Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 51

Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 51 HESTAR FLYTUR! Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Akkurat fasteignasala flytur í glæsilegt húsnæði á Stórhöfða 27 hinn 28. des. 2005 Opnunartímar um hátíðarnar: Lokað verður á Þorláksmessu. 27. des. kl. 10.00-17.00 Lynghálsi 4 28.des. lokað vegna flutnings 29.des. kl. 9.00-17.00 opnað á nýjum stað - Stórhöfða 27 Starfsmenn Akkurat óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og gæfu á nýju ári Þökkum viðskiptin á liðnu ári ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ ❅ unum og segja það þýða lítið að horfa bara á stóðið úr fjarlægð, styggð hrossanna sé engin afsökun. Björgvin bendir á að fara eigi var- lega í fóðrun þegar hrossin koma á hús og heyið megi alls ekki vera of sterkt til að koma í veg fyrir fóður- breytingar. Hann leggur áherslu á þörfina á að vanda til járninga: „Það er mjög mikilvægt að hafa góðan mann sem járnar svo að hestamenn séu ekki að skapa dýralækninum óþarfa vinnu.“ Sama megi segja um aðbúnað hrossanna í hesthúsunum sem eigi að vera þannig að slys hljótist ekki af og vel fari um hrossin, og vís- ast þar til reglugerðar um stærð á stíum. Þegar allar „reglur“ eru í heiðri hafðar er án efa kátt á hjalla í hest- heimum enda þarf víst ekki mikið til þar sem hestamenn eru. Goðsögnin segir jú að þeir séu gleðinnar menn, kunni að hafa gaman af lífinu og þeir hafi skoðanir á öllu sem tengist hesta- mennsku, í það minnsta. Í hesthúsinu sem hér um ræðir fara fram líflegar umræður og kemur m.a. sú skoðun fram að íþrótt þessi sé „stéttlaus“, allir séu jafnir hvort sem menn eru banka- stjórar eða eitthvað annað, og ef menn lúti ekki þeim lögmálum séu þeir út- skúfaðir úr samfélaginu. Það má ef til vill segja að fyrrnefnd goðsögn sé hér að nokkru staðfest því í gegnum hlátrasköllin heyrist því fleygt að húmorslaus dýralæknir hljóti að vera atvinnulaus líka. ÝMIS verk bíða nú hestamanna og eru mörg þeirra í höndum dýralækna. Björgvin Þórisson, dýralæknir í Kópa- vogi, var staddur í hesthúsi Kristins Hugasonar, fyrrverandi hrossarækt- arráðunautar, í Andvara í Garðabæ í vikunni. Erindi Björgvins var að raspa burt tannbrodda í hrossum í eigu Kristins og er röspunin að sögn Björgvins grundvallaratriði áður en farið er að brúka hrossin og tekur Kristinn undir það. „Á ytri brúnum tanna í hestum myndast slitgaddur og er nauðsynlegt að raspa broddana burt einu sinni á ári svo hestarnir nærist eðlilega og séu góðir í beislinu,“ segir Björgvin, og telur upp verkefni hestamannsins: „Huga þarf að ástandi hrossa, úti jafnt sem inni á húsi, athuga holdafar og hvort það beri á holdhnjúskum. Svo þarf að ormahreinsa og skal það gert a.m.k. tvisvar til þrisvar á ári.“ Oft er notuð ein sprauta til að koma í veg fyr- ir bæði orma og lús og sumir raka hár- in við faxrót og eyru þar sem myndast geta kjöraðstæður fyrir lúsina. „Sprautan hefur takmarkaða verkun gegn lúsinni ef hún hefur þegar sest að í feldinum og þarf þá að beita út- vortis meðhöndlun,“ minnir Björgvin á. Dýralæknar sjái auk þess um að skaufahreinsa hestana og svo mætti lengi telja. Björgvin segir það bráðnauðsynlegt að líta eftir útiganginum og eru þeir Kristinn sammála um mikilvægi þess að hafa reglulegt eftirlit með skepn- Morgunblaðið/Þorkell Það eru ekki allir jafn afslappaðir hjá „tannlækninum“ og þessi hestur. Björgvin Þórisson (til vinstri) og Kristinn Hugason í hesthúsinu í Andvara. Gott eftirlit og húmor NÝ hestavöruverslun, Hesta- gallerí, hefur verið opnuð á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Lúther Guðmundsson, eig- andi verslunarinnar, lofar ávallt lægsta verðinu á vörum tengdum hestamennsku og segir hann að um 20% verð- mun sé að ræða eða meira. Sem dæmi kosti skóbuxur fyr- ir konur 6.950 kr. Lúther segir viðtökur við búðinni hafa ver- ið mjög góðar. Verslunin býður upp á allar þær vörur sem tengjast hesta- mennsku, fatnað, reiðtygi og rekstrarvörur. Opið verður til kl. 22 í dag, á morgun til kl. 23 og fram að hádegi á aðfangadag. Ný hesta- vöruverslun