Tíminn - 09.02.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1971, Blaðsíða 4
4 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 1971 ( i I í Heilbrigðiseftirlitsstarf Staða við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera á aldrinum 20—35 ára og hafa stúdentspróf, eða sambærilega menntun, vegna sémáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. — Frekari upplýsingar um starfið veitir fram- j kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 1. marz næstkomandi. Reykjavik, 5. febrúar 1971 Borgarlæknir. Öskilahestur — rauður, með blett á lend. Mark: blaðstíft aftan hægra. Hreppstjóri Grafningshrepps. Verzlið ódýrt Vor- og sumartízka fyrir alla fjölskylduna og allt annað til heimilis, finnst í vörulista frá ELLOS. Skrifið á íslenzku og þér fáið sendan vörulista, — kostar aðeins 50 kr. H. PÁLSSON, Drakenborgsgatan 28, Göteborg. AUGLÝSING um leikrifasamkeppni í tilefni af 75 ára afmæli sínu 11. janúar 1972 gengst Leikfélag Reykjavíkur fyrir leikritasam- keppni og verður skýrt frá úrslitum í þeirri sam- keppni á afmælisdaginn. Veitt verða verðlaun að upphæð kr 200.000,00. Lengd leikrita, sem til greina koma við verð- launaveitingu, skal vera svo sem venja er við eins- kvöldssýningar, éða ekki minni en taki tvær klukkustundir í flutningi. Leikritið skal vera eftir íslenzkan höfund og hvergi hafa komið fram áður, hvorki í héild sinni né kaflar úr því. Það er ekki gert að skilyrði fyrir verðlaunaveit- ingu, að hægt sé að sýna leikritið í Iðnó; hins vegar áskiiur Leikfélag Reykjavíkur sér rétt til að sýna verðlaunaleikritið eða önnur þau leikrit, sem í sem keppnina eru send, ef því henta þykir. Höfundur fær þá greidd höfundarlaun fyrir þær sýningar í samræmi við það sem tíðkast um sýningar annarra leikrita. Dómnefnd er áskilinn réttur til að veita engin verðlaun, ef henni þykir ekkert þeirra leikrita sem berast verðlaunavert. Skilafrestur er til 15. nóvember 1971 Leikritum skal skilað til Leikfélags Reykjavikur undir dul- nefni og verða handrit þegar afhent dómnefnd. Jafnframt skal fylgja nafn höfundar i lokuðu um- slagi, sem ekki verður opnað fyrr en dómnefnd hefur skilað úrskurði sinum. Leikfélag Reykjavíkur. m Græna byltingin Fyrir skömmu sbrifaði Jóti Helgason, ritstjóri, ágæta hug- ve'kju i Lesbók Tímans. Ræddi hann þar u>m hin>a gifurlegu þýðingu, sem afrek Boriaughs, þess er fékik friðarverðlaun Nobels s.l. ár, á sviði jurtakyn- bóta, munu hafa fyrir hinar sveltandi þjóðir þessa heims. Þessi afrek h>afa verið kölluð upphafið að „Hinni grænu bylt- in,gu“, sean margir gera sér von- ir um, að muni verða mann- kynÍTiu til meiri blessunar en ýmsar byltingar í öðrum litum. Með henni er á árangursrík- an og sannfærandi hátt skorin upp herör gegn hungri í heim- inum, og jafnframt felur hún í sér fordæmimigu hvers konar rányrkju. Afrek Borlaughs verða Jóni Helgasyni m.a. efni til hugleið- inga um. hvar á vegi við ís- iendingar séum staddir sem ræktunarþjóð Hann kemst ekkd að glæsilegri niðurstöðu ferkar en væn-ta mátti, enda er sú niðurstaða næsta auðfundin. fslenzkur landbúnaður bygg- ist á grasnytjum, en aðeins um 1.5 prósent af flatarmáli lands- ins er ræfctað. Hefur það tæp- lega verið nægilegt til að full- nægja vetrarfóðurþörf búfjár- ins undianfarin harðindaár, og er þó hluti túnanna að auki notaður tii beitar. Um helmingur af öllu gras- fóðri búfjárins kemur af óræktuðum úthaga án þess að nofckuð komi á móti. Þessi út- hagagróður, sem við eigum svo mikdð undir, þekur aðeins Vt —% af flatarmáli liandsins: hann er í heild -rýr til beitar og viðkvæmur vegna óhag- stæðra gróðursikUyrða og fok- gjarns jarðvegs. Um hekningur hans er ofbeittur, sums staðar mjög verulega, og anciar fjórð- ungur er fullnýttur. Af þessum sökum er gróður landsins að dragast saman. Þetta eru tölulegar staðreynd ir, sem ebki verða vefengdar. Barlómur er engu málefni til framdráttar, en bjartsýni verður að byggjást á raunsæi. ella er ekfci hægt að marka rétta stefnu. Og ean er sannar- lega ekki tímabært að berja sér á brjóst og segja, að málin stefni í rétta átt. Svo vel vill tíl, að við Jón Helgason erum ekki einir um þessa skoðun. Bændur eru vaKn aðir til meðvitundar um þessi vandamál ,og það er fyrir öllu, því að fáir eiga meira í húfi en þeir. Ég komst að raun um þetta fyrir skömmu, þegar ég var beð inn að koma til fundar í sveit, sem til þessa hefur verið talin einna gróðursælust og búsæld- arlegust á Suðurlandi öllu. Erindið var að ræða við nokkra bændur, sem þar höfðu verið valdir til að gera tillögur um, hvetmig unnt yrði að koma í veg fyrir öra gróðureyðingu og önnur vaadamál, sem eiga ræt- ur sínar að rekja til mikillar ofnýtingar gróðurs í sveitinni. Þetta talar vissulega sínu máli — og skyldi nú nobkur efast um þörfina á „grænni byltingu“ á íslaadi? Ingvi Þorsteinsson. L ■4 Þeir, sem aka á BRIDGESTONE sniódekkjum, negldum með SANDVIK snjónöglum, komasf- leiðar sinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póslkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 l mmm IHLUTIR I I NÚ ER RÉTTI TÍMiNN TIL AÐ ATHUGA BÍLINN Höfum fengið mikið úrval varahluta, svo sem: AC rafkerti, kertaleiðslur, E platínur, þétta, kveikjulok og hamra, straumlokur og flest í rafalinn, vatns- dælur, vatnshosur og vatnslása, blöndunga og viðgerðarsett í þá, benzíndælur og dælusett. AC olíu og loftsíur í miklu úrvali. i I I I I Ármúla 3 Sími 38900 | GJ A BÍLABÚÐIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.