Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 45
stólnum og brosti fallega til okkar. Hann var mjög rólegur og það var gott að sitja í fangi hans. Svo gaf hann okkur alltaf nammi úr skál- inni sinni. Hann hafði gaman af prakkarastrikum en hristi stundum höfuðið kankvís til pabba og mömmu þegar göslaragangurinn í okkur gerðist helst til of mikill. Afi okkar hafði mikinn áhuga á golfi og boxi og fylgdist með knatt- spyrnuleikjum. Hann var stundum til í að koma með okkur á pylsu- barinn til að fá pylsu og ís og fannst það gott eins og okkur bræðrunum. Við söknum elsku afa okkar og biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Lúðvík Thorberg Bergmann og Aron Daði Bergmann. Í dag kveðjum við Arnkel Berg- mann Guðmundsson bókbands- meistara eða Adda eins og hann var ávallt kallaður af vinum sínum. Samfylgd okkar Adda er orðin býsna löng en við kynntumst fyrst þegar við byrjuðum að læra bók- band hjá Ísafold árið 1942. Þá hófst vinátta sem hefur haldist traust og góð alla tíð síðan. Eftir að námi lauk störfuðum við saman í 20 ár í Ísafold en árið 1966 hóf Addi störf hjá Gutenberg og varð fljótlega verkstjóri þar. Addi var dugmikill íþróttamaður og á yngri árum sínum keppti hann í sundi og hóf einnig að æfa hnefa- leika. Varð hann Íslandsmeistari í þeirri íþrótt, bæði í fluguvigt, létt- vigt og millivigt. Hann æfði einnig körfubolta og tók þátt í fyrsta landsleik Íslendinga í körfubolta árið 1954. Snemma greip golfbakt- erían okkur báða og urðum við golffélagar allt þar til Addi veiktist fyrir nokkrum árum og varð að hætta að spila golf. Hann stóð sig vel í þeirri íþrótt eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur og varð meistari Golfklúbbs Reykjavíkur árið 1961. Addi var alla tíð félagslyndur og var virkur í félagsstörfum. Hann var formaður Bókbindarafélags Ís- lands árin 1976–1980 og sat í trún- aðarráði félagsins í mörg ár. Hann átti einnig sæti í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur um tíma og var sæmdur gullmerki Golfklúbbsins fyrir félagsstörf sín. Addi var skýr í hugsun og gerð- um, hann var alltaf gamansamur og mikill gleðimaður og hafði skemmtilega nærveru. Margar góðar minningar eru tengdar Adda. Við félagarnir ferðuðumst mikið saman innanlands á náms- árunum og minnisstæð er göngu- ferð sem við fórum eitt sinn á Ei- ríksjökul. Eitthvað höfðum við misreiknað jökulinn og skriðurnar þar sem við komumst þrjú skref áfram og tvö afturábak. Einungis var einn kexpakki með í för og vor- um við orðnir nokkuð þrekaðir og svangir en á toppinn komumst við að lokum eftir að hafa hvatt hvor annan og lofað hvor öðrum dýr- indis krásum ef við næðum toppn- um. Eftir að Addi kvæntist Huldu urðu þau hjónin góðir fjölskyldu- vinir okkar Oddu konu minnar og áttum við margar góðar stundir saman. Nokkrar ferðir fórum við saman til útlanda, bæði til Dan- merkur, Kanaríeyja og Spánar og oftar en ekki voru golfkylfur með í för. Margar góðar minningar eru tengdar þessum ferðum. Síðustu árin voru Adda erfið vegna veikinda og var honum sér- staklega þungbært að geta ekki tjáð sig og einangraði það hann frá samvistum við aðra. Þessi ár hefur Hulda staðið við hlið Adda og ann- ast hann einstaklega vel. Ég kveð nú góðan og traustan vin með þakklæti fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar okkar saman. Ég votta Huldu og fjölskyldu innilega samúð mína. Geir Þórðarson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 45 MINNINGAR ✝ Bjarni Þor-steinsson frá Hurðarbaki í Reyk- holtsdal fæddist 5. desember 1912. Hann lést aðfara- nótt sunnudagsins 18. desember síðast- liðins. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Bjarna- son, f. 25.11. 1877, d. 10.8. 1963, og Guð- rún Sveinbjarnar- dóttir, f. 18.1. 1879, d. 14.12. 