Tíminn - 04.03.1971, Side 1
Hafft eftir HomffSrðisigiam, IjSs. S-7
guðmundar
Bergþóruqötu 3
Símar: 19032 — 20070
LJÓSA
PERUR
3&/r<atJL£jcchtAAéjLcUx, A./*
BAFTÆKJADEILO, HAFNARSTBÆTI 23, SlMI 1Í39S
§>2. tbl.
— Fimmtudagur 4. marz 1971
55. árg.
FERMINGARBÖRNIN MEÐ LÁNAÐAR BÆKUR:
Sálmabækur uppseldar
Geirfuglinn verSur boðinn upp í
London í dag, uppstoppaður í sínu
bezta skarti.
Settur undir
hamarínn í dag
SJ—Reykjavík, miðvikulag.
Dr. Finnur GuSmundsson, fugla
fræðingur, og Valdimar Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri geir-
fuglssöfnunarinnar, fóru utan til
Lundúna í morgun og verða þeir
viðstaddir uppboðið hjá Southby í
fyrramálið. Ætluðu þeir að reyna
Framhald á 14. síó'u.
Flúor-leið-
réttingunni
er nú lokið
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Flúornefndin svonefnda hefur
nú endurskoðað hluta af skýrslu
sinni frá því í október 1970 um
mengun frá álbræðslunni í Straums
vík, og er þar um ðð ræða kafl-
ann um skaðsemismörk. Sem kunn
ugt er hafa íslenzkir vísinda-
menn bent á, aó' fullyrðingar
í skýrslunni um þetta efni væru
rangar, og beinlínis ranglega vitn
að í erlend vísindarit. Hefur þessu
nú verið kippt í lag af hálfu nefnd
arinnar, og þýðingar á þeim köfl
um, sem um ræðir í erlendu vís-
indaritunum, nú orðnar réttar —
að því er fram er haldið.
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Eitt af því, sem hvert fermingarbarn fær, er sálmabók. Á þessu vori verða fermingar-
börnin sennilega að láta sér nægja að fá sálma bækurnar sínar lánaðar, þar sem þær eru gjör-
samlega uppseldar, og verður bókin ekki endurprentuð í því formi, sem síðasta sálmabók
var gefin út í, þar sem starfandi hefur verið nefnd, sem fjallar um endurskoðun sálma-
bókarinnar ,og hefur hún ekki enn lokið störfum.
Blaðið sneri sér til biskupsins,
hr. Sigurbjörns Einarssonar en
hann er formaður Sálmabókar-
nefndar, og sagði hann, að efcki
hefði þótt fært að láta endur-
prenta sálmabókina eins og hún
hefur verið, enn einu sinni, þar
sem svo skamrnt væri í nýja bók,
og sú gamla yrði þá um leið úr-
elt.
— Ný útgáfa er fyrirhuguð inn
an skamms, og vonandi getur hún
komið út á þessu ári, sagói bisk
upinn. — Þess vegna var ekiki átt
við að prenta bókina upp, þegar
upplagið þraut, því það hefði ver-
ið að tjalda aðeins til einnar næt-
ur. Sálmabók sú, se,m verið hefur
í notkun, kom fyrst út árið 1945,
en hefur verið endurprentuð hvað
eftir annað síðan.
— Allmiklar breytingar verða á
bókinni við þá endurskoó'un, sem
nú stendur yfir, o,g er nánast lok-
ið. Þó enu smávægileg atriði enn,
sem eftir er að ganga frá. Sálmum
mun fækka allverulega í bókinni,
því nú hverfa út úr bókinni ýms
ir Sálmar sem lítið eru notaðir,
eða alls ekki. Eitthvað kemur nýtt
ein það er þá tiltölulega lítið.
í sálmabókarnefndinni voru
fiimm menn, en einn þeirra, Séra
Sigurður Einarsson í Holti er fall
inn frá. Aðrir í nefndinni auk
biskupsins eru Tómas Guðmunds-
son sfcáld, sr. Sigurjón Guðjóns-
son prófastur og dr. Jakob Jóns-
son.
Konan og börnin koma
frá Ástralíu á mánudag
FB—Reykjavík, miðvikudag
Ræðismanni íslands í Melbourne í Ástralíu liefur verið sent skeyti
þess efnis, að fanniðar liggi nú fyrir handa konunni og börnunum
þremur, sem að undanförnu hefur verið safnað fyrir hérlendis. Hins
vegar hefur ekki verið greiddur farmiði fyrir heimilisföðurinn, enda
mun það ekki hafa verið ætluniii í upphafi, þegar söfnun hófst fyrir
fjölskylduna.
Ekki hafa opinberir aðilar liér
haft samband við fólkið persónu-
lega heldur hafa öll viðskipti far-
ið fram í gegn um ræðismanninn
í Melbourne, Var honum tilkynnt,
að fyrir lægju opnir flugmiðar
fyrir fólkið, og stungið upp á aö
það kæmi með flugvél á mánudag
inn kemur, en þó ekki sett að skil-
yrði, þar sem ekki er vitað, hvort
sá dagur hentar fólkinu. Flugferð
er frá Melbourne skömmu fyrir há-
degi á mánudögum til London.
