann sem neitar tilvist Guðs, og liggur því beint við að Páll hafi haft þetta í huga þegar hann tekst á við heimspeki Grikkjanna með frumhugmyndafræði Aristótelesar (384–322 f.Kr.), t.d. Prote philo- sophia (60 f.Kr.?), og raunveru- leikahugmyndafræði Platóns (427– 347 f.Kr.) að grunni, en vel áber- andi þá voru t.d. fylgismenn hinna stóísku og epíkúrísku fræða. Hér er ekki átt við skilgreiningu þess- ara hugsuða á sjálfu samfélaginu og viðleitni til úrbóta, heldur öllu heldur vangaveltur þeirra um til- gang tilverunnar og úrlausnir til vitrænnar, ásættanlegrar nið- urstöðu. Kristur tjáði sig einnig um heimshyggjuna. Í svokallaðri æðstaprestsbæn sinni biður hann eftirfarandi: „Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hefur hatað þá, af því að þeir heyra ekki heim- inum til, eins og ég heyri ekki heiminum til. Ekki bið ég að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu“ (Jóh. 17: 14-16). Kristur elskar alla menn jafnt. Hann hatar því ekki mann- heim. Þessi heimur sem hann nefnir er því ekki maðurinn og um- hverfi hans sem slíkt, heldur lífsfílósófían sem liggur þar að baki, sem er að mað- urinn sé sjálfum sér nógur og geti sjálfur upp á eigið eindæmi náð fullkomnun með því að höndla hina sönnu þekkingu. Fyr- ir Páli er útilokað að nálgast kjarna raun- veruleikans í Guði um farveg heimspekinnar líkt og Grikkir höfðu tileinkað sér gegnum aldirnar. Guð verður ekki afmarkaður í einhvers konar skil- greiningarramma. Fræðimenn Grikkja hugsuðu út frá skil- greiningarforsendum heimspekinnar og fengu á engan hátt skilið upplifun fyr- irgefningarinnar og þar með grunntákn krossins. Skilningur manna á fórnardauða, fyrirgefningu og náð á þessum tíma var ekki fyrir hendi, heldur leituðust menn við að blíðka viðkomandi guð eða guði og ná hlutdeild í eðli þeirra gegnum einhvers konar rit- úal. Þjóðkirkjan hefur til þessa fylgt þeirri stefnu að maðurinn sé sköp- uð vera. Í því felst að Guð, skap- arinn, greip inn í söguna á ein- hverjum tímapunkti og setti í gang ferli sem fól og felur enn í sér vissan tilgang. Ennfremur að Guð hafi gripið inn í söguna á ný sem Kristur til að leysa manninn úr hans eigin sjálfskaparvíti með fórnardauða sínum. Þessi grund- vallarhugsun endurspeglast í orð- um Páls: „Því að orð krossins er heimska þeim sem glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraft- ur Guðs“ (1Kor. 1:18). Það verður hvorki sannað né afsannað hér og nú hvort maðurinn geti endanlega fyrirgert eigin lífi, steypt sér í glötun, en við dauðastund hljóta óhjákvæmilega að vakna spurn- ingar um tilvist og tilgang. Um heims- ins speki Ómar Torfason fjallar um kristna trú og vísindi Ómar Torfason ’Þjóðkirkjanhefur til þessa fylgt þeirri stefnu að mað- urinn sé sköpuð vera. Í því felst að Guð, skap- arinn, greip inn í söguna á ein- hverjum tíma- punkti og setti í gang ferli sem fól og felur enn í sér vissan til- gang.‘ Greinarhöfundur er sjúkraþjálfari. Í GREIN sem birtist í Morg- unblaðinu 14. des. sl. staðhæfa þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Tryggvi Herbertsson að það sé „löngu ljóst“ að landbúnaður sé „óverulegt hagsmunamál“ fyrir Ís- lendinga. Það virðist m.a. vera út frá þessu grundvallar gildismati sem þeir hvetja til þess að Ísland afnemi einhliða öll höft í landbúnaði eins fljótt og unnt er, „án tillits til hvort aðrar þjóðir gera slíkt hið sama.“ Halldór og Tryggvi staðhæfa að slík stefna myndi ótví- rætt stuðla að auknum hagvexti og „þjóð- félagslegri velferð.