1955. Systkini Bjarna eru Vilborg, f. 21.2. 1909, d. 31.12. 1943, Soffía, f. 13.4. 1911, og Sveinbjörn, f. 18.3. 1914. Bjarni kvæntist 21. apríl 1945 Sigríði Sigurjónsdóttur, f. 21.3. 1916, d. 30.4. 1995. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Bjarnason, f. 21.11. 1953, maki Ásthildur Thorsteins- son, f. 8.6. 1953. Börn þeirra eru: a) Sigríður Halldóra, f. 14.5. 1975, börn hennar eru Hera Sól Hafsteinsdóttir, f. 24.2. 1995, Gunnur Rún Hafsteinsdótt- ir, f. 1.4. 1997, og Maríus Máni Sigurð- arson, f. 1.7. 2002. b) Dagbjört, f. 19.4. 1977, sambýlis- maður Eric van Munsterern, f. 9.6. 1973. c) Pétur, f. 1.5. 1983. d) Gunnar, f. 28.5. 1988. 2) Þóra, f. 5.2. 1955, maki Einar Sig- urjónsson, f. 14.5. 1952. Börn þeirra eru Hrund, f. 11.7. 1977, og Bjarni, f. 28.8. 1979, sambýliskona Anna Clausen, f. 1.5. 1979. Útför Bjarna fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdaföður minn og vin Bjarna Þorsteinsson, bónda frá Hurðarbaki í Reykholtsdal, en hann lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnudagsins 18. des. sl. Með þessum fáu orðum vil ég þakka samfylgdina og vináttuna sem var mér mikils virði. Bjarni var ákaflega hlýr og traustur maður sem hafði mjög sterka nærveru. Hann var oft fámáll í fjölmenni og flíkaði ekki skoðunum sínum en því meir tók maður eftir því sem hann sagði í samræðum inni í stofu á Hurðar- baki. Bjarni var fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem var fædd fyrir þá miklu byltingu sem varð á búskaparhátt- um á tuttugustu öldinni og þeirrar menningar sem hafði ríkt í sveit- unum frá aldaöðli en er nú að víkja með þeim hraða sem einkennir sam- tímann. Á góðum stundum sagði hann mér sögur af álfum og huldu- fólki og háttum þess. Einnig frá því hve samofin trú á dulræn fyrirbæri voru í tilveru fólks hér á árum áður. Bjarni hafði mikið yndi af veiði- skap og fylgdist vel með veiðiferðum okkar hinna og kom og renndi fyrir lax ef kostur gafst. Ef talið barst að rjúpnaveiðum þótti honum hins veg- ar algert bruðl að skjóta aðeins eina rjúpu í skoti því það gat ekki borgað sig. Bjarni hafði geysimikinn áhuga á öllu sem tengdist vélum, og er óhætt að segja að eina raunverulega ástríða hans hafi verið bílar af nán- ast öllu gerðum og stærðum. Á yngri árum stóð hugur hans til að læra bifvélavirkjun en búskapar- skyldur höfðu betur. Það var ákaflega gott að koma að Hurðarbaki og njóta margrómaðrar gestrisni þeirra hjóna, Bjarna og Sigríðar, því þar kom saman stór- hugur og smekkvísi sem enginn gleymdi sem naut. Bjarni skaust stundum upp á loft og kom með eitt- hvað hjartastyrkjandi á hátíðum og fyrir fjárréttir blandaði hann sjálfur hanastél sem ekki var hægt að ráða í, en allir vildu meira. Þegar við reyktum báðir voru dregnir fram stórsígarar og púað stóran og rætt um hugðarefnin sem oftar en ekki tengdust áðurnefndum áhugamálum og mátti þá skera loft- ið í stofunni. Aldrei var kvartað und- an vondri lykt heldur var hún kennd við jól og við félagar hvattir til að reykja meira. Það var alltaf fjölmenni á Hurð- arbaki, einkum á sumrin þegar margir krakkar dvöldu þar sumar- langt í skjóli Sigríðar og Bjarna, en þá var margt brallað, m.a. synt í hveralæknum, riðið út, og í lok sum- ars fór Bjarni með hópinn í Rúss- anum í reisu sem stóð í marga daga og var farið víða. Ég stend á því fastar en fótunum að annað eins myndarheimili hafi enn ekki fundist og er ég viss um að margir munu vitna um það. Bjarni naut ágætrar heilsu fram- an af ævi en síðustu ár var hann far- inn að gefa eftir og þá fluttust þau hjón á dvalarheimilið í Borgarnesi. Sigríður féll frá skömmu eftir að þau fluttu þangað 1995, en Bjarni bjó þar síðan. Hann sýndi þar enn nýja hlið á sér er hann tók til við handavinnuna og gerði fágæt teppi sem verma nú kaldar tær víða hjá vinum og