JEPPAR með hestakerrur aftan í og hestaflutningabílar eru algeng sjón á þjóðvegum landsins en þessa dagana eykst straumurinn og er ástæðan sú að „hestavertíðin“ er að hefjast hjá flestum hestamönnum. Þónokkur hópur tók hesta á hús um síðustu helgi og hugsar sér gott til glóðar- innar um hátíðarnar þó að enn eigi margir eftir að taka inn og leyfi gæð- ingum sínum að japla úti á jólunum. Að ýmsu er að hyggja hvort heldur sem jatan er úti eða inni. Margir hafa ekki tök á því að halda hrossum lengur úti í haga eftir að jarðbönn verða og þannig veltur það á tíðarfarinu hjá þeim hesta- mönnum hvenær hross eru tekin á hús. Á meðan hafa aðrir hrossin á gjöf úti og taka inn eftir áramót þau sem ekki eiga að vera í útigangi. Eins og fyrr segir byrja sumir fyrr en aðrir og vilja njóta hestanna leng- ur og einnig þarf að hefja fljótt und- irbúning undir kynbótasýningu og keppni. Það er kappsmál margra að komast á bak á jóladag eða um ára- mót enda fátt hátíðlegra en að ríða út í náttúruna með hófaskelli að vinum. Hinn sanni jólafriður finnst líka allt- af með því að hlusta á skepnur éta. Tamningamenn nýta haustið vel við vinnu á trippum og eru reyndar að allan ársins hring. Það telst svolít- ið undarlegt að frístundahestamenn skuli ekki smitast meira af atvinnu- mönnunum og fari einnig að stunda hestamennskuna á haustin. Þegar á heildina er litið virðast hestamenn nokkuð fastheldnir við gamla siði og hefðir sem gera ráð fyrir langri hvíld hjá hrossum á haustin fram að áramótum. Hefðir þessar eiga kannski ekki endilega við í dag og eins og bent er á í 9. tölublaði tímaritsins Hestar eru útlendingar oft hissa á þessari hvíld sem við gefum hrossunum okkar og telja nýtinguna lélega á mikilli fjárfest- ingu (sjá Hesta, 9. tbl., bls. 58–60). Á haustin undirbúa íslenskir hestamenn hins vegar næstu törn og dytta að í hesthúsum, skipta um inn- réttingar ef þörf er á, laga gerðin, bera á reiðtygin o.s.frv. Þá er tíminn til að njóta afraksturs ársins, nærast á minningunum og magna upp spennu fyrir komandi „vertíð“. Þessi hvíld virðist stundum kærkomin enda næg verkefni fram undan. Þegar hrossið er komið á hús, búið að raspa, sprauta, járna og þar fram eftir götunum, mænir það spurnar- augum á eigandann eins og það viti að komið er að stóru stundinni; skeifnasprettinum. Mikilvægt er þó að gera ekki of miklar kröfur til hrossins fyrstu reiðtúrana. En það þarf meira en hest með fullum reiðtygjum til að reiðtúrinn heppnist, reiðmaðurinn sjálfur þarf að vera nokkuð undirbúinn. Huga þarf vel að klæðnaði og búa sig vel í misjöfnu veðri. Nauðsynlegt er að hestamenn sjáist vel í skammdeginu og sífelld þörf er á að minna á end- urskinsmerki, að ógleymdum hjálm- inum sem er lífsnauðsyn fyrir alla hestamenn. Að síðustu skal minnast á mikil- vægi þess að hestamenn séu í ágætu líkamlegu og andlegu formi þegar stigið er á bak. Að þessu hefur lítill gaumur verið gefinn en til þess að maður og hestur njóti sín þarf reið- maðurinn að vera í góðu almennu formi því það er ekki eftirsóknarvert að vakna daginn eftir fyrsta reiðtúr- inn með svo ógurlegar harðsperrur að löng bið verði eftir þeim næsta. Fátt er að sama skapi ömurlegra en að skeyta skapi sínu á hestinum ef hann stenst ekki væntingar eða reið- maðurinn sjálfur illa upplagður. Hestar eru næmir á þær tilfinningar sem bærast með manninum og þess vegna illmögulegt að fela fyrir hon- um t.d. hræðslu eða stress. Brýnt er að ætla sér ekki um of og hér gildir hið fornkveðna að kapp er best með forsjá. Morgunblaðið/ÞÖK Fjalladrottningin Hekla skartar sínu fegursta. En skjótt skipast veður í lofti og hrossin þurfa kannski fljótlega að leita skjóls. Líf færist í hesthúsin Sumir menn eru þeirrar náttúru að finnast ekkert ómþýðara en hófaskellir og hross að éta tugguna sína. Nú er sá tími í garð geng- inn að hestamenn taki klára sína á hús og af því tilefni fer Þuríður M. Björnsdóttir yfir þau verkefni sem fram undan eru og ræðir við Björgvin Þórisson dýralækni í hesthúsi Kristins Hugasonar, fyrrverandi hrossaræktarráðunautar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.