“ Um leið láta þeir að því liggja að við stjórnmálamenn séum einungis að verja til- tekna hagsmunahópa með því að hrinda slík- um tillögum ekki í framkvæmd. Það er undarleg staðhæfing að segja Ísland argasta afturhald í þessum efnum á alþjóðavísu og láta að því liggja að við Íslendingar gerum þróunarríkjum sérstakan grikk með því vernda tilteknar innlendar framleiðsluvörur, s.s. kjöt- og mjólkurvörur. Staðreynd málsins er sú að flestar landbúnaðarvörur eru fluttar inn til Íslands án tolla eða magntakmarkana. Þetta á sér- staklega við um vörur sem skipta fátækustu þjóðir heims mestu máli í milliríkjaviðskiptum, s.s. baðmull, sykur, ávexti o.fl., og harðast er tekist á um innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Stærstu þjóðir og ríkjabandalög heims, s.s. Bandaríkin og Evrópusambandið, hafa svarta samvisku í þessum efn- um og hafa stundað viðskiptastefnu sem er fátækustu ríkjum heims afar þung í skauti. Sem betur fer virðist einhver breyting ætla að eiga sér stað í þeim efnum, en að láta að því liggja að Ísland beri þar ábyrgð sem afturhald í alþjóðaviðskiptum er fásinna. Ísland og G-10 hópurinn sóttu t.d. fast að fátækustu þjóðum heims yrði tryggður markaðs- aðgangur fyrir allar útflutnings- vörur sínar án tolla og magntak- markana, en ákvörðun þess efnis var ein meginniðurstaða ráðherra- fundar Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar í Hong Kong nú á dögunum. Hver er staða íslensks landbúnaðar? Á undanförnum árum hefur land- búnaðarstarfsemi hérlendis tekið miklum stakkaskiptum. Það er afar misvísandi að láta í veðri vaka að ekkert hafi breyst á þessu sviði og allt sé í sama horfi hafta sem fyrr. Í þessu sem öðru er það hins vegar hluti af þjóðfélagslegri velferð að forðast snöggar kollsteypur. Ef hug- myndin með afnámi tolla er fyrst og fremst sú að aðstoða fátæk- ustu þjóðir heims, þá er staðreyndin einfald- lega sú að allt aðrar þjóðir en fátækustu þjóðir heims myndu nýta sér þau viðskiptalegu færi sem myndu skapast við nið- urlagningu íslensks landbúnaðar í núverandi mynd. Vanþróuð ríki sætu eftir með sama hætti og áður, en þess ber að geta að þau hafa stutt margt í málflutningi Íslands og G-10 hópsins innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Það er engum til góðs að tala af vanvirðingu og lítillækkun um ís- lenskan landbúnað og fjölþætt gildi hans. Íslenskt samfélag stæði eftir margfalt snauðara ef grundvöllur fyrir innlenda búvöruframleiðslu brestur. Hagfræðinga greinir mjög á um þessi mál sem önnur og engin algild sannindi eru þar á ferð. Spurningarnar sem hér um ræðir hafa hins vegar ekki einungis með fræðileg reiknilíkön hagfræðinga að gera, heldur um þau lífsviðhorf, gildismat og framtíðarsýn sem við höfum til að bera sem þjóð. Land- búnaði fylgja fjölþætt verðmæti sem seint verða metin til fjár. Flestir Íslendingar vilja ekki til þess hugsa að byggðir landsins og sveitabýli leggist enn frekar í eyði í stórum stíl. Þorri þjóðarinnar lætur sér annt um landslag sveita og bú- menningu, fæðuöryggi og gæði matvæla, ferðaþjónustu, land- græðslu og skógrækt, en allir eru þessir þættir nátengdir íslenskum landbúnaði. Ef landbúnaður leggst af í sinni núverandi mynd hefur slíkt margþætt og varanleg áhrif á alla þessa viðhangandi þætti. Það er því vart hægt að ítreka gildi þess um of að fara hér fram með gát. Það er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda með stuðningi skv. bú- vörusamningum að lækka vöruverð til neytenda, stuðla að hagræðingu í framleiðslu og auka samkeppn- ishæfni íslenskra búvöruframleið- enda í ljósi fyrirsjáanlegrar aukn- ingar á samkeppni frá erlendum búvörum. Það er auðvelt að leggja landbúnaðarstarfsemi í rúst með sviplegri framkvæmd misviturra kennisetninga á alþjóðavettvangi. Það hafa ýmis lönd reynt á eigin skinni; þjóðir sem horfa nú upp á svartar auðnir og órækt í stað blómlegra sveita. Það væri afar var- hugavert af okkur Íslendingum að feta í sömu fótspor. Ég leyfi mér að efast um að þorri Íslendinga væri sáttur við að sjá íslenska sveita- og búmenningu riða til falls með slík- um hætti, og telji að í þeim efnum sé um allt annað og miklu meira en „óverulega hagsmuni“ að ræða. Um óveruleg hagsmunamál Drífa Hjartardóttir svarar grein Halldórs Benjamíns Þor- bergssonar og Tryggva Her- bertsson um landbúnaðarmál ’Það er auðvelt aðleggja landbúnaðar- starfsemi í rúst með sviplegri framkvæmd misviturra kennisetn- inga á alþjóðavett- vangi.‘ Drífa Hjartardóttir Höfundur er alþingismaður og for- maður landbúnaðarnefndar.                      
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.