Eemur flugvélin til London fyrir
hádegi næsta dag, en síðdegis á
þriðjudögum er einmitt bein flug
ferð frá London til Reykjavíkur.
Ekki var talið hentugt að þiggja
boð Eimskipafélagsins um far fyr-
ir fóikið heim með einhverju skipa
félagsins frá höfn í Evrópu. þar
sem vel hefði getað farið svo, að
hótelkostnaður hefði orðið tölu-
verður og erfiðleikar við að sam-
Strengur leigir hluta af Laxá í Suður-Þingey|arsýslu:
STÖNGIN í 8 ÞilS. A DAG
EB-Reykjavík, miðvikudag.
★ Veiðifélagið Strengur hefur
nú tekið á leigu í 5 vikur í
sumar, vciðisvæði í Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu, sem Hermóður
Guðmundsson í Árnesi liefur um-
ráð yfir. Staðfesti Hermóður þetta
í viðtali við Tímann, en vildi lítt
um samninginn segja.
★ Tíminn hefur hins vcgar hler
að, að samningurinn við
Streng sé þannig, að stöngin kosti
8 þús. kr. á dag, cn 5 stangir
eru á veiðisvæðinu. Eru innifalin
í þessum samningi ýmis hlunn-
indi, svo sem húsnæði, matur og
leiðsögn um veiðisvæðið. Er það
í júlí og ágúst í sumar, scm
Strengur hefur aðgangsrétt að
þessum feita bita, sem ýmsir aðr-
ir aðilar, m.a. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hafa áliuga á, en á
ræma komu fólksins til hafnar-
borgar og brottför Eimskipafélags
skips þaðan aftur.
Söfnunin fyrir Ástralíufarana
hefur nú staðið í rúman mánuð,
og munu hafi borizt nokkuð yfir
tvö hundruð þúsund krónur. End
anlegar tölur lig'gja e'kkj fyrir
ennþá, enda söfnuninni ekki hætt,
þrátt fyrir það, að fólkinu hafi
verið sendir flugmió'arnir. Verð-
ur henni haldið áfram enn um
sinn, þar sem ekki er enn komið
nægilegt fé til þess að greiða
flugmiðana til fulls. Hins vegar
mun ekki hafa þótt rétt að draga
lengur að aðstoða fólkið við að
komast heim. Farið fyrir konuna
og börnin þrjú kostar samtals 274
þúsund krónur.
þessu veiðisvæði dvaldi Bing
Crosby í íslandsferð sinni um
árið.
★ í fyrrasumar mun það hafa
verið norsk-amerísk ferða-
skrifstofa, sem liafði umrætt veiði
svæði á leigu, en Hermóður mun
hafa slæma reynslu af þeirri stofn
un, þar sem hún mun nú skulda
honuni enn talsvcrt af leiguvcrð-
inu.
Trygve Bratteli
GERIR MIÐ-
FLOKKURINN
BRATTELI AÐ
FORSÆTISRÁÐH.
NTB-Osló, miðvikudag.
Mikil spenna ríkir nú í norsk
um stjórnmálum, og er mið-
stjórnarfundar Miðflokksins,
sem haldinn verður á fimmtu-
daginn, beðið með mikilli eft-
irvæntingu. Ýmsir telja hugs-
anlegt, að miðstjórnin kunni
að hafa nokkuð aðra afstöðu
til stjórnarmyndunar en fram-
kvæmdastjórn og þingflokkur
Miðflokksins, en þó er almennt
talið nokkurn veginn víst, að
miðstjórnin muni hafna stjórn
arþátttöku og gera þannig
Trygve Bratteli að forsætisráð
herra minnihlutastjómar.
Látið hefur verið að því
liggja, að skiptar skoðanir hafi
verið innan framkvæmdastjórn
ar og þingflokks Miðflokksins,
en þessar stofnanir flokksins
hafa lýst því yfir, að með ör-
lögum Bortens-stjórnarinnar
hafi grundvellinum verið kippt
undan frekari fjór-flokka-stjóm
í Noregi. f miðstjórninni, sem
hefur fund sinn snemma í
fyrramálið, eiga sæti fulltrúar
lir öllum kjördæmum Noregs,
auk þingmanna og ýmissa ann
arra, samtals 40—50 manns.
Fundurinn mun standa fram
eftir degi, og að honum lokn-
um vcrður Ijóst, hver mun
mynda næstu ríkisstjórn.
Bernt Ingvaldsen, forseti
Stórþingsins, sem Ólafur kon-
ungur fól að kanna möguleik-
ana á stjórnarmyndun, hefur
lýst því yfir, að ef ekki sé
grundvöllur fyrir nýrri ríkis-1
stjórn borgaraflokkanna fjög-!
urra, þá muni hann leita til
konungs og ráðleggja honumi
að fela Bratteli myndun minni-
hlutastjórnar.
Hugmyndin um minnihluta-
Framhald á 14. síÖu.