Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 56

Morgunblaðið - 22.12.2005, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR. MIÐAVERÐ 2.500- KR. Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST MIÐASALAN ER OPIN: 23.12. 10-20, 24.12. 10-12 bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Jón Hallur Stefánsson Krosstré Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Arnaldur Indriðason Vetrarborgin MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Fim. 29.12. Fös. 30.12. Allra síðustu sýningar! Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . Miðasalan er opin kl. 14-18, símasala kl. 10-18. Lokað 24. des.-2. jan. Netsalan alltaf opin. Íslenska óperan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 GJAFAKORT Í ÓPERUNA – jólagjöf sem gleður! Verð við allra hæfi. ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR – Kammersveitin Ísafold og Ágúst Ólafsson baritón flytja Vínartónlist í útsetningum eftir Schönberg ogWebern. Sunnudaginn 8. jan. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Gleðileg jól Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT Fim. 29.des kl. 20 UPPSELT Fös. 30.des. kl. 20 UPPSELT Aukasýningar í jan og feb í sölu núna: Lau. 7.jan. kl. 19 Nokkur sæti Fös. 13.jan. kl. 20 Í sölu núna Lau. 14.jan. kl. 19 Í sölu núna 20/1, 21/1, 27/1, 28/1 Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Ósóttar pantanir seldar daglega! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Góð jólagjöf! Vinnustofa Péturs Gauts, á horni Snorrabrautar og Njáls- götu, er opin frá kl. 16-18 alla daga fram að jólum eða eftir samkomulagi í síma 551 2380. Allir velkomnir! Pétur Gautur Vegna mikillar aðsóknar í fyrra, pantið borð tímanlega! Síminn er 568 0878 • www.kringlukrain.is kr.23. desember Verð aðeins 2.690 Skötuveisla og fiskihlaðborð Þorláksmessuskatan Sterk kæst skata Lítið kæst skata Kæst tindabikkja Kæstur hákarl Saltfiskur Sigin ýsa Ný soðin ýsa Djúpsteikt ýsa Pönnusteikt rauðspretta Soðinn lax Fiskibollur Plokkfiskur Hnoðmör og hamsatólg Brætt smjör Gulrætur og rófur Soðnar kartöflur Rúgbrauð og smjör Nýbakað brauð MÁLVERK er til af Mozart þar sem hann virðist vera með óvana- lega útstæð augu. Þegar ég var lítill sagði einhver fullorðinn mér að það væri vegna þess að hann hefði verið svo duglegur að æfa sig og semja músík en ekki séð almennilega til; hann hefði bara haft kerta- ljós við vinnu sína. Sjálfsagt er þetta bölvað kjaft- æði, en kom engu að síður upp í huga minn á tónleikum Camer- arctica í Hafnarfjarðarkirkju á þriðjudagskvöldið, þar sem spilað var við birtu um sextíu kerta. Stemningin í kirkjunni var sér- kennilega notaleg; þetta er líka falleg kirkja sem gaman er að skoða að innan. Og tónlistin var einnig falleg; tvö kammerverk eftir Mozart og eitt eftir samtímamann Beethov- ens, Bernhard Crusell, sem var klarínettuleikari af sænskum og finnskum ættum. Flutningurinn var samt ekki alltaf fallegur; Kvartett í G-dúr KV 285a fyrir flautu og strengi eftir Mozart, sem var fyrstur á dagskránni, skartaði að vísu dún- mjúkum, vandvirknislega mót- uðum flaututónum Hallfríðar Ólafsdóttur en fiðlurödd Hildi- gunnar Halldórsdóttur var hins- vegar ögn hjáróma á köflum og hafði það töluverð áhrif á heild- arsvipinn. Ámóta sögu er að segja um Klarínettukvartett Op. 4 eftir Crusell; samspil hljóðfæraleik- aranna var markvisst og styrk- leikajafnvægi ólíkra radda prýði- legt, en fiðluröddin var dálítið ónákvæm, auk þess sem túlkunin var almennt fremur flatneskjuleg og hefði að ósekju mátt vera kraftmeiri á líflegri augnablikum. Mun skemmtilegra var að hlýða á Stefán Jón Bernharðsson horn- leikara spila með strengjaleik- urunum Kvintett í Es-dúr KV 407 eftir Mozart, en hornablásturinn var oft svo fagur að dásemd var á að hlýða. Hinsvegar skorti nauð- synlegt mótvægi í samspilið; rödd strengjaleikaranna var of grunn, lágfiðlan og sellóið hefðu vel mátt vera sterkari til að skapa fyllri heildarhljóm, þrátt fyrir að raddir þeirra hafi verið ágætlega mót- aðar í sjálfu sér. Hafa ber í huga að verk Mozarts er ekki hornkons- ert heldur kammerverk, og jafnvel þó svo væri, myndi hornið fljótt verða leiðigjarnt áheyrnar ef það fengi engan stuðning frá hljóm- sveitinni. Misjafn Mozart TÓNLIST Hafnarfjarðarkirkja Tónsmíðar eftir Mozart og Crusell. Flytj- endur: Hallfríður Ólafsdóttir (flauta), Ár- mann Helgason (klarínetta), Stefán Jón Bernharðsson (horn), Hildigunnur Hall- dórsdóttir (fiðla), Guðmundur Krist- mundsson (lágfiðla), Guðrún Þórarins- dóttir (lágfiðla) og Sigurgeir Agnarsson (selló). Þriðjudagur 20. desember. Kammertónleikar Jónas Sen W.A. Mozart Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.