ættingjum. Bjarni undi hag sínum vel á dvalarheimilinu inn- an um gamla vini, uppeldis- og fermingarsystkin. Þá þótti kvenfólk- inu ekki ónýtt að hafa Bjarna til taks ef vantaði dansherra en þar naut hann verðskuldaðrar aðdáunar. Nú fyrir nokkrum dögum fór heilsu hans hrakandi og var hann sendur á sjúkrahúsið á Akranesi þaðan sem hann átti ekki aftur- kvæmt og lést hann þá fullra 93 ára. Minningar hrannast upp á þess- um tímamótum er við kveðjum Bjarna Þorsteinsson og þeir sem þekktu hann munu aldrei gleyma hlýju og mjúku handartaki hans. Guð geymi minningu um fágætan mann. Að leiðarlokum viljum við að- standendur Bjarna þakka starfsfólki á dvalarheimilinu í Borgarnesi fyrir það góða starf sem þar er unnið og fer ekki framhjá neinum sem þar kemur. Einar. Elsku afi. Ég hugsa til baka til þess tíma er ég sit fjögur ára gamall í borðstofunni á Hurðarbaki við hlið- ina á þér og þú ert að kynna fyrir mér sannan íslenskan mat, í hvert skipti sem litli munnurinn á mér var fullur af hafragraut með blóðmör færðist bros yfir andlit þitt, mikið var ég montinn. Ef ég var með stæla kom hinn svipurinn, það eina sem hægt var að gera í þeirri stöðu var að borða með meiri list en nokkru sinni fyrr. Ég man eftir tíðum ferðum í nýrri Súbarú bifreið þinni til Borgarness, þar sem þú og amma þurftuð að sinna hinum ýmsu erindum, stund- um var ég bara einn, og stundum var bíllinn fullur af krökkum, sem gátu ekki beðið eftir því að komast í kaupfélagið þar sem blásið var til stórsóknar á nammihilluna á kostn- að þinn og ömmu. Það var alltaf mikið um gesti á Hurðarbaki og þú bauðst gjarnan upp á vindil í betri stofunni eftir mat og við barnabörnin lágum undir London Docks dalalæðunni og horfðum á sjónvarpið, mér er alveg sama hvað tóbaksvarnareftirlitið segir það er góður andi á Hurð- arbaki. Ég var hjá afa og ömmu flest sumur og eru þær stundir með mín- um allra bestu æskuminningum, ég man hvað það vakti alltaf sterka ör- yggistilfinningu þegar þú slökktir ljósin og bauðst góða nótt eftir lang- an og viðburðarríkan dag, afi þú varst með svo sterka nærveru. Elsku Bjarni afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði, þú varst mér alltaf svo góður. Minninguna um þig mun ég varðveita í hjarta mínu. Bjarni. Við fráfall Bjarna á Hurðarbaki hverfur á braut maður sem mér þótti mjög vænt um. Ég varð þess aðnjótandi að dvelja á sumrin að Hurðarbaki í Reykholtdal hjá þeim Bjarna og Siggu frænku. Ekki gat ég beðið þess að fá að komast að Hurðarbaki á vorin og helst vildi ég ekki heim á haustin. Bjarni var ein- stakur maður, hann var leiðbeinandi sem borin var mikil virðing fyrir og yfirleitt þurfti hann ekki að segja hlutina nema einu sinni og þá urðu það lög. Ég bar mikla virðingu fyrir Bjarna og þar sem honum þótti hræringur með súru slátri góður varð mér einnig að finnast hrær- ingur með súru slátri góður sem ég gat með herkjum komið niður. Hann bar mikla virðingu fyrir landinu og þann arf gaf hann mér. Ég kom mjög ung að Hurðarbaki í fyrsta sinn og ég varð einsog heim- alningarnir, ég elti Bjarna hvert sem hann fór og reyndi að apa eftir honum. Ég lærði að vinna með Bjarna og var hann ötull að kenna mér ýmis handbrögð, ég lærði að það þurfti að vinna til að fá. Hvort sem það var að stinga út, reka á fjall, rýja, laga til eða heyja, alltaf naut ég leiðsagnar Bjarna sem kenndi á þann hátt að ekki gleymist og auðvitað voru gerð mistök en mistökin voru til að læra af, sam- kvæmt Bjarna. Ég skil ekki enn í dag þá þolinmæði sem hann hafði fyrir þessari stelpu sem vildi meira en hún gat. En það sýnir hið góða hjartalag sem Bjarni hafði, enda löðuðust börn og málleysingjar að honum. Sigga frænka og Bjarni voru glæsileg hjón sem nutu virðingar í sinni sveit. Oft var farið á milli bæja með þeim Bjarna og Siggu, og ófá skipti fékk ég að fara með Bjarna að sækja ull þar sem hann var umboðs- maður Álafoss í sinni sveit. Alls staðar sem Bjarni kom var honum tekið fagnandi enda alltaf glaður og hafði einstaklega góða nærveru. Það voru viðbrigði fyrir Siggu frænku og Bjarna að flytja frá Hurðarbaki að Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi en þar bjuggu þau ekki lengi saman því Sigga frænka kvaddi okkur fyrir 10 árum. Sökn- uður Bjarna við fráfall Siggu frænku var mikill enda voru þau samrýnd hjón. Ég mun alltaf minn- ast Bjarna sem einstaklega hjarta- hlýs manns sem naut þess að hafa umhverfi sitt fallegt enda vann hann ötullega að því svo lengi sem honum entust kraftar. Kæri Bjarni þakka þér fyrir það dýrmæta veganesti sem þú gafst mér. Anna María Pétursdóttir. Bjarni á Hurðarbaki er nú fallinn frá, stórbrotinn og einstakur maður er í dag til moldar borinn og kvadd- ur af vinum og vandamönnum. Fréttin var sár en kom ekki á óvart þar sem Bjarni var orðinn háaldr- aður. Hann dvaldi hin síðustu ár á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann undi hag sínum vel. Við bræður stöldrum við og látum hugann reika aftur um rúma þrjá áratugi þegar við fórum fyrst til sumardvalar að Hurðarbaki. Óskap- lega vorum við heppnir að fá að vera þar og hvað minningarnar þaðan eru kærar, við varðveitum þær vel. Á Hurðarbaki höfum við svo verið með annan fótinn síðan, þar hefur verið okkar annað heimili og von- andi að svo verði sem eftir lifir. Borgarfjörður er að okkar mati fallegasta sveit landsins, þar er víð- áttan mest, fjöllin stærst, loftið tær- ast og þannig mætti áfram telja. Að dvelja þar í orlofi og vaka fram eftir sumarnóttum veitir hina fullkomnu hvíld frá þessu endalausa amstri hversdagsins. Oft höfum við rætt um það hvað okkur langar til að eiga heima á þessum stað. Bjarni og Sigríður voru ávallt eitt í okkar huga, bæði hávaxin og glæsi- leg. Hann rólegur og glettinn en hún aftur hrókur alls fagnaðar og gustaði af henni eins og sagt er. Þau höfðu bæði einstakan frásagnar- máta og engum gat leiðst í návist þeirra. Þau voru heiðarleg og virðu- leg hjón, samrýnd og samtaka um alla hluti. Sigríður lést 30. apríl 1995 og frá þeim tíma hefur okkur fund- ist Bjarni vera einn, þrátt fyrir að eiga að stóra og góða fjölskyldu sem sinnti honum vel. Eitthvað hefur vantað í öll þessi ár. Í dag er góður dagur, ákveðnum lífskafla er lokið og þau eru sam- einuð á ný. Um stund óskum við þess að fá að hverfa aftur um tíma til að allt verði aftur eins og það var, en í stað slíkrar óskhyggju geymum við minningu um þetta góða fólk sem mikil gæfa var fyrir okkur að fá að kynnast. Þannig háttar nú að við getum ekki fylgt Bjarna síðasta spölinn. Við munum vitja hans síðar ásamt fjölskyldunni og votta honum virð- ingu okkar. Við sendum aðstand- endum samúðarkveðjur. Við minn- umst Sigríðar og Bjarna með hlýju. Blessuð sé minning þeirra. Stefán og Jóhannes Guðjónssynir. BJARNI ÞORSTEINSSON Ástkær bróðir okkar og mágur, EINAR GUÐNASON viðskiptafræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkra- húss við Hringbraut þriðjudaginn 20. desember síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gerður Guðnadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Bjarni Guðnason, Anna Guðrún Tryggvadóttir, Þóra Guðnadóttir, Baldur H. Aspar, Bergur Guðnason, Hjördís Böðvarsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir, Sveinn Snæland, Elín Guðnadóttir. Elskulegur sonur okkar og bróðir, EINAR HARALDSSON, Meðalholti 3, Reykjavík, lést miðvikudaginn 14. desember. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 27. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarna- félagið Landsbjörg. Haraldur Hansson, Katrín Jónsdóttir, Hans Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.